Fara í efni

Ferðaþjónustustefna til 2030

Haustið 2022 hófst vinna við uppfærslu á stefnuramma ferðaþjónustunnar til 2030 og lauk henni í byrjun árs 2023. Í uppfærðum stefnuramma eru 12 áherslur sem deilast á lykilstoðirnar fjórar; efnahag, samfélag, umhverfi og gesti.

Framtíðarsýn íslenskrar ferðaþjónustu

Framtíðarsýn íslenskrar ferðaþjónustu er að vera leiðandi í sjálfbærri þróun á grunni efnahags-, umhverfis- og samfélagslegs jafnvægis. Í því felst að ferðaþjónustan sé arðsöm og samkeppnishæf í sátt við land og þjóð, að ferðaþjónustan stuðli að bættum lífskjörum og hagsæld á Íslandi og að ferðaþjónustan sé þekkt fyrir sjálfbæra þróun, gæði og einstaka upplifun.

Sjö starfshópar og fundað um allt land

Vinna við aðgerðaáætlun fyrir ferðaþjónustustefnu til 2030 var kynnt í júní 2023 og fylgdi eftir þeirri framtíðarsýn, markmiðum og áherslum sem koma fram í ferðaþjónustustefnunni. Sjö starfshópum var falið að vinna tillögur að aðgerðum í aðgerðaáætluna. Hóparnir voru um:

  • Sjálfbærni og orkuskipti
  • Samkeppnishæfni og verðmætasköpun
  • Rannsóknir og nýsköpun
  • Uppbyggingu áfangastaða
  • Hæfni og gæði
  • Heilsu-, veitinga- og hvataferðaþjónustu
  • Menningartengda ferðaþjónustu

Haldnir voru opnir umræðu- og kynningarfundir um vinnuna í öllum landshlutum. Verkefnið í heild sinni var leitt af stýrihópi á vegum menningar- og viðskiptaráðuneytisins.

Samþykkt ferðamálastefna og aðgerðaáætlun til ársins 2030

Ferðamálastefna til 2030 og aðgerðaáætlun voru lagaðar fyrir Alþingi í formi tillögu til þingsályktunar á og samþykkt vorþingi 2024.

Ferðamálastefna og aðgerðaáætlun til ársins 2030

Nánar á vef menningar- og viðskiptaráðuneytisins