Fréttir

Stefnumótun ferðaþjónustu í Eyjafirði

Föstudaginn 6. nóvember verður haldinn vinnufundur til að ræða vöruþróun og framtíðarsýn ferðaþjónustu í Eyjafirði. Markmið fundarins er að kynna aðferðafræði vöruþróunar og stefnumótunar sem byggir á landfræðilegum upplýsingakerfum og taka fyrstu skrefin í þá átt með því að móta vinnuhópa.   Að fundinum standa Rannsóknamiðstöð ferðamála í samstarfi við Ferðamálastofu, Útflutningsráð, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Atvinnumáladeild Dalvíkurbyggðar og Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar. Fundurinn verður haldinn í Bergi, menningarhúsi Dalvíkur (6. Nóvember) kl. 9:00-13:00.  Fundurinn er öllum opinn og öllum að kostnaðarlausu. Áhugasamir geta skráð sig hjá Eyrúnu hjá Rannsóknamiðstöð ferðamála á:  ejb@unak.is fyrir föstudaginn 30. október 2009.  Allir þjónustuaðilar er hvattir til að mæta og taka þátt og hafa áhrif á framtíðarsýn ferðaþjónustu í Eyjafirði. Sjá nánari upplýsingar á www.rmf.is
Lesa meira

Radisson SAS 1919 fær alþjóðlegar viðurkenningar

Radisson SAS 1919 Hótel hefur þriðja árið í röð verið útnefnt "Iceland''s Leading Hotel" af World Travel Awards. Þá var 101 hótel útnefnt "Iceland''s Leading Boutique Hotel". Nýlega komst Radisson SAS 1919 einnig í  annað sinn á lista CNBC Business yfir 25 bestu viðskiptahótel í Evrópu. Mat þeirra byggir á framúrskarandi aðstöðu og þjónustu. Í ár var einnig tekið mið af hvað er innifalið í verðinu. Í frétt frá Radisson SAS 1919 er haft eftir hótelstjóranum, Gaute Birkeli, að árið hafi verið mjög krefjandi og stefnumótandi fyrir hótelgeirann á Íslandi. "Starfslið 1919 hótels hefur lagt sig fram frá byrjun í að þróa kröftugar, samverkandi aðferðir sem leyfa okkur að aðlagast markaðstæðum sem fyrst en umfram allt að verja þessa sérstæðu vöru sem hótelið er á þessum erfiðu tímum. Það er sérlega ánægjulegt að hafa fengið þessar viðurkenningar bæði af hálfu World Travel Awards og CNBC Business og ég held að þetta gefi glöggt í skyn að aðferðir okkar virki," segir orðrétt. Hér má sjá nánar um World Travel Awards 2009  
Lesa meira

Málstofur í ferðamálafræði í Þjóðarspeglinum 2009

Tvær málstofur um ferðamál eru á hinni árlegu ráðstefnu Þjóðarspeglinum sem haldinn verður í tíunda sinn þann 30. október 2009 í Háskóla íslands. Félagsvísindastofnun HÍ er framkvæmdaraðili Þjóðarspegilsins sem hefur skapað sér sess sem nokkurs konar árleg uppskeruhátíð félagsvísindafólks hérlendis. Þátttakendur verða frá flestum innlendum háskólum auk sjálfsstæðra rannsóknastofnanna. Á Þjóðarspeglinum gefst fólki kostur á að hlýða á fyrirlestra af öllu litrófi félagsvísinda um það sem efst er á baugi í rannsóknum í dag. Sérstaða ráðstefnunnar felst ekki síst í því að lögð er áhersla á miðlun rannsókna til almennings. Allir fyrirlestrar eru opnir, engin þörf er á skráningu og það kostar ekkert að mæta og fylgjast með einstökum erindum eða málstofum. Málstofur í ferðamálafræði: Kl. 11-13 Háskólatorg 104 Anna Mjöll Guðmundsdóttir og Anna Dóra SæþórsdóttirTourism Management in Wilderness areas - Svalbard Anna KarlsdóttirFerðamál í Norðurslóðalöndum á tímum loftslagsbreytinga Edward H. HuijbensVöruþróun í heilsutengdri ferðaþjónustu - Möguleg Norræn undirþemu? Eyrún Jenný Bjarnadóttir og Hjördís SigursteinsdóttirSkotveiðitengd ferðaþjónusta - Sóknarfæri í dreifbýli? Kl. 13-15 Háskólatorg 104 Anna Dóra SæþórsdóttirViðhorf ferðamanna á Kili Gunnar Þór JóhannessonFerðaþjónusta á krepputímum: Orðræða um þróun ferðaþjónustu á Íslandi Laufey HaraldsdóttirAð borða mat, en bragða svæðið - Þarfir og væntingar ferðamanna til veitinga á ferðalögum
Lesa meira

Stefnumótun Ferðamálasamtaka Vestfjarða

Ferðamálasamtök Vestfjarða (FMSV) hafa ákveðið að ráðast í gerð heildstæðrar stefnumótunnar fyrir greinina til næstu fimm ára, með það að markmiði að treysta innviði greinarinnar og hlúa þannig að ferðaþjónustu á Vestfjörðum. Verður meðal annars staðið fyrir vinnufundum með ferðaþjónustuaðilum og hagsmunaaðilum í ferðaþjónustu. Í tilkynningu segir að eftir mikla aukningu í komu ferðamanna sl. ár standi ferðaþjónustan á Vestfjörðum nú á tímamótun. Því sé nauðsynlegt fyrir ferðaþjónustuna að staldra við, meta árangur síðustu ára og setja sér traust markmið fyrir framtíðina. Hafa Ferðamálasamtök Vestfjarða (FMSV) því ákveðið að ráðast í gerð heildstæðrar stefnumótunnar fyrir greinina til næstu fimm ára, með það að markmiði að treysta innviði greinarinnar og hlúa þannig að ferðaþjónustu á Vestfjörðum. Með öflugri ferðaþjónustu með skýra framtíðarsýn eflum við efnahag og samfélagið á Vestfjörðum! til framtíðar. Ferðaþjónusta á Íslandi og Vestfjörðum hefur vaxið fiskur um hrygg á undanförnum árum og er mikilvægi hennar að aukast hratt í vestfirsku samfélagi en ætla má að vægi ferðaþjónustunnar í umfangi atvinnulífisins á Vestfjörðum sé í kringum 7,5% og má áætla að vöxturinn bara sl. ár sé hátt í 30 %. Á allra næstu vikum og mánuðum munu Ferðamálasamtök Vestfjarða standa fyrir vinnufundum með ferðaþjónustuaðilum og hagsmunaaðilum í ferðaþjónustu um alla Vestfirði. Markmiðið með fundunum er að virkja hagsmunaaðila í ferðaþjónustu til að leggja sitt af mörkum í að meta stöðu ! ferðaþjónustu á Vestfjörðum og taka þátt í að móta framtíðarsýn hennar. Fundirnir eru öllum opnir og eru kjörið tækifæri til að hafa áhrif á framtíð ferðaþjónustu á Vestfjörðum. Fyrir stefnumótuninni standa Ferðamálasamtök Vestfjarða, en samtökin eru grasrótahreyfing í ferðaþjónustu um alla Vestfirði. Ferðamálasamtökin njóta stuðnings Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, Markaðsstofu Vestfjarða og Menningarráðs Vestfjarða við framkvæmd vinnufundanna og úrvinnslu þeirra. Stefnumótunarvinnan er fjármögnuð af Ferðamálasamtökunum og samstarfsaðilum ásamt Vaxtarsamningi Vestfjarða. Vinnufundir Vinnufundirnir samanstanda af stuttum kynningum um stöðu ferðaþjónustunar á Íslandi og á Vestfjörðum, en megin efni fundanna eru vinnuhópar þar sem þátttakendum gefst kostur á að hafa áhrif í litlum hópum þar sem unnið er að afmörkuðum málefnum ferðaþjónustunnar. Boðið er uppá léttar hressingar á meðan fundinum stendur. Fundarherferðin hefst í Bjarkalundi, við Reykhóla þann 7.nóvember nk. og er dagskrá fundanna er sem hér segir: 7. nóv  - Bjarkalundur 13.00-16.00 9. nóv  - Sjóræningjahúsið, Patreksfirð! ;i 18.00-21.00 11. nóv  - Þróunarsetrið Ísafirði 18.00-21.00 Ferðamálasamtökin leggja áherslu á víðtæka samvinnu og samstarf milli stoðgreina ferðaþjónustunnar, ferðaþjónustufyrirtækja, sveitafélaga og annarra hagsmunaaðila í þessarri vinnu sem framundan er. Því með samstillu átaki og skýrri framtíðarsýn getur ferðaþjónustan á Vestfjörðum haldið áfram að vaxa og dafna öllum Vestfirðingum til heilla. Nánari upplýsingar um Stefnumótunarvinnuna og vinnufundina er að fá hjá Ásgerði í síma 450 3053 og Jóni Páli í síma 450 4041.
Lesa meira

Lokun neðri gönguleiðar að Gullfossi

Umhverfisstofnun hefur ákveðið að loka tímabundið neðri gönguleið að Gullfossi vegna mikillar hættu sem getur skapast þar yfir vetrartímann af völdum hálku og snjóalaga.  Stígnum verður lokað frá og með 21.október til 31.mars og verður sett upp skilti sem útskýrir lokunina og varað við þeirri hættu sem þarna getur skapast á íslensku, ensku, frönsku og þýsku.  Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun kemur fram að það sé eindregin ósk stofnunarinnar að þessari lokun verði mætt með skilningi . Frekari upplýsingar fást hjá Ólafi A Jónssyni hjá deild náttúruverndar á Umhverfisstofnun. Meðfylgjandi loftmynd sýnir hvar skiltunum verður komið fyrir við upphaf neðri göngustígs.    
Lesa meira

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Íslands

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Íslands verður haldinn á Hótel KEA, Akureyri, 3.-4. nóvember. Á dagskrá verða aðalfundarstörf, kynning á nýrri stefnumótun samtakanna, vinnuhópar og lagabreytingar. Móttaka í Hlíðarfjalli síðdegis þriðjudaginn 3. nóvember og hátíðarkvöldverður á Hótel KEA. Miðvikudaginn 4. nóvember kl: 10:00-12:00, heimsóknir í ferðaþjónustufyriræki, "Nýjungar á Akureyri" Flugfélag Íslands veitir afslátt á fargjaldi frá Reykjavík til Akureyrar fyrir þátttakendur. Nánari upplýsingar hjá hópadeild, hopadeild@flugfelag.is og í síma 570 3075. Tilboð fyrir gesti aðalfundar á Hótel KEA. Nánari upplýsingar í síma 569 6101. Vinsamlega tilkynnið þátttöku til ferdamalasamtok@ferdamalasamtok.is  Dagskrá: Þriðjudagur 3.nóvember.kl: 10:30  Afhending gagna  kl: 11:00     Setning formanns og skipað í fastanefndir aðalfundar  kl: 11:10 Ávarp: Hermann Jón Tómasson, bæjarstjóri Akureyrar   Ávarp: Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálstjóri  Kynning á stefnumótun FSÍ kl: 12:30 Léttur matur kl: 13:00 Vinnuhópar kjörnir  Skýrsla stjórnar og reikningar lagðir fram kl: 14:00 Starfs- og fjárhagsáætlun lögð fram  Unnið í vinnuhópum kl: 15:15 Kaffihlé kl: 15:45 Starfs- og fjárhagsáætlun tekin til afgreiðslu kl: 16:15 Kosningar kl: 16:30 Önnur mál kl: 17-17:30    Fundalok kl: 18:00 Móttaka í Hlíðafjalli kl: 20:00     Kvöldverður á KEA Miðvikudagur 4. nóvemberkl: 10-12  Nýjungar í ferðaþjónustu á Akureyri  Dagskráin sem PDF-til útprentunar.    
Lesa meira

Málstofur í ferðamálafræði í Þjóðarspeglinum

Tvær málstofur um ferðamál eru á hinni árlegu ráðstefnu Þjóðarspeglinum sem haldinn verður í tíunda sinn þann 30. október 2009 í Háskóla Íslands. Félagsvísindastofnun HÍ er framkvæmdaraðili Þjóðarspegilsins sem hefur skapað sér sess sem nokkurs konar árleg uppskeruhátíð félagsvísindafólks hérlendis. Þátttakendur verða frá flestum innlendum háskólum auk sjálfsstæðra rannsóknastofnanna. Á Þjóðarspeglinum gefst fólki kostur á að hlýða á fyrirlestra af öllu litrófi félagsvísinda um það sem efst er á baugi í rannsóknum í dag. Sérstaða ráðstefnunnar felst ekki síst í því að lögð er áhersla á miðlun rannsókna til almennings. Allir fyrirlestrar eru opnir, engin þörf er á skráningu og það kostar ekkert að mæta og fylgjast með einstökum erindum eða málstofum. Málstofur í ferðamálafræði: Kl. 11-13 Háskólatorg 104 Anna Mjöll Guðmundsdóttir og Anna Dóra SæþórsdóttirTourism Management in Wilderness areas - Svalbard Anna KarlsdóttirFerðamál í Norðurslóðalöndum á tímum loftslagsbreytinga Edward H. HuijbensVöruþróun í heilsutengdri ferðaþjónustu - Möguleg Norræn undirþemu? Eyrún Jenný Bjarnadóttir og Hjördís SigursteinsdóttirSkotveiðitengd ferðaþjónusta - Sóknarfæri í dreifbýli? Kl. 13-15 Háskólatorg 104 Anna Dóra SæþórsdóttirViðhorf ferðamanna á Kili Gunnar Þór JóhannessonFerðaþjónusta á krepputímum: Orðræða um þróun ferðaþjónustu á Íslandi Laufey HaraldsdóttirAð borða mat, en bragða svæðið - Þarfir og væntingar ferðamanna til veitinga á ferðalögum Heimasíða Þjóðarspegils 2009  
Lesa meira

Fundur um sóknarfæri í heilsutengdri ferðaþjónustu

Óformlegur starfshópur iðnaðarráðherra um heilsutengda ferðaþjónustu efnir til vinnufundar um heilsutengda ferðaþjónustu á Íslandi. Þeir sem vinna að uppbyggingu ferðaþjónustu af þessum toga  eru hvattir til að mæta og taka þátt í að ræða helstu verkefni framundan. Fundurinn fer fram á Ferðamálastofu, Geirsgötu 9, fimmtudaginn 5. nóvember kl. 9-11. Tekið verður á móti skráningu til hádegis miðvikudagsins 4. nóvember á netfanginu sunna@icetourist.is
Lesa meira

Umhverfisáhrif ferðalaga

Umhverfisdagur Farfugla verður haldinn 30. október næstkomandi. Yfirskrift hans er: Umhverfisáhrif ferðalaga - Hvernig getum við dregið úr neikvæðum áhrifum?. Í kynningu á deginum segir meðal annars: "Heimurinn með allri sinni fegurð og framandleika hvetur okkur til að leggja land undir fót, en um leið mörkum við spor í umhverfið sem erfitt er að útmá ? eða hvað? Á Umhverfisdegi Farfugla verður fjallað um þessa þversögn sem ferðalangar þurfa að kljást við og leiðir sem fara má til að draga úr þeim áhrifum sem ferðalög hafa á náttúruna sem er okkur  svo hugleikin." Umhverfisdagur Farfugla verður haldinn í Kornhlöðunni, Bankastræti 2 í Reykjavík, kl. 13:30-17. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Dagskrá: 13:30 ?13:45 FundarsetningMarkús Einarsson, framkvæmdastjóri Farfugla. 13:45 ? 14:30 Hvernig getum við dregið úr umhverfisáhrifum ferðalaga?Hulda Steingrímsdóttir hjá ráðgjafarfyrirtækinu Alta ræðir umhverfisáhrifferðalaga og hvað við getum gert til að draga úr þeim. 14:30 ? 15:00 Innsýn í starf á Farfuglaheimilinu í LaugardalSigríður Ólafsdóttir rekstrarstjóri segir frá umhverfisstarfi á Svansvottuðumgististað. 15:00 ? 15:30 Innsýn í starf HópbílaPálmar Sigurðsson skrifstofu- og starfsmannastjóri segir frá umhverfisstarfiinnan hópbifreiðafyrirtækis. 15:20 ? 15:50 Kaffihlé 15:50 ? 16:10 Meðal hirðingja í Mongólíu ? Ferðasaga í máli og myndumÁsta Kristín Þorsteinsdóttir segir frá stuttri dvöl hjá hirðingjum ogkynnum af sjálfbærri ferðaþjónustu í Mongólíu. 16:10 ? 16:40 Innsýn í starf Íslenskra fjallaleiðsögumannaJón Gauti Jónsson fjallaleiðsögumaður segir frá umhverfisstarfi innanafþreyingarfyrirtækis. 16:40 ? 17:00 Á kajak um Jökulfirði ? Ferðasaga í máli og myndumValdimar Harðarson Steffensen segir frá nokkurra daga kajakferð umeyðibyggð með allan farangur meðferðis. 17:00 Fundarslit Dagskrá sem PDF til útprentunar:Umhverfisdagur Farfugla  2009    
Lesa meira

Fengu verðlaun fyrir Íslandsbækling

Í vikunni var tilkynnt um vinningshafa í árlegum ferðaverðlaunum bresku miðlanna Guardian / Observer. Ferðaskrifstofan Discover the World hlaut verðlaunin í flokkum ?Besti ferðabæklingurinn", fyrir 2009 Íslandsbækling sinn. Discover the World er öflugur aðili í sölu Íslandsferða í Bretlandi og koma þúsundir gesta hingað til lands á þeirra vegum árlega. Ferðaverðlaun Guardian og Observer vekja jafnan talsverða athygli en úrslitin má nú sjá á vefsíðu Guardian og um helgina munu þau birtast í prentuðum útgáfum blaðanna. Heimasíða Discover the World Skoða úrslit í ferðaverðlaunum Guardian / Observer 2009  
Lesa meira