23.06.2009
Líkt og undanfarin ár tekur Ferðamálastofa þátt í World Travel Market ferðasýningunni í London. Íslenskum ferðaþjónustuaðilum býðst að fá aðstöðu í bás Íslands gegn föstu gjaldi og nú er komið hér inn á vefinn skráningarblað fyrir sýninguna.
World Travel Market er ein stærsta ferðasýning í heimi og haldin árlega. Að þessu sinni fer hún fram dagana 9.-12. nóvember og er í ExCel sýningarhöllinni í London líkt og undanfarin ár. Sýningin er opin 4 daga fyrir ferðaþjónustuaðila (trade) en af þeim eru 2 síðustu dagarnir einnig fyrir almenning, þá sérstaklega síðasti dagurinn. Ferðamálastofa sér um að útbúa básinn og skapa mönnum aðstöðu til að hitta viðskiptavini sína en síðan er undir hverjum og einum komið að nýta tækifærið sem best.
Skráningu lýkur 30. júníHér fyrir neðan er tengill á eyðublað til skráningar í íslenska sýningarbásinn á World Travel Market 2009 en vakin er athygli á því að skráningu lýkur 30. júní næstkomandi. Einnig er tengill á heimasíðu sýningarinnar.
Skráning á WTM 2009 (PDF-skjal)
Heimasíða sýningarinnar
Nánari upplýsingar um sýningar í Bretlandi veitir Sigríður Gróa Þórarinsdóttir, markaðsfulltrúi, siggagroa@icetourist.is Sími: 535 5500
Lesa meira
19.06.2009
Ellefu þingmenn úr öllum flokkum sem sæti eiga á Alþingi hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um landnýtingaráætlun fyrir ferðamennsku á miðhálendinu. Verði henni lokið fyrir árið 2015.
Orðrétt segir ?Alþingi ályktar að fela iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra að hafa forgöngu um að gerð verði landnýtingaráætlun fyrir ferðamennsku á miðhálendinu þannig að unnt sé að taka vel á móti þeim aukna fjölda ferðamanna sem ferðast um hálendið án þess að ganga of nærri því.?
Í greinagerð með tillögunni kemur fram að þingsályktunartillagan feli í sér að unnin verði landnýtingaráætlun fyrir ferðamennsku á miðhálendi Íslands undir forustu iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra. Við vinnslu áætlunarinnar skal hafa samráð við Samtök ferðaþjónustunnar (SAF), Ferðamálastofu, Ferðamálaráð, Ferðamálasamtök Íslands, aðra hagsmunaaðila í ferðaþjónustunni eftir því sem við á, Umhverfisstofnun, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samvinnunefnd um skipulag miðhálendisins og Skipulagsstofnun. Einnig er nauðsynlegt að leita til sérfræðinga, svo sem í ferðamálafræðum, við undirbúning og vinnslu áætlunarinnar.
Flutningsmenn eru Siv Friðleifsdóttir, Árni Þór Sigurðsson, Guðmundur Steingrímsson, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Margrét Tryggvadóttir, Álfheiður Ingadóttir, Ásta R. Jóhannesdóttir, Einar K. Guðfinnsson, Illugi Gunnarsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Tillagan í heild á vef Alþings
Lesa meira
16.06.2009
Stuttir þættir um Ísland eru nú sýndir í vinsælasta morgunsjónvarpi Breta alla vikuna. Um er að ræða GMTV en um 5 milljónir manns horfa á stöðina á hverjum morgni.
Efnistök stöðvarinnar eru létt og skemmtileg og í hverri viku er ákveðið málefni tekið fyrir. Að þessu sinni er þema vikunnar ?Heilsa og hjartasjúkdómar?. Ákveðið var að koma til Íslands vegna þess, eins og fram kemur í myndunum, góða árangurs sem hér hefur náðst í baráttunni gegn hjartasjúkdómum, með fyrirbyggjandi aðgerðum og heilbrigðu líferni. Sjónvarpsstöðin leitaði til Ferðamálastofu sem greiddi götu hennar með ýmsum hætti, enda þurfti verkefnið að vinnast hratt og vel.
?Ég er mjög ánægð með útkomuna. Umfjöllunin er öll mjög jákvæð í garð lands og þjóðar og lögð áhersla á heilbrigðan lífsstíl og lifnaðarhætti sem sagðir eru einkenna íslenskt samfélag,? segir Sigríður Gróa Þórarinsdóttir, markaðsfulltrúi fyrir Bretlandsmarkað. Koma GMTV hingað til lands er eitt dæmi af fjölmörgum þar sem Ferðamálastofa kemur að heimsóknum fjölmiðlafólks hingað til lands. Þannig komu um 800 blaðamenn hingað til lands í fyrra fyrir forgöngu eða með aðstoð Ferðamálastofu.
Hér að neðan er slóð á umfjöllun GMTV um Íslandwww.gm.tv/videos/minute-tv/35580-healthy-iceland.html
Lesa meira
15.06.2009
Morgunblaðið hefur opnað nýjan vef á mbl.is sem helgaður er ferðalögum og ferðamennsku. Í byrjun er einkum horft til upplýsinga um ferðalög innanlands en vefurinn er annars hugsaður sem alhliða upplýsingavefur fyrir ferðamenn.
Meðal efnis eru fréttir tengdar ferðaþjónustu, viðburðadagatal, upplýsingar um áhugaverða staði, gagnlegir tenglar fyrir hvern landshluta og myndasyrpur. Þá stefndur nú yfir samkepnni um bestu ferðasöguna og eru veglegir ferðavinningar í boði. Keppnin stendur til 31. ágúst og verður kynnt í byrjun september. Ferðavefur mbl.is er á slóðinni mbl.is/ferdalog
Lesa meira
15.06.2009
Nú er vinnsla hafin á Íslandsbæklingi Ferðamálastofu 2010. Sem fyrr gefst ferðaþjónustuaðilum kostur á að auglýsa í bæklingnum sem gefinn er út í um 350 þúsund eintökum á 10 tungumálum og dreift víðsvegar um heim.
Bæklingurinn er myndskreyttur landkynningarbæklingur með auglýsingum og upplýsingasíðum, "gulum síðum". Hann er gefinn út í um 350.000 eintökum á 10 tungumálum; ensku, þýsku, dönsku, sænsku, norsku, finnsku, frönsku, ítölsku, spænsku og hollensku. Auk þess er gefinn út sérsniðinn bæklingur fyrir Bandaríkjamarkað í brotinu 11 x 8,5 tommur. Bæklingurinn kemur út í október 2009 og verður stærð hans u.þ.b. 44 bls. í brotinu A4. Bæklingnum er dreift á viðkomandi markaðssvæðum, á ferðasýningum erlendis en auk þess verður hann aðgengilegur sem pdf skjal á vefnum www.visiticeland.com, á DVD og mögulega á minnislyklum.
Auglýsing og skráningEins og undanfarin ár verður leitað eftir þátttöku aðila í ferðaþjónustu í kostnaði við gerð bæklingsins, með auglýsingum og nafnskráningu á "gulum síðum". Þessar síður skiptast í 4 aðalflokka:
Transportation
Tours
Activities
Accommodation
Undir hverjum aðalflokki eru síðan undirflokkar. Þar gefst kostur á að fá birt nafn fyrirtækisins, síma- og faxnúmer auk netfangs/heimasíðu, alls 4 línur.
Skráningargjald grunnskráningar er 74.500.-
Hver viðbótarskráning kostar 37.259.-.
Pöntun á auglýsinguHér að neðan er pöntunarblað fyrir auglýsingar og skráningu á "gular síður". Upplýsingarnar skulu sendar með faxi á skrifstofu Ferðamálastofu, Strandgötu 29 Akureyri, fax-númer: 464-9991 fyrir 15. júní næstkomandi.
Nánari upplýsingar fást í síma 464-9990 eða upplysingar@icetourist.is
Skráningareyðublað fyrir auglýsingar í Íslandsbækling 2010 (Pdf)
Skoða Íslandsbæklinginn 2009 (á visiticeland.com)
Lesa meira
14.06.2009
Í haust gengst Ferðamálastofa, í samstarfi við önnur Norðurlönd, fyrir ?workshops? í þremur löndum Suður-Evrópu, Spáni, Frakklandi og Ítalíu, en öll eru þau mikilvæg viðskiptalönd fyrir íslenska ferðaþjónustu.
Íslenskum ferðaþjónustuaðilum býðst að taka þátt en á viðburðina verður boðið áhugaverðum viðskiptaaðilum úr sameiginlegum gagnabanka Norðurlandanna. Tímasetningin (8.-15. október) er hagstæð fyrir alla þá söluaðila sem vilja fylgja eftir fundum frá Vestnorden eða stofna til nýrra sambanda á þessum mörkuðum.
Byrjað er í Madrid 8. október, næst borið niður í París 13. október og endað á Rimini 15. október. Ferðaþjónustuaðilum býðst að taka þátt á einum stað, tveimur eða öllum þremur. Skráningar þurfa að hafa borist fyrir 15. júní 2009.
Í meðfylgjandi skjölum eru allar nánari upplýsingar og skráningarblað.
Nánari upplýsingar og skráning (Word)
Nánari upplýsingar og skráning (PDF)
Lesa meira
11.06.2009
Í haust gengst Ferðamálastofa, í samstarfi við önnur Norðurlönd, fyrir ?workshops? í þremur löndum Suður-Evrópu, Spáni, Frakklandi og Ítalíu, en öll eru þau mikilvæg viðskiptalönd fyrir íslenska ferðaþjónustu.
Íslenskum ferðaþjónustuaðilum býðst að taka þátt en á viðburðina verður boðið áhugaverðum viðskiptaaðilum úr sameiginlegum gagnabanka Norðurlandanna. Tímasetningin (8.-15. október) er hagstæð fyrir alla þá söluaðila sem vilja fylgja eftir fundum frá Vestnorden eða stofna til nýrra sambanda á þessum mörkuðum.
Byrjað er í Madrid 8. október, næst borið niður í París 13. október og endað á Rimini 15. október. Ferðaþjónustuaðilum býðst að taka þátt á einum stað, tveimur eða öllum þremur. Umsóknarfrestur er til 15. júní.
Í meðfylgjandi skjölum eru allar nánari upplýsingar og skráningarblað.
Nánari upplýsingar og skráning (Word)
Nánari upplýsingar og skráning (PDF)
Lesa meira
09.06.2009
Tæplega 35 þúsund erlendir gestir fóru frá landinu um Leifsstöð í maímánuði, sem er 1.400 færri gestir en í sama mánuði á síðastliðnu ári. Fækkunin nemur fjórum prósentum milli ára. Brottförum Íslendinga fækkar hins vegar verulega, voru 41.600 árið 2008 en 22.400 í ár.
Ef litið er til helstu landa má sjá nokkra fjölgun frá Bandaríkjunum, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, og Frakklandi. Danir standa í stað, Þjóðverjum og Hollendum fækkar lítils háttar en Pólverjum , Bretum og Kínverjum verulega. Gestum frá öðrum löndum og fjarmörkuðum fækkar um fjórðung.
Frá áramótum hafa 124.400 erlendir gestir farið frá landinu eða þremur prósentum færri en árinu áður. Tæplega helmingsfækkun er hins vegar í brottförum Íslendinga, voru 178.600 árið 2008 en 98.200 í ár. Talningin er unnin á vegum Ferðamálastofu og nær yfir allar brottfarir um Leifsstöð, þ.m.t. brottfarir erlends vinnuafls. Nánari skiptingu gesta eftir markaðssviðum og einstaka þjóðernum má sjá í töflunum hér að neðan.
Maí eftir þjóðernum
Janúar -maí eftir þjóðernum
2008
2009
Mism.
%
2008
2009
Mism.
%
Bandaríkin
3.354
3.625
271
8,1
Bandaríkin
11.209
12.565
1.356
12,1
Kanada
995
948
-47
-4,7
Kanada
2.096
2.125
29
1,4
Bretland
4.938
4.324
-614
-12,4
Bretland
26.127
24.061
-2.066
-7,9
Noregur
3.012
3.843
831
27,6
Noregur
11.574
12.160
586
5,1
Danmörk
3.351
3.345
-6
-0,2
Danmörk
11.944
12.653
709
5,9
Svíþjóð
3.094
3.544
450
14,5
Svíþjóð
9.532
10.603
1.071
11,2
Finnland
1.142
1.376
234
20,5
Finnland
3.531
3.079
-452
-12,8
Þýskaland
3.098
2.996
-102
-3,3
Þýskaland
8.390
9.485
1.095
13,1
Holland
1.739
1.621
-118
-6,8
Holland
4.998
5.038
40
0,8
Frakkland
1.468
1.775
307
20,9
Frakkland
5.879
5.959
80
1,4
Sviss
272
341
69
25,4
Sviss
819
1.076
257
31,4
Spánn
409
366
-43
-10,5
Spánn
1.219
1.255
36
3,0
Ítalía
404
371
-33
-8,2
Ítalía
1.376
1.271
-105
7,6
Pólland
2.052
1.142
-910
-44,3
Pólland
6.954
4.015
-2.939
-42,3
Japan
286
306
20
7,0
Japan
2.596
2.820
224
8,6
Kína
647
362
-285
-44,0
Kína
1.471
1.034
-437
-29,7
Annað
5.763
4.352
-1.411
-24,5
Annað
18.614
15.181
-3.433
-18,4
Samtals
36.024
34.637
-1.387
-3,9
Samtals
128.329
124.380
-3.949
-3,1
Maí eftir markaðssvæðum
Janúar-maí eftir markaðssvæðum
2008
2009
Mismunur
%
2008
2009
Mismunur
%
N-Ameríka
4.349
4.573
224
5,2
N-Ameríka
13.305
14.690
1.385
10,4
Bretland
4.938
4.324
-614
-12,4
Bretland
26.127
24.061
-2.066
-7,9
Norðurlönd
10.599
12.108
1.509
14,2
Norðurlönd
36.581
38.495
1.914
5,2
Mið-/S-Evrópa
7.390
7.470
80
1,1
Mið-/S-Evrópa
22.681
24.084
1.403
6,2
Annað
8.748
6.162
-2.586
-29,6
Annað
29.635
23.050
-6.585
-22,2
Samtals
36.024
34.637
-1.387
-3,9
Samtals
128.329
124.380
-3.949
-3,1
Ísland
41.568
22.406
-19.162
-46,1
Ísland
178.568
98.206
-80.362
-45,0
Lesa meira
05.06.2009
Rúmlega 132 þúsund farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll í maímánuði síðastliðnum, samkvæmt tölum frá flugvellinum. Þetta eru um 23,5% færri farþegar en í maí 2008.
Frá áramótum hafa tæplega 511 þúsund farþegar farið um völlinn en til samanburðar þá voru þeir rúmlega 689 þúsund á sama tímabili í fyrra. Búast má við að samdráttur í ferðum Íslendinga vegi hlutfallslega hærra í þessum tölum en nemur fækkun í heimsóknum erlendra gesta. Nú er verið að vinna úr tölum Ferðamálastofu fyrir maí en í þeim má sjá skiptingu eftir þjóðerni og þá kemur þetta betur í ljós.
Maí.09.
YTD
Maí.08.
YTD
Mán. % breyting
YTD % Breyting
Héðan:
55.653
223.448
77.048
307.837
-27,77%
-27,41%
Hingað:
58.950
221.800
74.497
307.552
-20,87%
-27,88%
Áfram:
3.882
23.507
4.676
13.870
-16,98%
69,48%
Skipti:
14.075
42.022
16.970
59.975
-17,06%
-29,93%
132.560
510.777
173.191
689.234
-23,46%
-25,89%
Lesa meira
04.06.2009
Nú liggja fyrir niðurstöður aprílmánaðar úr tekjukönnun Samtaka ferðaþjónustunnar og STR-Global. Meðalherbergjanýting í Reykjavík lækkar um 1,7% á milli ára en hún er 51,1% nú miðað við 52,0% fyrir ári . Fjögurra stjörnu hótel í Reykjavík eru með 4,9% lakari nýtingu sem nú er 51,3% en var 53,9% í apríl í fyrra. Þriggja stjörnu hótel eru með 6,3% betri nýtingu sem er 53,1% nú en var 50,0% í apríl árið 2008.
Á landsbyggðinni er nýtingin 34% betri nú með 55,9% nýtingu á móti 41,7% fyrir ári.
Nánar á vef SAF
Lesa meira