Fréttir

Skráningarfrestur á World Travel Market 2009

Skráningarferstur vegna World Travel Market ferðasýningarinnar í London hefur verið framlengdur til 30. ágúst 2009. Ferðaþjónustuaðilum býðst að fá aðstöðu í bás Íslands gegn föstu gjaldi. Enn er eru nokkur borð laus en "cauters" eru uppseldir. World Travel Market er ein stærsta ferðasýning í heimi og haldin árlega. Að þessu sinni fer hún fram dagana 9.-12. nóvember og er í ExCel sýningarhöllinni í London líkt og undanfarin ár. Sýningin er opin 4 daga fyrir ferðaþjónustuaðila (trade) en af þeim eru 2 síðustu dagarnir einnig fyrir almenning, þá sérstaklega síðasti dagurinn. Ferðamálastofa sér um að útbúa básinn og skapa mönnum aðstöðu til að hitta viðskiptavini sína en síðan er undir hverjum og einum komið að nýta tækifærið sem best. Skráningu lýkur 30. ágústHér fyrir neðan er tengill á eyðublað til skráningar í íslenska sýningarbásinn á World Travel Market 2009 en vakin er athygli á því að skráningu lýkur 30. ágúst næstkomandi. Einnig er tengill á heimasíðu sýningarinnar. Skráning á WTM 2009 (PDF-skjal) Heimasíða sýningarinnar Nánari upplýsingar um sýningar í Bretlandi veitir Sigríður Gróa Þórarinsdóttir, markaðsfulltrúi,  siggagroa@icetourist.is Sími: 535 5500  
Lesa meira

Ferðamálastofa flytur að Geirsgötu 9

Nú í lok vikunnar verður aðalskrifstofa Ferðamálastofu í Reykjavík flutt um set, frá Gimli í Lækjargötu 3, að Geirsgötu 9. Af þeim sökum verður skrifstofan lokuð föstudaginn 28 ágúst.
Lesa meira

Nám fyrir stjórnendur í ferðaþjónustu

Hjá Háskólanum í Reykjavík, Opna háskólanum, stendur nú yfir skráning í nám fyrir stjórnendur í ferðaþjónustu. Nefnist það ?Stjórnun og forysta í ferðaþjónustu" og er haldið í samvinnu við Samtök ferðaþjónustunnar. Námið hefst 23. september, lýkur 9. desember 2009 og er í heild 56 klukkustundir. Námið samanstendur af 6 námskeiðum og markmið þess eru að: Efla almenna stjórnunar- og leiðtogahæfni þátttakenda Veita stjórnendum betri skilning á eigin stjórnunarstíl  Kynna hagnýtar og sannreyndar aðferðir og vinnubrögð sem ýta undir stjórnunarlegan árangur Skapa sameiginlegan vettvang til tenglsamyndunar milli stjórnenda í ferðaþjónustu Nánari upplýsingar og skráning  
Lesa meira

Metaðsókn að ferðamáladeild Hólaskóla

Nú í haust mun 51 nemandi hefja nám við ferðamáladeild Háskólans á Hólum. Um er að ræða þrjár námsbrautirnar sem allar eru boðnar í fjarnámi með staðbundum lotum en nemendur geta líka stundað staðbundið nám og búið í háskólaþorpinu Hólum í Hjaltadal. Námsbrautirnar eru diplóma í ferðamálafræði (90 ECTS), diplóma í viðburðastjórnun (60 ECTS) og BA nám í ferðamálafræði (180 ECTS). Um síðustu áramót brugðust íslenskir háskólar við áskorun um að taka nemendur inn í nám um áramót vegna óvissunnar á vinnumarkaði. Í fret frá Hólaskóla segir að fyrirspurnir á þessu ári sýni að þörfin fyrir að hefja nám um áramót sé enn mikil. Daglega berast fyrirspurnir frá fólki sem vill hefja nám. Næsti umsóknafrestur í ferðamáladeild Háskólans á Hólum er 30. október fyrir þá sem vilja hefja nám í janúar 2010.
Lesa meira

Skilti um utanvegaakstur og akstur á hálendinu

Í liðinni viku var skrifað undir milli samstarfssamning um kostun gerð og uppsetningu skilta er sem ætlað er upplýsa ökumenn um reglur þær og ástæður fyrir því að utanvegakstur á Íslandi er bannaður. Samningurinn er gerður á milli Vegagerðarinnar, fyrir hönd hins opinbera, og skipaðrar nefndar um utanvegaakstur, tryggingarfélaganna og bílaleiganna. Vegagerðin hefur umsjón með framkvæmd verksins og verða skiltin sett upp við innkomur á helstu leiðir inn á hálendi landsins. Í frétt á vef vegagerðarinnar kemur fram að í fyrsta áfanga á þessu ári verða sett upp 10 skilti, við Kjalveg við Gullfoss og í Blöndudal, við innkomuleiðir á Sprengisand við Hrauneyjar, á Eyjafjarðarleið við Hólsgerði og í Bárðardal ofan við Mýri, fyrir Nyrðra Fjallabak við upphaf Landmannaleiðar við Landveg, fyrir Syðra Fjallabak ofan við Keldur, og í Fljótshlíð neðan Gilsár og við Búland og fyrir leið í Laka við Hringveg. Áætlað er að halda verkinu áfram á næstu tveimur árum en alls er gert ráð fyrir að setja upp um 30 skilti af þessari gerð. Auk Vegagerðarinnar, tryggingarfélaganna og bílaleiganna komu að þessu verkefni: Samgönguráðuneytið, Umhverfisráðuneytið, Umhverfisstofnun, Landvernd, Slysavarnarfélagið Landsbjörg, Mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasamband Íslands, Slóðavinir, Ferðaklúbburinn 4x4, Landgræðslan, Ríkislögreglustjóri, Samtök ferðaþjónustunnar, Landvarðafélag Íslands, Ökukennarafélag Íslands og Umferðarstofa.  
Lesa meira

Ráðstefna SAF um mikilvægi fundamarkaðarins

Samtök ferðaþjónustunnar halda ráðstefnu 10. september næstkomandi á Hilton Reykjavík Nordica um mikilvægi fundamarkaðarins og munu þrír þekktir erlendir fyrirlesarar koma til landsins af þessu tilefni.  Þeir eru Paul Flackett, framkvæmdastjóri IMEX, Patrick Delaney, framkvæmdastjóri Ovation Global DMC og Lutz Vogt, framkvæmdastjóri þýsku ráðstefnuskrifstofunnar.  Einnig halda erindi Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Portus Group, og Anna R. Valdimarsdóttir, verkefnastjóri Ráðstefnuskrifstofu Íslands.  Með tilkomu nýja ráðstefnuhússins við höfnina í Reykjavík mun aðstaða til ráðstefnuhalds jafnast á við það besta í samkeppnislöndum og því brýnt að örva funda- og ráðstefnuhald sem eru ein verðmætustu viðskipti í ferðaþjónustunni.  Þessi ráðstefna er liður í því starfi.  Gististaðanefnd SAF lagði tillögu að þessari dagskrá fyrir stjórn á vordögum og hefur verið lögð mikil vinna í að gera hana sem best úr garði. Þátttökugjald er kr. 4.900 pr. mann og kr. 3.500 fyrir þátttakendur umfram einn frá sama fyrirtæki.  Tekist hefur að halda þátttökugjaldi svo lágu með aðstoð fyrirlesaranna sjálfra og hafa Icelandair, Radisson Blu Hótel Saga, Hilton Reykjavík Nordica og Hótel Holt lagt hönd á plóg og er þeim öllum þakkað. Félagsmenn og aðrir áhugasamir um funda- og ráðstefnumarkaðinn eru hvattir til þess að nota þetta einstaka tækifæri og taka þátt.  Tilkynna þarf þátttöku til SAF info@saf.is eða í síma 511-8000. Dagskrá
Lesa meira

Námssmiðja um jarðferðamennsku (Geo-tourism)

Dagana 2. til 4. september 2009 verður haldin námssmiðja á Hótel Gíg í Mývatnssveit þar sem viðfangsefnið er vöruþróun í náttúrutengdri ferðamennsku á grunni samþykktar National Geographic um jarðferðamennsku (ens:geotourism). Sjálfbærni hefur verið markmið í ferðaþjónustu á Íslandi í meira en áratug og að því marki beinast ýmis vottunarferli og stefnuyfirlýsingar sem tekin hafa verið upp af ríki og einstökum byggðarlögum. Þessi ferli hafa beinst að tilteknum atvinnurekstri, s.s.  fólksflutningum, hótelstjórnun og umhverfisstefnu sveitarfélaga svo eitthvað sé nefnt. Til þessa hefur ekki verið kynnt neitt ferli sem tekur til stjórnunar á ferðamannastöðum sem byggja aðdráttarafl sitt á náttúru og leggur höfuðáherslu á varðveislu ásýndar landsins, menningarinnar og velferðar íbúanna. Mývatn og nágrenni þess er þekkt og fjölsótt vegna fjölbreyttra náttúrufyrirbæra. Lykillinn að velgengni svæðisins sem ferðamannastaðar er náttúruvernd í uppbyggilegu gagnkvæmu sambandi við ferðaþjónustu. Til að stuðla að þessu á Norðausturlandi og landinu öllu er boðað til tveggja daga námssmiðju / workshop á vegum Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga, Útflutningsráðs Íslands, Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála og Svartárkots fræðaseturs. Fundurinn verður sem fyrr segir á Hótel Gíg dagana 2. til 4. september 2009 og verða þar bæði framsöguerindi og staðarheimsóknir til að efla almenna umræðu og raunhæfar aðgerðir. Aðalfyrirlesari og stjórnandi vinnuhópa verður Dr. David Newsome, aðstoðarprófessor við Murdoch háskólann í Ástralíu og höfundur bókanna Geoourism. Sustainability, Impact, Management (Butterworth-Heinemann, 2005) og Nature Area Tourism (Channel View Publications, 2002) Áhugasamir eru beðnir að skrá sig á vefsíðunni www.svartarkot.is fyrir 24. ágúst 2009.
Lesa meira

Erlendum gestum fjölgar í júlí

Erlendum gestum fjölgaði um 1,2 prósent í júlímánuði síðastliðnum miðað við sama mánuð árið 2008. Um 82 þúsund erlendir gestir fóru frá landinu um Leifsstöð í júlímánuði eða 950   fleiri en  árið 2008.   Ef litið er til helstu markaðssvæða má sjá fjölgun frá Mið og Suður Evrópu, Norðurlöndunum og N-Ameríku. Af einstökum löndum fjölgaði Spánverjum, Ítölum , Finnum og Kanadamönnum hlutfallslega mest. Bretum fækkaði hins vegar umtalsvert eða um 21 prósent og gestum frá fjarmörkuðum um 7 prósent.     Frá áramótum hafa 261 þúsund erlendir gestir farið frá landinu eða um 1,7 prósent færri en á sama tímabili árinu áður.   Tæplega helmingsfækkun (47,9%) er í brottförum Íslendinga í júlí, voru 23 þúsund talsins í júlí síðastliðnum en á árinu 2008 voru þær um 44 þúsund. Brottförum Íslendinga frá áramótum hefur fækkað milli ára um tæp 46 prósent eða 124 þúsund.   Talningin er unnin á vegum Ferðamálastofu og nær yfir allar brottfarir um Leifsstöð, þ.m.t. brottfarir erlends vinnuafls. Nánari skiptingu gesta eftir markaðssvæðum og einstaka þjóðernum má sjá í töflunum hér að neðan. Júlí eftir þjóðernum Janúar-júlí eftir þjóðernum     Breyting milli ára     Breyting milli ára   2008 2009    Fjöldi      (%)   2008 2009      Fjöldi    (%) Bandaríkin 6.378 6.422 44 0,7 Bandaríkin 23.534 25.011 1.477 6,3 Kanada 1.827 2.347 520 28,5 Kanada 5.521 6.078 557 10,1 Bretland 8.031 6.319 -1.712 -21,3 Bretland 39.598 34.757 -4.841 -12,2 Noregur 4.352 4.818 466 10,7 Noregur 20.043 20.945 902 4,5 Danmörk 7.737 7.787 50 0,6 Danmörk 24.364 24.803 439 1,8 Svíþjóð 4.646 4.562 -84 -1,8 Svíþjóð 18.532 18.686 154 0,8 Finnland 1.506 2.159 653 43,4 Finnland 6.565 6.855 290 4,4 Þýskaland 11.047 11.619 572 5,2 Þýskaland 25.145 28.421 3.276 13,0 Holland 3.448 2.825 -623 -18,1 Holland 10.512 10.897 385 3,7 Frakkland 6.129 6.327 198 3,2 Frakkland 14.788 15.372 584 3,9 Sviss 2.340 2.694 354 15,1 Sviss 3.897 4.800 903 23,2 Spánn 1.892 3.021 1.129 59,7 Spánn 3.986 5.169 1.183 29,7 Ítalía 1.857 2.709 852 45,9 Ítalía 4.343 5.264 921 21,2 Pólland 3.772 2.502 -1.270 -33,7 Pólland 13.846 8.711 -5.135 -37,1 Japan 560 779 219 39,1 Japan 3.701 4.157 456 12,3 Kína 965 730 -235 -24,4 Kína 3.436 2.586 -850 -24,7 Annað 14.780  14.600 -180 -1,2 Annað 43.763 38.577 -5.186 -11,9 Samtals 81.267  82.220 953 1,2 Samtals 265.574 261.089 -4.485 -1,7 Júlí eftir markaðssvæðum Janúar-júlí eftir markaðssvæðum     Breyting milli ára     Breytinga milli ára   2008 2009    Fjöldi      (%)   2008 2009      Fjöldi    (%) N-Ameríka 8.205 8.769 564 6,9 N-Ameríka 29.055 31.089 2.034 7,0 Bretland 8.031   6.319 -1.712 -21,3 Bretland   39.598   34.757 -4.841 -12,2 Norðurlönd 18.241 19.326 1.085 5,9 Norðurlönd 69.504 71.289 1.785 2,6 Mið-/S-Evrópa 26.713 29.195 2.482 9,3 Mið-/S-Evrópa 62.671 69.923 7.252 11,6 Annað 20.077 18.611 -1.466 -7,3 Annað 64.746 54.031 -10.715 -16,5 Samtals 81.267  82.220       953 1,2 Samtals 265.574  261.089     -4.485 -1,7 Ísland 44.396 23.124 -21.272 -47,9 Ísland 272.037 148.093 -123.944 -45,6  
Lesa meira

Styrkur frá NATA

Styrkur frá NATASamstarf á sviði ferðamála milli Grænlands, Íslands og Færeyja Allir sem áhuga hafa á bættum samskiptum á sviði ferðamála milli landanna þriggja geta leitað eftir aðstoð við að fjármagna verkefni, hugmyndir, ferðir eða því um líkt. Umsóknir skulu fela í sér samstarf milli tveggja af löndunum þremur hið minnsta.  Sækja má um aðstoð á eftirfarandi sviðum: Þróun ferðaSiglingar, þemaferðir, stuttar heimsóknir (shortbreak) o.s.frv. Markaðssetning í ferðaþjónustu og greining sóknartækifæraAlþjóðleg átaksverkefni á sviði ferðaþjónustu. MenntunFaglegar námsferðir, menntun á sviði ferðamála,dvöl til að kynna sér aðstæður. Allar umsóknir skulu vera á þar til gerðum eyðublöðum. Sem fylgiskjöl með umsókninni skal leggja fram nákvæma útlistun á verkefni, svo og fjárhagsáætlun. Umsóknir skulu vera á dönsku eðaensku og sendast til: NATA c/oFerðamálastofaLækjargata 3,101 Reykjavík Lokafrestur til að senda umsóknir er til 20. ágúst 2009Umsóknareyðublað má nálgast á vef Ferðamálastofu,www.ferdamalastofa.is -Hægrismellið á tenglana hér fyrir neðan og veljið "Save Target As" til að vista umsóknareyðublöðin á eigin tölvu. Umsóknareyðublað á ensku (Word) Umdóknareyðublað á dönsku (Word) Fyrirspurnir varðandi vinnslu umsóknar sendist til:sigrun@icetourist.is NATA er samstarfssamningur ferðamálaráðuneyta í Færeyjum, á Grænlandi og á Íslandi. Markmið samningsins er að auka skilvirkni í samstarfi aðila er sinna ferðamálum í Færeyjum, á Grænlandi og á Íslandi með því að styrkja, samhæfa og tryggja framboð samvinnuverkefna aðildarlandanna á þeim sviðum ferðamála þar sem þau eiga einkum sameiginlegra hagsmuna að gæta.  
Lesa meira