Fara í efni

Málstofur í ferðamálafræði í Þjóðarspeglinum 2009

Seljalandsfoss
Seljalandsfoss

Tvær málstofur um ferðamál eru á hinni árlegu ráðstefnu Þjóðarspeglinum sem haldinn verður í tíunda sinn þann 30. október 2009 í Háskóla íslands. Félagsvísindastofnun HÍ er framkvæmdaraðili Þjóðarspegilsins sem hefur skapað sér sess sem nokkurs konar árleg uppskeruhátíð félagsvísindafólks hérlendis.
Þátttakendur verða frá flestum innlendum háskólum auk sjálfsstæðra rannsóknastofnanna. Á Þjóðarspeglinum gefst fólki kostur á að hlýða á fyrirlestra af öllu litrófi félagsvísinda um það sem efst er á baugi í rannsóknum í dag. Sérstaða ráðstefnunnar felst ekki síst í því að lögð er áhersla á miðlun rannsókna til almennings. Allir fyrirlestrar eru opnir, engin þörf er á skráningu og það kostar ekkert að mæta og fylgjast með einstökum erindum eða málstofum.

Málstofur í ferðamálafræði:


Kl. 11-13 Háskólatorg 104

Anna Mjöll Guðmundsdóttir og Anna Dóra Sæþórsdóttir
Tourism Management in Wilderness areas - Svalbard

Anna Karlsdóttir
Ferðamál í Norðurslóðalöndum á tímum loftslagsbreytinga

Edward H. Huijbens
Vöruþróun í heilsutengdri ferðaþjónustu - Möguleg Norræn undirþemu?

Eyrún Jenný Bjarnadóttir og Hjördís Sigursteinsdóttir
Skotveiðitengd ferðaþjónusta - Sóknarfæri í dreifbýli?

Kl. 13-15 Háskólatorg 104

Anna Dóra Sæþórsdóttir
Viðhorf ferðamanna á Kili

Gunnar Þór Jóhannesson
Ferðaþjónusta á krepputímum: Orðræða um þróun ferðaþjónustu á Íslandi

Laufey Haraldsdóttir
Að borða mat, en bragða svæðið - Þarfir og væntingar ferðamanna til veitinga á ferðalögum