Verkefni

Norðurljós

Ferðamálastofa er stjórnsýslustofnun sem fer með framkvæmd ferðamála samkvæmt lögum um skipan ferðamála, sinnir lögbundnu eftirliti og daglegri stjórnsýslu á því sviði sem lögin ná til og stuðlar að þróun ferðamála sem atvinnugreinar.

Ferðamálastofa vinnur að og fylgir eftir stefnumörkun í málaflokknum og kemur með afgerandi hætti að framkvæmd markaðrar ferðamálastefnu, samræmingu umhverfis- og fræðslumála, miðlun upplýsinga, skipulags- umhverfis- og öryggismálum á ferðamannastöðum, svæðisbundinni þróun og alþjóðlegu samstarfi.

Ferðamálastofa stuðlar að samstarfi ólíkra aðila í ferðaþjónustu og veitir þjónustu til aðila innan ferðaþjónustunnar á sviði gæða- og umhverfismála, sem og landshlutabundinnar starfsemi á sviði ferðamála.

Dagleg verkefni Ferðamálastofu snúa einkum að eftirfarandi þáttum:

Leyfisveitingar, eftirlit, umsagnir og stjórnsýsluerindi

Skipulags-, umhverfis-og öryggismál á ferðamannastöðum

Vakinn – gæða og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar

  • Alhliða umsjón með rekstri Vakans
  • Handleiðsla og stuðningur við fyrirtæki
  • Gæða- og umhverfisúttektir
  • Hjálpargögn, fræðsluefni og gátlistar
  • Öryggismál fyrirtækja

Svæðisbundin þróun

Gögn og rannsóknir

Almennt

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?