Fréttir

Iceland Express flýgur til Winnipeg

Iceland Express hyggst hefja áætlunarflug til Winnipeg í Kanada næsta sumar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu. Þar segir að flogið verði einu sinni til tvisvar í viku, frá og með júnímánuði. Áfangastaðir flugfélagsins verði þar með orðnir 27 talsins. Winnipeg er höfuðborg og jafnframt stærsta borg Manitoba í Kanada .  Hátt í 1.300 þúsund manns búa í Manitoba.  Í Winnipeg og nágrenni hennar er mikið af fallegum görðum, svo og mörg stöðuvötn, eins og Lake Winnipeg og Lake Manitoba.  Frá Winnipeg eru svo tengiflug til margra staða í Kanada, í Bandaríkjunum og Suður-Ameríku.  Mikill uppgangur hefur verið í Winnipeg undanfarin misseri, þrátt fyrir efnahagslægð víðast annars staðar.  Hagur íbúanna hefur vænkast,  fasteignaverð hækkað og atvinnuleysi er hverfandi. Um 19 prósent íbúa Manitoba eru af erlendum uppruna.  Í því sambandi má geta þess, að samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er talið, að allt að hálf milljón Ameríkumanna eigi rætur sínar að rekja til Íslands.  Vestur-Íslendingar reka blómleg átthagafélög víða og flest þeirra eru í Manitoba.
Lesa meira

Ánægðir ferðamenn í Reykjavík

Alls höfðu 91% erlendra ferðamanna í Reykjavík góða eða frábæra reynslu af borginni á liðnu sumri. 94% aðspurðra sögðust einnig myndu mæla með Reykjavík við aðra. Segir Höfuðborgarstofa, að þetta sé betri árangur en nokkru sinni, samanborið við kannanir síðustu sumra en kannanir hófust árið 2004. Þegar spurt er um þá afþreyingu sem gestir Reykjavíkur nýta sér kemur í ljós að 70% fóru á veitingahús og 57% versluðu, sem er með því hærra sem hefur mælst. 40% skoðuðu söfn. Þá fóru 15% fóru í dagsferð um Reykjavík og 34% í dagsferð frá Reykjavík. Hefur þetta hlutfall aldrei mælst hærra. Í könnuninni voru settar fram nokkrar fullyrðingar sem gestirnir lögðu mat á. Í ljós kom að 91% voru sammála þeirri fullyrðingu að Reykjavík sé örugg borg, 86% telja að Reykjavík sé hrein borg og 76% voru sammála því að Reykjavík sé skapandi borg. Hafa þessar tölur aldrei mælst hærri yfir sumartímann. Þá hefur aldrei hefur hærra hlutfall sumargesta verið sammála þeirri fullyrðingu, að í Reykjavík fáist mikið fyrir peninginn, eða 46%. Segir Höfuðborgarstofa, að fullvíst megi telja að veiking krónunnar árið 2008 og 2009 valdi þar mestu. Einnig megi leiða að því líkum, að almenn ánægja gesta og aukin aðsókn í afþreyingu tengist að einhverju leyti hagstæðu gengi krónunnar fyrir útlendinga. Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar gerðu könnunkna fyrir Höfuðborgarstofu síðastliðið sumar, frá júní til ágúst og var úrtakið rúmlega 2000 erlendir ferðamenn sem voru á leið úr landi í Leifsstöð.
Lesa meira

Ísland á EIBTM

EIBTM sýningin í Barcelona fór fram dagana 1.-3. desember 2009.   Alls tóku 12 fyrirtæki þátt í sýningunni ásamt Ráðstefnuskrifstofu Íslands en EIBTM sýningin hefur stimplað sig inn sem einn helsta fagsýningin í Evrópu þegar kemur að ráðstefnu-, funda- og hvataferðamarkaðinum.  Almenn ánægja var með sýninguna og greinilegt að þessi markaður er að taka við sér eftir lægð árið 2009.  Fyrirtækin sem tóku þátt voru: Atlantik, Iceland Travel, Snæland Grímsson. Reykjavík Incentives, Nordic Visitor, Portus, Icelandair, Grand Hótel Reykjavík, Icelandair Hotels / Hilton Reykjavík Nordica, Practical, Fjallamenn og Terra Nova Incentives. Hér að neðan eru nokkrar myndir frá sýningunni.
Lesa meira

Námsbraut í ferðamálum og þjónustu

Opni háskólinn við Háskólann í Reykjavík kynnir námsbraut í ferðamálum og þjónustu þar sem rýnt verður í helstu áskoranir og sóknarfæri ferðamarkaða. Markmið námsins er að nemendur öðlist skýra og hagnýta sýn á starfsemi ferðaþjónustu með áherslu á viðskiptafræðilegan grunn. Námið er hægt að taka samhliða vinnu og er ígildi 36 ECTS eininga. "Beittu framsæknum stjórnunaraðferðum í vaxandi atvinnugrein og fangaðu tækifæri nýsköpunar í ferðamálum og þjónustu," segir í auglýsingu um námið.    VORÖNN 2010 HAUSTÖNN 2010 Ferðamálafræði: Kenningar og hagnýting Þjónustusamskipti og menningarlæsi Rekstrarstjórnun og fjármál Stjórnun mannauðs Markaðssetning og sala Nýsköpun og vöruþróun / verkefna- og viðburðastjórnun KennslufyrirkomulagNámið hefst 15. febrúar 2010 og því lýkur á haustönn 2010.Kennt er á mánudögum og miðvikudögum kl.16:30 ? 20:00. Kynningarfundur um námsbrautina verður haldinn þann 19. janúar kl.17:00-18:00 í húsnæði Ferðamálastofu, Geirsgötu 9, 101 Rvk. (Ath. Fundinum hefur verið frestað að beiðni Opna Háskólans) Opið fyrir umsóknir á www.opnihaskolinn.is Nánari upplýsingar veitir: Salóme Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Sími: 599 6353 / salomeg@ru.is Auglýsing um námið (PDF)
Lesa meira

Hlaut nafnið Harpa

Tónlistar- og ráðstefnuhúsið við hafnarbakkannn hefur fengið nafnið Harpa. Þetta var opinberað við hátíðlega athöfn í húsinu á föstudaginn. Það var Harpa Karen Antonsdóttir, 10 ára gömul stúlka, sem gaf húsinu nafnið. Efnt var til samkeppni um nafn á húsið í febrúar í fyrra og létu viðbrögð ekki á sér standa. Alls bárust 4156 tillögur að nafni frá 1200 einstaklingum. 54 lögðu til að húsið fengi nafnið Harpa.   
Lesa meira

Ferðamálaráð skoðar Tónlistar- og ráðstefnuhúsið

Núverandi ferðamálaráð hélt sinn síðasta fund síðastliðinn fimmtudag. Ráðið var skipað frá 1. janúar 2006 en iðnaðarráðherra skipar nýtt ferðamálaráð til fjögurra ára í janúar næstkomandi. Í frétt á vef iðnaðarráðuneytisins kemur fram að fulltrúar í ráðinu fengu leiðsögn um Tónlistar- og ráðstefnuhúsið en gert er ráð fyrir að húsið verði ferðaþjónustunni gríðarlega mikilvægt sem ráðstefnustaður og vettvangur fyrir fjölmarga viðburði sem hingað til hefur vantað fallega umgjörð. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Sævar Skaptason, fltr. SAF, Pétur Rafnsson, fltr. FSÍ, Stefán Hermannsson, framkvæmdastjóri Austurhafnar, Ólöff Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri, Dóra Magnúsdóttir fltr. FSÍ, Helga Haraldsdóttir, skrifstofustjóri í iðnaðarráðuneytinu, Helgi Már Björgvinsson, fltr. SAF, Jón Ásbergsson, fltr. Útflutningsráðs, Anna G. Sverrisdóttir, fltr. SAF, Einar Karl Haraldsson, varaformaður og Svanhildur Konráðsdóttir, formaður ferðamálaráðs.  
Lesa meira

Skemmtileg jólakveðja frá Iceland Travel

Fyrirtæki fara ýmsar leiðir við að senda viðskiptavinum sínum og samstarfsaðilum jólakveðjur. Mjög hefur færst í vöxt að sendar séu út rafrænar kveðjur og þótt sumum þyki þær ópersónulegri en ?gömlu góðu? jólakortin þarf það svo sannarlega ekki að vera. Ferðamálastofu var til að mynda bent á þessa bráðskemmtilegu kveðju frá Iceland Travel sem aðgengileg er á vídeó-samskiptavefnum Youtube. Jólakveðja Iceland Travel 2009
Lesa meira

Fyrsta tölublað Icelandic Times

Út er komið fyrsta tölublað tímaritsins Icelandic Times. Útgefandi er Land og saga en í blaðinu má finna umfjöllun um menningu, hönnun, sögu og fjölda íslenskra fyrirtækja sem starfa í ferðaþjónustu. Efnistök miða að því að kynna erlendum gestum sögu okkar og menningu í  sinni fjölbreytilegu mynd. Þetta er fyrsta útgáfa Lands og sögu upp á enska tungu, en fyrirtækið hefur áður gefið út blöð um ferðaþjónustu á íslensku, undir heitinu Sumarlandið. ?Á þessum síðustu og verstu tímum er vöxtur og efling ferðaþjónustunnar hagur allra landsmanna og er því sérstakt ánægjuefni að sjá hversu fjölbreytt og skapandi starf er unnið í feðraþjónustu um land allt,? segir í kynningu á blaðinu. Icelandic Times er einnig aðgengilegt á netinu. Icelandic Times (PDF)  
Lesa meira

Skráning á "workshop" í London

Þann 10. febrúar 2010 mun Ferðamálastofa í samstarfi við Ferðamálastofur Eistlands og Finnlands halda kynningarfundi (workshop) í London. Skráningarfrestur er til 5. desember en mikilvægt er að gengið sé frá skráningu sem fyrst þar sem kaupendum verður sendur listi yfir þá seljendur sem taka þátt. Kaupendur munu svo bóka fundi við þá seljendur sem þeir vilja hitta. Nánari upplýsingar og skráningarblað er hér fyrir neðan. Nánari upplýsingar veitir Sigríður Gróa í síma 535-5500 e-mail siggagroa@icetourist.is Skráningarblað (PDF)  
Lesa meira

Nýtt hvalaskoðunarskip til hafnar

Nýjasta hvalaskoðunarskip Íslendinga, og jafnframt það stærsta, kom til heimahafnar í Reykjavík í gær. Skipið hefur hlotið nafnið Andrea og er gert út af fyrirtækinu Hvalalíf. Andrea hefur getu til að taka 240 farþega um borð en Hvalalíf hefur ákveðið að takmarka fjöldann við 150 farþega og tryggja þar með hverjum og einum aukið rými, þægindi og öryggi. Á meðfylgjandi mynd sem tekin var við komu skipsins í gær er Hilmar Stefánsson, framkvæmdastjóri Hvalalífs ehf., með þeim Oddnýju Þóru Óladóttur, rannsóknarstjóra Ferðamálastofu og Ólöfu Ýrr Atladóttur ferðamálastjóra. Fyrir er Hvalalíf með tvö minni skip í rekstri.
Lesa meira