15.10.2009
Ferðaþjónustu, matvæla og menningarklasinn Ríki Vatnajökuls í samstarfi við Háskólasetur á Hornafirði mun standa fyrir opnu málþingi í Nýheimum á Höfn 21.-22. október 2009. Umfjöllunarefnið verður umhverfis- og skipulagsmál í ferðaþjónustu á Íslandi og er málþingið opið öllum.
Málþingið verður tvískipt þar sem fyrri daginn verður horft til ferðaþjónustunnar á landinu í heild sinni og gæði umhverfis- og skipulagsmála rædd. Ólíkir einstaklingar og stofnanir munu deila sýn sinni.
Frummælendur koma úr ýmsum áttum og má þar m.a. nefna Sigmund Davíð Gunnlaugsson skipulagshagfræðing, Regínu Hreinsdóttur þjóðgarðsvörð Vatnajökulsþjóðgarðs í Skaftafelli og Berglindi Viktorsdóttur hjá Ferðaþjónustu bænda.
Seinni dag málþingsins verður unnið með Ríki Vatnajökuls þar sem fjórir vinnuhópar verða starfsræktir. Rætt verður um umhverfisleg, efnahagsleg og samfélagsleg viðmið & markmið fyrir þróun sjálfbærrar ferðaþjónustu í Ríki Vatnajökuls, sem og samskipti Ríkis Vatnajökuls við Vatnajökulsþjóðgarð. Uppúr niðurstöðum vinnuhópanna er áætlað að vinna Gæða og umhverfisstefnu fyrir Ríki Vatnajökuls. Því eru heimamenn hvattir til þess að taka virkan þátt í umræðum. Dagskráin hefst kl. 9 og stendur til hádegis þann daginn.
Uppskeruhátíð Ríkis Vatnajökuls verður haldin í kjölfar málþingsins á miðvikudagskvöldi. Þar munu aðilar í Ríkinu gæða sér á góðum mat og skemmta sér saman eftir annasamt og gæfuríkt sumar. Öllum er frjálst að taka þátt í fögnuðinum gegn vægu gjaldi. Skráning á Hótel Höfn í síma 478-1240.
Vakin er athygli á því að Flugfélagið Ernir flýgur tvisvar á dag til og frá Höfn á miðvikudögum og er tekið mið af flugáætluninni við gerð dagskrár málþingsins. Þátttakendum málþingsins er bent á að taka fram við pöntun á flugi að þeir séu á leið á Haustþing Ríkis Vatnajökuls. Hægt er að panta flug í síma 562-2640. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu flugfélagsins www.ernir.is.
Skráning á málþingið fer fram hjá Söndru Björgu hjá Háskólasetrinu á Höfn í síma 470-8044 eða á netfanginu sbs@hi.is. Lokadagur skráningar er sunnudagurinn 18. október 2009. Ekkert þátttökugjald er á málþinginu.
Prentvæna útgáfu dagskrár má finna á pdf - skjali.
Dagskrá
Kl. 9.00 ? 9.10 Ólöf Ýrr Atladóttir ? Setning málþingsKl. 9.10 ? 9.30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ? Hagræn áhrif skipulagsKl. 9.30 ? 9.50 Sigbjörn Kjartansson ? Deiliskipulag ? tilgangur ?Kl. 9.50 ? 10.10 Egill Guðmundsson ? Vistvænir áningarstaðirKl. 10.10 ? 10.20 Regína Hreinsdóttir ? 252.362Kl. 10.20 ? 10.40 KAFFIKl. 10.40 ? 10.50Kl. 10.50 ? 11.10 Haukur Ingi Einarsson ? Staðardagsskrá í sveitarfélaginu Hornafirði - staða og stefna Stefán Gíslason ? Sveitarfélög og fyrirtæki á sama bátiKl. 11.10 ? 11.30 Sveinn Rúnar Traustason ? Stöðlun, vottun og skipulag ferðamannastaðaKl. 11.30 ? 12.00 UmræðurKl. 12.00 ? 13.00 HÁDEGISVERÐUR á Kaffihorninu og Mullers æfingarKl. 13.00 ? 13.40 Háskólasetrið á Hornafirði ? Þróun sjálfbærar ferðaþjónustuKl. 13.40 ? 14.00 Berglind Viktorsdóttir, F.B. ? Reynsla F.B. af Green Globe vottunarferlinuKl. 14.00 ? 14.20 Erna Hauksdóttir, SAF ? Hugvekja um umhverfis- og skipulagsmál Kl. 14.20 ? 14.40 Anna Dóra Hermannsdóttir á Klængshól ? Jarðerni Kl. 14.40 ? 15.00 KAFFIKl. 15.00 ? 16.30 PallborðsumræðurKl. 16.30 ? 16.40 Rósa Björk Halldórsdóttir ? Lokaorð og ráðstefnu slitið
Lesa meira
14.10.2009
Á heimasíðu SAF er sagt frá ferðaþjónustubraut sem stefnt er á að hefjist hjá Fjölbrautaskóla Suðurnesja á vorönn 2010. Skráning í námið fer fram í nóvember.
Um er að ræða tilraunaverkefni þar sem um samstarf atvinnulífsins ( SAF og SGS) og skóla er að ræða og jafnframt samstarf milli formlega og óformlega skólakerfisins. Þeir nemendur sem hafa lokið ?Færni í ferðaþjónustu I og II? fá áfanga metna úr því námi. Námið er jafnt ætlað nýjum nemendum sem og nemendum sem hafa lokið Færni í ferðaþjónustu. Nánari upplýsingar veitir Guðlaug M. Pálsdóttir, aðstoðarskólameistari Fjölbrautaskólans, í síma 421-3100 / 896-5456 eða á netfanginu gp@fss.is
Nánar upplýsingar um námið
Lesa meira
13.10.2009
Starfshópur sem í sátu fulltrúar Ferðamálastofu, Útflutningsráðs og Höfuðborgarstofu hefur farið yfir umsóknir um samstarfsverkefni til markaðssetningar Íslands á tímabilinu október 2009 til mars 2010.
Alls bárust 20 umsóknir og hefur verið samþykkt að ganga til samninga um 6 verkefni að heildarfjárhæð um 170 milljónir króna. Öll verkefnin snúast um kynningu í formi auglýsinga í prentmiðlum og/eða á vefnum á því tímabili sem um ræðir og uppfylltu einnig önnur þau skilyrði sem fram komu í auglýsingunni um verkefnið.
Ferðamálastofa í samstarfi við iðnaðarráðuneytið, Útflutningsráð og Reykjavíkurborg, auglýsti þann 11. september síðastliðinn eftir tillögum frá íslenskum ferðaþjónustuaðilum að umræddum samstarfsverkefnum. Verkefni dreifast á meginmarkaðssvæði íslenskrar ferðaþjónustu í Bretlandi, á meginlandi Evrópu, í N-Ameríku og á Norðurlöndum.
Þau verkefni sem samþykkt var að ganga til samstarfs um voru þessi:
Icelandair: Winter Campaign Boston - New York - Seattle
Iceland Express: Markaðsherferð á vefnum í Bretlandi frá október 2009 til mars 2010
Go To Iceland LLC: Go To Iceland
Icelandair: Newspaper & Online Campaign - Frankfurt, Paris and Amsterdam
Iceland Express: Markaðsherferð á vefnum í Skandinavíu frá október 2009 til mars 2010
Iceland Travel ehf.: Iceland Total
Heildarráðstöfunarfé/-framlag til samstarfsverkefnanna er 50 milljónir króna. Í auglýsingu var tekið fram að mótframlag umsóknaraðila skyldi vera að lágmarki tvöfalt hærra en framlag Ferðamálastofu (2 kr. á móti einni). Lágmarksframlag til eins verkefnis miðaðist við 5 milljónir króna og hámarksframlag til eins verkefnis 10 milljónir króna. Að teknu tilliti til mótframlags í þeim verkefnum sem samþykkt voru er ljóst að framlag til átaksins fullnýtist. Að viðbættu mótframlagi umsóknaraðila er heildarupphæð átaksins 170 milljónir króna, sem fyrr segir. (Sjá nánar um forsendur í auglýsingu)
Jón Gunnar Borgþórsson, forstöðumaður markaðssviðs Ferðamálastofu, segist ánægður að sjá þau góðu viðbrögð sem ferðaþjónustuaðilar sýndu verkefninu. Það sé mikilvægt að halda áfram að markaðssetja ferðamannalandið Ísland af krafti. Þeir fjármunir sem nú fari í þetta tiltekna verkefni komi á góðum tíma nú á haustmánuðum og því ríkir bjartsýni á að árangurinn verði góður.
Lesa meira
12.10.2009
Á þessu ári hefur áhugi bænda á að skrá sig í Ferðaþjónustu bænda aukist til muna frá fyrra ári, að því er kemur fram í nýjasta tölublaði Bændablaðsins. Aðilar allsstaðar að af landinu óska eftir inngöngu í félagið og meira ber á að bændur sem eru utan alfaraleiðar setji á fót ferðaþjónustu af einhverju tagi.
Fram kemur að á þessu ári eru að bætast við um 20 bæir inn í félagið og er sú fjölgun helmingi meiri en á fyrra ári. Heildarfjöldi bænda innan Ferðaþjónustu bænda er um 140. Svo virðist sem bændur sjái nú atvinnutækifæri í ferðaþjónustunni sem þeir sáu ekki áður, enda mikil umferð af ferðamönnum innanlands í sumar.
Sækja í gæðakerfi FBHaft er eftir Marteini Njálssyni, formanni Félags ferðaþjónustubænda, að flestallir sem skrá sig nú hafa verið með einhverskonar ferðaþjónustu en eru að fara af stað fyrir alvöru. ?Þetta eru þá bændur sem hafa prófað sig áfram í nokkur ár en ætla nú að opna með vandaðri aðstöðu. Ferðaþjónustuaðilar eru að sækjast í að komast undir okkar merki því við erum með 30 ára gamalt viðurkennt gæðakerfi. Það er ákveðinn ferill til að komast inn í Ferðaþjónustu bænda en þó að bændur séu ekki með alla hluti tilbúna þá vinnum við að því sem upp á vantar með þeim. Það eru bændur um allt land sem eru að skrá sig en hlutfallslega mesta aukningin er á Vestfjörðum og staðir sem eru utan alfaraleiðar eru að koma meira inn en áður því þeir eiga svo sannarlega erindi inn í ferðaþjónustuna eins og aðrir,? segir Marteinn.
Myndin er frá Hunkubökkum á Síðu, sem er aðili að ferðaþjónustu bænda.
Lesa meira
09.10.2009
Eins og fram hefur komið í tölum um fjölda ferðamanna sem sækja landið heim þá hefur Bandaríkjamönnum fjölgað verulega síðustu mánuði. Bara í september var um fjórðungs aukning á milli ára.
Að sögn Einars Gústavssonar, forstöðumanns skrifstofu Ferðamálastofu í New York, hefur mikil umfjöllun um Ísland verið í gangi í fjölmiðlum undanfarið. ?Ég geri ráð fyrir að Ísaland verði áfram mjög áberandi hér fram eftir vetri þar sem fjölmargir blaðamenn á okkar vegum eru væntanlegir til landsins á næstu mánuðum. Þessar ferðir eru að skila okkur umfjöllun nánast daglega og er varla í frásögur færandi núorðið. Þó má sérstaklega geta þess að við fengum nærri heilsíðu umfjöllun um gamlárskvöld á Íslandi í nóvember/desemberhefti AARP Magazine, sem var að koma út, undir fyrirsögninni "Hot Deals for a Winter Vacation?. AARP magazine er útbreiddasta tímarít veraldar með yfir 25.000.000 áskrifendur og auglýsingarverð er 475.000 bandaríkjadlalir fyrir heilsíðu eða 60 miljónir króna,? segir Einar.
Lesa meira
07.10.2009
Ný útgáfa af tölfræðibæklingi Ferðamálastofu, Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum, er nú komin út. Ferðamálastofa stefnir á að auka miðlun tölfræðilegra upplýsinga er varða atvinnugreinina og verður bæklingurinn endurnýjaður um það bil ársfjórðungslega.
Tölfræðibæklingurinn er gefinn út á rafrænu formi sem PDF-skjal. Byrjað var á íslenskri útgáfu en innan skamms mun ensk útgáfa einnig bætast við. Verður enska útgáfan aðgengileg á ferðavefnum visiticeland.com og hún verður einnig send helstu samstarfsaðilum erlendis.
Í bæklingnum eru teknar saman og settar fram í myndrænu formi ýmsar tölulegar staðreyndir um íslenska ferðaþjónustu, fjölda erlendra ferðamanna og ferðahegðun þeirra. Helstu heimildir eru kannanir Ferðamálastofu meðal erlendra ferðamanna, talning ferðamanna í Leifsstöð og tölur frá Seðlabankanum og Hagstofunni. Meðal þess sem sjá má í bæklingnum er:
? Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu? Ársverk í ferðaþjónustu? Útflutningstekjur helstu atvinnugreina ? Tekjur af erlendum ferðamönnum ? Komur erlendra ferðamanna ? Ferðamenn eftir þjóðerni ? Árstíðabundnar breytingar komufarþega frá helstu markaðssvæðum ? Gistirými eftir landshlutum ? Nýting á gistirými ? Greining á ferðamönnum eftir kyni, aldri, starfi og tekjum ? Ákvörðunarferli vegna íslandsferðir og ástæður ferðar ? Hvaðan ferðamennirnir fá upplýsingar um landið? Hvaða staði/svæði fólk heimsækir ? Hvort Íslandsferðin hafi staðið undir væntingum
Íslensk útgáfa: Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum (PDF-skjal 2,1 MB)
Lesa meira
07.10.2009
Í nýliðnum septembermánuði fóru 42.463 erlendir gestir úr landi um Leifsstöð, samkvæmt talningum Ferðamálastofu. Þetta er 3,3% fækkun samanborið við september í fyrra.
Fækkunin í september nemur 1.444 gestum. Munar mest um tæplega 29% fækkun Breta, eða 1.967 manns. Aðrir markaðir vega hins vegar nokkuð upp samdrátt frá Bretlandi og munar þar mest um tæplega 23% fjölgun frá Norður-Ameríku og 10,5% fjölgun frá Mið- og Suður-Evrópu. Norðurlandabúar standa í stað. Fækkun er frá öðrum Evrópulöndum og fjærmörkuðum. Líkt og verið hefur á árinu er verulegur samdáttur í utanferðum Íslendinga, sem nemur 35,4% í september. Þrátt fyrir 3,3% fækkun erlendra gesta nú, er þetta engu að síður annar stærsti septembermánuður frá upphafi talninga. September í fyrra var raunar óvenju fjölmennur en þá fjölgaði gestum um 12% á milli ára. Fyrstu 9 mánuði ársins er fjölgun upp á 0,5%. Í töflunum hér að neðan má sjá nánari skiptingu eftir þjóðerni og markaðssvæðum.
September eftir þjóðernum
Janúar-september eftir þjóðernum
Breyting milli ára
Breyting milli ára
2008
2009
Fjöldi
(%)
2008
2009
Fjöldi
(%)
Bandaríkin
3.784
4.721
937
24,8
Bandaríkin
34.210
37.061
2.851
8,3
Kanada
1.276
1.484
208
16,3
Kanada
9.185
10.090
905
9,9
Bretland
6.812
4.845
-1.967
-28,9
Bretland
55.095
46.810
-8.285
-15,0
Noregur
3.897
4.341
444
11,4
Noregur
27.524
29.435
1.911
6,9
Danmörk
4.123
3.451
-672
-16,3
Danmörk
33.857
34.312
455
1,3
Svíþjóð
3.337
3.290
-47
-1,4
Svíþjóð
25.992
26.087
95
0,4
Finnland
1.204
1.077
-127
-10,5
Finnland
8.999
9.756
757
8,4
Þýskaland
5.025
5.375
350
7,0
Þýskaland
40.782
48.126
7.344
18,0
Holland
1.629
1.837
208
12,8
Holland
15.982
16.257
275
1,7
Frakkland
1.708
2.249
541
31,7
Frakkland
23.728
26.445
2.717
11,5
Sviss
598
582
-16
-2,7
Sviss
6.709
8.208
1.499
22,3
Spánn
1.054
1.167
113
10,7
Spánn
9.663
12.835
3.172
32,8
Ítalía
874
817
-57
-6,5
Ítalía
9.429
11.976
2.547
27,0
Pólland
1.703
832
-871
-51,1
Pólland
18.187
11.229
-6.958
-38,3
Japan
538
591
53
9,9
Japan
5.083
5.549
466
9,2
Kína
425
599
174
40,9
Kína
4.545
4.307
-238
-5,2
Annað
5.920
5.205
-715
-12,1
Annað
64.478
57.090
-7.388
-11,5
Samtals
43.907
42.463
-1.444
-3,3
Samtals
393.448
395.573
2.125
0,5
September eftir markaðssvæðum
Janúar-september eftir markaðssvæðum
Breyting milli ára
Breyting milli ára
2008
2009
Fjöldi
(%)
2008
2009
Fjöldi
(%)
N-Ameríka
5.060
6.205
1.145
22,6
N-Ameríka
43.395
47.151
3.756
8,7
Bretland
6.812
4.845
-1.967
-28,9
Bretland
55.095
46.810
-8.285
-15,0
Norðurlönd
12.561
12.159
-402
-3,2
Norðurlönd
96.372
99.590
3.218
3,3
Mið-/S-Evrópa
10.888
12.027
1.139
10,5
Mið-/S-Evrópa
106.293
123.847
17.554
16,5
Annað
8.586
7.227
-1.359
-15,8
Annað
92.293
78.175
-14.118
-15,3
Samtals
43.907
42.463
-1.444
-3,3
Samtals
393.448
395.573
2.125
0,5
Ísland
33.587
21.688
-11.899
-35,4
Ísland
345.168
194.133
-151.035
-43,8
Lesa meira
06.10.2009
Fjallað verður um þær fjölmörgu leiðir þar sem nýta má sögur, t.d. í ferðaþjónustu, safnastarfsemi, í starfi með börnum og unglingum, með eldri borgurum og í allskyns menningarstarfsemi.
Ætlunin er að auðvelda þátttakendum að velja þann vettvang sem höfðar til hvers og eins. Námskeiðið hefst föstudaginn 9. okt., kl. 20:00 og lýkur á laugardagskvöldinu 10. okt. kl. 20:30 með óformlegri sagnavöku. Námskeiðið er haldið á Húsabakka í Svarfaðardal á vegum Náttúruseturs á Húsabakka og Sagnamiðstöðvar Íslands í samstarfi við Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar. Námskeiðið er styrkt af Menningarráði Eyþings Allar nánari upplýsingar og skráning í síma 865-7571 og á www.simey.is
Lesa meira
05.10.2009
Síðastliðinn föstudag funduðu forstöðumenn allra markaðsstofa landshlutanna hjá Ferðamálastofu í Reykjavík. Þar var farið yfir ýmis sameiginleg málefni og stilltir saman strengir varðandi skipulag starfsins framundan.
Meðal annars hitti hópurinn Rögnvald Guðmundsson hjá Rannsóknum og ráðgjöf ferðaþjónustunnar. Kynnti Rögnvaldur rannsóknir og kannanir í ferðaþjónustu sem fyrirtækið hefur unnið og mögulega nýtingu landshlutanna á þeim. Anna Sverrisdóttir, fulltrúi SAF í verkefnisstjórn rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma, kynnti vinnuna sem fer fram á þeim vettvangi og hvatti landshlutanna til að vera vel vakandi í þessum efnum.
Þá var farið yfir vefmál en nú hafa allir landshlutar opnað nýjar vefsíður sem byggja á sambærilegu útliti og virkni. Halldór Arinbjarnarson, vefstjóri Ferðamálastofu, sat fundinn og voru ræddar leiðir til að efla og skerpa á samstarfi Ferðamálastofu og landshlutanna í vefmálum. Voru aðilar sammála um að þar liggja spennandi tækifæri sem þarf að nýta í sameiningu. Þá var einnig fyrir yfir markaðsmálin með þeim Jóni Gunnari Borgþórssyni, forstöðumanni markaðssviðs Ferðamálastofu, og Ólöfu Ýrr Atladóttur, ferðamálastjóra.
Frá vinstri: Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri, Ásbjörn Björgvinsson Norðurlandi, Sif Gunnarsdóttir Höfuðborgarstofu, Jónas Guðmundsson Vesturlandi, Jón Páll Hreinsson Vestfjörðum, Ólafur Hilmarsson Suðurlandi, Kristján Pálsson Suðurnesjum, Ásta Þorleifsdóttir Austurlandi og Jón Gunnar Borgþórsson, forstöðumaður markaðssviðs Ferðamálastofu.þ
Lesa meira
02.10.2009
Hagstofan hefur birt tölur um fjölda gistinátta á hótelum í ágúst síðastliðnum. Tölurnar sýna sýna að gistinóttum fjölgaði um tæp 8% á milli ára og fóru yfir 200 þúsund.
Gistinætur á hótelum í ágúst síðastliðnum voru 205.100 en voru 190.500 í sama mánuði árið 2008. Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum nema á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða.
Hlutfallslega fjölgaði gistinóttum mest á Norðurlandi úr 19.900 í 24.200 eða um rúmt 21%. Gistinóttum á Austurlandi fjölgaði um 16% miðað við ágúst 2008, úr 11.300 í 13.100. Á Suðurlandi fjölgaði gistinóttum úr 28.000 í 30.300 eða um rúm 8% og á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði gistinóttum úr 112.400 í 119.300 eða um rúm 6%. Á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða fækkaði gistinóttum úr 18.800 í 18.200 eða um 3%.
Gistinóttum Íslendinga á hótelum í ágúst fækkaði um rúm 6% milli ára en gistinætur erlendra ríkisborgara jukust um tæp 10%.
Gistinætursvipaðar fyrstu átta mánuði ársins Fjöldi gistinátta fyrstu átta mánuði ársins voru 977.700 en voru 977.200 á sama tímabili árið 2008. Gistinóttum fjölgaði á Norðurlandi um 10% og á Suðurlandi um 5%. Á öllum öðrum landsvæðum fækkaði gistinóttum, mest á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða, um 10%. Fyrstu átta mánuði ársins fækkaði gistinóttum Íslendinga um 13% en gistinóttum erlendra ríkisborgara fjölgaði um rúm 3% miðað við sama tíma í fyrra.
Lesa meira