Fréttir

Fækkun farþega 31,3% á fyrsta ársfjórðungi

Tæplega 93 þúsund farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll í marsmánuði síðastliðnum, samkvæmt tölum frá flugvellinum. Frá áramótum, það er á fyrsta ársfjórðungi, fóru tæplega 379 þúsund farþegar um völlinn sem er 31,3% samdráttur sé miðað við sama tímabil í fyrra. Fækkunin í mars nemur 37% en hafa ber í huga í þessu sambandi að í fyrra taldist páskaumferðin með marsmánuði en kemur inn í apríltölur í ár. Farþegar á leið frá landinu voru 41.678 í mars síðastliðnum en á leið til landsins voru 41.198 farþegar. Áfram- og skiptifarþegum fækkar einnig á milli ára. Nánari skiptingu má sjá í töflunni hér að neðan. Líkt og í janúar og febrúar má búast við að samdráttur í ferðum Íslendinga vegi hlutfallslega hærra í þessum tölum en nemur fækkun í heimsóknum erlendra gesta. Nú er verið að vinna úr tölum Ferðamálastofu fyrir marsmánuð en í þeim má sjá skiptingu eftir þjóðerni og þá kemur þetta betur í ljós.   Mars.09. YTD Mars.08. YTD Mán. % breyting YTD % Breyting Héðan: 41.678 115.884 65.477 170.149 -36,35% -31,89% Hingað: 41.198 109.233 66.519 170.172 -38,07% -35,81% Áfram: 3.365 16.409 2.701 7.096 24,58% 131,24% Skipti. 6.385 18.509 12.272 31.123 -47,97% -40,53%   92.626 260.035 146.969 378.540 -36,98% -31,31%
Lesa meira

Auglýst eftir umsóknum frá ferðaþjónustu í samkeppnis- og nýsköpunaráætlun ESB

Auglýst hefur verið til umsóknar verefnið "Networks for the Competitiveness and sustainability of European tourism". Umsóknarfrestur er til 30. júní 2009. Í þessu verkefni er markmiðið að auka samkeppnishæfni lítilla (micro) og meðalstórra fyrirtækja innan ferðaþjónustu. Einnig er lögð áhersla á að styðja við samstarfsnet þessara fyrirtækja, svæðisbundið og á milli svæða sem og að miðla þekkingu til fyrirtækja um góða viðskiptahætti sem stuðlað gætu að aukinni nýsköpun innan ferðaiðnaðarins. Allar nánari upplýsingar, vinnuáætlun og leiðbeiningar fyrir umsækjendur er að finna á slóðinni  http://ec.europa.eu/enterprise/newsroom/cf/itemlongdetail.cfm?item_id=2929&lang=en Á þeirri síðu er boðið upp á leit að samstarfsaðilum - en einnig er hægt að fá aðstoð við þá leit hjá Evrópumiðstöð Impru.  Í "Calls for proposal" á bls 4 -5 eru reglur um samstarfsaðila, sjá http://ec.europa.eu/enterprise/newsroom/cf/document.cfm?action=display&doc_id=2599&userservice_id=1&request.id=0 Dæmi um verkefni sem komust áfram 2008, sjá http://ec.europa.eu/enterprise/tourism/docs/other_documents/networkscall2008_winningproposals_en.pdf
Lesa meira

Fræðslufundur um fuglatengda ferðaþjónustu

Miðvikudaginn 1. apríl nk. verður fræðslufundur um fuglavernd og fuglatengda ferðaþjónustu á Náttúrusetrinu á Húsabakka í Svarfaðardal og hefst fundurinn kl 21. Erindi flytja Jóhann Óli Hilmarsson og Einar Þorleifsson frá Fuglaverndarfélagi Íslands. Erindi Jóhanns Óla nefnist: Fuglatengd ferðaþjónusta á Íslandi og sérstaða Norðurlands. Hverjir koma og afhverju? Hvernig lokkum við þá hingað? Fuglatengd ferðaþjónusta og sérstaða Norðurlands. Aðstaða fyrir fuglaskoðara, hjálpargögn og annað. Erindi Einars nefnist: Fuglar, náttúruvernd og líffræðileg fjölbreytni á Íslandi. Þr fjallar hann um fuglalíf á Íslandi og brýnustu fuglaverndarmálin sem að lúta að fuglafriðlöndum, vernd sjaldgæfra fugla, búsvæðavernd, endurheimt votlendis en einnig umfuglafriðunar- og náttúruverndarlög. Einnig verður fjallað um breytingar á fuglalífi á Íslandi, fjölgun tegunda, loftslagsbreytingar og landnám nýrra fuglategunda. Í fyrirlestrunum er fjöldi ljósmynda af fuglum og búsvæðum þeirra en Jóhann Óli og Einar eru báðir mikilvirkir fuglaljósmyndarar.
Lesa meira

Frá aðalfundi SAF

Árni Gunnarsson, framkæmdastjóri Flugfélags Íslands, var endurkjörinn formaður SAF á aðalfundi samtakanna síðastliðinn föstudag. Efni frá fundinum, svo sem erindi og ályktanir, er aðgengilegt á vef SAF. Aðrir í stjórn eru Friðrik Pálsson (Hótel Rangá) Gunnar Guðmundsson (Guðmundur Jónasson ehf) Ingibjörg Guðjónsdóttir (Íslandsflakkarar) Lára B. Pétursdóttir (Congress Reykjavík) Ólafur Torfason (Reykjavíkurhótel) Sævar Skaptason (Ferðaþjónusta bænda). Vefur Samtaka ferðaþjónustunnar  
Lesa meira

Opið hús hjá Upplýsingamiðstöð Vesturlands

Upplýsingamiðstöð Vesturlands hefur verið opnu í nýju húsnæði að Sólbakka 2 í Borgarnesi. Staðsetningunni má líkja við gatnamót landshlutans Vesturlands enda liggja þaðan leiðir til allra átta á Vesturlandi. Af þessu tilefni verður opið hús hjá Upplýsingamiðstöðinni næstkomandi fimmtudag, 2. apríl, frá kl. 15-18. ?Léttar veitingar og skemmtiatriði og ennþá léttara fólk,? segir í tilkynningu. Opnunartími upplýsingamiðstöðvarinnar hefur verið aukinn, þjónusta efld allverulega meðal annars með nýjum heimasíðum, lengdum opnunartíma og betra aðgengi að starfsfólki. Á staðnum verða einnig seldar vörur frá Vesturlensku handverks- og listafólki auk annarra hluta nauðsynlega hverjum ferðamanni. Myndin er frá Borgarnesi og fengin á hinum nýja ferðavef www.vesturland.is
Lesa meira

Göngukort fyrir Vestfirði

Ferðamálasamtök Vestfjarða hafa undanfarin þrjú ár unnið að gerð veglegra göngu- og útivistarkorta fyrir Vestfirði og Dali. Fyrstu fjögur kortin komu út árið 2007 og nú hafa síðustu þrjú kortin verið prentuð og eru að fara í dreifingu. Nýju kortin ná yfir Hornstrandir, Ísafjarðardjúp ásamt fjörðunum suður af því og Strandir norðan Hólmavíkur. Áður komu út kort sem náðu yfir sunnanverðar Strandir og Dali, Reykhólasveit og Breiðafjarðareyjar og Vesturbyggð og Tálknafjörð. Kortin verður vonandi hægt að nálgast á sem flestum ferðamannastöðum á svæðunum. Þetta er lang viðamesta verkefni sem Ferðamálasamtök Vestfjarða hafa ráðist í og heildarkostnaður vegna þess er um 12 milljónir króna. Góðir styrkir hafa fengist í verkefnið frá Ferðamálastofu og Pokasjóði. Þeir sem hafa áhuga á að taka kortin í endursölu vinsamlega hafðu samband við Áslaugu Alfreðsdóttur á Ísafirði aslaug@hotelisafjordur.is. Göngukortin eru send hvert á land sem er ásamt reikningi til endursölu. Leiðbeinandi útsöluverð er 600 krónur í smásölu. Ferðamálasamtökin vilja beina því til sem flestra ferðaþjónustuaðila á Vestfjörðum að hafa kortin í sölu hjá sér og halda þeim vel á lofti og hvetja sem flesta aðra til þess sama. Göngu- og útivistarkortin  eru m.a. til sölu í smásölu í vefverslun Strandagaldurs og eru send þaðan samdægurs hvert á land sem er og um veröld alla. Slóðin inn á sölusíðuna þar er http://www.strandir.is/gongukort. Stór hluti kaupenda á göngukortum þar eru erlendir ferðamenn sem hyggjast sækja Vestfirði heim. Það væri vel til fundið ef ferðaþjónustuaðilar myndu tengja þá síðu við sína heimasíðu svo verðandi viðskiptavinir geti orðið sér úti um kort til hjálpar þeim við skipulagningu ferðarinnar sem er um leið hvatning til að heimsækja Vestfirði í Íslandsferð sinni. Síðan verður einnig á ensku.
Lesa meira

Verðlaun fyrir lokaverkefni í ferðamálafræði

Rannsóknamiðstöð ferðamála veitti í fjórða sinn í dag verðlaun fyrir framúrskarandi lokaverkefni um ferðamál sem unnið er af nemanda við háskóla hér á landi. Niðurstaða dómnefndar, sem skipuð er stjórn og forstöðumanni RMF, var að verðlaunin í ár hljóti Gunnar Magnússon fyrir MS ritgerð sína Ímynd Íslands ? Ímynd raunverulegra sumargesta af Íslandi sem ferðamannastað. Ritgerðina skrifaði hann á ensku og heitir hún þá: The image of Iceland ? Actual summer visitor image of Iceland as a travel destination. Í umsögn dómnefndar segir:Í verkefni sínu fjallaði Gunnar um ímynd landsins og vörumerki í hugum erlendra gesta sem voru þegar komnir til landsins. Hann lagði upp með að skoða hvort hægt væri að stilla saman markaðssetningu Íslands, Færeyja og Grænlands og gerði þannig samanburð á ímynd þessara landa í hugum gesta hér á landi. Hann notaðist við viðhorfskort sem gert var eftir afstöðu svarenda við fullyrðingum sem settar voru fram í spurningakönnun sem höfundur lagði fyrir sumarið 2008. Með sömu spurningakönnun komst Gunnar að því hver ímynd Íslands væri í hugum erlendra gesta. Jafnframt heimfærði hann fullyrðingarnar sem svarendur tóku afstöðu til uppá þá ímynd sem nefnd Forsætisráðherra lýsti í skýrslu sinni sem kom út í febrúar 2008 og tók á ímynd Íslendinga á sjálfum sér. Öryggi, gestrisni og tækifærum til ævintýra meðal vingjarnlegs heimafólks í einstakri náttúruKomst Gunnar helst að því að ímynd landsins í hugum gesta einkenndist af öryggi, gestrisni og tækifærum til ævintýra meðal vingjarnlegs heimafólks í einstakri náttúru. Einnig komst Gunnar að því að ekki væri vænlegt til árangurs að stilla saman markaðssetningu Færeyja, Grænlands og Íslands, þar sem löndin hefðu afar ólíka ímynd í huga gesta sem hingað eru komnir. Að auki rökstuddi Gunnar með sannfærandi hætti að Noregur væri okkar helsta samkeppnisland er kæmi að hylli ferðamanna sem hingað eru komnir. Dómnefndin telur að þetta verkefni sé verðugt og vandað framhald þeirrar vinnu sem fór af stað með heimsókn Simon Anholt á vegum Viðskiptaráðs Íslands nýverið og nefn á vegum forsætisráðuneytis. Gunnar tekur af festu og fagmennsku á bæði heimildum um ímyndir og vörumerki áfangstaða og heimfærir uppá vandaða könnun með stóru úrtaki. Þannig leggur verkefnið til hvernig markaðssetning Íslands getur byggt á styrkleikum sem þegar eru í hugum þeirra sem landið sækja heim og jafnframt rökstyður af hverjum má læra og stilla sér upp gagnvart í markaðssetningu landsins. Verkefni Gunnars er sem áður sagði unnið samviskusamlega af metnaði og fagmennsku og er hann verðugur handhafi verðlauna Rannsóknamiðstöðvar ferðamála árið 2008. Ritgerðina er hægt að skoða á Landsbókasafni eða kaupa gegnum Stúdentamiðlun v/ Hringbraut (www.studentamidlun.is). Verðlaunin voru afhent á aðalfundi SAF á Grand hótel, Reykjavík í dag. Önnur verkefniSex önnur verkefni  skólaársins 2008 þóttu afar góð og/eða mjög athyglisverð en þau eru: Menningartengd ferðaþjónusta ? menningarstofnanir Kópavogbæjar. B.Sc. ritgerð Agnesar Sifjar Andrésdóttur frá Viðskipta- og raunvísindadeild Háskólans á Akureyri. The image of Iceland ? Actual summer visitor image of Iceland as a travel destination. MS ritgerð Gunnars Magnússonar í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum frá viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Mat íbúa Reykjanesbæjar á félagslegum áhrifum Ljósanætur. B.Sc. ritgerð Ingólfs Magnússonar frá land- og ferðamálafræðiskor Háskóla Íslands. Íslensk tónlist sem landkynning. B.Sc. ritgerð Tómasar Viktors Young frá land- og ferðamálafræðiskor Háskóla Íslands. Upplifun ferðamanna af akstri um hálendisvegi. BA ritgerð Ingibjargar Eiríksdóttur frá Hólaskóla ? háskólanum á Hólum. Viðhorf heimamanna til nýtingar Látrabjargs til ferðamennsku. B.Sc. ritgerð Ragnhildar Sveinsdóttur frá land- og ferðamálafræðiskor Háskóla Íslands. Heimavinnsla og sala afurða beint frá býli ? mikilvægi íslensks hráefnis fyrir veitingastaði hér á landi. B.Sc. ritgerð Evu Sifjar Jóhannsdóttur frá land- og ferðamálafræðiskor Háskóla Íslands.
Lesa meira

10 ára afmælisrit SAF

Í tilefni af 10 ára afmælis Samtaka ferðaþjónustunnar í nóvember síðastliðnum gáfu samtökin út afmælisrit sem dreift var á aðalfundi samtakanna í dag. Í afmælisritinu er meðal annars sagt frá afmælishátíð samtakanna í nóvember, afhendingu Nýsköpunarverðlauna SAF og gangsetningu viðtala úr Sögu ferðaþjónustunnar á heimasíðu samtakanna. Formaður SAF fjallar um starfsemina, fjallað er um mikilvægi ferðaþjónustunnar í þjóðarbúskapnum, fjallað um fræðslu og mikilvægi hennar í að auka gæði og öryggi í ferðaþjónustunni, horft er til framtíðar þar sem formenn hverrar hinna sjö fagnefnda samtakanna lýsa mikilvægustu áherslum í sinni grein, fjallað er um umhverfismál, framkvæmdastjóri samtakanna fjallar um hvað hefur ánunnist síðastliðin 10 ár og að lokum er umfjöllun um það hvers vegna fyrirtæki ættu að taka þátt í SAF. Fjöldi mynda skreytir afmælisritið frá hinum ýmsu viðburðum í starfsemi samtakanna á liðnum árum. Skoða 10 ára afmælisrit SAF
Lesa meira

Seattle nýr áfangastaður Icelandair

Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna bætist við sem áfangastaður Icelandair þann 22. júlí næstkomandi. Flogið verður fjórum sinnum í viku. Frá Íslandi til Seattle verður flogið á mánudögum, miðvikudögum, föstudögum og laugardögum kl. 17. Lent kl. 16:45 að staðartíma. Frá Seattle verður flogið á þriðjudögum, fimmtudögum, laugardögum og sunnudögum kl. 15:30. Lent kl. 6:45 á Keflavíkurflugvelli. Meðalflugtími er sjö og hálf klukkustund, sem er svipað og til Orlando í Flórída. Flogið verður með Boeing 757-þotum. Haft er eftir Birgi Guðnasyni, framkvæmdastjóra Icelandair, að við brotthvarf SAS af markaðnum milli Skandinavíu og Seattle í sumar hafi myndast tækifæri fyrir flugfélagið. Icelandair stefnir á að fljúga með um 60.000 farþega á ári. Um 93% þeirra verði erlendir ferðamenn og um 7% Íslendingar. Þetta skapar starfsvettvang fyrir um 100 starfsmenn Icelandair og systurfélaga. Áætlanir um Dreamliner standaÞá hefur komið fram að Icelandair hefur engin áform um að hætta við kaup á fjórum Boeing 787 Dreamliner flugvélum þrátt fyrir erfitt rekstarumhverfi og fjármálakreppuna á Íslandi. Von er á fyrstu vélinni á a´rinu 2012 eða 2013.
Lesa meira

Stóraukið samstarf í landkynningarmálum og undirbúningur að stofnun Íslandsstofu

Össur Skarphéðinsson utanríkis- og iðnaðarráðherra, Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri og Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Útflutningsráðs, skrifuðu í dag undir samning milli utanríkisráðuneytisins, Ferðamálastofu og Útflutningsráðs um stóraukið samstarf í  landkynningar- og markaðssamstarfi erlendis. Er þetta samstarf undanfari stofnunar Íslandsstofu en frumvarp til laga um starfsemi hennar hefur verið samþykkt í ríkisstjórn og lagt fram á Alþingi. Jafnframt var tilkynnt um samninga Ferðamálastofu við sjö landshlutastofur sem annast munu markaðsmál ferðaþjónustu innanlands. Með nýju skipulagi í markaðsmálum ferðaþjónustunnar og almennri landkynningu er verið að tryggja betri nýtingu fjármuna og ná auknum árangri með markvissu samstarfi þeirra sem koma að markaðs- og ímyndarmálum. Stefnt er að því að sendiráð Íslands taki að verulegu leyti yfir hlutverk landkynningarskrifstofa Ferðamálastofu erlendis. Fram að þeim tíma sem lögin um Íslandsstofu taka gildi munu Ferðamálastofa, Útflutningsráð og utanríkisráðuneytið samræma starf sitt sem kostur er og í því skyni hefur verið sett á laggirnar verkefnisstjórn sem heldur utan um tilfærslu verkefna og uppbyggingu í sendiráðunum. Íslandsstofa verður stofnuð á grundvelli laga um Útflutningsráð en verkefni hennar eru mun viðameiri en verkefnasvið Útflutningsráðs. Í fyrsta lagi verður markaðssvið Ferðamálastofu rekið að mestu innnan vébanda Íslandsstofu sem mun fá það lögbundna hlutverk samkvæmt framlögðu frumvarpi að laða til landsins erlenda ferðamenn. Í öðru lagi er Íslandsstofu ætlað að móta og koma á framfæri heildarstefnu í ímyndar- og kynningarmálum Íslands í samstarfi við aðila í útflutningi, ferðaþjónustu, menningarstarfsemi, fjármálum og þekkingariðnaði. Í þriðja lagi er Íslandsstofu ætlað að bæta og auka þekkingu fyrirtækja í ferðaþjónustu um erlenda markaði eins og fram kemur í hjálögðu frumvarpi til laga.   Á síðustu árum hafa ríki, sveitarfélög, ferðamálasamtök og fyrirtæki í ferðaþjónustu innanlands þróað svæðisbundið samstarf um markaðs-, upplýsinga- og uppbyggingarmál ferðaþjónustunnar. Iðnaðarráðherra hefur í samráði við Samtök ferðaþjónustunnar og Ferðamálasamtök Íslands beitt sér fyrir því að festa þetta skipulag betur í sessi. Í vikunni var gengið frá samningum milli Ferðamálastofu og sjö landshlutastofa sem vonast er til að leggi grundvöll að tryggum rekstri þeirra á næstu árum. Samstarfið byggir á sérstakri fjárveitingu og á þeirri forsendu að sveitarfélög og fyrirtæki komi einnig að rekstrinum á móti ríkinu. Össur Skarphéðinsson, utanríkis- og iðnaðarráðherra, með forstöðumönnum landshlutastofa.
Lesa meira