Fara í efni

Iceland TravelTech

Iceland Travel Tech sem er samstarfsverkefni Ferðaklasans og Ferðamálastofu fer nú fram í fimmta skipti í Grósku – Vatnsmýri. Viðburðurinn er haldin sem hluti af Nýsköpuarvikunni þann 25.maí og hefst kl 13:00. Í ár verður áhersla á að fá sýnendur aftur í hús þannig að ferðaþjónustuaðilar og ferðatæknifyrirtæki geti hisst í raunheimum.

Fyrir hvern er Iceland Travel Tech?

Sýnendur:

Þeir sem bjóða lausnir, tækni eða þjónustu sem á einhvern hátt auðveldar ferðaþjónustufyrirtækjum sína vinnu. Sýnendur eru á breiðu bili allt frá því að vera með hátæknilausnir til þess að vera með aðferðir og hugmyndafræði sem gengur út á gæða þjónustu og upplifun fyrir gesti með bættri tækni og lausnum.

Ef þú ert aðili sem býður uppá lausn eða þjónustu sem flýtir fyrir mannaflafrekum ferlum, eykur möguleika á bættri þjónustu, tækni sem eykur sjálfbærni fyrirtækja, þekkir leiðir til að hámarka framlegð með aukinni tækni, sérfræðiþekkingu á stafrænni markaðssetningu eða öðrum stafrænum lausnum, hugbúnaðarlausnum, bókunarlausnum, leiðum til að auka öryggi ferðamanna með bættri tækni, koma upplýsingum á framfæri á skemmri tíma og eða hvað annað sem eykur með einhverjum hætti samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja í ferðaþjónustu – þá á þitt fyrirtæki erindi á IcelandTravelTech.

Þátttakendur:

Ef þú rekur ferðaþjónustufyrirtæki og hefur áhuga á því að komast í fremstu röð í að nýta þær lausnir og þá tækni sem í boði er, þá mælum við með því að þú takir frá fimmtudaginn 25.maí og verðir með okkur í Grósku. Ísland á möguleika á því að skara framúr þegar kemur að nýjum aðferðum og lausnum við að gera upplifun og gæði þjónustu framúrskarandi. Sérstaða Íslands þegar kemur að nýsköpun og frumkvöðlakrafti er einstök en ekki sjálfsögð. Til að geta nýtt okkur þá þekkingu og reynslu sem til staðar er þurfa aðilar að vinna með breytingunum, vera hluti af þeim og leiða þá mikilvægu þróun sem er óhjákvæmileg en á sama tíma stærsta einstaka tækifærið í að auka verðmætasköpun í íslenskri ferðaþjónustu og gera sjálfbærni í rekstri og stýringu gesta mögulega.

Afhverju að gerast samstarfsaðili að IcelandTravelTech 2023?

IcelandTravelTech er einstök sýning og fyrirlestraröð sem gefur ferðatækni og ferðaþjónustu fyrirtækjum tækifæri á að hittast milliliðalaust. Með þátttöku öflugra samstarfsaðila gefst skipuleggjendum tækifæri til þess að gera einstakan viðburð sem eftir verður tekið víða um heim. Ísland á alla möguleika á því að vera í fremstu röð þegar kemur að tækni, þekkingar uppbyggingu og hugvits drifnum lausnum. Með öflugri sókn í tækni og leiðum til að auka upplifun og gæða þjónustu með minni tilkostnaði getur íslensk ferðaþjónusta staðið fremst í flokki á heimsvísu.

Nánari upplýsingar: asta.kristin@icelandtourism.is

Fyrri ráðstefnur

Iceland travel tech

IcelandTravelTech 2022

Ferðamálastofa og Íslenski ferðaklasinn standa fjórða árið í röð að viðburðinum Iceland Travel Tech þann 19. maí 2022 frá 13:00-16:00. Með viðburðinum er ætlunin að tengja saman tækniaðila og ferðaþjónustu með það fyrir augum að efla samkeppnishæfni og auka verðmætasköpun í íslenskri ferðaþjónustu.
 
Viðburðurinn í ár verður haldin í raunheimum en heimili Iceland Travel Tech verður Gróska, nýsköpunar og hugmyndahús í Vatnsmýrinni. Viðburðurinn er einnig hluti af Nýsköpunarvikunni sem fram fer víða um borg og bý frá 16 - 20.maí. Upptaka af viðburðinum verður aðgengileg síðar.
 
Í ár eru þrjú mismunandi þemu en þau eru:
1. Ný tækni: Er ég mögulega að missa af einhverju og hvað þarf ég að vita?
2. Praktísk tækni: Hvernig spara ég tíma og peninga? Kynnumst þremur áskorunum og lausnum
3. Sjálfbærni, tækni og netöryggi: Getur rétt tækni hjálpað mér með sjálfbærni? Fer það alltaf saman eða hvað þarf að varast?
 
Við höfum fengið til liðs við okkur frábæra fyrirlesara úr öllum áttum og hlökkum til að kynna þá fyrir ykkur hvern á fætur öðrum.
 
Frábær dagskrá sem er öllum að kostnaðarlausu en skráning er nauðsynleg.
 
 

IcelandTravelTech 2021

Þann 3.júní 2021 stóðu Ferðamálastofa og Íslenski Ferðaklasinn í þriðja sinn fyrir Iceland Travel Tech ráðstefnuninni, undirheiti ráðstefnunnar var "Nordic Edition".

Viðburðurinn fór fram bæði í raunheimum og rafheimum en ráðstefnan var haldin í Grósku-Nýsköpunarhúsi, og streymt samtímis.

Fjöldi íslenskra og erlendra sérfræðinga kynntu það helsta sem er að gerast í tæknimálum ferðaþjónustunnar en einnig kynntu nýsköpunarfyrirtæki vörur sínar og verkefni.  Anthony Day frá IBM fjallaði um bálkakeðjur (blockchain) og hvernig má nýta þær til auka sjálfbærni í ferðaþjónustu og traust ferðamanna til áfangastaða.

Upptökur frá fyrirlestrum:


 

2020 - Iceland Travel Tech

 Árið 2020 var ákveðið að færa Iceland Travel Tech alfarið á stafrænt form og var yfirskriftin: Hvernig sækjum við fram í breyttum heimi?

Tækni í hótelgeiranum og tækni til almennra framfara í fyrirtækjarekstri ferðaþjónustunnar voru í forgrunni.

Tveir aðalfyrirlesarar ráðstefnunnar voru Paul Papadimitriou stofnandi Intelligencr, London og Signe Jungersted framkvæmdastjóri Group NAO í Danmörku. Ráðherra ferðamála opnaði ráðstefnuna en erindi voru flutt frá fimm öflugum aðilum í íslensku atvinnulífi. S

 • Markaðsmál til sóknar – Spilum til að vinna!
  • -Ósk Heiða, PóstinumÓsk Heiða, Póstinum
 • Spjallmenni (e.Chatbots) – Leynast tækifæri
  • -Sigurður Svansson, SAHARA
 • Verðlagning á nýjum tímum
  • -Margrét Polly, Hótelráðgjöf
 • Nú ef ég ætti hótel í dag – Innleiðum réttu lausnirnar
  • -Steinar Atli, Origo
 • Er hægt að flýta nýsköpun í ferðaþjónustu?
  • -Bárður Örn Gunnarsson, Svartitindur og LAVA Centre

2019 - Iceland Traveltech

IcelandTravelTech - Expo and Summit var haldin í fyrsta sinn í Hörpu þann 10. maí 2019. Þar var gestum boðið að kynna sér starfsemi framsækinna tæknifyrirtækja í ferðaþjónustu. Um var að ræða sambaland af tækniráðstefnu og sýningu. Mikill áhugi var á viðburðinum en hann var hugsaður sem stefnumót ferðaþjónustuaðila við fyrirtæki sem bjóða uppá tæknilausnir af öllu tagi fyrir greinina. Var þetta fyrsti viðburðurinn af þessu tagi hérlendis sem sérstaklega er tileinkaður ferðaþjónustu.

Samhliða IcelandTravelTech sýningunni fór fram viðburðurinn SAFx, ráðstefna þar sem sjónum verður beint að stafrænni markaðssetningu. Á dagskránni voru fimm stuttir fyrirlestrar sem koma að efninu frá mismunandi sjónarhornum en með áherslu á hagnýta nálgun á viðfangsefnið


2018 - Stafræn framtíð ferðaþjónustu

Hvað græði ég á tækni? Hvernig aukum við arðsemi með nýsköpun? Hvað getur ferðaþjónusta lært af Kísildalnum? Getur tæknin einfaldað líf þitt? Hvaða tækifæri felast í aukinni upplýsingatækni fyrir ferðaþjónustu? Þessum spurningum var leitast við að svara á ráðstefnu 29. nóvember 2018 sem skipulögð var af þróunarhópi nýsköpunar og tækni hjá Ferðaklasanum í samstarfi við Ferðamálastofu.

Á ráðstefnunni deildu þau Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdastjóri og stofnandi Travelade, Soffía Kristín Þórðardóttir, forstöðumaður ferðalausna hjá Origo Ísland og Arnar Laufdal Ólafsson, framkvæmdastjóri Kaptio, reynslu sinni og þekkingu. Sjö tæknifyrirtækjum í ferðaþjónustu voru síðan með tveggja mínútna örkynningu á þjónustu sinni eða vöru.

Að loknum örerindum settust Andri, Soffía, Arnar, Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir frá Reykjavik Excursions / Kynnisferdir og Hjalti Baldursson framkvæmdastjóri hjá Bókun í pallborð. Ráðherra ferðamála, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ávarpaði einni ráðstefnuna sem fram fór í höfuðstöðvum Arion Banka.

Upptökur frá ráðstefnunni


2018- Tækifæri ferðaþjónustunnar í stafrænum heimi

Þann 2. maí 2018 stóð Ferðamálastofa í samstarfi við Íslenska ferðaklasann fyrir morgunfundi um stöðu ferðaþjónustunnar í stafrænum heimi. 

Með fundinum vildu Ferðamálastofa og Íslenski ferðaklasinn leggja sitt að mörkum til að vekja umræðu og gera íslenska ferðaþjónustu meðvitaða um þær öru tæknibreytingar sem eru að verða í heimi ferðaþjónustunnar. Þar koma m.a. við sögu síaukin samþætting snjalltækja við daglegt líf okkar, kröfur um hraðari þjónustu og betra aðgengi að upplýsingum.

Meðal fyrirlesara á fundinum var Bandaríkjamaðurinn Doug Lansky. Hann er vinsæll höfundur ferðabóka, ásamt því að vera eftirsóttur alþjóðlegur fyrirlesari og ráðgjafi í ferðamálum. Doug hefur ferðast um heiminn mörg undanfarin ár og greint frá upplifunum sínum með gamansömum hætti í blaða- og tímaritsgreinum undir nafninu Vagabond, sem birst hafa í ýmsum blöðum sem margir kannast eflaust við.

Upptökur frá ráðstefnunni