Fréttir

Strandmenning og vitar á Austurlandi

Málþing haldið í Egilsbúð á Norðfirði laugardaginn 28. febrúar kl. 12:15-16:00. Dagskrá: Vitar og nýsköpun ? hvernig nýta grannþjóðir okkar vitana?Sigurbjörg Árnadóttir, formaður Íslenska vitafélagsins Vitasaga AustfjarðaKristján Sveinsson frá Siglingastofnun Kaffihlé Strandminjar á AustfjörðumHjörleifur Guttormsson náttúrufræðingur Afþreying á sjóHörður Sigurbjarnarson framkvæmdastjóri Norðursiglingar Eftir umræður er gestum málþingsins boðið í Safnahúsiðá Norðfirði og í kaffi á nýja kaffihúsinu Frú Lúlú.Málþingið er ókeypis og öllu opið
Lesa meira

Samtökin Austfirskar krásir stofnuð

Samtökin Austfirskar krásir ? matur úr héraði voru stofnuð í gær, fimmtudaginn 26. febrúar, á fjölmennum stofnfundi á Egilsstöðum. Tilgangur samtakanna er að efla austfirska matarmenningu og vera samstarfsvettvangur þeirra aðila sem stunda rekstur með hráefni svæðisins. Starfssvæði samtakanna nær frá Þvottárskriðum í suðri að Sandvíkurheiði í norðri. Samtökin eru opin öllum sem stunda eða hyggjast stunda rekstur sem byggir á austfirsku hráefni, hvort sem það er við matvælaframleiðslu eða veitingarekstur. Jafnframt get gengið í samtökin einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög og félög sem láta sig varða staðbundið hráefni, rekjanleika vöru, gæði matvæla og markaðssetningu austfirsks hráefnis.Á stofnfundinum voru eftirtalin kosin í stjórn og varastjórn: Elísabet Kristjánsdóttir frá Fjalladýrð, Elísabet Þorsteinsdóttir frá Klausturkaffi, Eymundur Magnússon í Vallanesi, Hrafnhildur Geirsdóttir frá Hrefnuber, Klas Poulsen frá Hótel Öldunni, Guðveig Eyglóardóttir á Valþjófsstað, Þórólfur Sigjónsson frá Selsburstum. Hluti þeirra sem sóttu stofnfund Austfirskra krása. Ljósm. Skúli Björn.
Lesa meira

Gistiskýrslur 2008 komnar út

Hagstofa Íslands hefur gefið út ritið Gistiskýrslur 2008. Í þessu riti eru birtar niðurstöður á  gistináttatalningu fyrir allar tegundir gististaða árið 2008. Heildarfjöldi gistinátta var 2,7 milljónir árið 2008 sem er um 2,7% aukning frá fyrra ári. Gistinóttum fjölgaði frá árinu 2007 á tjaldsvæðum um 8,9%, farfuglaheimilum um 6,7% og á hótelum og gistiheimilum um 2,7%. Gistinóttum fækkaði um 4% á svefnpokagististöðum og um 1,3% í orlofshúsabyggðum. Gistinætur í skálum í óbyggðum voru svipaðar á milli ára. Aukningin var hlutfallslega mest á Vestfjörðum og nam 16,4%. Á Suðurnesjum fjölgaði gistinóttum um 7,7%, á Suðurlandi um 7,6%, á Suðurnesjum og Norðurlandi eystra um 5,9% og á Höfuðborgarsvæðinu um 1,3%. Fækkun gistinátta á Vesturlandi var um 2,6%, á Austurlandi um 1,6% og á Norðurlandi vestra um 0,6%. Skoða Gistiskýrslur 2008
Lesa meira

Sjálfboðaliðar björgunarsveita létu í té 15 þúsund vinnustundir á hálendinu

Sjálfboðaliðar björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar létu í té rúmlega 15 þúsund vinnustundir í aðstoð við ferðalanga á hálendinu í fyrrasumar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem gerð hefur verið um verkefnið Björgunarsveitir á hálendinu. Í frétt frá Landsbjörgu kemur fram að undanfarin ár hefur Slysavarnafélagið Landsbjörg unnið markvisst að því að bæta öryggi ferðalanga á hálendi Íslands en þar hafa árlega orðið alvarleg slys og mannslát. Ferðamannastraumur á hálendinu hefur aukist mikið og vekur athygli hversu margir eru á vanbúnum bílum og almennt illa búnir til hálendisferða. Sumarið 2006 ákvað félagið að efla slysavarnir á  hálendinu og virkja til þess sjálfboðaliða björgunarsveita og slysavarnadeilda. Farið var af stað með verkefnið Björgunarsveitir á hálendinu sem felst í því að í sjö vikur á hverju sumri eru fjórar björgunarsveitir staðsettar á hálendinu, ferðafólki til leiðbeiningar og aðstoðar ef eitthvað kemur upp á.  Þrátt fyrir að verkefnið Björgunarsveitir á hálendinu sé eingöngu mannað sjálfboðaliðum er það afar kostnaðarsamt og leggst megnið af þeim kostnaði á björgunarsveitirnar og Slysavarnafélagið Landsbjörg. N1, Vodafone og Íslenska gámafélagið styrktu þó verkefnið með ýmsum hætti og kann félagið þeim bestu þakkir fyrir.  Sl. sumar tóku 20 björgunarsveitir þátt en 133 einstaklingar sinntu upplýsingagjöf og aðstoð við ferðafólk fyrir þeirra hönd. Gríðarlega margar vinnustundir liggja að baki verkefni þessu en reiknaðar vinnustundir eru rúmlega 15.000 talsins. Í þessum tölum er þó bara tekið vinnuframlag þeirra sem voru á hálendinu en að auki liggja ófáar vinnustundir að baki við undirbúning, námskeiðshald og fleira. Eknir kílómetrar björgunarsveitanna í verkefninu voru 52.471.  Skráðar aðstoðarbeiðnir til björgunarsveita voru 349 og hefur þeim fjölgað nokkuð mili ára. Nokkuð vantar þó upp á að leiðbeiningar og upplýsingar til ferðamanna séu skráðar, en forvarnir með þeim hætti  má koma í veg fyrir mörg óhöpp og slys sem annars gætu orðið vegna vanþekkingar á aðstæðum.  Þarna eru sveitir að gefa upplýsingar um aðstæður, færð, veður og útbúnað. Fyrir utan fræðslu og leiðbeiningar voru helstu verkefni að veita slösuðum og veikum fyrstu hjálp, draga upp bíla upp úr ám, leiðbeina með akstur yfir ár, ferja gangandi vegfarendur yfir ár, viðgerðir á bílum, sinna útköllum er berast frá Neyðarlínunni, afskipti af utanvegaakstri og aðstoð með eldsneyti á bíla. Einnig liðsinntu þær skála- og landvörðum með ýmis tilfallandi verkefni.  Skýrslan Björgunarsveitir á hálendinu 2008 (PDF) Nánari upplýsingar gefur Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sviðstjóri slysvarnasviðs SL, í síma 862 7003 og Gunnar Stefánsson, sviðsstjóri björgunarsviðs SL í síma 840 2500.
Lesa meira

Diplómanám í ferðamálum og þjónustu - Fjarnám

Opni háskólinn býður upp á hagnýtt diplómanám í ferðamálum og þjónustu.  Námið er þriggja anna nám samhliða vinnu þar sem kennsla er í formi fjarnáms.  Námið er metið til 36 ECTS eininga og möguleiki er fyrir nemendur að fá námið metið inn í áframhaldandi nám hjá viðskiptadeild HR. Í tilkynningu kemur fram að markmið námsins er að nemendur öðlist skýra og hagnýta sýn á starfsemi í ferðaþjónustu með áherslu á viðskiptafræðilegan bakgrunn. Einnig að gefa nemendum skýra og hagnýta sýn á starfsemi íslenskrar ferðaþjónustu, erlendis og innanlands.  Fyrst og fremst er horft til uppbyggingar Íslands sem ferðamannalands, framboðs og eftirspurnar íslenskra og erlendra gesta sem sækja landið heim.  Nemendum er einnig kynnt starfsemi íslenskra fyrirtækja sem starfa mest megnis á innanlandsmarkaði. Nemendur munu öðlast hagnýta og fræðilega þekkingu sem og hæfni sem nýtist í fjölmörgum greinum ferðaþjónustunnar. Námið hentar þeim sem starfa nú þegar við ferðaþjónustu, reka eigið fyrirtæki  í ferðaþjónustu og eins þeim sem hafa áhuga á að starfa á vettvangi ferðamála.  Kennslufyrirkomulag Námið hefst í apríl 2009 og lýkur í apríl 2010.Þriggja anna nám - ekki er kennt á sumarönn.Kennt er í fjarnámi. Hljóðfyrirlestrar og staðarlotur.Námið samanstendur af sex lotum þar sem hvert námskeið gefur 6 ECTS einingarKennt er lotum þar sem hverju námskeiði lýkur með prófi eða verkefni Umsóknarfrestur er til 22. mars 2009 Nánar
Lesa meira

Öskudagurinn 2009

Venju fremur gestkvæmt var á skrifstofu Ferðamálastofu á Akureyri í morgun. Rík hefð er í bænum fyrir öskudeginum þar sem börn fara í hópum um bæinn og syngja í skiptum fyrir eitthvað góðgæti. Hóparnir sem heimsóttu Ferðamálastofu voru af ýmsum stærðum og gerðum. Í þeim mátti samkvæmt venju finna hinar ýmsu kynjaverur, allt frá englum til hvers kyns púka og illmenna, þ.e.a.s. á yfirborðinu. Söngurinn var að sama skapi í ýmsum tóntegundum en allir fóru sælir á braut með nammi í poka. Starfsfólk Ferðamálastofu var að sjálfsögðu uppáklætt í tilefni dagsins en engum sögum fer að söngnum. Frá vinstri: Helena Karlsdóttir lögfræðingur, Sveinn Traustason umhverfisfulltrúi, Rannveig Guðmundsdóttir verkefnastjóri, Halldór Arinbjarnarson verkefnastjóri, Elías Gíslason forstöðumaður og Ólafur Aðalgeirsson rekstrarstjóri. Meðfylgjandi myndir voru teknar af nokkrum hópum sem litu við í morgun. Skoða myndir frá Öskudeginum 2009    
Lesa meira

Fréttir af All Senses á Vesturlandi

All Senses Group ? Upplifðu allt hópurinn á Vesturlandi hittist á Hótel Glym dagana 16.-18. febrúar þar sem boðið  var upp á vörukynningu, fjölbreytt námskeið og farið í skoðunarferð um Hvalfjörð og fræðst um lífið í Hvalstöðinni á árum áður. Í frétt frá All Senses kemur fram að hópurinn vill leggja áherslu á meiri umhverfisvitund og liður í því var vörusýning þann 16. febrúar þar sem 15 fyrirtæki flest öll af Vesturlandi kynntu vörur sínar fyrir félögunum. Með því er verið að efla viðskipti innan svæðisins, minnka akstur með vörur og tryggja störf. Sýnendur og félagar voru mjög ánægðir með kynninguna. Á þriðjudag og miðvikudag voru námskeið í sölutækni, gestamóttöku og umhverfisvænni ferðaþjónustu sem haldið var í samvinnu við Símenntunarmiðstöð Vesturlands með styrk frá Starfsmenntaráði. Farið var í skoðunarferð um Hvalfjörð með Jóni Rafni  hótelhaldara á Hótel Glym sem fræddi félaga um hernámsárin í Hvalfirði og síðan tóku húsbændur á Bjarteyjarsandi, sem eru einnig félagar í All Senses á móti hópnum í Hvalstöðinni og þar voru málin rædd frá öllum sjónamiðum, líflegar og skemmtilegar umræður. Félagar heldu heim sáttir og endurnærðir á sál og líkama, tilbúnir að taka á móti þeim fjölmörgu ferðamönnum sem við eigum von á á næstu mánuðum, segir í fréttinni. Á myndinni er hópurinn í Hvalstöðinni.
Lesa meira

Heilsa ? Upplifun ? Vellíðan, Ráðstefna um heilsuferðaþjónustu

Miðvikudaginn 18. mars gengst iðnaðarráðuneytið í samstarfi við og Ferðamálastofu, Háskólann á Hólum og Vatnavini fyrir ráðstefnu um heilsuferðaþjónustu undir yfirskriftinni Heilsa ? Upplifun ? Vellíðan. Ráðstefnan verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica kl. 13-17. Verið er að leggja lokahönd á dagskrána en mörg áhugaverð erindi verða flutt. Inngangserindið flytur Melanie Smith frá Corvinus University í Budapest og nefnist það ?Health Tourism Trends: Back to the Future.? Einnig ávarpar Össur Skarphéðinsson, iðnaðar- og ferðamálaráðherra, ráðstefnuna. Ráðstefnustjóri Edward Huijbens, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála. Í lok ráðstefnu verða pallborðumræður sem Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, deildarstjóri Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum, stjórnar. Dagskrá ráðstefnunnar í heild verður birt hér á vefnum á næstu dögum. Myndin er úr Bláa lóninu.
Lesa meira

Mat á stöðu umhverfis- og gæðamála ferðaþjónustunnar

Ferðamálastofa og Nýsköpunarmiðstöð Íslands vinna að því að meta stöðuna í umhverfis- og gæðamálum ferðaþjónustunnar á Íslandi. Í því sambandi er nú leitað til ferðaþjónustufyrirtækja til að fá svör við nokkrum spurningum. Áætlað er að vinnunni ljúki fyrir apríl nk. Að verki loknu þurfa að liggja fyrir upplýsingar um stöðu og færar leiðir hvað varðar umhverfis- og gæðaáherslur í íslenskri ferðaþjónustu. Markmið verkefnisins eru eftirfarandi: að greina stöðu umhverfis- og gæðastarfs íslenskrar ferðaþjónustu að greina helstu leiðir sem færar eru í umhverfis- og gæðastarfi fyrir íslenska ferðaþjónustu. að meta hver þessara leiða mætir best þörfum íslenskrar ferðaþjónustu með hliðsjón af beinum og óbeinum kostnaði. Leitað til fyrirtækja í ferðaþjónustuEr það von Ferðamálastofu og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands að verkefnið verði góður grunnur að betra umhverfis- og gæðastarfi fyrir þá fjölmörgu áhugasömu aðila sem starfa innan ferðaþjónustunnar. Mikilvægt er að fá sem bestar upplýsingar og nýta þekkingu þeirra sem reynsluna hafa, því leitum við til ykkar með nokkrar spurningar og vonumst til að þið getið svarað í örstuttu máli: Útskýrið í hverju starfsemi þíns fyrirtækis er fólgin Notar fyrirtækið skipulegar aðferðir til að meta eigin árangur í umhverfis- og gæðamálum, og þá hverjar? Ef ekki, er áhugi á slíku? Eru gæði þjónustunnar og umhverfisstarf metin af utanaðkomandi aðilum, þá hverjum og eftir hvaða fyrirkomulagi? Hvert er umfang slíks mats? Hvernig telur þú fyrirtækið standa að þessu leyti miðað við hliðstæð fyrirtæki hérlendis og erlendis?  Í hvaða átt er æskilegast að umhverfis- og gæðastarf ferðaþjónustunnar á Íslandi þróist? Verkefnið er unnið í samstarfi við ráðgjafarfyrirtækið Alta ehf sem safnar upplýsingum og tekur saman stöðuna. Við biðjum því um að svör séu send beint til þeirra á netfangið hulda@alta.is
Lesa meira

Efnahagsleg áhrif ferðaþjónustu á Húsavík - Tilkoma hvalaskoðunar

Á morgun verður kynnt skýrsla sem unnin var síðastliðið sumar þar sem mat er lagt á mikilvægi ferðaþjónustu fyrir Húsavík, með áherslu á hvalaskoðun og reiknuð út óbein margfeldisáhrif. Skýrsluna unnu Rannveig Guðmundsdóttir og Andri Valur Ívarsson hjá Þekkingarsetri Þingeyinga og var hún styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna. Kynningin fer fram á morgunverðarfundi á morgun, föstudaginn 13. febrúar, frá kl. 10:00-12:00. Fundurinn verður haldinn hjá Endurmenntun Háskóla Íslands við Dunhaga og er öllum opinn. Áætluð heildarvelta vegna hvalaskoðunarferðamanna tæpar 650 milljónir Alls fengust 520 svör úr könnununni og í svörum ferðamanna kemur meðal annars fram að 78% allra ferðamanna á Húsavík fóru í hvalaskoðun, en það samsvarar 40% allra þeirra ferðamanna sem fóru í hvalaskoðun við Ísland árið 2007. Áætla má að tekjur vegna sölu á farmiðum í hvalaskoðun á Húsavík árið 2007 hafi numið um 129 milljónum kr. sé miðað við 41 þúsund gesti í hvalaskoðun. Útgjöld ferðamanna sem fóru í hvalaskoðun voru að jafnaði rúmar 13 þúsund krónur á dag, en marktækur munur var á útgjöldum ferðamanna eftir því hvort þeir fóru í hvalaskoðun eða ekki. Afþreying er stærsti útgjaldaliður ferðmanna á Húsavík. Áætluð heildarvelta vegna hvalaskoðunarferðamanna er því tæpar 650 milljónir árið 2008. Ferðin skipulögð fyrirframAlls sögðust 63% gesta hafa ákveðið að fara í hvalaskoðun frá Húsavík áður en komið var til landsins, en 26% ákváðu það á ferð sinni um Ísland. Í flestum tilvikum eru það ferðamenn frá Mið-Evrópu, Suður-Evrópu og Bretlandseyjum sem skipulagt hafa hvalaskoðun frá Húsavík áður en ferðast er til landsins, en fólk frá þessum löndum er jafnframt fjölmennasti hópur hvalaskoðunargesta á Húsavík. 31 starf á ársgrundvelliFram kemur í skýrslunni að alls voru um 47 stöðugildi hjá hvalaskoðunarfyrirtækjum og Hvalasafninu yfir ferðamannatímann 2007 eða ígildi tæplega 20 starfa á ársgrundvelli. Því til viðbótar voru 11 manns í fullu starfi allt árið um kring og heildarstarfsígildi á ársgrundvelli því 31 starf. Skýrsluna í heild sinni má nálgast hér á vefnum í gagnabanka yfir útgefið efni. Myndin er fengin á vef Norðursiglingar á Húsavík. Efnahagsleg áhrif ferðaþjónustu á Húsavík - Tilkoma hvalaskoðunar  
Lesa meira