10.11.2009
Eins og áður hefur komið fram tekur Golf Iceland þátt í sinni fyrstu ferðasýningu nú í næstu viku. Um er að ræða sýninguna International Golf Travel Mart, IGTM. Mikill fjöldi aðila tekur þátt í sýningunni og er hörð samkeppni um að ná athygli golfferðasala.
Viðtökur langt umfram vonirUm er að ræða þá tegund ferðasýningar þar sem golferðaskrifstofurnar panta fyrirfram 20 mínútna fundi með þeim sem eru þarna að kynna sína vöru og þjónustu. Þeir hafa haft síðustu tvær vikur til að velja sér viðtöl. "Peter Walton frá IAGTO sagði á fundinum í október hér að við skyldum ekki gera okkur of miklar vonir í fyrsta sinn. Þeirra reynsla væri sú að nýr áfangastaður á sýningunni gæti búist við 5-10 sem óskuðu eftir viðtali í fyrsta sinn og síðan á þriðja ári gætuð við vænst þess að fá allt að 30 beiðnir um viðtöl. Þessar tvær vikur, sem golfferðasalar hafa haft til að bóka beiðnir um viðtöl hef ég lagt mikla áherslu á að nýta dreifileiðir til að koma upplýsingum um Golf Iceland og veru okkar á sýningunni á sem flesta söluaðila. Þá hef ég einnig sent út fréttatilkynningar um Ísland sem golfáhugastað, Arctic Open o.fl., sem hefur verið beint að þessum söluaðilum. Nú hefur okkur borist listinn með beiðnum um viðtöl í næstu viku og er skemmst frá því að segja að alls hafa 33 erlendir ferðaskrifstofuaðilar óskað eftir að fá viðtöl og kynna sér okkar vöru og þjónustu. Þetta er langt fram úr okkar vonum," segir Magnús Oddsson, verkefnastjóri Golf Iceland.
Þessir golfferðaheildsalar eru frá eftirtöldum löndum:
Bandaríkjunum -5
Hollandi - 4
Bretlandi - 3
Svíþjóð - 3
Sviss - 2
Þýskalandi - 2
Frakklandi - 2
Búlgaríu - 2
Tékklandi - 2
S-Afríku - 2
Indlandi - 2
Austurríki - 1
Finnlandi - 1
Danmörku - 1
Japan - 1
Þá verður sérstök Íslandskynning 18. nóvember á sýningunni, þar sem Magnús sagist vonanst til að 40-60 ferðaheildsalar mæti og horfi á kynningu á Íslandi sem áfangastað fyrir kylfinga.Íslenskir söluaðilar hafa undanfarnar vikur verið að setja saman golfvöru sína fyrir næsta sumar og gera kynningarefni, bæklinga o.fl. Má nefna sem dæmi um slíkt að Iceland Pro Travel hefur opnað nýjan vef eingöngu vegna sölu á golfferðum til erlendra aðila www.golfer.is
Lesa meira
09.11.2009
Í tengslum við alþjóðlega ráðstefnu Norðurslóðaáætlunar 2007-2013, LAVA09, verða þau fjölbreyttu verkefni sem Ísland tekur þátt í kynnt í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Opnunartími er 10. nóv. kl. 12:00 ? 18:00 og 11. nóvember kl. 10:00 ? 18:00 og er sýningin öllum opin. Verkefnin eru m.a. á sviðum viðbragða við loftslagsbreytingum, menningartengdrar ferðaþjónustu, heilsugæslu, fiskeldis, verslunar, veiða, handverks, viðbragða við stórslysum, almenningssamgangna, nýtingu trjáviðar, endurnýjanlegra orkugjafa, öldrunarþjónustu, vegagerðar og skapandi greina. Á hluta sýningarinnar verður ?lifandi vinnustofa? skapandi frumkvöðla sem leggja aukið gildi til valinna NPP verkefna.
Norðurslóðaáætlun 2007-2013 er ein af svæðaáætlunum Evrópusambandsins og meginmarkmið hennar er að efla atvinnu-, efnahags-, umhverfis- og félagslega framþróun svæða og landa á norðurslóðum með samstarfsverkefnum yfir landamæri á milli einstaklinga, fyrirtækja og stofnana. Þema ráðstefnunnar er atvinnusköpun með áherslu á sóknarfæri sem felast í tengingu hefðbundinna atvinnugreina við skapandi greinar. Lögð er áhersla á virkt samstarf og tækifæri sem liggja í samstarfi hefðbundins og skapandi iðnaðar. Hvernig getur aðkoma skapandi greina aukið framþróun og virði fyrirtækja og stofnanna.
Nánari upplýsingar (PDF)
Lesa meira
09.11.2009
Unnur Halldórsdóttir var kjörin formaður Ferðamálasamtaka Íslands á nýafstöðum aðalfundi samtakanna sem var haldinn á Akureyri. Tók hún við af Pétri Rafnssyni sem gegnt hefur formennsku 12 undanfarin ár.
Voru Pétri færðar þakkir á fundinum fyrir hans góðu störf. Unnur sem nú á og rekur Hótel Hamar í Borgarfirði ásamt Hirti Árnasyni , rak m.a. áður Shell stöðina í Borganesi og var formaður Heimilis og skóla um árabil. Unnur á því að baki langa reynslu bæði í ferðaþjónustu og félagsmálum.
Samtökin standa á tímamótumÍ frétt frá samtökunum kemur fram að hlutverk Ferðamálasamtaka Íslands hafi breyst nokkuð síðustu misserin. Markaðsstofur hafa verðið settar á fót í öllum landshlutunum þar sem markvisst er unnið að heildrænni markaðssetningu hvers landshluta fyrir sig með megináherslu á ferðamálin. ?Samtökin standa í raun á tímamótum. Mikilvægt er að efla markaðsstofurnar, kalla eftir umræðum um framtíðarstefnu ferðamála, virkja grasrótina og vekja fólk í þjónustustörfum um vitundar um hversu víðtæk ferðaþjónustan er. Verkefnin framundan eru því næg og til að sinna þeim með formanni og stjórn hefur nýr starfsmaður verið ráðinn, Eva Úlla Hilmarsdóttir,? segir í fréttinni.
Töluverðar umræður urðu á fundinum m.a. um gjaldtöku á ferðamannastöðum og hvernig standa ber að uppbyggingu og umhirðu á þeim um gæðamál, menntun, grasrótarstarfið og margt fleira.
Vefþjónustukerfi afhentFundurinn samþykkti ályktun stjórnar um að að afhenda vefþjónustukerfi, sem FSÍ hefur kostað fyrir markaðsstofur landshlutanna, til Ferðamálastofu til eignar, varðveislu og þróunar. Kristján Pálsson afhenti Ólöfu Ýrr Atladóttur ferðamálastjóra kerfið með formlegum hætti. ?Stjórnin vonar að þessi ákvörðun leiði til farsællar þróunar á samstarfi markaðsstofa landshlutanna og Ferðamálastofu og auki öryggi og auðveldi upplýsingagjöf til erlendra jafnt sem innlendra ferðamanna um Ísland,? segir í ályktuninni. Við þetta má bæta að nú er unnið hörðum höndum að uppfærslu vefþjónustukerfisins, samfara endurnýjum á vefjum bæði markaðsstofanna og Ferðamálastofu.
Ályktun vegna markaðsmálaAðalfundur FSÍ haldinn á Akureyri 3.-4. nóvember 2009 lýsir yfir mikilli ánægju sinni með þann góða árangur sem náðst hefur í ferðaþjónustunni á yfirstandandi ári. Þrotlaus vinna fjölda aðila við markaðssetningu og móttöku ferðamanna um allt land vegur þar þyngst. Aðalfundurinn skorar á alþingi og ríkisstjórn að sjá til þess að fjármunir til markaðssetningar innan og utanlands verði ekki skornir niður í fjárlögum fyrir árið 2010. Vill aðalfundurinn sérstaklega benda þar á mikilvægi markaðsstofa landshlutanna. Öllum er ljóst í dag vaxandi mikilvægi ferðaþjónustunnar og þeirrar staðreyndar að engin önnur atvinnugrein hefur sömu möguleika til gjaldeyris- og atvinnusköpunar í framtíðinni, ef rétt er að málum staðið.
Hér að neðan eru nokkrar myndir frá fundinum.
Vel var mætt á aðalfundinn á Hótel KEA.
Fundargestir.
Hermann Jón Tómasson, bæjarstjóri á Akureyri, ávarpaði fundinn.
Unnur Halldórsdóttir, nýr formaður, fremst á myndinni.
Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri í ræðustjóli.
Fundargestir.
Kristján Pálsson afhenti Ólöfu Ýrr Atladóttur ferðamálastjóra vefþjónustukerfið.
Lesa meira
06.11.2009
Í nýliðnum októbermánuði fór 30.371 erlendur gestur úr landi um Leifsstöð, sem er 7,5% fækkun frá árinu áður. Fækkunin nemur 2.455 gestum en mest er fækkunin frá fjarmörkuðum eða 26%.
Svipaður fjöldi kemur frá Norðurlöndunum, Mið- og Suður-Evrópu og Norður-Ameríku en lítilsháttar fækkun er frá Bretlandi. Samdráttur í utanferðum Íslendinga er hins vegar minni í október en aðra mánuði ársins, 14,6% færri Íslendingar fóru utan í október ár í samanburði við sama mánuð árið 2008.
Alls hafa 426 þúsund gestir farið frá landinu það sem af er árinu samkvæmt talningum Ferðamálastofu eða 330 færri gestir en á sama tímabili í fyrra. Hér að neðan má sjá nánari skiptingu eftir þjóðerni.
Október eftir þjóðernum
Janúar-október eftir þjóðernum
Breyting milli ára
Breyting milli ára
2008
2009
Fjöldi
(%)
2008
2009
Fjöldi
(%)
Bandaríkin
2.535
2.946
411
16,2
Bandaríkin
36.745
40.007
3.262
8,9
Bretland
6.377
6.088
-289
-4,5
Bretland
61.472
52.898
-8.574
-13,9
Danmörk
2.909
3.024
115
4,0
Danmörk
36.766
37.336
570
1,6
Finnland
995
1.163
168
16,9
Finnland
9.994
10.919
925
9,3
Frakkland
850
889
39
4,6
Frakkland
24.578
27.334
2.756
11,2
Holland
1.191
1.312
121
10,2
Holland
17.173
17.569
396
2,3
Ítalía
312
275
-37
-11,9
Ítalía
9.741
12.251
2.510
25,8
Japan
455
491
36
7,9
Japan
5.538
6.040
502
9,1
Kanada
967
558
-409
-42,3
Kanada
10.152
10.648
496
4,9
Kína
555
532
-23
-4,1
Kína
5.100
4.839
-261
-5,1
Noregur
3.520
3.480
-40
-1,1
Noregur
31.044
32.915
1.871
6,0
Pólland
1.445
787
-658
-45,5
Pólland
19.632
12.016
-7.616
-38,8
Spánn
457
540
83
18,2
Spánn
10.120
13.375
3.255
32,2
Sviss
214
198
-16
-7,5
Sviss
6.923
8.406
1.483
21,4
Svíþjóð
2.946
2.511
-435
-14,8
Svíþjóð
28.938
28.598
-340
-1,2
Þýskaland
1.865
1.726
-139
-7,5
Þýskaland
42.647
49.852
7.205
16,9
Annað
5.233
3.851
-1.382
-26,4
Annað
69.711
60.941
-8.770
-12,6
Samtals
32.826
30.371
-2.455
-7,5
Samtals
426.274
425.944
-330
-0,1
Október eftir markaðssvæðum
Janúar-október eftir markaðssvæðum
Breyting milli ára
Breyting milli ára
2008
2009
Fjöldi
(%)
2008
2009
Fjöldi
(%)
Norðurlönd
10.370
10.178
-192
-1,9
Norðurlönd
106.742
109.768
3.026
3,1
Bretland
6.377
6.088
-289
-4,5
Bretland
61.472
52.898
-8.574
-13,9
Mið-/S-Evrópa
4.889
4.940
51
1,0
Mið-/S-Evrópa
111.182
128.787
17.605
15,8
N-Ameríka
3.502
3.504
2
0,1
N-Ameríka
46.897
50.655
3.758
8,0
Annað
7.688
5.661
-2.027
-26,4
Annað
99.981
83.836
-16.145
-16,1
Samtals
32.826
30.371
-2.455
-7,5
Samtals
426.274
425.944
-330
-0,1
Ísland
28.987
24.758
-4.229
-14,6
Ísland
374.155
218.891
-155.264
-41,5
Lesa meira
06.11.2009
Frumvarpi til laga um Íslandsstofu var dreift á Alþingi í gær. Markmið laganna er að efla ímynd og orðspor Íslands, styrkja samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs á erlendum mörkuðum og laða erlenda ferðamenn og fjárfestingu til landsins, eins og segir í 1. grein frumvarpsins.
Í 2. grein er fjallað um hlutverk Íslandsstofu, sem er:
a. að vera samstarfsvettvangur fyrirtækja, hagsmunasamtaka, stofnana og stjórnvalda um stefnu og aðgerðir til þess að efla ímynd og orðspor Íslands,
b. að veita alhliða þjónustu og ráðgjöf í því skyni að greiða fyrir útflutningi á vöru og þjónustu,
c. að laða til landsins erlenda ferðamenn með samræmdu kynningar- og markaðsstarfi,
d. að upplýsa erlenda fjárfesta um kosti Íslands og vera stjórnvöldum til ráðuneytis um fjárfestingarmál,
e. að styðja við kynningu á íslenskri menningu erlendis.
Íslandsstofa er stofnuð á grunni Útflutningsráðs Íslands, sem fær með þessu viðameiri verkefni, eins og segir í athugasemdum með frumvarpinu. Í fyrsta lagi er Íslandsstofu ætlað að setja skýran ramma utan um ímyndar- og kynningarmál Íslands þar sem aðilar í útflutningi, ferðaþjónustu og þekkingariðnaði koma til samstarfs við hið opinbera um að efla og standa vörð um orðspor Íslands erlendis. Í öðru lagi er Íslandsstofu ætlað það hlutverk að laða til landsins erlenda ferðamenn með samræmdri og stefnumiðaðri kynningu á Íslandi sem áfangastað. Hér er um að ræða núverandi markaðs- og kynningarstarf Ferðamálastofu gagnvart erlendum mörkuðum, en rekstur þess mun flytjast í heild yfir til Íslandsstofu.
Tekið er fram að breytingin hafi ekki áhrif á núverandi fjárveitingar til þeirra verkefna sem með lögunum munu heyra undir Íslandsstofu, þ.e. fjárveitingar til Útflutningsráðs og til markaðs- og kynningarstarfs Ferðamálastofu. Þá er ekki gert ráð fyrir að hið breytta fyrirkomulag hafi í för með sér aukin útgjöld fyrir ríkissjóð. Þvert á móti er verið að mæta kröfum um bætt samstarf, skýrari stefnu og aðgerðir til að efla og standa vörð um ímynd og orðspor Íslands með því að hagræða og nýta betur þá fjármuni sem nú er varið til markaðs- og kynningarstarfa erlendis. Af níu manna stjórn Íslandsstofu munu samtök atvinnulífsins tilnefna fimm.
Frumvarp um Íslandsstofu í heild sinni
Lesa meira
05.11.2009
Ferðamálastofa og iðnaðarráðuneytið gengust fyrir fjölsóttum vinnufundi um sóknarfæri í heilsutengdri ferðaþjónustu á Hilton Hotel Reykjavík í dag. Þarna mætti breiður hópur fulltrúa fyrirtækja í ferðaþjónustu og heilbrigðisþjónustu og sérfræðinga tengdum heilbrigðum lífsstíl.
Fundargestir skipuðu sér í fimm umræðuhópa og ræddu m.a. gæði í íslenskri heilsuferðaþjónustu, vöruþróun, markaðsmál, samstarfsvettvang og hvar íslensk heilsuferðaþjónusta yrði hgusanlega stödd árið 2014. Fjörugar umræður spunnust um efni fundarins og greinilegt að fjölmörg atriði þarf að fara í saumana á til að þessi ferðaþjónusta geti orðið að söluvænni vöru.
Katín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra og ráðherra ferðamála, hlýddi á niðurstöður hópanna og lýsti sinni sýn á þetta stóra verkefni. Lagði hún áherslu á heilsteypt vörumerki og að þarna væri hugsanlega kominn lykillinn að því að lengja ferðamannatímann.
Magnús Orri Schram alþingismaður stýrði fundinum, sem var í boði iðnaðarráðuneytis og Ferðamálastofu, en Magnús Orri þekkir vel til starfa á þessum vettvangi. Á fundinum var prófað nýtt hugtak úr smiðju Kjartans Ragnarssonar og Sigríðar Margrétar Guðmundsdóttur, lífsgæðatengd ferðaþjónusta, en nokkur leit hefur staðið yfir að góðu íslensku orði yfir það sem á ensku nefnist wellness.
Ákveðið var að fulltrúar þessa stóra hóps myndu koma saman á ný eftir 3 vikur þegar unnið hefur verið úr þeim tillögum sem til urðu á fundinum og fyrir liggur hvað það er sem helst vantar upp á til að lífsgæðaferðaþjónusta verði órfjúfanlegur hluti af atvinnugreininni.
Skoða myndir frá fundinum
Lesa meira
05.11.2009
Árleg norræn ferðamálaráðstefna ?Nordic Symposium in Tourism and Hospitality Research? verður haldin á Akureyri í lok september á næsta ári. Rannsóknamiðstöð ferðamála sér um skipulagningu ráðstefnnar sem verður í nýja ráðstefnu- og menningarhúsinu Hofi.
Síðast var ráðstefnan haldin hér á landi árið 2005 en hún er sem fyrr segir haldin árlega og flakkar á milli Norðurlanda, var nú síðast í Esbjerg í Danmörku í lok október. Búist er við fjölda erlendra gesta og fyrirlesara til landsins í tengslum við ráðstefnuna en titill hennar er ?Crative Destionations in a Changing World?
Kynning á ráðstefnunni (PDF)
Lesa meira
04.11.2009
Alls bárust 27 tilnefningar til umhverfisverðlauna Ferðamálastofu 2009 en frestur rann út í lok október. Tilkynnt verður um verðlaunahafann þann 19. nóvember næstkomandi.
Tilgangur verðlaunanna er að beina athyglinni að þeim ferðamannastöðum eða fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem sinna umhverfismálum í starfi sínu og framtíðarskipulagi. Þau geti með því orðið hvatning til ferðaþjónustuaðila og viðskiptavina þeirra að huga betur að umhverfi og náttúru og styrkja þannig framtíð greinarinnar. Verðlaunin hafa verið afhent árlega frá árinu 1995 og er þetta því í 15. skiptið.
Eftirtaldir aðilar eru tilnefndir að þessu sinni:
Brekkulækur í Miðfirði (Arinbjörn Jóhannsson) Bílaleiga Flugleiða ehf.- Hertz Bjarteyjarsandur á Hvalfjarðarströnd Djúpavogshreppur Drangeyjarferðir (Jón Eiríksson bóndi á Fagranesi) Eldhestar Farfuglaheimilið Ytra Lón á Langanesi Ferðafélag Fljótsdalshéraðs Ferðaþjónustan á Kirkjubóli á Ströndum Garðyrkjustöðin Engi, Laugarási í Biskupstungum Heydalur í Mjóafirði Hornbjargsviti (Óvissuferðir ehf.) Hrífunes í Skaftártungum Hveragerðisbær Iceland Conservation Volunteers (Sjálfboðaliðar Umhverfisstofnunar) Íslenskir Fjallaleiðsögumenn http://www.fjallaleidsogumenn.isNorðursigling á Húsavík Reykjanesbær (fyrir strandgönguleið) Reykjanesfólkvangur Selasetur Íslands á Hvammstanga Sjálfbært Snæfellsnes (Verkefni 5 sveitarfélaga á Snæfellsnesi) Skálanes á Seyðisfirði http://www.skalanes.comSveitarfélagið Skagaströnd Tjaldsvæðið á Tálknafirði Útilífsmiðstöð skáta við Úlfljótsvatn Veraldarvinir Vörumerkið Fisherman á Vestfjörðum
Lesa meira
04.11.2009
Vegna góðrar þátttöku á vinnufund um sóknarfæri í heilsutengdri ferðaþjónustu á Íslandi verður fundurinn haldinn á HILTON REYKJAVÍK NORDICA, í stað Geirsgötu 9 eins og áður var auglýst. Á fundinum verður m.a. rætt um eftirfarandi atriði og því væri gott ef þátttakendur væru búnir að velta þeim aðeins fyrir sér:
Gæði í íslenskri heilsuferðaþjónustuVöruþróunMarkaðsmálSamstarf innan heilsuferðaþjónustuÍslensk heilsuferðaþjónusta árið 2014 Fundurinn hefst stundvíslega klukkan 9:00.
Lesa meira
04.11.2009
Árleg uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi var haldin í liðinni viku. Í tengslum við hana voru veittar viðurkenningar til aðila í ferðaþjónustu.
Hátíðin, sem haldin var í Mývatnssveit þetta árið, tókst einstaklega vel og mættu á annað hundrað einstaklingar úr ferðaþjónustunni á Norðurlandi á hátíðina. Farið var vítt og breytt um Mývatnssveit og áhugaverðir staðir heimsóttir, m.a. Víti, Krafla, Námaskarð, Fuglasafn Sigurgeirs, Dimmuborgir og Jarðböðin, hátíðarkvöldverður var svo haldinn á Hótel Reynihlíð.
Markaðsstofa ferðamála á Norðurlandi veitir viðurkenningarnar til þeirra fyrirtækja og einstaklinga sem valdir eru á hverju ári. Dimmuborgir ehf. fengu viðurkenningu fyrir nýjung í ferðaþjónustunni á svæðinu og Sigrún Jóhannsdóttir í Sel Hótel Mývatni fékk viðurkenningu fyrir áratuga þjónustu við ferðamenn í Mývatnssveit. Þá veittu Ferðamálasamtök Íslands Vatnajökulsþjóðgarði viðurkenningu fyrir faglega uppbyggingu á gestastofu, þ.e. Gljúfrastofu í mynni Ásbyrgis. Myndirnar hér að neðan tók Þórgnýr Dýrfjörð, forstöðumaður Akureyrarstofu, við þetta tilefni.
Helga Haraldardóttir, skrifstofustjóri ferðamála í iðnaðarráðuneytinu, afhenti Dimmuborgum ehf. viðurkenningu fyrir nýjung í ferðaþjónustunni á svæðinu. Með Helgu á myndinni eru Gunnar Jóhannesson og Anton Freyr Birgisson.
Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri afhenti Sigrúnu Jóhannsdóttur hjá Sel-Hótel Mývatni viðurkenningu fyrir áratuga þjónustu við ferðamenn í Mývatnssveit.
Pétur Rafnsson, formaður Ferðamálasamtaka Íslands, afhenti Helgu Árnadóttur fulltrúa Vatnajökulsþjóðgarðs sérstaka viðurkenningu samtakanna fyrir faglega uppbyggingu á gestastofu, þ.e. Gljúfrastofu í mynni Ásbyrgis.
Lesa meira