Fréttir

Danir velja Ísland annað besta ferðamannaland í Evrópu

Síðastliðinn fimmtudag voru hin árlegu Danish Travel Awards afhent í 21. sinn við hátíðlega athöfn á hinu glænýja Crown Plaza í Örestad. Þá kom í ljós að neytendur höfðu valið Ísland annað besta ferðamannaland Evrópu, á eftir Skotlandi. Alls voru veitt 21 verðlaun í ýmsum flokkum og í fyrsta skipti sérstök umhverfisverðlaun. Að valinu stendur dönsk ferðaþjónusta og neytendur. Sem dæmi þá hlutu eftirtaldir aðilar verðlaun: Besta ferðamannaland í Evrópu: Skotland, í öðru sæti Ísland (valið af neytendum)Besta ferðamannaland utan Evrópu: Thailand, í öðru sæti BandaríkinBesta ferðaskrifstofan: Billetkontoret, í öðru sæti Profil rejser (valin af ferðaþjónustunni)Besta hótelkeðja: First Hotels, í öðru sæti Radisson Blu (valið af ferðaþjónustunni) Besta "leisure" ferðaskrifstofan: Profil, í öðru sæti  Jysk rejsebureay. (valin af neytendum). Profil hafa unnið þessi verðlaun sjö sinnum áður Umhverfisverðlaun til flugfélagsLeiguflugfélagið Thomas Cook Airlines hlaut umhverfisverðlaunin fyrir að draga úr losun kolefnis og fyrir minni hávaðamengun. Frá árinu 2000 hefur félaginu tekist að minnka eldsneytisnotkun um 22%, hávaða frá vélunum um 30% og úrgang um borð um 75%. Félagið það eina á Norðurlöndunum sem flokkar rusl um borð. Lista yfir alla vinningshafa og nánari fréttir um þessa viðurkenningu má finna á www.takeoff.dk og www.standby.dk
Lesa meira

All Senses fundaði á Grundarfirði

All Senses ferðaþjónustuklasinn á Vesturlandi gekkst fyrir tveggja daga fundi á dögunum. Komið var saman á Grundarfirði og þar var meðal annars farið yfir viðamikla viðhorfskönnun sem All Senses gekkst fyrir meðal gesta sinna síðastliðið sumar. Markmiðið með könnuninni var að fá hjálp frá viðskiptavinum til að meta þjónustuna sem All Senses félagar veita og fá upplýsingar um hvaða afþreyingu og þjónustu ferðamenn nýta sér. Einnig var markmiðið að fá upplýsingar, sem hægt er að nýta í markaðslegu sjónarmiði svo sem hvaðan erlendir aðilar fá upplýsingar um svæðið, hvernig þeir ferðast um og margt fleira.Könnunin var framkvæmd þrisvar sinnum; 22. maí-4, júní, 10.-20. júlí og 20.-30. ágúst. Þetta var gert til að vita hvort mismunur væri á þjónustu á þessum tímabilum það er að segja í upphafi sumars, um háannatíma og eða í lok sumars. Það kom bersýnilega í ljós að viðmót starfsfólks, upplýsingagjöf og hreinlæti dalar á háannatíma. Brugðist við ábendingumEitt af því sem kom fram í könnuninni var að upplýsingagjöf starfsfólks um hvað hægt væri að gera á svæðinu væri ekki nógu góð. Fundurinn á Grundarfirði var viðbrögð við þeirri ábendingu. ?Fyrri daginn far farið yfir hvað væri að gerast í okkar nær- og fjærumhverfi. Þar var kynnt þau verkefni sem eru í gangi á svæðinu svo sem Krókaverkefni, Krakkar ráða för, Dalirnir heilla, Sögulandið Vesturland, touristonline.is og fréttir af Breiðarfjarðarfléttunni, sem leggur áherslu á fuglaskoðunarferðir. Daginn eftir var unnið í vinnuhópum og lögð fram framkvæmdaáætlun um það hvernig við getum brugðist við ábendingum um betra viðmót og upplýsingagjöf starfsfólks og huga betur að hreinlæti sérstaklega á háannatíma,? segir Þórdís G. Arthursdóttir hjá All Senses. Gaman samanAll Senses lítur á það sem sitt hlutverk að: Auka gæði, arðsemi og sýnileika ferðaþjónustu á Vesturlandi, með fagmennsku og öflugu tengslaneti.Og markmiðin eru skýr: 1) Að auka arðsemi fjárfestinga 2) Byggja upp fagmennsku og tengslanet og 3) hafa gaman saman.Samveran er gífurlega mikilvæg þar myndast traust og trúnaður og ómetanlegt tengslanet. Lagt er upp úr því að halda fundina til skiptis hjá félögunum svo þeir kynnist betur starfsemi hvors annars. Þannig verða þeir betri sölumenn fyrir svæðið og geta að auki rætt af reynslu og þekkingu um starfsemi félaganna. Þessar samkomur eru mjög skemmtilegar og gefandi enda í hópnum öflugt og kraftmikið fólk. Stjórn All Senses er í dag skipuð þeim Hansínu B. Einarsdóttur Hótel Glym, Steinar Berg Fossatúni. Kjartani Ragnarssyni Landnámssetrinu, Shelagh Smith Hótel Framnesi og Guðnýju Dóru Gestsdóttur Gljúfrasteini. Þórdís Guðrún Arthursdóttir hefur verið verkefnisstjóri frá upphafi. Myndin hér að neðan var tekin af hópi fundarmanna á Hótel Framnesi.
Lesa meira

Fuglasafn Sigurgeirs í Mývatnssveit hlaut nýsköpunarverðlaun SAF 2009

Nýsköpunarverðlaun SAF ? Samtaka ferðaþjónustunnar 2009 voru afhent á Grand Hótel Reykjavík á föstudag. Fuglasafn Sigurgeirs í Mývatnssveit hlaut verðlaunin að þessu sinni fyrir öfluga uppbyggingu safnsins en fuglar í náttúru landsins er auðlind sem er í mikilli sókn í ferðaþjónustu um þessar mundir og margar hugmyndir og vörur sem eru að þróast þar í kring.  Í rökstuðningi dómnefndar segir að eftirfarandi hafi einkum legið til grundvallar ákvörðun dómnefndar: Nýsköpun snýst um að breyta hugmynd í árangur. Þegar kemur að ferðaþjónustu felst árangurinn í að byggja upp fyrirtæki sem getur staðið undir lífsviðurværi fólks og byggir á auðlindum landsins, því sem gestir vilja sækja heim, skoða og upplifa. Okkur er sönn ánægja að veita Fuglasafni Sigurgeirs í Mývatnssveit nýsköpunarverðlaun SAF 2009. Fuglasafnið byggir á hugmynd, draumi og hugðarefni Sigurgeirs Stefánssonar sem lést af slysförum á Mývatni 26. október 1999. Pétur Bjarni Gíslason ásamt fjölskyldu, aðstandenum Sigurgeirs og vinnufélögum eiga veg og vanda af því að láta hugmynd Sigurgeirs verða að þeim glæsta árangri er blasir við gestum á Ytri Neslöndum í dag. Er safnið og uppbygging þess öðrum til fyrirmyndar og eftirbreytni. Fuglar í náttúru Íslands eru þarna allir utan einn, auk fjölda fiðraðra gesta og ættingja úr öllum heimshornum. Umgjörð þeirra er okkar helsta náttúruperla, Mývatn sem iðar af fuglalífi, sér í lagi að vori og eflir safnið því ferðamennsku á svæðinu á jaðartíma, þegar annars öflug ferðaþjónusta sveitarinnar er að vakna úr vetrardvala. Við safnið eru skilgreindir skoðunarstaðir, gönguleiðir og fuglaskoðunarbyrgi, allt hannað, líkt og safnið, á látlausan og smekklegan hátt og í takt við umhverfið. Í safninu og skilgreindum fuglaskoðunarstöðum þess er því hægt að sjá marga af sýningagripum safnsins í fullu fjöri án þess að styggja þá. Fuglar í náttúru Íslands er auðlind sem er í mikilli sókn í ferðaþjónustu um þessar mundir og margar hugmyndir og vörur sem eru að þróast þar í kring. Er það mat okkar að Fuglasafn Sigurgeirs er þar fremst í flokki og öðrum til fyrirmyndar og þannig vel að Nýsköpunarverðlaunum SAF komið.   Hlutverk Nýsköpunarsjóðs er að hvetja til nýsköpunar og vöruþróunar. Stjórn sjóðsins skipa: Árni Gunnarsson, formaður SAF, sem er formaður dómnefndar en honum til ráðgjafar voru dr. Edward H. Huijbens, forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar ferðamála og Hildur Jónsdóttir, Farvegi ehf. Í stefnumótun SAF kemur m.a. fram að stefnt skuli að því að nýsköpun og fagmennska innan greinarinnar tryggi arðsemi allt árið enda byggi ferðaþjónustan á ímynd, gæðum, þekkingu og traustum innviðum.  Auk þess segir að landið allt verði kynnt til eflingar ferðaþjónustu og að náttúra, mannlíf og menning landsins gegni lykilhlutverki.  Hvatt er til aukinnar samvinnu innan greinarinnar til að styrkja enn frekar innviði og efla markaðssetningu landsins sem heildar.  Stjórn sjóðsins tekur tillit til þessara þátta við val sitt. Mynd: Katrín Júlíusdóttir, ferðamálaráðherra, afhenti Aðalbjörgu Stefánsdóttur, systur Sigurgeirs, nýsköpunarverðlaun SAF 2009. Sjá nánar : www.fuglasafn.is
Lesa meira

Skráning og upplýsingar vegna ITB og ferðasýninga í Evrópu

Nú eru komnar hér inn á vefinn upplýsingar á skráningarblað vegna ITB ferðasýningarinnar í Berlín í mars næstkomandi. Einnig vegna tveggja annarra sýninga í Mið-Evrópu, FITUR og BIT. Allt eru þetta sýningar sem íslenskir ferðaþjónustuaðilar þekkja, ekki síst ITB sem er ein stærsta ferðasýning í heimi. Í meðfylgjandi skjali er skráningarblað og nánari upplýsingar vegna sýninganna. Athygli er vakin á því að skráningarfrestur er til 27. nóvember næstkomandi. FITUR verður haldin 20.-24. janúar 2010. BIT verður haldin 18.-21. febrúar 2010. ITB verður haldin 10.-14. mars 2010. Ferðasýningar í Evrópu - skráning og nánari upplýsingar (Word) Ferðasýningar í Evrópu - skráning og nánari upplýsingar (PDF)  
Lesa meira

Íslenskir Fjallaleiðsögumenn hlutu umhverfisverðlaun Ferðamálastofu

Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu voru afhent í 15. sinn í dag. Þau komu í hlut Íslenskra Fjallaleiðsögumanna fyrir markvissa umhverfisstefnu, með það að leiðarljósi að öll ferðamennska á vegum fyrirtækisins sé sjálfbær. Einnig fyrir áralanga baráttu fyrir verndun viðkvæmrar náttúru norðurslóða með hagsmuni næstu kynslóða í huga. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra afhenti verðlaunin. Fyrirtækið Íslenskir Fjallaleiðsögumenn var stofnað árið 1994 af fjórum ungum fjallaleiðsögumönnum en hefur frá þeim tíma sameinast tveimur öðrum fyrirtækjum, Íslandsflökkurum og Icelandic Travel Market. Fyrirtækið hefur frá upphafi haft það að markmiði að auka fagmennsku og fræðslu í leiðsögn, fara ótroðnar slóðir með innlenda sem erlenda ferðamenn, kynna þeim undraheima hálendis Íslands og íslenskrar náttúru og stuðla að góðri umgengni og verndun viðkvæmrar náttúru þannig að komandi kynslóðir megi njóta hennar á sama hátt og við. Trúir þessum markmiðum, hafa Íslenskir Fjallaleiðsögumenn staðið í fararbroddi íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja í þróun nýrra ferða, umhverfismálum, menntun starfsmanna og öryggismálum. Láta umhverfismál til sín taka á ýmsum sviðumÍslenskir Fjallaleiðsögumenn fylgja umhverfismarkmiðum World Wildlife Fund fyrir ferðaþjónustu á heimskautasvæðum og hafa tekið þátt í samnorrænu umhverfissamstarfi FINECO varðandi sjálfbæra umgengni við náttúruna. Fyrirtækið hefur tekið virkan þátt í umræðu um náttúruvernd hérlendis sem erlendis og setið í stjórnum og ráðum sem varða umhverfisvernd og ferðamennsku. Í ferðum Fjallaleiðsögumanna er hugmyndafræði ?Leave No Trace Principles? höfð í hávegum, en það eru leiðbeinandi umgengnisvenjur um sjálfbæra ferðamennsku á ósnortnum svæðum og miðar að því að draga úr óhjákvæmilegu álagi af völdum ferðamanna. Markmiðið er að þeir sem fylgja í spor Íslenskra Fjallaleiðsögumanna sjái ekki að þar hafi aðrir verið á ferð Íslenskir Fjallaleiðsögumenn fylgja umhverfisstefnu á skrifstofu og lager á sama hátt og úti í náttúrunni. Pappi, plast, málmar, fernur, gler, rafhlöður og lífrænt affall er endurunnið eða endurnýtt allt árið. Fyrirtækið nýtir sér almenningssamgöngur í 50-60% ferða sinna og er í góðu samstarfi við heimamenn, þar sem þeir starfa, varðandi ýmsa þjónustu, leiðsögn og gistingu. Umhverfismál eitt af hlutverkum FerðamálastofuSamkvæmt lögum um ferðamál og markmiðum ferðamálaáætlunar 2006-2015 ber Ferðamálastofu að sinna umhverfismálum á ýmsan hátt. Eitt af hlutverkum stofnunarinnar er að hvetja einstaklinga og fyrirtæki til ábyrgðar í umhverfismálum. Sem partur af þessari viðleitni veitir Ferðamálastofa árlega umhverfisverðlaun því fyrirtæki eða stofnun sem best þykir hafa staðið sig í umhverfismálum það árið. Verðlaunin voru fyrst veitt 1994 og er þetta því 15. árið sem þau eru veitt. Að þessu sinni fengu 27 aðilar tilnefningu til verðlaunanna. Á meðfylgjandi mynd eru, talið frá vinstri: Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri; Sveinn Rúnar Traustason umhverfisstjóri Ferðamálastofu; Jón Gauti Jónsson, Elín S. Sigurðardóttir, Ester Ósk Traustadóttir, Leifur Örn Svavarsson og Arnar Jónsson, öll frá Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum og Katrín Júlíusdóttir, ráðherra ferðamála. Verðlaunagripurinn er skúlptúr eftir Aðalstein Svan Sigfússon, myndlistarmann. Hugmynd listamannsins að baki gripnum er að hann sé ör sem vísi upp á við til glæstrar framtíðar.  Gripurinn er unninn úr íslensku gabbrói og lerki.  Óunni hluti píramídans stendur fyrir ósnortna náttúru sem við viljum varðveita sem lengst. 
Lesa meira

Nýtingaráætlun fyrir strandsvæði við Vestfirði

Fyrsti fundur í fundarröð um nýtingaráætlun fyrir strandsvæði við Vestfirði verður haldinn á veitingarstaðnum Malarkaffi á Drangsnesi, fimmtudaginn 19. nóvember n.k. kl 20.00.  Val fundarstaðar er ekki tilviljun. Þar var hrint af stað verkefni, hinu fyrsta sinnar tegundar á Íslandi, þar sem sjónum er beint að nýtingu strandsvæðisins í heilum landshluta og því er viðeigandi að fyrsti fundur slíku tagi sé haldinn  á fjörukambi í  mynni Steingrímsfjarðar. Fundir og svæðaafmörkun þeirra er annars sem hér segir; -     Strandasýsla,  19. nóvember kl 20.00. veitingarstaðurinn Malarkaffi, Drangsnesi. -     Reykhólahreppur, 20. nóvember kl 10.00. Íþróttahúsið Reykhólum, Reykhólum -     Vestur Barðastrandasýsla , 20.  nóvember kl 17.00. Skor þróunarsetur, Patreksfirði -     Ísafjarðarsýsla,  25. nóvember kl 20.00.  Þróunarsetur Vestfjarða, Árnagötu, Ísafirði Óskað eftir samstarfi við sveitarfélögin um kynningu fundarins, með því að birta efni hans á heimasíðum sveitarfélaganna og kynna efni hans fyrir sveitarstjórnarfulltúum og eftir atvikum hafnarnefnd og atvinnumálanefnd.  Fundirnir verða einnig kynntir í fjölmiðlum. Hér er neðan tengill inn á upplýsingar um aðdraganda og innihald verkefnisins. Nánari upplýsingar veita Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga (adalsteinn@fjordungssamband.is) og Gunnar Páll Eydal Teiknistofunni Eik (gunnar@teiknistofan.is). Sjá frekari upplýsingar á: http://www.vestfirskferdamal.is/skraarsafn/flokkur/21/  
Lesa meira

SAF lýsa áhyggjum af hugmyndum um skattahækkanir á ferðaþjónustu

Samtök ferðaþjónustunnar hafa lýst yfir áhyggjum vegna hugmynda um skattahækkanir sem fram hafa komið í fréttum að undanförnu. Telja samtökin einsýnt að þær muni leiða til fækkunar ferðamanna ef af verður. Í frétt frá SAF segir: "Í fréttum að undanförnu hefur verið greint frá alls kyns hugmyndum og tillögum um miklar skattahækkanir á m.a. flestallar greinar ferðaþjónustu og ef hugmyndir þessar ná fram þá stefnir augljóslega í fækkun erlendra ferðamanna hingað til lands. Ferðaþjónustan er sú atvinnugrein sem hvað mest er horft til í þeim efnahagsþrengingum sem þjóðin býr við nú og hefur lækkun íslensku krónunnar bætt samkeppnisstöðuna.   Áform eru uppi um aukið flug til landsins á næsta ári og hafa Samtök ferðaþjónustunnar ítrekað bent á sóknarfæri og að ein skjótvirkasta leiðin til tekjuöflunar í þjóðfélaginu sé að fá hingað fleiri erlenda ferðamenn.  Helstu samkeppnislönd eru að setja stóraukið fé til landkynningar og því þarf íslensk ferðaþjónusta á því að halda að stjórnvöld gangi í takt við greinina.  Þetta gengur þvert á yfirlýsingar allra stjórnmálaflokkanna fyrir síðustu kosningar um að nýta sóknarfæri í ferðaþjónustu. Með stórhækkuðum sköttum verður þetta dýrmæta sóknarfæri ekki lengur til staðar.  Hækkun nú á flugfarseðlum, hótelgistingu, veitingum, landflutningum og afþreyingu mun leiða til fækkunar ferðamanna, lækkunar gjaldeyristekna og þar með óþarfa atvinnuleysis."
Lesa meira

Aukin bjartsýni á World Travel Market í London

Íslenskir ferðaþjónustuaðilar voru sem fyrr meðal þátttakenda á hinni árlegu ferðasýningu World Travel Market í London sem lauk í gær. Hún er ein stærsta ferðasýning í heimi. Meiri bjartsýni ríkjandiVel tókst til að vanda og íslensku fyrirtækin fundu fyrir enn meiri áhuga en síðasta ár á ferðum til landsins. Viðmælendur fulltrúa Ferðamálastofu voru sammála um að það gætti heldur meiri bjartsýni um næsta ár samanborið við raunniðurstöðu þessa árs. Ferðamálastofa sá um undirbúning og skipulagningu Sem fyrr sá Ferðamálastofa um undirbúning og skipulagningu fyrir Íslands hönd en íslensku þátttakendurnir voru 14 talsins. Líkt og fyrri ár var sýningarsvæðið sett upp í samstarfi við frændur okkar á Norðurlöndunum. Fulltrúar Ferðamálastofu á básnum voru Jón Gunnar Borgþórsson, forstöðumaður markaðssviðs, Sigríður Gróa Þórarinsdóttir, markaðsfulltrúi fyrir Bretland og einnig aðstoðaði Clair Horwood hjá almannatengslafyrirtækinu Saltmarsh að hluta. Að dómi þátttakenda tókst framkvæmdin mjög vel. Mikil að vöxtumWorld Travel Market er mikil að vöxtum en hún er haldin í glæsilegri sýningahöll, ExCel í Docklands, austast í London. Sýningarbásarnir eru um 700 talsins og þarna koma saman um 4.900 sýnendur frá öllum heimshornum. Sýningin stendur yfir í fjóra daga. Fyrstu sýningardagana er einungis fagaðilum í viðskiptaerindum veittur aðgangur en seinni dagana er einnig opið fyrir almenning. Myndir frá World Travel Market 2009 Eftirtalin fyrirtæki tóku þátt að þessu sinni:Elding - hvalaskoðunFerðaþjónusta bændaFlugfélag ÍslandsGuðmundur Jónasson TravelHertzHótel SelfossIceland Excursions - Grayline IcelandIceland ExpressIceland TravelIcelandairIcelandair HolidaysKea HotelsReykjavik HotelsSnæland Grímsson    
Lesa meira

Ánægja með Akureyrarhöfn

Akureyrarhöfn var nýlega valin þriðji besti áfangastaðurinn í Evrópu að mati farþega skemmtiferðaskipafélagsins Princess Cruises. Þetta er eitt stærsta skipafélag í heimi, flytur um eina milljón farþega árlega til fleiri áfangastaða en nokkurt annað félag. Pétur Ólafsson hjá Akureyrarhöfn var að vonum sáttur við viðurkenninguna. ?Princess Cruises er raunar okkar stærsti viðskiptavinur í komum skemmtiferðaskipa. Því er sérstaklega ánægjulegt að vita til þess að farþegar þeirra séu ánægðir og ætti að styrkja Akureyrarhöfn sem áfangastað,? segir Pétur. Í sumar voru komur skemmtiferðaskipa til Akureyrar um 58 talsins og þegar hafa 55 skip boðað komu sína næsta sumar, sem samtals eru með fleiri farþega en á þessu ári. Akureyrarhöfn lét vinna auglýsingu í tilefni viðurkenningarinnar sem sjá má hér.
Lesa meira

Vinnuþing Vatnavina Vestfjarða

Vinnuþing Vatnavina Vestfjarða verður haldið 16. og 17. nóvember næstkomandi á Hótel Laugarhóli í Bjarnarfirði. Á vinnuþinginu munu Vatnavinir kynna frumlegar hugmyndir og skissur af baðstöðum Vatnavina Vestfjarða sem og annað frumkvöðlastarf og ýmsar pælingar. Þarna mættir breiður hópur fulltrúa fyrirtækja í ferðaþjónustu og sérfræðingar tengdir heilbrigðum lífsstíl. Ráðstefnan er opin öllum og eru þátttakendur vinsamlega beðnir um að skrá sig fyrir lok fimmtudagsins 12. nóv. Mörg áhugaverð erindi verða flutt eins og sjá má hér að neðan. Ítarlegri útgáfa dagskrárinnar (PDF) Vatnavinir Vestfjarða, Sigrún Birgisdóttir og Viktoría Rán ÓlafsdóttirHughrifagreining fyrir markaðsetningu: Sköpun sérstöðu, Sigrún Birgisdóttir og Sigurður ÞorsteinssonOpnun Vefsíðu www.vatnavinir.is, María Sjöfn Dupuis DavíðsdóttirBaðstaðir Vatnavina Vestfjarða: Kynning á hugmyndavinnu, Olga Guðrún Sigfúsdóttir og Sigrún Birgisdóttir Óhefðbundnar lækningar við baðstaði Vatnavina, Náttúrulækningafélag Íslands Jurtir og vatn, Aðalbjörg Þorsteinsdóttir, VillimeyÞari, vatn og lækningamáttur, Sólrún Sverrisd&o! acute;ttir, ReykhólumFerðaþjónustan á Klængshóli í Skíðadal: Náttúra og heilsa, Anna Dóra HermannsdóttirÞemaferðir á Vestfjörðum: Arnlín Óladóttir og Magnús Rafnsson, Þemaferðir ehfGerð og markaðsetning ferða, Bertrand Jouanne, FerðakompaníiðSjálfboðaliðasamtökin SEEDS, Hildur Björk PálsdóttirNámskeið og ferðir í tengslum við baðstaði Vestfjarða, Aðalheiður Lilja GuðmundsdóttirFerðamálastofa og Vatnavinir Vestfjarða, Ólöf Ýrr Atladóttir, Ferðamálastjóri Eiginleikar vatns á Vestfjör&e! th;um og nýjar leiðir við hreinsun vatns, Sand ra Grettisdóttir, Háskólanum AkureyriÚtflutningsráð og Vatnavinir Vestfjarða, Hermann Ottósson, forstöðumaðurMarkaðstofa Vestfjarða og Vatnavinir Vestfjarða, Jón Páll Hreinsson Vatnavextir og tekjumyndun, Anna G. SverrisdóttirÍmyndarsköpun, Sigurður Þorsteinsson og Anna G. Sverrisdóttir Ráðstefnugestir greiða ekkert þátttökugjald, en mikilvægt er að gestir bóki eftirfarandi samkvæmt þátttöku, annan eða báða dagana. Dagur 1, án gistingu Hádegismatur, kaffi og kvöldverður 4700 kr. Dagur 2, án gistingu Hádegismatur og miðdegiskaffi 2000 kr. Gisting með morgunverði:Einstaklingur (með baði) 7000 kr. á mannTveir í herb (með baði) 5000 kr á mannEinstaklingur (án baðs) 6000 kr á mannTveir í herb (án baðs) 4000 kr á mann Nánari upplýsingar má nálgast hjá Viktoríu Rán í síma 451 0077 / gsm 691 4131.
Lesa meira