Fréttir

Hvert fóru ferðamenn og hvað gerðu þeir?

Niðurstöður fleiri spurninga úr landamærarannsókn Ferðamálastofu eru nú orðnar aðgengilegar í Mælaborði ferðaþjónustunnar. Meðal þess sem bæst hefur við er hvaða landshlutar og staðir voru heimsóttir og nú er t.d. í fyrsta sinn hægt að skoða hvernig heimsóknir í einstaka landshluta og staði þróast frá mánuði til mánaðar. Einnig hvernig bókunarferlinu var háttað, hvað hafði áhrif á ákvörðun um að heimsækja landið og hvaða afþreying var nýtt. Gagnasöfnun hófst í júlí og liggja niðurstöður fyrir til og með apríl síðastliðnum.
Lesa meira

Ný könnun um fjölda sjálftengifarþega sýnir minni frávik í ferðamannatalningum

Á morgunfundi Isavia í dag voru birtar niðurstöður nýrrar úrtakskönnun meðal farþega Keflavíkurflugvallar. Tilgangurinn er að meta vægi sjálftengifarþega og erlends vinnuafls í brottfarartalningum og er um er að ræða endurtekningu á samskonar könnunum frá því í nóvember og fyrrasumar. Niðurstöður eru áþekkar og í nóvember en þó sýnir nýja könnunin enn minni áhrif þessara hópa á talninguna en áður.
Lesa meira

Gunnþóra Ólafsdóttir ráðin forstöðumaður rannsókna- og tölfræðisviðs

Ráðið hefur verið í starf forstöðumanns rannsókna- og tölfræðisviðs Ferðamálastofu. Dr. Gunnþóra Ólafsdóttir var ráðin að loknu ítarlegu valferli og mun hún hefja störf í júní. Alls bárust 20 umsóknir um starfið, af þeim hópi margir hæfir einstaklingar og þakkar Ferðamálastofa þeim fyrir áhugann og umsóknirnar.
Lesa meira

Go West nýr þátttakandi í Vakanum

Go West /Út og vestur, ferðaþjónustufyrirtæki með aðsetur að Arnarstapa, er nú þátttakandi í Vakanum og hefur einnig uppfyllt gullviðmið umhverfiskerfis Vakans fyrir vistvæna ferðaþjónustu. Það eru hjónin Þuríður Maggý Magnúsdóttir og Jón Jóel Einarsson sem reka Út og vestur ehf. og eru þau að halda upp á tíu ára afmæli fyrirtækisins þetta árið. Þau hafa frá upphafi lagt mikla áherslu á líkamlega hreyfingu og umhverfismál í sinni þjónustu.
Lesa meira

Hæfnikröfur þjónustufulltrúa í upplýsingamiðstöð

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hefur að beiðni Ferðamálastofu greint hæfnikröfur þjónustufulltrúa í upplýsingamiðstöð. Greiningin var unnin í október og nóvember 2017 í samstarfi við Austurbrú, Markaðsstofu Reykjaness og starfsfólk fjölmargra upplýsingamiðstöðva og gestastofa um land allt.
Lesa meira

4% fækkun erlendra farþega í apríl

Brottfarir erlendra farþega um Keflavíkurflugvöll voru um 147 þúsund talsins í apríl síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu og Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða sex þúsund færri en í apríl á síðasta ári. Fækkunin nemur 3,9% milli ára. Bandaríkjamenn og Bretar voru fjölmennastir í apríl en þeim fækkar nokkuð á milli ára.
Lesa meira

Birting í Mælaborðinu auðveldar ákvarðanir og styttir viðbragðstíma

Gögn um fjölda gesta á 46 stöðum innan Vatnajökulsþjóðgarðs munu innan tíðar verða aðgengileg í Mælaborði ferðaþjónustunnar. Samningur þar að lútandi var undirritaður á dögunum á milli Ferðamálastofu, Stjórnstöðvar ferðamála og þjóðgarðsins. Tilgangur samstarfsins er að auðvelda rafræna miðlun upplýsinga um Vatnajökulsþjóðgarð en hin myndræna birting í Mælaborðinu auðveldar rekstraraðilum þjóðgarðsins sem og öðrum hagsmunaaðilum að gera sér grein fyrir álagi af umferð um svæði innan þjóðgarðsins.
Lesa meira

Tækifæri ferðaþjónustunnar í stafrænum heimi – Upptaka

Upptaka frá morgunfundi sem Ferðamálastofa í samstarfi við Íslenska ferðaklasann bauð til um stöðu ferðaþjónustunnar í stafrænum heimi. Fundurinn var haldinn í Salnum í Kópavogi miðvikudaginn 2. maí kl. 8:30-11:30.
Lesa meira