Fréttir

Tækifæri ferðaþjónustunnar í stafrænum heimi – Upptaka

Upptaka frá morgunfundi sem Ferðamálastofa í samstarfi við Íslenska ferðaklasann bauð til um stöðu ferðaþjónustunnar í stafrænum heimi. Fundurinn var haldinn í Salnum í Kópavogi miðvikudaginn 2. maí kl. 8:30-11:30.
Lesa meira

Hótel Mikligarður fyrsta tveggja stjörnu superior hótelið

Hótel Mikligarður á Sauðárkróki er nýjasti þátttakandi innan Vakans og jafnframt fyrsta tveggja stjörnu superior hótelið á landinu
Lesa meira

Áskorun um kröfulýsingu - Ferðaskrifstofa Austurlands ehf.

Ferðaskrifstofuleyfi Ferðaskrifstofu Austurlands ehf., með skráð hjáheiti FA Travel, kt. 640299-2079, Kaupvangi 6, Egilsstöðum, hefur verið fellt úr gildi vegna rekstrarstöðvunar ferðaskrifstofunnar.
Lesa meira

Ferðalög Íslendinga og viðhorf til erlendra ferðamanna og ferðaþjónustu

Ferðamálastofa birtir nú niðurstöður úr nýrri könnun meðal Íslendinga um ferðalög þeirra á árinu 2017, ferðaáform þeirra á árinu 2018 og viðhorf til nokkurra þátta í tengslum við ferðamennsku á Íslandi. Könnunin hefur verið framkvæmd árlega með sambærilegum hætti frá árinu 2010.
Lesa meira

Gateway to Iceland þátttakandi í Vakanum

Nýverið lauk ferðaskrifstofan Gateway to Iceland innleiðingarvinnu sinni og gerðist þátttakandi í Vakanum. Óskum við þeim hjartanlega til hamingju með þennan stóra áfanga! Viðstödd afhendinguna voru Tinna Haraldsdóttir, tengiliður Vakans á skrifstofu, Guðmundur Sigurðsson eigandi, Ásgeir F. Ásgeirsson framkvæmdastjóri og Jón Knútsson flotastjóri.
Lesa meira

Tilkynning um rekstrarstöðvun Ferðaskrifstofu Austurlands ehf. (FA Travel)

Ferðaskrifstofuleyfi Ferðaskrifstofu Austurlands ehf. (FA Travel) kt. 640299-2079, Kaupvangi 6, 700 Egilsstöðum, hefur verið fellt úr gildi frá og með 20. apríl 2018 vegna rekstrarstöðvunar ferðaskrifstofunnar.
Lesa meira

Tækifæri ferðaþjónustunnar í stafrænum heimi – Morgunfundur 2. maí

Ferðamálastofa í samstarfi við Íslenska ferðaklasann býður til morgunfundar um stöðu ferðaþjónustunnar í stafrænum heimi. Fundurinn verður haldinn í Salnum í Kópavogi miðvikudaginn 2. maí og hefst kl. 8:30-11:30
Lesa meira

Erlendir ferðamenn 2017

Um 2,2 milljónir ferðamenn komu til landsins með flugi um Keflavíkurflugvöll árið 2017 eða 98,7% af heildarfjölda erlendra ferðamanna. Um 22 þúsund komu með Norrænu um Seyðisfjörð eða 1% af heild og um sjö þúsund með flugi um Reykjavíkur- Akureyrar- eða Egilsstaðaflugvöll eða um 0,3% af heild.
Lesa meira

3% fjölgun erlendra farþega mars - Dregur úr aukningu yfir veturinn

Brottfarir erlendra farþega um Keflavíkurflugvöll voru um 173 þúsund talsins í mars síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu og Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða um 5.200 fleiri en í mars á síðasta ári. Aukningin nemur 3,1% milli ára, nokkru minni en mælst hefur í mars síðustu árin.
Lesa meira

Mælaborð ferðaþjónustunnar til Ferðamálastofu

Ferðamálastofa hefur tekið við umsjón og rekstri Mælaborðs ferðaþjónustunnar. Í því eru teknar saman og birtar með myndrænum hætti margvíslegar upplýsingar sem áður þurfti að sækja á marga staði. Mælaborðið opnar þar með bæði nýja sýn á fyrirliggjandi gögn og bætir aðgengi að þeim til muna.
Lesa meira