Fréttir

Starfsorka - Vantar þig starfskraft við nýsköpun?

Fyrirtæki sem vilja byrja á nýsköpunarverkefnum eða auka við núverandi starfsemi í nýsköpun og þróun geta nú tekið þáttt í verkefninu starfsorku. Sjá meðfylgjandi kynningu.  
Lesa meira

Umsóknarfrestur vegna styrkja til úrbóta í umhverfismálum

Ferðamálastofa hefur auglýst eftir styrkjum til úrbóta í umhverfismálum fyrir árið 2009. Styrkir skiptast sem fyrr í þrjá meginflokka og sérstök áhersla verður lögð á verkefni sem stuðla að bættu aðgengi að áningastöðum. Eitt helsta aðdráttarafl Íslands í hugum ferðamanna, innlendra sem erlendra, er íslensk náttúra.  Stefna íslenskra stjórnvalda er að ferðaþjónustan í landinu starfi sem mest eftir hugmyndafræði um sjálfbæra ferðaþjónustu. Liður í því er markviss uppbygging og fyrirbyggjandi aðgerðir til verndunar á íslenskri náttúru. Styrkir skiptast  í þrjá meginflokka: 1.  Til minni verkefna:Úthlutað verður til minni verkefna í umhverfismálum. Aðallega  verða veittir styrkir til efniskaupa. Hámarksupphæð hvers styrks verður 500 þúsund krónur.  2.   Til stærri verkefna á fjölsóttum ferðamannastöðum:Veittir verða styrkir til stærri verkefna þar sem umsækjendur stýra framkvæmdum og svæðin verða í umsjón eða eigu styrkþega eftir að framkvæmdum lýkur. Þegar til úthlutunar kemur verður stuðst við eftirfarandi vinnureglur: a) Um er að ræða svæði eða staði sem verulegur fjöldi ferðamanna sækir heim. b) Megin áhersla verður lögð á að styrkja svæði þar sem fullnaðarhönnun og framkvæmdaleyfi liggur fyrir, þó getur hluti af styrkupphæð farið til vinnu á deiliskipulagi. c) Ferðamálastofa áskilur sér rétt til að fara yfir hönnun á viðkomandi svæði ásamt þeim forsendum sem þar liggja að baki. d) Styrkþegi er ábyrgur fyrir eðlilegu viðhaldi svæðis og mannvirkja er tengjast viðkomandi framkvæmdum. e) Standi styrkþegi ekki við ákvæði (d) getur ekki orðið af frekari styrkveitingum til  viðkomandi fyrr en að því ákvæði uppfylltu. f) Engu fé verður veitt til styrkþega fyrr en að undangengnum skriflegum samningi milli Ferðamálastofu og styrkþega. 3.  Til uppbyggingar á nýjum svæðum:Veittir verða styrkir til uppbyggingar á nýjum svæðum sem skipulögð hafa verið þannig að ferðamönnum nýtist viðkomandi svæði.   Þegar til úthlutunar kemur verður stuðst við eftirfarandi vinnureglur: a) Styrkupphæð getur aldrei orðir hærri en sem nemur 75% af framkvæmdakostnaði. b) Megin áhersla verður lögð á að  styrkja svæði þar sem samþykkt deiliskipulag iggur fyrir,  þó getur hluti af styrkupphæð farið til vinnu á deiliskipulagi. c) Hluti af styrkupphæð Ferðamálastofu getur farið til verkhönnunar á viðkomandi svæði, þó aldrei meira en sem nemur 25% af styrkupphæð. d) Ferðamálastofa áskilur sér rétt til að fara yfir hönnun á viðkomandi svæði ásamt þeim forsendum sem þar liggja að baki. e) Styrkþegi er ábyrgur fyrir eðlilegu viðhaldi svæðis og mannvirkja er tengjast viðkomandi framkvæmdum. f) Standi styrkþegi ekki við ákvæði (e) getur ekki orðið af frekari styrkveitingum til viðkomandi fyrr en að því ákvæði uppfylltu. g) Engu fé verður veitt til styrkþega fyrr en að undangengnum skriflegum samning milli Ferðamálastofu og styrkþega.Hverjir geta sótt um:Öllum sem hagsmuna eiga að gæta er frjálst að sækja um styrk að uppfylltum ofangreindum skilyrðum.  Við úthlutun verður m.a. tekið mið af ástandi og álagi svæða, og mikilvægi aðgerðanna vegna náttúruverndar. Einnig verður tekið tillit til þess hvort viðkomandi verkefni nýtur þegar fjárstuðnings opinberra aðila. Ekki verður sérstaklega litið til dreifingar verkefna eftir landshlutum.   Umsóknarfrestur:Umsóknafrestur er til 31. janúar 2009. Umsóknir sem berast eftir það eru ekki teknar gildar. Meðfylgjandi gögn:Með öllum umsóknum skal skila inn gögnum er sýna fram á mikilvægi framkvæmdarinnar sem og skriflegt samþykki hlutaðeigandi aðila s.s. landeigenda, sveitarfélags, og umhverfisyfirvalda ef með þarf. Hvar ber að sækja um:Umsóknir berist með tölvupósti (Umsóknareyðublað fyrir styrki 2009 - Excel). -Byrjið á að vista eyðublaðið á eiginn tölvu með því að smella á hlekkinn hér fyrir ofan og velja "Save" Einnig er hægt að skila inn skriflegum umsóknum á eyðublöðum sem fást á skrifstofu Ferðamálastofu, Strandgötu 29, 600 Akureyri. Nánari upplýsingar veitir umhverfisfulltrúi í síma 464-9990 eða með vefpósti  sveinn@icetourist.is
Lesa meira

Fundur um jarðfræðitengda ferðaþjónustu

Jarðfræðisetrið á Breiðdalsvík, Stofnun Fræðasetra Háskóla Íslands og átaksverkefni Háskólafélags Suðurlands boða fund á Grand Hótel í Reykjavík, fimmtudaginn 5 febrúar. Fundurinn stendur frá kl. 11:30 ? 16:00.  Markmið fundarins er að skoða sameiginlega hagsmuni og möguleika á sameiginlegri markaðssetningu í jarðfræðitengdri ferðaþjónustu m.a. með því að vinna að stofnun ?Geopark? á Íslandi. Dagskráin er eftirfarandi:11:30Ólöf Ýrr Atladóttir Ferðamálastjóri ? Ferðaþjónusta á Íslandi 11:40Rögnvaldur Ólafsson - Ísland á úthafshrygg, samvinna um ferðaþjónustu sem tengist jarðfræði.11:50Lovísa Ásbjörnsdóttir - Heimsminjaskrá UNESCO og European Geopark 12:10Einar E. Á. Sæmundsen ? Heimsminjaskráin, skiptir hún máli?12:30Ólafur Örn Péursson í Skálanesi  ? Möguleikar í þjónustu við skólahópa12:45Anna María Ragnarsdóttir í Freysnesi ? Uppbygging ferðaþjónustu í tengslum við skólahópa  13:00Hádegismatur í boði Jarðfræðiseturssins á Breiðdalsvík 14:00Umræður/verkefnavinna um eftirfarandi efni:                Verkefnið - Samstarf í jarðfræði og ferðaþjónustuSkipulag samstarfsins  og tímaáætlunKostnaður og fjármögnun 16:00Fundi lokið Fyrir fundinn eru þátttakendur beðnir að velta fyrir sér sérstöðu síns svæðis í jarðfræðilegu tilliti og jarðfræðitengdri ferðaþjónustu. Skráningar berist til skrifstofa@breiddalur.is fyrir 2. febrúar.  
Lesa meira

Erlendir gestir yfir hálfa milljón í fyrsta sinn

Alls fóru 502 þúsund erlendir gestir frá landinu á árinu 2008 en 2007 voru þeir 485 þúsund talsins.  Aukningin er um 17 þúsund eða 3,5%. Langflestir eða um 94,1% fóru um Leifsstöð, 2,9% um  Reykjavíkur-, Akureyrar eða Egilsstaðaflugvöll og 2,9% með Norrænu um Seyðisfjörð. Þetta er í fyrsta sinn sem erlendir gestir fara yfir hálfa milljón á einu ári. Farþegar skemmtiferðaskipa eru ekki inn í þessum tölum og koma því til viðbótar. Samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Leifsstöð fóru 472.500 erlendir gestir frá landinu um flugvöllinn á árinu 2008, sem er aukning um 13.500 gesti eða 2,9% frá árinu áður. Allar brottfarir erlendra gesta um Leifsstöð eru inni í þessum talningum, þ.m.t. brottfarir erlends vinnuafl.
Lesa meira

Metfjöldi í Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykjavík á haustmánuðum 2008

Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykjavík tók á móti 30% fleiri gestum í september, október og nóvember 2008 ef bornir eru saman mánuðir milli ára 2007 og 2008. Desembermánuður sló hins vegar öll fyrri met um aukinn gestafjölda með 43% fjölgun heimsókna miðað við 2007.  Ferðamenn verða sífellt sjálfstæðari í skipulagningu Þrátt fyrir að fjölgun erlendra ferðamanna yfir allt árið 2008 hafi verið minni en undanfarin áratug, eða um 3% í stað um það bil 8% fjölgun að jafnaði sl. 10 ár, virðist sem þeir leiti meira til upplýsingamiðstöðva og bóki þar sínar ferðir, gistingu og aðra þjónustu.  Er það í takt við þá þróun í ferðaþjónustu, bæði hérlendis og annarstaðar, að ferðamenn verða sífellt sjálfstæðari í skipulagningu sinni auk þess sem þeir eru hvatvísari í ferðakaupum og kaupa til að mynda helgarferð með afar skömmum fyrirvara ef hún gefst á hagstæðu verði, segir í frétt frá Höfuðborgarstofu. Einnig segir að starfsfólk upplýsingamiðstöðvarinnar telur að óvenju mikið sé um erlenda ferðamenn um þessar mundir, á árstíma sem alla jafna er fremur rólegur í ferðaþjónustu.  Þeir séu spenntir  fyrir hefðbundnum kynnisferðum, svo sem í Bláa lónið og á Gullfoss og Geysi. Einnig er mikið spurt um norðurljósin og ýmsar ferðir þeim tengdar. Þá er einnig mikið spurt um söfn og sýningar af ýmsu tagi, lifandi tónlist, veitingastaði, sundlaugar og heimsóknir í heilsulindir. Ennfremur seljast dýrari ferðir, svo sem jeppaferðir með fáa farþega, betur nú en oft áður og að fólk setji verðlagið síður fyrir sig. Endurgreiðsla á virðisauka til erlendra ferðamanna jókst að sama skapi gríðarlega og því ljóst að sala á ýmsum vörum til þessa hóps hefur aukist mikið. Endurgreiðsla Iceland Refund í upplýsingamiðstöðinni í október og nóvember jókst að meðaltali um 194% milli ára 2007 og 2008. Í takt við metfjölda í upplýsingamiðstöðinni í desember varð alger sprengja í endurgreiðslu virðisauka til erlendra ferðamanna í þeim mánuði eða 400% og því líklegt að töluvert margir hafi keypt jólagjafir í borginni áður en haldið var heim.
Lesa meira

Nýr vefur fyrir Vesturland

Opnaður hefur verið nýr ferðaþjónustuvefur fyrir Vesturland. Á næstu mánuðum verða síðan opnaðir vefir fyrir aðra landshluta með sama sniði en verkefnið fór af stað að frumkvæði Ferðamálasamtaka Íslands. Samstarf við FerðamálastofuMeð verkefninu er einnig stigið skerf í átt til aukinnar samvinnu Ferðamálastofu og landshlutanna þar sem upplýsingar um ferðaþjónustuaðila á vefjunum koma úr gagnagrunni Ferðamálastofu. Þannig er upplýsingum einungis viðhaldið á einum stað, hjá Ferðamálastofu, í stað þess að hver og einn sé að safna og halda utan um upplýsingar á sínu svæði og síðan Ferðamálastofa fyrir landið allt. Með þessu sparast verulegir fjármunir. Einnig mun þetta væntanlega leiða til réttari og betri upplýsinga. Haldið áfram að þróa vefinnMeð þessum vef er að mínu mati stigið stórt skref í átt að kynningarmálum landshlutanna og í raun Íslands alls. Verkið er unnið í náinni samvinnu markaðsstofa landshlutanna, IGM sem vinnur vefina og Ferðamálasamtaka Íslands sem á frumkvæðið að vinnunni og studdi fjárhagslega fyrsta hluta þess. Við munum halda áfram að þróa vefinn en vonandi verða næstu skref að koma á þá gagnvirkum kortagrunni og fleiri þáttum til aukinnar þjónustu fyrir ferðamenn,? segir Jónas Guðmundsson hjá Markaðsstofu Vesturlands. Slóðin á vefinn er www.westiceland.is
Lesa meira

Norrænir styrkir 2009

Vert er að benda á að á vettvangi samstarfs Norðurlandanna gefst kostur á að sækja um styrki til hinna ýmsu verkefna. Nú er einmitt sá árstími sem vert er að kynna sér hvað er á boðstólnum á þessum vettvangi á árinu 2009. Allar frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu Norrænu upplýsingaskrofstofunnar
Lesa meira

?Komdu í land? fer vel af stað

Fyrsti vinnufundinum í verkefninu ?Komdu í land? var haldinn á Grundarfirði á dögunum og þótti takast vel. Um er að ræða röð vinnufunda á stöðum sem taka á móti skemmtiferðaskipum og eru meðlimir í Cruise Iceland samtökunum. Útflutningsráð, Ferðamálastofa og Cruise Iceland samtökin gerðu samkomulag um að Útflutningsráð standi fyrir fræðslu og ráðgjöf á þessum stöðum. Tilgangur vinnunnar er að skoða möguleika á hverjum stað fyrir sig og vinna saman að því hvernig hægt er að byggja upp aukna þjónustu fyrir farþega skemmtiferðaskipa og áhafnarmeðlimi sem ekki eru að fara í skipulagðar ferðir. Þetta verður ekki gert nema í sameinuðu átaki aðila og hefur því Útflutningsráð mikinn áhuga á ganga til liðs við sveitarfélög sem og atvinnuþróunarfélög/markaðsstofur í viðkomandi hafnarbæjum með það í huga að þeir taki fullan þátt í undirbúningi og vinnufundum og fylgi verkefninu síðan eftir t.d. með þátttöku í ráðgjöf og verkefnisstjórn. Gjaldi fyrir þátttöku er mjög stillt í hóf eða kr. 15.000,- fyrir þátttakanda. Vinnufundurinn byggist upp á tveggja daga þátttöku opinberra aðila sem koma að þjónustu við ferðamenn og allra þeirra sem hafa þjónustu að bjóða í viðkomandi hafnarbæ. Dagsetningar næstu funda3 ? 4 feb 2009: Akureyri5-6 feb 2009: Húsavík12 ? 13 feb 2009 Ísafjörður 23 -24 feb 2009: Seyðisfjörður25 ? 26 feb 2009: Djúpavogur ? Höfn í Hornarfirði (verður haldið á Djúpavogi)5 ? 6 Mars 2009: Vestmannaeyjar26 ? 27 Mars 2009: Fjarðarbyggð2 ? 3 Apríl 2009: Hafnarfjörður  
Lesa meira

Viðskiptasendinefnd til Japans

Útflutningsráð og Ferðamálastofa gangast fyrir Íslandskynningu í Tokyo þriðjudaginn 3. mars í samvinnu við sendiráð Íslands í Tokyo og JATA ? Japan Association of Travel Agents. Er kynningin hluti af viðskiptasendinefnd sem verður með  sérstaka áherslu á orkumál, ferðamál og fjárfestingar. Auk þessarar kynningar verður haldinn vinnufundur með ferðaskrifstofum sem áhuga hafa á Íslandi sem áfangastað. Einnig stendur til boða aðstoð við skipulagningu beinna fyrirtækjafunda eftir óskum þátttakenda. Tímasetning ferðar: Mánudagur 2. mars 2009 ? fimmtudagur 5. mars 2009 Áhugasamir hafi samband við Þorleif Þór Jónsson, thorleifur@icetrade.is og í síma 511 4000 fyrir 29. janúar.
Lesa meira

Nýr vefur um íslenskan mat og matarmenningu

?Iceland Gourmetguide? er heitið á nýjum vef sem kynna á sælkeralandið Ísland erlendis, einkum á Bretlandsmarkaði. Um er að ræða gagnvirkan vef með upplýsingum um veitingastaði um allt land, kynningu á íslensku gæðahráefni og matarhefðum, ásamt umfjöllun um okkar helstu matreiðslumeistara. Að vefnum standa Ferðamálastofa og Iceland Naturally verkefnið. Slóðin er www.icelandgourmetguide.com Íslenskar uppskriftirVefinn prýðir meðal annars gagnvirkt kort af Íslandi og sérkort af höfuðborgarsvæðinu. Þannig er auðvelt að flakka um og kynna sér hvað er í boði á hverjum stað. Þá má heldur ekki gleyma þeim hluta vefsins sem geymir íslenskar uppskriftir, meðal annars af íslenskri kjötsúpu, bláberjaskyrtertu, kræklingasúpu, plokkfiski og pönnukökum, svo eitthvað sé nefnt. Höfum margt að bjóðaSigríður Gróa Þórarinsdóttir, markaðsfulltrúi Ferðamálastofu á Bretlandsmarkaði, segir ferðafólk almennt hafa mikinn áhuga á matarhefðum í hverju landi. Mikilvægt sé að koma til skila því sem Ísland hefur að bjóða í þeim efnum með áherslu á ferskleika og gæði. ?Þótt Íslensk matarmenning standi á gömlum merg hefur íslenskt nútímaeldhús hefur svo miklu meira að bjóða gestum okkar en sviðahausa og kæstan hákarl. Íslenskir matreiðslumeistarar hafa einnig verið að skapa sér nafn erlendis og hafa þannig dregið athygli að landinu. Þá skemmir ekki fyrir að nú um stundir er einkar hagstætt fyrir erlenda gesti að fara út að borða hérlendis,? segir Sigríður Gróa.
Lesa meira