Verkefni

NorðurljósSamkvæmt lögum um skipan ferðamála fer Ferðamálastofa með framkvæmd ferðamála. Yfirstjórn málaflokksins er í höndum atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra sem skipar ferðamálastjóra til fimm ára í senn. Ferðamálastjóri veitir Ferðamálastofu forstöðu og ræður annað starfsfólk stofnunarinnar.

Verkefni Ferðamálastofu eru einkum:

  1. Útgáfa leyfa, skráning á starfsemi og eftirlit með að skilyrðum fyrir þeim sé fullnægt 
  2. Þróunar-, gæða- og skipulagsmál ferðaþjónustu, þ.e. framkvæmd markaðrar ferðamálastefnu, samræming umhverfis- og fræðslumála, miðlun upplýsinga, svæðisbundin þróun og alþjóðlegt samstarf 
  3. Markaðs- og kynningarmál ferðaþjónustu, í samræmi við ákvörðun ráðherra hverju sinni

Ráðherra getur með reglugerð kveðið nánar á um hlutverk og starfshætti Ferðamálastofu og einstök verkefni hennar.

Ferðamálastofu er heimilt með samþykki ráðherra að fela öðrum að annast ákveðin verkefni og vera aðili að samstarfsverkefnum, þar á meðal eiga eignarhluta í fyrirtækjum sem starfa á ákveðnum sviðum.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?