01.05.2018
Upptaka frá morgunfundi sem Ferðamálastofa í samstarfi við Íslenska ferðaklasann bauð til um stöðu ferðaþjónustunnar í stafrænum heimi. Fundurinn var haldinn í Salnum í Kópavogi miðvikudaginn 2. maí kl. 8:30-11:30.
Lesa meira
30.04.2018
Hótel Mikligarður á Sauðárkróki er nýjasti þátttakandi innan Vakans og jafnframt fyrsta tveggja stjörnu superior hótelið á landinu
Lesa meira
27.04.2018
Ferðaskrifstofuleyfi Ferðaskrifstofu Austurlands ehf., með skráð hjáheiti FA Travel, kt. 640299-2079, Kaupvangi 6, Egilsstöðum, hefur verið fellt úr gildi vegna rekstrarstöðvunar ferðaskrifstofunnar.
Lesa meira
26.04.2018
Ferðamálastofa birtir nú niðurstöður úr nýrri könnun meðal Íslendinga um ferðalög þeirra á árinu 2017, ferðaáform þeirra á árinu 2018 og viðhorf til nokkurra þátta í tengslum við ferðamennsku á Íslandi. Könnunin hefur verið framkvæmd árlega með sambærilegum hætti frá árinu 2010.
Lesa meira
23.04.2018
Nýverið lauk ferðaskrifstofan Gateway to Iceland innleiðingarvinnu sinni og gerðist þátttakandi í Vakanum. Óskum við þeim hjartanlega til hamingju með þennan stóra áfanga! Viðstödd afhendinguna voru Tinna Haraldsdóttir, tengiliður Vakans á skrifstofu, Guðmundur Sigurðsson eigandi, Ásgeir F. Ásgeirsson framkvæmdastjóri og Jón Knútsson flotastjóri.
Lesa meira
20.04.2018
Ferðaskrifstofuleyfi Ferðaskrifstofu Austurlands ehf. (FA Travel) kt. 640299-2079, Kaupvangi 6, 700 Egilsstöðum, hefur verið fellt úr gildi frá og með 20. apríl 2018 vegna rekstrarstöðvunar ferðaskrifstofunnar.
Lesa meira
18.04.2018
Ferðamálastofa í samstarfi við Íslenska ferðaklasann býður til morgunfundar um stöðu ferðaþjónustunnar í stafrænum heimi. Fundurinn verður haldinn í Salnum í Kópavogi miðvikudaginn 2. maí og hefst kl. 8:30-11:30
Lesa meira
18.04.2018
Um 2,2 milljónir ferðamenn komu til landsins með flugi um Keflavíkurflugvöll árið 2017 eða 98,7% af heildarfjölda erlendra ferðamanna. Um 22 þúsund komu með Norrænu um Seyðisfjörð eða 1% af heild og um sjö þúsund með flugi um Reykjavíkur- Akureyrar- eða Egilsstaðaflugvöll eða um 0,3% af heild.
Lesa meira
10.04.2018
Brottfarir erlendra farþega um Keflavíkurflugvöll voru um 173 þúsund talsins í mars síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu og Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða um 5.200 fleiri en í mars á síðasta ári. Aukningin nemur 3,1% milli ára, nokkru minni en mælst hefur í mars síðustu árin.
Lesa meira
05.04.2018
Ferðamálastofa hefur tekið við umsjón og rekstri Mælaborðs ferðaþjónustunnar. Í því eru teknar saman og birtar með myndrænum hætti margvíslegar upplýsingar sem áður þurfti að sækja á marga staði. Mælaborðið opnar þar með bæði nýja sýn á fyrirliggjandi gögn og bætir aðgengi að þeim til muna.
Lesa meira