04.12.2009
Gistibæklingurinn Áning er nú kominn út fimmtánda árið í röð en hann kemur út í 55.000 eintökum á íslensku, ensku og þýsku. Í bæklingnum er að finna upplýsingar um tæplega þrjú hundruð gististaði, um 80 tjaldsvæði og 60 sundlaugar og staðsetningu þeirra um land allt.
Áningu er dreift ókeypis á öllum helstu ferðamannastöðum innanlands, á upplýsingamiðstöðvum, hótelum og gistiheimilum og víðar. Áningu er einnig dreift til yfir 200 ferðaskrifstofa í Evrópu og Norður-Ameríku,sem selja ferðir til Íslands. Þá er Áningu einnig dreift um borð í Norrænu. Netútgáfu bæklingsins er að finna á www.heimur.is/world og www.icelandreview.com Útgáfufélagið Heimur hf. gefur bæklinginn út, ritstjóri er Ottó Schopka.
Lesa meira
04.12.2009
Gistinóttum á hótelum í október fjölgar um rúm 2% milli ára samkvæmt gistinátttalningu Hagstofunnar. Gistinóttum fjölgaði á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu en í öðrum landshlutum varð fækkun á milli ára.
Gistinætur á hótelum í október síðastliðnum voru 106.300 en voru 104.000 í sama mánuði árið 2008. Gistinóttum fjölgaði á Suðurlandi úr 11.200 í 12.700 eða um tæp 13%. Á höfuðborgarsvæðinu fóru gistinætur úr 77.400 í 81.300 sem er aukning um rúm 5% milli ára.
Gistinóttum á Austurlandi fækkaði um 28% miðað við október 2008, úr 2.900 í 2.000. Á Norðurlandi fækkaði gistinóttum úr 5.100 í 3.800 eða um 25%. Á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða fækkaði gistinóttum úr 7.300 í 6.400 eða um tæp 13%. Gistinóttum erlendra ríkisborgara fjölgaði um 3% milli ára en gistinætur Íslendinga á hótelum í október voru svipaðar milli ára.
Svipaður fjöldi fyrstu tíu mánuði ársins Fjöldi gistinátta fyrstu tíu mánuði ársins var 1.206.000 en þær voru 1.203.500 á sama tímabili árið 2008. Gistinóttum fjölgaði á Norðurlandi um 7% og á Suðurlandi um 6%. Á öðrum landsvæðum fækkaði gistinóttum eða eru svipaðar milli ára. Mest fækkaði gistinóttum á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða eða um 12%. Fyrstu tíu mánuði ársins fækkaði gistinóttum Íslendinga um 11% á meðan gistinóttum erlendra ríkisborgara fjölgaði um rúm 3% miðað við sama tímabil árið 2008.
Lesa meira
02.12.2009
Alls fóru 24.376 erlendir gestir úr landi um Leifsstöð í nýliðnum nóvembermánuði eða um 13,5% færri gestir en í nóvember árinu áður. Fækkunin nemur 3.300 gestum.
Svipaður fjöldi kemur frá Bretlandi og löndum Mið- og Suður Evrópu, fjölgun er frá N-Ameríku en fækkun frá Norðurlöndunum og fjarmörkuðum og öðrum löndum Evrópu en þeim sem talningar Ferðamálastofu ná yfir.
Ferðum Íslendinga fjölgar í nóvemberFerðum Íslendinga fjölgar hins vegar nokkuð eða um 15,5% frá því í nóvember á síðasta ári. Í nóvember nýliðnum fór 19.521 Íslendingur utan en á árinu 2008 fóru 16.899 utan. Það sem af er árinu hefur orðið 39% fækkun í ferðum Íslendinga utan í samanburði við sama tímabil á árinu 2008.
Alls hafa 450.650 erlendir gestir farið frá landinu það sem af er árinu samkvæmt talningum Ferðamálastofu eða 3.600 færri en á sama tímabili í fyrra. Fækkunin er þó innan við 1% milli ára. Hér að neðan má sjá nánari skiptingu eftir þjóðerni og markaðssvæðum.
Nóvember eftir þjóðernum
Janúar-nóvember eftir þjóðernum
Breyting milli ára
Breyting milli ára
2008
2009
Fjöldi
(%)
2008
2009
Fjöldi
(%)
Bandaríkin
2.042
2.404
362
17,7
Bandaríkin
38.787
42.411
3.624
9,3
Bretland
4.957
5.017
60
1,2
Bretland
66.429
57.915
-8.514
-12,8
Danmörk
2.391
1.640
-751
-31,4
Danmörk
39.157
38.976
-181
-0,5
Finnland
468
399
-69
-14,7
Finnland
10.462
11.318
856
8,2
Frakkland
804
746
-58
-7,2
Frakkland
25.382
28.080
2.698
10,6
Holland
895
943
48
5,4
Holland
18.068
18.512
444
2,5
Ítalía
183
197
14
7,7
Ítalía
9.924
12.448
2.524
25,4
Japan
468
457
-11
-2,4
Japan
6.006
6.497
491
8,2
Kanada
225
223
-2
-0,9
Kanada
10.377
10.871
494
4,8
Kína
359
235
-124
-34,5
Kína
5.459
5.074
-385
-7,1
Noregur
2.392
2.433
41
1,7
Noregur
33.436
35.348
1.912
5,7
Pólland
1.254
535
-719
-57,3
Pólland
20.886
12.551
-8.335
-39,9
Spánn
147
207
60
40,8
Spánn
10.267
13.582
3.315
32,3
Sviss
100
84
-16
-16,0
Sviss
7.023
8.490
1.467
20,9
Svíþjóð
1.857
1.849
-8
-0,4
Svíþjóð
30.795
30.447
-348
-1,1
Þýskaland
1.201
1.108
-93
-7,7
Þýskaland
43.848
50.960
7.112
16,2
Annað
4.633
2.600
-2.033
-43,9
Annað
74.344
63.541
-10.803
-14,5
Samtals
24.376
21.077
-3.299
-13,5
Samtals
450.650
447.021
-3.629
-0,8
Nóvember eftir markaðssvæðum
Janúar-nóvember eftir markaðssvæðum
Breyting milli ára
Breyting milli ára
2008
2009
Fjöldi
(%)
2008
2009
Fjöldi
(%)
Norðurlönd
7.108
6.321
-787
-11,1
Norðurlönd
113.850
116.089
2.239
2,0
Bretland
4.957
5.017
60
1,2
Bretland
66.429
57.915
-8.514
-12,8
Mið-/S-Evrópa
3.330
3.285
-45
-1,4
Mið-/S-Evrópa
114.512
132.072
17.560
15,3
Norður Ameríka
2.267
2.627
360
15,9
Norður Ameríka
49.164
53.282
4.118
8,4
Annað
6.714
3.827
-2.887
-43,0
Annað
106.695
87.663
-19.032
-17,8
Samtals
24.376
21.077
-3.299
-13,5
Samtals
450.650
447.021
-3.629
-0,8
Ísland
16.899
19.521
2.622
15,5
Ísland
391.054
238.412
-152.642
-39,0
Lesa meira
01.12.2009
Iðnaðarráðuneytið og Ferðamálastofa gangast fyrir Ferðamálaþingi fimmtudaginn 14. janúar 2010. Þingið verður haldið á Hilton Reykjavík Nordica kl. 13.-17.
Verið er að leggja lokahönd á dagskrána sem verður auglýst síðar.
Mynd: Frá fjölsóttu ferðamálaþingi sem Iðnaðarráðuneytið og Ferðamálastofa héldu fyrir rúmu ári síðan.
Lesa meira
27.11.2009
Ferðamálastofa auglýsir styrki til úrbóta í umhverfismálum fyrir árið 2010. Sérstök áhersla verður lögð á verkefni tengd sjálfbærri ferðaþjónustu fyrir alla sem hafa heildrænt skipulag og langtímamarkmið að leiðarljósi.
Íslensk náttúra er eitt helsta aðdráttarafl Íslands í hugum ferðamanna. Stefna íslenskra stjórnvalda er að ferðaþjónustan í landinu starfi sem mest í anda sjálfbærni. Liður í því er markviss uppbygging og fyrirbyggjandi aðgerðir til verndunar íslenskrar náttúru.
Styrkir skiptast í tvo meginflokka:
1. STYRKIR TIL SMÆRRI VERKEFNA ER VARÐA ÚRBÆTUR Á FERÐAMANNASTÖÐUM:Veittir verða styrkir til smærri verkefna til úrbóta í umhverfismálum. Hámarksupphæð hvers styrks verður 500 þúsund krónur og er hann ætlaður fyrir efniskostnaði. Ekki er veittur styrkur vegna vinnuframlags. Styrkþegi er ábyrgur fyrir eðlilegu viðhaldi svæðis og mannvirkja er tengjast viðkomandi verkefni eftir að framkvæmdum lýkur.
Umsókn skal innihalda:a) Kostnaðar- og framkvæmdaáætlunb) Afrit af skipulagi svæðis og/eða skriflegt samþykki viðkomandi yfirvalda vegna verkefnisinsc) Teikningar af mannvirkjum, þar sem það á við, og/eða skriflegt samþykki byggingarfulltrúad) Skriflegt samþykki allra landeigenda og húsráðendaEkki kemur til greiðslu styrks fyrr en að undangengnum skriflegum samningi milli Ferðamálastofu og styrkþega.
2. STYRKIR TIL UPPBYGGINGAR Á FJÖLSÓTTUM FERÐAMANNASTÖÐUM OG NÝJUM SVÆÐUM:Veittir verða styrkir til úrbóta í umhverfismálum og uppbyggingar á nýjum svæðum fyrir ferðamenn. Styrkupphæð getur að hámarki orðið 50% af kostnaðaráætlun. Verkefni þar sem skipulag, fullnaðarhönnun og framkvæmdaleyfi liggur fyrir njóta áfram forgangs en nú verður einnig hægt að sækja um styrki fyrir skipulags- eða hönnunarvinnu ásamt undirbúningsrannsóknum. Sérstök áhersla verður lögð á að styrkja verkefni sem hafa sjálfbærni og langtímamarkmið í umhverfismálum að leiðarljósi. Ferðamálastofa áskilur sér rétt til að fara yfir skipulag og hönnun á viðkomandi svæði ásamt þeim forsendum sem þar liggja að baki.
Umsókn skal innihalda:a. Kostnaðar- og framkvæmdaáætlunb. Afrit af skipulagi svæðis og/eða skriflegt samþykki viðkomandi yfirvalda vegna verkefnisinsc. Teikningar af mannvirkjum, þegar það á við, og/eða skriflegt samþykki byggingarfulltrúad. Skriflegt samþykki allra landeigenda og húsráðenda
Vakin er athygli á að styrkþegi stjórnar framkvæmdum sjálfur og er ábyrgur fyrir eðlilegu viðhaldi svæðis og mannvirkjum er tengjast viðkomandi verkefni eftir að framkvæmdum líkur. Ekki kemur til greiðslu styrks fyrr en að undangengnum skriflegum samningi milli Ferðamálastofu og styrkþega.
Hverjir geta sótt um:Öllum sem hagsmuna eiga að gæta er frjálst að sækja um styrk að uppfylltum ofangreindum skilyrðum. Við úthlutun verður m.a. tekið mið af ástandi og álagi á svæði, og mikilvægi aðgerðanna út frá náttúruverndarsjónarmiðum. Einnig verður tekið tillit til þess hvort viðkomandi verkefni nýtur þegar fjárstuðnings opinberra aðila. Ekki verður sérstaklega litið til dreifingar verkefna eftir landshlutum.
Umsóknarfrestur:Umsóknarfrestur er til og með 8. janúar 2010. Umsóknir sem berast eftir það eru ekki teknar gildar.
Meðfylgjandi gögn:Með öllum umsóknum skal skila inn gögnum er sýna fram á mikilvægi framkvæmdarinnar sem og skriflegt samþykki hlutaðeigandi aðila s.s. landeigenda, sveitarfélags, og umhverfisyfirvalda ef með þarf.
Hvar ber að sækja um:Umsóknir berist með rafrænum hætti á meðfylgjandi umsóknareyðublaði (sjá hér að neðan). Umsóknareyðublöð má einnig fá á skrifstofu stofnunarinnar að Strandgötu 29, 600 Akureyri.
Umsókn um styrk til úrbóta á ferðamannastöðum 2010.
Nánari upplýsingar veitir Sveinn Rúnar Traustason umhverfisstjóri Ferðamálastofu í síma 535-5510 eða á sveinn@icetourist.is
Lesa meira
27.11.2009
Nú eru komnar hér inn á vefinn upplýsingar á skráningarblað vegna ITB ferðasýningarinnar í Berlín í mars næstkomandi. Einnig vegna tveggja annarra sýninga í Mið-Evrópu, FITUR og BIT.
Allt eru þetta sýningar sem íslenskir ferðaþjónustuaðilar þekkja, ekki síst ITB sem er ein stærsta ferðasýning í heimi. Í meðfylgjandi skjali er skráningarblað og nánari upplýsingar vegna sýninganna. Athygli er vakin á því að skráningarfrestur er til 27. nóvember næstkomandi.
FITUR verður haldin 20.-24. janúar 2010.
BIT verður haldin 18.-21. febrúar 2010.
ITB verður haldin 10.-14. mars 2010.
Ferðasýningar í Evrópu - skráning og nánari upplýsingar (Word)
Ferðasýningar í Evrópu - skráning og nánari upplýsingar (PDF)
Lesa meira
26.11.2009
Á Uppskeruhátíð Ferðaþjónustu bænda sem haldinn var á Hótel Hafnarfirði föstudaginn 20. nóvember var undirritaður samstarfssamning við Útflutningsráð Íslands, sem felur í sér samvinnu um handleiðslu- og þróunarverkefni á meðal félaga í Ferðaþjónustu bænda.
Verkefnið miðar að því að finna, greina og þróa nýja möguleika í þjónustu við ferðamenn, huga að mögulegum viðbótum við þá þjónustu sem þegar er til staðar og stuðla að samvinnu milli aðila innan svæðis um nýja eða bætta þjónustu. Verkefnin verða unnið í hverjum landshluta fyrir sig. Reiknað er með að þau verði alls sex talsins og áætlað er að haldin verði tvö til þrjú á ári. Verkefnunum verður stýrt af Útflutningsráði í náinni samvinnu við Ferðaþjónustu bænda.
Á myndinni eru frá vinsti: Sævar Skaptason, Ferðaþjónustu bænda ? Bændaferðir, Hermann Ottósson, Útflutningsráði og Marteinn Njálsson, Félagi ferðaþjónustubænda.
Lesa meira
25.11.2009
Á fullveldisdaginn, þann 1. desember næstkomandi stendur Útflutningsráð fyrir ráðstefnu á Hilton Reykjavík Nordica um aukin tækifæri til verðmætasköpunar á vefnum.
Sú hefð hefur skapast hjá ráðinu undanfarin ár að nýta þennan dag til að vekja sérstaka athygli á málum tengdum útflutningi ? og í þetta sinn verður áhersla lögð á útflutning á netinu, enda liggja þar mörg tækifæri til hagnaðar og gjaldeyrissköpunar. Erlendur gestafyrirlesari mun miðla af reynslu sinni og íslensk fyrirtæki sem náð hafa árangri á þessu sviði kynna starfsemi sína.
Aðalfyrirlesari verður Rob Snell frá Bandaríkjunum, höfundur bókarinnar Yahoo Store! For Dummies. Rob er aðaleigandi Snell Brothers, ráðgjafarfyrirtækis sem sérhæfir sig í sölu á netinu. Hann mun segja frá víðtækri reynslu sinni af hönnun, þróun og markaðssetningu netverslana sem velta milljónum dollara á ári.
Þau íslensku fyrirtæki sem kynna munu starfsemi sína verða 66°Norður, Nammi.is, Icelandair, CCP og Arctic Images.
Jón Ásbergsson framkvæmdastjóri Útflutningsráðs setur ráðstefnuna og Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra mun ávarpa fundargesti.
Í lok fundar verður boðið upp á léttan hádegisverð og spjall við fyrirlesara og fulltrúa fyrirtækja.
Aðgangur er ókeypis.
Þeim sem vilja skrá sig til þátttöku er bent á að gera það með pósti á netfangið utflutningsrad@utflutningsrad.is, í síma 511 4000 eða á vef Útflutningsráðs.
Nánari upplýsingar veita Elsa Einarsdóttir, elsa@utflutningsrad.is og Hermann Ottósson, hermann@utflutningsrad.is.
Dagskrá ráðstefnunnar sem PDF
Lesa meira
25.11.2009
Vert er að ítreka að þann 5. desember rennur út skráningarfrestur vegna kynningarfundar (workshop) í London sem Ferðamálastofa, í samstarfi við Ferðamálastofur Eistlands og Finnlands, heldur þann 10. febrúar 2010. Mikilvægt er að gengið sé frá skráningu sem fyrst þar sem kaupendum verður sendur listi yfir þá seljendur sem taka þátt. Kaupendur munu svo bóka fundi við þá seljendur sem þeir vilja hitta. Nánari upplýsingar og skráningarblað er hér fyrir neðan.
Nánari upplýsingar veitir Sigríður Gróa í síma 535-5500 e-mail siggagroa@icetourist.is
Skráningarblað (PDF)
Lesa meira
25.11.2009
Hagstofa Íslands hefur gefið út ritið Ferðavenjurannsókn 2007-2008. Helstu niðurstöður eru að frá maí 2007 til apríl 2008 fóru landsmenn á aldrinum 16?74 ára í rúmlega 1,2 milljón ferðir innanlands og tæplega 400 þúsund ferðir erlendis. Gistinætur landsmanna á ferðalögum erlendis eru þó svipaðar og gistinætur á ferðalögum innanlands þar sem meðaldvalarlengd í hverri ferð innanlands var um 3 nætur en hver ferð erlendis var að jafnaði 9 nætur.
Algengasti áfangastaður ferða innanlands var á Suðurlandi og Vesturlandi og oftast var gist í sumar- eða orlofshúsi eða heima hjá vinum og ættingjum. Spánn, Bretland og Danmörk voru algengustu áfangastaðir á ferðum erlendis og í flestum tilvikum var gist á hóteli eða gistiheimili. Tilgangur ferða innanlands var yfirleitt til skemmtunar eða í 86% tilvika. Á ferðalögum erlendis voru 72% ferða skemmtiferðir og 26% viðskiptaferðir. Einstaklingar af tekjuhærri heimilum ferðuðust meira og almennt séð ferðuðust konur oftar en karlar þó svo að þeir hafi ferðast meira vegna viðskipta.
Skoða Ferðavenjurannsókn 2007-2008
Lesa meira