Fréttir

Málstofur í ferðamálafræði í Þjóðarspeglinum

Tvær málstofur um ferðamál eru á hinni árlegu ráðstefnu Þjóðarspeglinum sem haldinn verður í tíunda sinn þann 30. október 2009 í Háskóla Íslands. Félagsvísindastofnun HÍ er framkvæmdaraðili Þjóðarspegilsins sem hefur skapað sér sess sem nokkurs konar árleg uppskeruhátíð félagsvísindafólks hérlendis. Þátttakendur verða frá flestum innlendum háskólum auk sjálfsstæðra rannsóknastofnanna. Á Þjóðarspeglinum gefst fólki kostur á að hlýða á fyrirlestra af öllu litrófi félagsvísinda um það sem efst er á baugi í rannsóknum í dag. Sérstaða ráðstefnunnar felst ekki síst í því að lögð er áhersla á miðlun rannsókna til almennings. Allir fyrirlestrar eru opnir, engin þörf er á skráningu og það kostar ekkert að mæta og fylgjast með einstökum erindum eða málstofum. Málstofur í ferðamálafræði: Kl. 11-13 Háskólatorg 104 Anna Mjöll Guðmundsdóttir og Anna Dóra SæþórsdóttirTourism Management in Wilderness areas - Svalbard Anna KarlsdóttirFerðamál í Norðurslóðalöndum á tímum loftslagsbreytinga Edward H. HuijbensVöruþróun í heilsutengdri ferðaþjónustu - Möguleg Norræn undirþemu? Eyrún Jenný Bjarnadóttir og Hjördís SigursteinsdóttirSkotveiðitengd ferðaþjónusta - Sóknarfæri í dreifbýli? Kl. 13-15 Háskólatorg 104 Anna Dóra SæþórsdóttirViðhorf ferðamanna á Kili Gunnar Þór JóhannessonFerðaþjónusta á krepputímum: Orðræða um þróun ferðaþjónustu á Íslandi Laufey HaraldsdóttirAð borða mat, en bragða svæðið - Þarfir og væntingar ferðamanna til veitinga á ferðalögum Heimasíða Þjóðarspegils 2009  
Lesa meira

Fundur um sóknarfæri í heilsutengdri ferðaþjónustu

Óformlegur starfshópur iðnaðarráðherra um heilsutengda ferðaþjónustu efnir til vinnufundar um heilsutengda ferðaþjónustu á Íslandi. Þeir sem vinna að uppbyggingu ferðaþjónustu af þessum toga  eru hvattir til að mæta og taka þátt í að ræða helstu verkefni framundan. Fundurinn fer fram á Ferðamálastofu, Geirsgötu 9, fimmtudaginn 5. nóvember kl. 9-11. Tekið verður á móti skráningu til hádegis miðvikudagsins 4. nóvember á netfanginu sunna@icetourist.is
Lesa meira

Umhverfisáhrif ferðalaga

Umhverfisdagur Farfugla verður haldinn 30. október næstkomandi. Yfirskrift hans er: Umhverfisáhrif ferðalaga - Hvernig getum við dregið úr neikvæðum áhrifum?. Í kynningu á deginum segir meðal annars: "Heimurinn með allri sinni fegurð og framandleika hvetur okkur til að leggja land undir fót, en um leið mörkum við spor í umhverfið sem erfitt er að útmá ? eða hvað? Á Umhverfisdegi Farfugla verður fjallað um þessa þversögn sem ferðalangar þurfa að kljást við og leiðir sem fara má til að draga úr þeim áhrifum sem ferðalög hafa á náttúruna sem er okkur  svo hugleikin." Umhverfisdagur Farfugla verður haldinn í Kornhlöðunni, Bankastræti 2 í Reykjavík, kl. 13:30-17. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Dagskrá: 13:30 ?13:45 FundarsetningMarkús Einarsson, framkvæmdastjóri Farfugla. 13:45 ? 14:30 Hvernig getum við dregið úr umhverfisáhrifum ferðalaga?Hulda Steingrímsdóttir hjá ráðgjafarfyrirtækinu Alta ræðir umhverfisáhrifferðalaga og hvað við getum gert til að draga úr þeim. 14:30 ? 15:00 Innsýn í starf á Farfuglaheimilinu í LaugardalSigríður Ólafsdóttir rekstrarstjóri segir frá umhverfisstarfi á Svansvottuðumgististað. 15:00 ? 15:30 Innsýn í starf HópbílaPálmar Sigurðsson skrifstofu- og starfsmannastjóri segir frá umhverfisstarfiinnan hópbifreiðafyrirtækis. 15:20 ? 15:50 Kaffihlé 15:50 ? 16:10 Meðal hirðingja í Mongólíu ? Ferðasaga í máli og myndumÁsta Kristín Þorsteinsdóttir segir frá stuttri dvöl hjá hirðingjum ogkynnum af sjálfbærri ferðaþjónustu í Mongólíu. 16:10 ? 16:40 Innsýn í starf Íslenskra fjallaleiðsögumannaJón Gauti Jónsson fjallaleiðsögumaður segir frá umhverfisstarfi innanafþreyingarfyrirtækis. 16:40 ? 17:00 Á kajak um Jökulfirði ? Ferðasaga í máli og myndumValdimar Harðarson Steffensen segir frá nokkurra daga kajakferð umeyðibyggð með allan farangur meðferðis. 17:00 Fundarslit Dagskrá sem PDF til útprentunar:Umhverfisdagur Farfugla  2009    
Lesa meira

Fengu verðlaun fyrir Íslandsbækling

Í vikunni var tilkynnt um vinningshafa í árlegum ferðaverðlaunum bresku miðlanna Guardian / Observer. Ferðaskrifstofan Discover the World hlaut verðlaunin í flokkum ?Besti ferðabæklingurinn", fyrir 2009 Íslandsbækling sinn. Discover the World er öflugur aðili í sölu Íslandsferða í Bretlandi og koma þúsundir gesta hingað til lands á þeirra vegum árlega. Ferðaverðlaun Guardian og Observer vekja jafnan talsverða athygli en úrslitin má nú sjá á vefsíðu Guardian og um helgina munu þau birtast í prentuðum útgáfum blaðanna. Heimasíða Discover the World Skoða úrslit í ferðaverðlaunum Guardian / Observer 2009  
Lesa meira

Íslenskt orð fyrir ?wellness? óskast

Sá þáttur ferðaþjónustu sem nefnist ?wellness? á ensku hefur verið mjög vaxandi. Nokkur umræða hefur átt sér stað um þægilegt íslenskt hugtak í þessu sambandi. Orðið ?vellíðunarþjónusta? hefur verið notað fyrir ?wellness? en er þó e.t.v. ekki sérlega þjált í notkun. Þá er ?wellness? einnig tengt heilsuferðaþjónust en er þó víðara, Því auglýsum við hér með eftir góðum tillögum að íslensku nafni fyrir ?wellness?. Tillögur sendist á sunna@icetourist.is Til glöggvunar fylgir hér grein um skilgreiningu á Wellness Tourism eftir Melanie Smith og Catarine Kelly, en Melanie var einmitt fyrirlesari á ráðstefnu um heilsuferðaþjónustu sem haldin var hérlendis fyrr á árinu.
Lesa meira

Umsóknarfrestur framlengdur í Krásir

Umsóknarfrestur í Krásir - matur úr héraði hefur verið framlengdur til föstudags 23. október.  Um er að ræða þróunarverkefni á sviði svæðisbundinnar matargerðar. Tilgangur verkefnisins er að styrkja þróun í svæðisbundinni matargerð og efla ferðaþjónustu með því að framleiða og selja matvörur sem byggja á hráefni, sögu og þekkingu á ákveðnum svæðum. Ennfremur er markmiðið að auka samstarf milli fyrirtækja í ferðaþjónustu og lítilla fyrirtækja sem framleiða matvörur og auðvelda þeim sameiginlega markaðssetningu á svæðinu. Þeir, sem taka þátt í verkefninu taka þátt í fræðslu um í þróun, vinnslu og meðferð matvæla og fá auk þess fjárhagslegan og faglegan stuðning við þróun á nýjum afurðum. Með verkefninu er verið að auka þekkingu á gæðum og faglegri vinnu við þróun nýjum matvörum.   Áherslur  - haust 2009 ?Matur sem hluti af þróun ferðapakka?Svæðistengdar matarminjar?Samstarfsverkefni um framleiðslueldhús Nánari upplýsingar og umsóknareyðublað  
Lesa meira

Goðafoss í kynningu Microsoft á Windows 7

Hugbúnaðarrisinn Microsoft setur síðar í vikunni á markað nýtt stýrikerfi, Windows 7. Er þess að vonum beðið með talsverðri eftirvæntingu en svo skemmtilega vill til að Goðafoss í Skjálfandafljóti kemur fram  í markaðskynningu Microsoft á þessari nýju afurð. Hermann Valsson, leiðsögumaður hjá Vikingtravel, vakti athygli Ferðamálastofu á þessari skemmtilegu staðreynd. Í nokkrum kynningarmyndböndum Microsoft bregður Goðafossi að minnsta kosti 5 sinnum fyrir. Mörg hundruð milljónir manna nota Windows-stýrikefið og tugir milljóna munu skipta yfir í nýju útgáfuna á næstunni. Ef að líkum lætur verða því ansi margir búnir að sjá Goðafoss á næstu vikum og mánuðum. Hér má skoða kynningarmyndbönd Microsoft  
Lesa meira

Skráning á "workshop" í London

Þann 10. febrúar 2010 mun Ferðamálastofa í samstarfi við Ferðamálastofur Eistlands og Finnlands halda kynningarfundi (workshop) í London. Skráningarfrestur er til 5 desember en mikilvægt er að gengið sé frá skráningu sem fyrst þar sem kaupendum verður sendur listi yfir þá seljendur sem taka þátt. Kaupendur munu svo bóka fundi við þá seljendur sem þeir vilja hitta. Nánari upplýsingar og skráningarblað er hér fyrir neðan. Nánari upplýsingar (PDF) Skráningarblað (PDF)  
Lesa meira

Vestnorden haldin á Akureyri 2010

Ákveðið hefur verið að hin árlega Vestnorden ferðakaupstefna verði haldin á Akureyri næsta haust. Fer hún fram í nýja menningar- og ráðstefnuhúsinu Hofi, og verður væntanlega einn fyrsti viðburðurinn í húsinu eftir opnun þess. Stærsti viðburður í ferðaþjónustunniDagsetning kaupstefnunnar er 14.-16. september. Ferðamálasamtök Norður-Atlantshafsins (NATA), sem er samstarfsvettvangur Íslands, Færeyja og Grænlands, standa að kaupstefnunni og verður Vestnorden á Akureyri sú 25. í röðinni. Kaupstefan er haldin til skiptis af löndunum þremur, þar af annað hvert ár á Íslandi. Vestnorden er jafnan stærsti viðburðurinn í ferðaþjónustu hérlendis en um 560 þátttakendur voru skráðir síðast þegar kaupstefnan var haldin á Íslandi. Síðast var Vestnorden haldin á Akureyri árið 2002, þá í Íþróttahöllinni. Ferðamálastofa er aðili að NATA fyrir Íslands hönd og sér um framkvæmd Vestnorden þegar kaupstefnan er haldin hér á landi. Þátttakendur koma víða aðSýnendur eða seljendur á kaupstefnunni eru ferðaþjónustuaðilar frá vestnorrænu löndunum þremur og á Vestnorden hitta þeir ferðaheildsala hvaðanæva að úr heiminum og eiga með þeim stutta fundi sem búið er að tímasetja áður en kaupstefnan hefst. Þarna er um að ræða fyrirtæki sem eru að selja, eða hafa hug á að selja, ferðir til vestnorrænu landanna. Ásbjörn Björgvinsson, forstöðumaður Markaðsskrifstofu Norðurlands, sagðist himinsæll með að fá Vestnorden norður yfir heiðar að þessu sinni. ?Það er okkur mikill heiður að Vestnorden verði haldin í Hofi og verði fyrsta stóra alþjóðlega ráðstefnan í húsinu. Að sama skapi sé ég þetta sem stórt tækifæri fyrir ferðaþjónustu hér á Norðurlandi að koma sér á framfæri,? segir Ásbjörn.
Lesa meira

Spennandi störf í ferðaþjónustu

Í miðri kreppunni er alltaf ánægjulegt þegar fyrirtæki eru að auka við sig. Iceland Express hefur nú auglýst eftir fólki vegna aukinna umsvifa á næsta ári, bæði flugliðum og svæðisstjóra í Bandaríkjunum. Félagið mun sem kunnugt er útvíkka leiðakerfi sitt næsta vor og hefja flug til New York. Því hefur verið auglýst eftir svæðisstjóra með aðsetur í Bandaríkjunum. Fleiri áfangastaðir kalla einnig á fjölgun starfsfólks, m.a. flugliða. Þar er auglýst eftir fólki með stúdentspróf eða sambærilega menntun, 22 ára eða eldri. Heimasíða Iceland Express.
Lesa meira