Fréttir

Vestnorden ferðakaupstefnan haldin í 24. sinn

Vestnorden ferðakaupstefnan verður sett í Kaupmannahöfn á morgun og er þetta sú 24. í röðinni. Ferðamálasamtök Norður-Atlantshafsins (NATA), sem er samstarfsvettvangur Íslands, Færeyja og Grænlands, standa að Vestnorden. Er kaupstefan haldin til skiptis af löndunum þremur, þar af annað hvert ár á Íslandi. Að þessu sinni er framkvæmdin á hendi Grænlendinga. Kaupendur víða aðFormleg dagskrá Vestnorden hefst á morgun með ráðstefnu sem stendur fram að hádegi. Er það nýjung á Vestnorden. Eftir hádegi hefst hin eiginlega kaupstefna með fundum kaupenda og seljanda, eða ferðaheildsala. Tæplega 120 fyrirtæki frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi eru nú skráð og kynna vöru og þjónustu fyrir kaupendum. Íslensk fyrirtæki eru flest eins og jafnan áður eða um 80 talsins að þessu sinni. Ferðaheildsalarnir eða kaupendurnir eru 86 talsins og koma frá Bandaríkjunum, Ástralíu, Bretlandi, Norðurlöndunum og meginlandi Evrópu. Þá koma einnig til kaupstefnunnar blaðamenn og boðsgestir. Eftir að kaupstefnunni lýkur, á hádegi miðvikudaginn, gefst ferðaheildsölunum kostur á að fara í  kynnisferðir til Íslands og Færeyja. Nánari upplýsingar um dagskrá og þátttakendur á Vestnorden 2009 er að finna á vefsíðunni: www.vestnorden.com. Meðfylgjandi mynd var tekin á Vestnorden í Reykjavík í fyrrahaust.
Lesa meira

Mikil fjölmiðlaumfjöllun erlendis

Ísland hefur notið mikillar fjölmiðlaathygli erlendis síðustu vikur og mánuði í  kjölfar heimsókna sem Ferðamálastofa hefur komið að og fleiri aðgerða á sviði almannatengsla. Af nýlegum umfjöllunum má nefna að stórblaðið Wall Street Journal í Bandaríkjunum birti í gær frétt um hagstæð tilboð á Íslandsferðum í haust, byggða á frétattilkynningu frá Ferðamálastofu . Á dögunum var einnig sjónvarpsfólk frá BBC statt hérlendis og er fyrsti afrakstur heimsóknarinnar þegar kominn í loftið. Sjónvarpsfólkið fór meðal annars til Vestmannaeyja og gerði þátt sem lundinn var í aðalhlutverki og hvernig börnin í Eyjum bjarga lundum sem villast inn í bæinn. Var sá þáttur sýndur á þeim hluta BBC sem nefnist CBBC og er ætlaður yngri áhorfendum. Þá verða gerðir nokkrir stuttir þættir sem sýndir eru um allan heim á vefnum BBC World News og kallast Fast Track. Fyrsta þáttinn af Fast Track má sjá hér en þar er m.a. rætt við Ólöfu Ýrr Atladóttur  ferðamálastjóra.
Lesa meira

Niðurstaða vegna smærri markaðsverkefna

Í júlí í sumar auglýsti Ferðamálastofa eftir umsóknum um samstarfsverkefni vegna smærri verkefna sem tengjast markaðs- og kynningarmálum ferðaþjónustunnar að hausti og vetri 2009-2010. Nú liggur fyrir hvaða verkefni voru valin til samstarfs. Hámarksframlag Ferðamálastofu til einstaks verkefnis var 1 milljón króna en 300 þúsund að lágmarki, gegn a.m.k. jafnháu framlagi umsækjenda.  Óskað var eftir tillögum frá markaðsstofum, ferðamálasamtökum landshlutanna og ferðaþjónustuklösum um markaðsverkefni og forsvarsmenn þeirra hvattir til að benda ferðaþjónustuaðilum innan sinna vébanda á  þá möguleika að sækja um. Gert var ráð fyrir að um samstarfsverkefni nokkurra ferðaþjónustufyrirtækja væri að ræða, eða aðila sem sinna markaðssetningar- og kynningarmálum skilgreindra landssvæða eða fyrirtækjaklasa. Eftirtalin verkefni uppfylltu skilyrði og voru valin til samstarfs: Umsækjandi Heiti verkefnis Markaðsstofa Vesturlands Útivist á Vesturlandi Markaðsstofa Vesturlands Markaðssetning á erlendum vefjum  Markaðsstofa Norðurlands Kynning á Landsmóti hestamanna 2010 og Hýruspori Markaðsstofa Norðurlands Matur úr héraði (local food) Sýningin Matur - Inn 2009 Markaðsstofa Norðurlands Komdu Norður Markaðsstofa Suðurnesja Eldfjallagarðurinn Reykjanes Í Ríki Vatnajökuls ferðaþjónustuklasi Vetur í Ríki Vatnajökuls Arnkatla Stefnumótun á Ströndum - atvinnu og menningarsýning Fjarðabyggð Fjarðabyggð í vetur Mývatnsstofa ehf. Jólasveinarnir í Dimmuborgum Markaðsstofa Austurlands Dagar Myrkurs Markaðsstofa Austurlands Útmánuðir á Austurlandi Markaðsstofa Austurlands Lifandi leiðsögn Klasi fþjf í Uppsveitum Árnessýslu Vetur í Uppsveitum
Lesa meira

Markaðsátak í ferðaþjónustu haustið 2009

Ferðamálastofa í samstarfi við iðnaðarráðuneytið, Útflutningsráð og Reykjavíkurborg, auglýsir eftir tillögum frá íslenskum ferðaþjónustuaðilum að samstarfsverkefnum til markaðssetningar Íslands á tímabilinu október til desember 2009. Um er að ræða verkefni sem dreifast á meginmarkaðssvæði íslenskrar ferðaþjónustu í Bretlandi, á meginlandi Evrópu, í N-Ameríku og á Norðurlöndum. Heildarráðstöfunarfé/-framlag til samstarfsverkefnanna eru 50 milljónir króna sem komið getur til útgreiðslu í fyrsta lagi 1. nóvember 2009. Mótframlag umsóknaraðila skal vera að lágmarki tvöfalt hærra en framlag Ferðamálastofu (2 kr. á móti einni). Með þessu móti er gert ráð fyrir að heildarframlag til átaksins nemi að lágmarki 150 millj. kr. Lágmarksframlag til eins verkefnis miðast við kr. 5.000.000,- Hámarksframlag til eins verkefnis miðast við kr. 10.000.000,- Eftirfarandi forsendur verða lagðar til grundvallar mati á verkefnum: Áhersla verði á fjölmenn svæði/borgir sem staðsettar eru innan tiltölulega stuttrar vegalengdar frá flugvöllum í Skandinavíu, Bretlandi, meginlandi Evrópu og Bandaríkjunum sem íslensk félög fljúga til og frá á tímabilinu október 2009 til mars 2010. Um sé að ræða markaðs- og söluverkefni, sem hvetji neytendur til Íslandsferðar í haust eða vetur. Megináhersla sé á að nota kynningu/auglýsingar á Internetinu og í dagblöðum. Markmið verkefnis skulu vera skýr, hnitmiðuð og vel skilgreind. Þeir markhópar sem verkefnið beinist að skulu skilgreindir með skýrum hætti. Fjárhagsáætlun sé skýr og uppsett í umsókn. Tímaáætlun skal tíunduð en gert er ráð fyrir að fjármunir nýtist í síðasta lagi til markaðssetningar í mars 2010. Lagt verði mat á það hverju verkefnið geti hugsanlega skilað, m.a. með tilliti til útbreiðslu þeirra miðla sem um ræðir og markhópa sem verkefnið beinist að. Greint verði frá því með hvaða hætti árangur verði metinn að verkefni loknu og hvaða mælikvörðum verði beitt. Kallað verður eftir slíku árangursmati. Um sé að ræða verkefni sem ekki hefur þegar verið gert ráð fyrir í markaðsáætlunum umsækjenda. Mótframlag umsækjanda í krónum talið Raunhæfi framkvæmdaáætlunar umsóknarinnar Annarra markaðsaðgerða sem eru í framkvæmd á sama tíma UmsóknareyðublaðUmsóknum skal skilað á þar til gerðum eyðublöðum sem hægt að nálgast hér að neðan. Umsóknum sé skilað á íslensku og til þeirra vandað. Umsóknarfrestur er til og með 20. september 2009. Ekki verður tekið tillit til annarra gagna en umsóknarinnar sjálfrar. Umsóknir verða metnar af úthlutunarnefnd á grundvelli ofangreindra atriða og er gert ráð fyrir að niðurstöður liggi fyrir í síðasta lagi 10. október 2009. Ákvarðanir verða teknar á grundvelli ofangreindra forsendna og verður fyllsta jafnræðis gætt við mat á tillögum. Framlag Ferðamálastofu getur aldrei numið hærra hlutfalli en 33% af heildarútgjöldum vegna verkefnis. Ferðamálastofa hefur umsjón með verkefninu og samningagerð við samstarfsaðilana. Sækja umsóknareyðublað (Excel) -Byrjið á að vista eyðublaðið á eiginn tölvu með því að smella á hlekkinn hér fyrir ofan og velja "Save" Auglýsing sem PDF til útprentunar
Lesa meira

Mikilvægi fundamarkaðarins

Í gær stóð SAF fyrir fundi um mikilvægi fundamarkaðarins. Fyrirlesarar voru bæði innlendir og erlendir  og einnig flutti Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra ávarp. Nánar má fræðast um fundinn og þau erindi sem þar voru flutt á heimasíðu SAF.
Lesa meira

Íslenskir golfklúbbar aðilar að IAGTO

Þeir golfvellir og ferðaþjónustufyrirtæki sem standa að Golf Iceland samtökunum, ásamt samtökunum sjálfum, hafa gerst aðilar að samtökum sem nefnast IAGTO  (The Global Golf Tourism Organisation) og  eru samtök söluaðila fyrir golfferðir í heiminum. Að sögn Magnúsar Oddssonar, verkefnastjóra Golf Iceland, geta í þessu falist veruleg tækifæri fyrir Ísland. Í samtökunum eru um 340 sérhæfðar ferðaskrifstofur í um 50 löndum  sem selja golfferðir um allan heim. Þá eru einnig í samtökunum þeir aðilar sem selja  þjónustu til ferðaskrifstofanna, golfvellir, hótel, flugfélög, bílaleigur o.fl.  IAGTO stendur einnig fyrir árlegri ferðakaupstefnu þar sem  seljendur og kaupendur  golfferða eru leiddir saman og eru þátttakendur þar um 1400. Meginhlutverk IAGTO er eðlilega að koma á sambandi á milli þessarar aðila , kaupenda og seljenda vegna golfferðalaga, eftir  öllum mögulegum leiðum. Nánar má fræðast um málið í nýju fréttabréfi Golf Iceland
Lesa meira

Íslenskir dagar í Seattle

Öflug kynning á Íslandi, íslenskum vörum og þjónustu fer fram í Seattle dagana 10.-13. september næstkomandi enda hefur Icelandair nýlega hafið flug þangað. Borgarstjórinn þar mun útnefna dagana ?Iceland Days? í tilefni kynningarinnar. Átakið er á vegum Iceland Naturally verkefnisins en daglegur rekstur verkefnisins er sem kunnugt er í höndum Ferðamálastofu og Viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins í New York. Fjölmörg íslensk fyrirtæki taka beinan þátt í kynningunni, og má þar nefna Icelandair, Icelandic USA, Inc., Reykjavíkurborg, Icelandic Glacial, Reyka Vodka, 66° Norður, Bláa lónið, Útflutningsráð, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið og Fiskifélag Íslands. ?Mikið starf hefur verið unnið undanfarin ár við að kynna Ísland í Bandaríkjunum og Kanada og við þær aðstæður sem við búum nú við er ærin ástæða til að setja enn aukinn kraft í að kynna þær einstöku vörur og þjónustu sem landið hefur uppá að bjóða,? segir Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, og segir hún sóknarfærin leynast víða í N-Ameríku. Og Katrín bætir við: ?Það hefur til dæmis komið í ljós að stór hluti farþega Icelandair frá Seattle koma hingað til lands sem ferðamenn en fljúga ekki einungis yfir Atlantshafið? Sjávarútvegur í forgrunniSeattle-búum gefst kjörið færi á að bragða á íslenskum sjávarafurðum í september þegar Icelandic USA, Inc. stendur fyrir tveggja vikna Íslandskynningu á veitingahúsum Boeing verksmiðjunnar, sem eru 40 talsins og þjóna 25.000 manns á dag. Þá verður Þórarinn Eggertsson frá veitingastaðnum Orange í Reykjavík með kynningu á íslenskri matargerð á hinum þekkta sjávarréttastað Ray''s Boathouse. Hann mun bjóða gestum upp á íslenskar sjávarafurðir, vatn frá Icelandic Glacial, Reyka Vodka og skyr í eftirrétt. Haldin verður ráðstefna um ábyrgar fiskveiðar í samstarfi við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið, Icelandic USA, Inc., Fiskifélag Íslands og University of Washington Þátttakendur verða Dr. Sigurgeir Þorgeirsson ráðuneytisstjóri í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, Daniel A. Murphy Jr. framkvæmdastjóri hjá Icelandic USA, Inc., og Hlynur Guðjónsson ræðismaður og viðskiptafulltrúi Íslands í Norður Ameríku. Ferðamennska og listalífÍsland nýtur síaukinna vinsælda sem ferðamannastaður en eitt af markmiðum Iceland Naturally er að vekja áhuga Bandaríkjamanna á áfangastaðnum Íslandi. Icelandair stendur fyrir vinnustofu og Íslandskynningu með þátttöku 14 íslenskra fyrirtækja auk nokkurra fyrirtækja frá Bandaríkjunum. Þá heldur Greg Eppich, framkvæmdastjóri Publicis Consultants PR fyrirlestur fyrir íslensku ferðafyrirtækin um fjölmiðlamarkaðinn í Bandaríkjunum. Ekki er hægt að kynna Ísland án þess að minnast á þá fjölbreyttu listaflóru sem prýðir landið, en sérstök íslensk kvikmyndahátíð verður haldin í The Varsity leikhúsinu, auk þess sem Ólöf Arnalds heldur tónleika á ?The Crocodile?. Nánari upplýsingar: Pétur Þ. Óskarsson, formaður Iceland Naturally, sími 863 6075.
Lesa meira

Ferðamálastjóri á Rás 2

Fréttir um metfjölda ferðamanna í ágúst hafa vakið verulega athygli og beint sjónum að framlagi ferðaþjónustunnar til þjóðarbúsins, ekki síst á þeim umrótatímum sem nú eru. Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri var í viðtali í morgunútvarpi Rásar 2 í gærmorgun. Þar var ferðasumarið 2009 til umræðu og ýmislegt fleira því tengt. Hlusta má á viðtalið hér
Lesa meira

Góð þátttaka í ljósmyndasamkeppni Markaðsstofu Vesturlands á Facebook

Markaðsstofa Vesturlands stóð í sumar fyrir ljósmyndasamkeppni. Það sem skapaði henni sérstöðu var meðal annars sú staðreynd að hún fór eingöngu fram á samskiptavefnum Facebook. Myndum var skilað inn þar í hópinn Vesturland og öll kynning og markaðsstarf fór fram á Facebook. Viðtökur voru góðar en alls voru sendar inn rúmlega 700 myndir á þeim mánuði sem keppnin  stóð. Vinninghafar voru tilkynntir í vikunni og sjá má allt um þá á heimasíðu Markaðsstofu Vesturlands Vinningsmyndina má einnig sjá hér til hliðar. Þurfum að nýta hugmyndaflugið?Það sem mér finnst svolítið gaman varðandi þetta er að þótt peningar séu af skornum skammti þá er margt skemmtilegt hægt að gera ef  hugmyndaflugið er nýtt. Við vorum einnig með Sumardagatal Vesturlands eingöngu á netinu, þ.e. á heimasíðu okkar og Facebook. Við drógum út einn vinning á dag í júní og júlí og áhuginn var mikill. Heimsóknir á heimasíðuna okkar á þessum tveimur mánuðum mældust í tugum þúsunda  og stærsti dagurinn taldi um 4.000 gesti,? segir Jónas Guðmundsson, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Vesturlands. Samastaða á svæðinuHann bætir við að mikil og góð samstaða hafi verið meðal ferðaþjónustuaðila um þetta verkefni. ?Fjöldi aðila gaf yfir 100 vinninga að verðmæti rúma eina miljón króna, Markaðsstofan setti dæmið upp og sá um kynningu á netinu þannig að útlagður kostnaður var lítill en auðvitað mikil vinna. Þetta sýnir enn og aftur að margt er hægt að gera og það þýðir ekkert að sitja með hendur í skauti heldur frekar að bretta upp ermar og nýta þær auðlindir sem til eru,? segir Jónas.
Lesa meira

Erlendir gestir aldrei fleiri í einum mánuði

Nýtt met var slegið í fjölda erlendra ferðamanna í nýliðnum ágústmánuði. Alls fóru 92 þúsund erlendir gestir frá landinu um Leifsstöð, átta þúsund fleiri en í ágústmánuði á síðasta ári sem þá var met. Erlendum gestum fjölgar því um 9,6% milli ára. Brottförum Íslendinga fækkaði hins vegar um tæp 40%, voru um 24 þúsund í ágúst í ár en um 39 þúsund á árinu 2008. Ef litið er til helstu markaðssvæða má sjá fjölgun frá Mið- og Suður Evrópu, Norðurlöndunum og N-Ameríku. Af einstökum löndum fjölgaði Kínverjum, Finnum, Spánverjum, Ítölum og Þjóðverjum hlutfallslega mest.  Pólverjum fækkaði hins vegar umtalsvert eða um 36%, Bretum um 17% og gestum frá fjarmörkuðum um 10%.   Frá áramótum hafa farið 350 þúsund erlendir gestir frá landinu, eða um eitt prósent fleiri en á sama tímabili árinu áður. Brottförum Íslendinga frá áramótum hefur fækkaði milli ára um tæp 45 prósent eða 139 þúsund. Talningin er unnin á vegum Ferðamálastofu og nær yfir allar brottfarir um Leifsstöð, þ.m.t. brottfarir erlends vinnuafls. Nánari skiptingu gesta eftir markaðssvæðum og einstaka þjóðernum má sjá í töflunum hér að neðan. Ágúst eftir þjóðernum Janúar-ágúst eftir þjóðernum       Breyting milli ára       Breyting milli ára   2008 2009 Fjöldi (%)   2008 2009 Fjöldi (%) Bandaríkin 6.892 7.329 437 6,3 Bandaríkin 30.426 32.340 1.914 6,3 Kanada 2.388 2.528 140 5,9 Kanada 7.909 8.606 697 8,8 Bretland 8.685 7.208 -1.477 -17,0 Bretland 48.283 41.965 -6.318 -13,1 Noregur 3.584 4.149 565 15,8 Noregur 23.627 25.094 1.467 6,2 Danmörk 5.370 6.058 688 12,8 Danmörk 29.734 30.861 1.127 3,8 Svíþjóð 4.123 4.111 -12 -0,3 Svíþjóð 22.655 22.797 142 0,6 Finnland 1.230 1.824 594 48,3 Finnland 7.795 8.679 884 11,3 Þýskaland 10.612 14.330 3.718 35,0 Þýskaland 35.757 42.751 6.994 19,6 Holland 3.841 3.523 -318 -8,3 Holland 14.353 14.420 67 0,5 Frakkland 7.232 8.824 1.592 22,0 Frakkland 22.020 24.196 2.176 9,9 Sviss 2.214 2.826 612 27,6 Sviss 6.111 7.626 1.515 24,8 Spánn 4.623 6.499 1.876 40,6 Spánn 8.609 11.668 3.059 35,5 Ítalía 4.212 5.895 1.683 40,0 Ítalía 8.555 11.159 2.604 30,4 Pólland 2.638 1.686 -952 -36,1 Pólland 16.484 10.397 -6.087 -36,9 Japan 844 801 -43 -5,1 Japan 4.545 4.958 413 9,1 Kína 684 1.122 438 64,0 Kína 4.120 3.708 -412 -10,0 Annað 14.795 13.308 -1.487 -10,1 Annað 58.558 51.885 -6.673 -11,4 Samtals 83.967 92.021 8.054 9,6 Samtals 349.541 353.110 3.569 1,0 Ágúst eftir markaðssvæðum Janúar-ágúst eftir markaðssvæðum       Breyting milli ára       Breyting milli ára   2008 2009 Fjöldi (%)   2008 2009 Fjöldi (%) N-Ameríka 9.280 9.857 577 6,2 N-Ameríka 38.335 40.946 2.611 6,8 Bretland 8.685 7.208 -1.477 -17,0 Bretland 48.283 41.965 -6.318 -13,1 Norðurlönd 14.307 16.142 1.835 12,8 Norðurlönd 83.811 87.431 3.620 4,3 Mið-/S-Evrópa 32.734 41.897 9.163 28,0 Mið-/S-Evrópa 95.405 111.820 16.415 17,2 Annað 18.961 16.917 -2.044 -10,8 Annað 83.707 70.948 -12.759 -15,2 Samtals 83.967 92.021 8.054 9,6 Samtals 349.541 353.110 3.569 1,0 Ísland 39.544 24.352 -15.192 -38,4 Ísland 311.581 172.445 -139.136 -44,7
Lesa meira