24.07.2009
Ferðaþjónustuaðilum berast reglulega ýmis tilboð um viðskipti sem þegar grannt er skoðað byggja á vafasömum grunni. Dæmi um það eru beiðnir um samþykki fyrir skráningu í bæklinga eða lista sem, þegar smáa letrið er skoðað, hefur í för með sér verulegan kostnað.
Einnig má finna ýmis dæmi um þar sem gefið er upp kreditkortanúmer og farið er fram á við gististað að ferðakostnaður ásamt kostnaði við gistingu verði dreginn af því og lagður inn á annan reikning hjá "ferðaþjónustufyrirtæki" sem síðan sjái um að gera upp ferðina. Gististaður á Akureyri fékk t.d. á dögunum fyrirspurn um gistingu. Viðkomandi grunaði raunar strax að maðkur væri í mysunni en ákvað að prófa að svara og fékk þá meðfylgjandi bréf:
Thanks for your reply and assistance so far. I am HAPPY to inform you that we have concluded payment with the University authorities However, a Certified Bank Cheque ofEUROS 6000 was earlier made for this trip BY THEIR SPONSORSThis Cheque was meant for the accommodation, car rental services, and other necessary arrangements. I have now been instructed to send you the Cheque, which will cover the cost of accommodation and all the necessary arrangements for the STUDENTS.Moreover, we also made an arrangement with a pre paid car hiring firm who will provide the STUDENTS with the cars they will be using during their stay. So you are required to deduct 920 euros the cost of your reservation and keep the balance which has been approved for use for the STUDENTS by thier sponsors and which they will collect as soon as they arrive at your town,So confirm this and provide me with the following information: (1) YOUR PAYEE FULL NAMES (means name that will be written on the cheque )(2 ) YOUR ADDRESS (3) YOUR PHONE NUMBER, for payment to be delivered to you via postPlease remember that the our integrity of is involved, so thistransaction requires your prompt response. I also hope that the stay of the students will be made most comfortable PLEASE NOTE THAT OUR UNIVERSITY AUTHORITY DOES NOT WORK WITH CREDIT CARDS REGARDSPatrick
Í þessu tilfelli breyttist einnig netfangið þegar póstinum er svarað, sem strax vekur grunsemdir. Því er full ástæða til að ítreka að ferðaþjónustuaðilar séu ávallt á varðbergi gagnvart hugsanlegum svikum.
Lesa meira
13.07.2009
Á hverju ári vinna nemendur í ferðamálafræði ýmis áhugaverð verkefni sem birtast í lokaritgerðum þeirra. Hjá Háskóla Íslands hefur nýverið tekið upp það skipulag nýmæli að nemendur setja lokaritgerðir sínar inn á Skemmuna þar sem almenningur geta kynnt sér þær.
Skemman er rafrænt gagnasafn Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri, Háskólans á Bifröst og Listaháskóla Íslands. Í safninu eru geymd lokaverkefni nemenda og rannsóknarit starfsmanna. Fyrir áhugasama þá er einfaldast, eftir að komið er inn á skemman.is, að skrifa orðið ferðamálafræði inn í leit. Þá birtist yfirlit yfir ritgerðir, hægt að fara inn á útdrætti og jafnvel heilu ritgerðirnar. Nemendum er í sjálfsvald sett hversu stóran hluta ritgerðar þeir vilja að séu aðgengilegar öllum. Flestir velja þó að ritgerðirnar séu aðgengilegar í heild sinni.
Lesa meira
10.07.2009
Skráningarferstur vegna World Travel Market ferðasýningarinnar í London hefur verið framlengdur til 30. ágúst. Ferðaþjónustuaðilum býðst að fá aðstöðu í bás Íslands gegn föstu gjaldi. Enn er eru nokkur borð laus en "cauters" eru uppseldir.
World Travel Market er ein stærsta ferðasýning í heimi og haldin árlega. Að þessu sinni fer hún fram dagana 9.-12. nóvember og er í ExCel sýningarhöllinni í London líkt og undanfarin ár. Sýningin er opin 4 daga fyrir ferðaþjónustuaðila (trade) en af þeim eru 2 síðustu dagarnir einnig fyrir almenning, þá sérstaklega síðasti dagurinn. Ferðamálastofa sér um að útbúa básinn og skapa mönnum aðstöðu til að hitta viðskiptavini sína en síðan er undir hverjum og einum komið að nýta tækifærið sem best.
Skráningu lýkur 30. ágústHér fyrir neðan er tengill á eyðublað til skráningar í íslenska sýningarbásinn á World Travel Market 2009 en vakin er athygli á því að skráningu lýkur 30. ágúst næstkomandi. Einnig er tengill á heimasíðu sýningarinnar.
Skráning á WTM 2009 (PDF-skjal)
Heimasíða sýningarinnar
Nánari upplýsingar um sýningar í Bretlandi veitir Sigríður Gróa Þórarinsdóttir, markaðsfulltrúi, siggagroa@icetourist.is Sími: 535 5500
Lesa meira
10.07.2009
Á vegum Akureyrarstofu er nú að fara af stað verkefni sem miðar að aukinni þjónustu við ferðamenn, einkum farþega skemmtiferðaskipa. Um er að ræða útsýnisferðir um Akureyri.
Verkefnið nefnist CITY BUS Sightseeing. Mun vagninn keyra frá klukkan 9-13 þá daga sem skip eru í höfn og tekur hver hringur um 45 mínútur. Lagt er upp frá Oddeyrarbryggju en alls eru 12 viðkomustaðir í hringnum. Viðkomandi fær miða í hendurnar stimplaðan með dagsetningu og getur sem dæmi stigið út í miðbænum eftir að hafa tekið sér far frá höfninni með fyrsta vagninum, rölt gegnum miðbæinn inn að Minjasafni og farið aftur um borð með síðasta vagninum. Farið kostar 3 evrur eða 500 kr.
Lesa meira
10.07.2009
Á dögunum undirrituðu Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra og eigendur Hoffells og Miðfells í sveitarfélaginu Hornafirði samning um friðlýsingu fjalllendis á jörðunum við Hoffellsjökul. Svæðið eru um 50 ferkílómetrar að stærð og verður hluti af Vatnajökulsþjóðgarði.
Lesa meira
09.07.2009
Erlendir gestir um Leifsstöð í júní í ár voru ríflega 54 þúsund, sem eru 1500 færri gestir en í júnímánuði á síðastliðnu ári. Fækkunin nemur þremur prósentum milli ára.
Ef litið er til einstakra markaðssvæða má sjá verulega fjölgun frá Mið- og S.-Evrópu eða um 25,4% og munar þar mest um fjölgun Þjóðverja og Hollendinga. Norðurlandabúum fækkar um 8% en þar ber hæst fækkun Svía. Bretum fækkar um 19,5% en brottförum gesta frá öðrum löndum Evrópu og fjarmörkuðum fækkar um 17,7%. N.-Ameríkanar standa hins vegar í stað.
Frá áramótum hafa 179 þúsund erlendir gestir farið frá landinu eða þremur prósentum færri en árinu áður en þá voru þeir um 184 þúsund. Tæplega helmingsfækkun er hins vegar í brottförum Íslendinga, voru tæplega 228 þúsund árið 2008 en 125 þúsund í ár.
Talning er unnin á vegum Ferðamálastofu og nær yfir allar brottfarir um Leifsstöð, þ.m.t. brottfarir erlends vinnuafls. Nánari skiptingu gesta eftir markaðssviðum og einstaka þjóðernum má sjá í töflunum hér að neðan.
Júní eftir þjóðernum
Janúar-júní eftir þjóðernum
Breyting milli ára
Breyting milli ára
2008
2009
Fjöldi
(%)
2008
2009
Fjöldi
(%)
Bandaríkin
5.947
6.024
77
1,3
Bandaríkin
17.156
18.589
1.433
8,4
Kanada
1.598
1.606
8
0,5
Kanada
3.694
3.731
37
1,0
Bretland
5.440
4.377
-1.063
-19,5
Bretland
31.567
28.438
-3.129
-9,9
Noregur
4.117
3.967
-150
-3,6
Noregur
15.691
16.127
436
2,8
Danmörk
4.683
4.363
-320
-6,8
Danmörk
16.627
17.016
389
2,3
Svíþjóð
4.354
3.521
-833
-19,1
Svíþjóð
13.886
14.124
238
1,7
Finnland
1.528
1.617
89
5,8
Finnland
5.059
4.696
-363
-7,2
Þýskaland
5.708
7.317
1.609
28,2
Þýskaland
14.098
16.802
2.704
19,2
Holland
2.066
3.034
968
46,9
Holland
7.064
8.072
1.008
14,3
Frakkland
2.780
3.086
306
11,0
Frakkland
8.659
9.045
386
4,5
Sviss
738
1.030
292
39,6
Sviss
1.557
2.106
549
35,3
Spánn
875
893
18
2,1
Spánn
2.094
2.148
54
2,6
Ítalía
1.110
1.284
174
15,7
Ítalía
2.486
2.555
69
2,8
Pólland
3.120
2.194
-926
-29,7
Pólland
10.074
6.209
-3.865
-38,4
Japan
545
558
13
2,4
Japan
3.141
3.378
237
7,5
Kína
1.000
822
-178
-17,8
Kína
2.471
1.856
-615
-24,9
Annað
10.369
8.796
-1.573
-15,2
Annað
28.983
23.977
-5.006
-17,3
Samtals
55.978
54.489
-1.489
-2,7
Samtals
184.307
178.869
-5.438
-3,0
Júní eftir markaðssvæðum
Janúar-júní eftir markaðssvæðum
Breyting milli ára
Breyting milli ára
2008
2009
Fjöldi
(%)
2008
2009
Fjöldi
(%)
N-Ameríka
7.545
7.630
85
1,1
N-Ameríka
20.850
22.320
1.470
7,1
Bretland
5.440
4.377
-1.063
-19,5
Bretland
31.567
28.438
-3.129
-9,9
Norðurlönd
14.682
13.468
-1.214
-8,3
Norðurlönd
51.263
51.963
700
1,4
Mið-/S-Evr.
13.277
16.644
3.367
25,4
Mið-/S-Evr.
35.958
40.728
4.770
13,3
Annað
15.034
12.370
-2.664
-17,7
Annað
44.669
35.420
-9.249
-20,7
Samtals
55.978
54.489
-1.489
-2,7
Samtals
184.307
178.869
-5.438
-3,0
Ísland
49.073
26.763
-22.310
-45,5
Ísland
227.641
124.969
-102.672
-45,1
Lesa meira
08.07.2009
Icelandair sameinar í haust flug til Manchester og Glasgow og auka tíðni ferða í fjögur flug á viku. Fyrst verður flogið til Manchester í hverri ferð og síðan höfð viðkoma í Glasgow á leið til Íslands. Á undanförnum árum hefur verið flogið tvisvar í viku til borganna að vetri til. Ný áætlun tekur gildi 25. september næstkomandi.
?Með því að auka tíðnina og fljúga til beggja borga í sömu ferðinni getum í senn aukið þjónustu við viðskiptavini og tryggt hagkvæmni í rekstri. Á undanförnum árum hefur flugið til þessara borga byggst að verulegu leyti á ferðum íslenskra farþega, en vegna gengisþróunar hefur mjög dregið úr utanferðum Íslendinga og við leggjum nú aukna áherslu á erlenda ferðamenn. Með breytingunni nú aukum við sveigjanleika fyrir þá sem eiga erindi til og frá þessum borgum og auk þess tengjum við þessar tvær borgir við Ameríkuflug okkar og getum boðið mjög hagstætt flug t.d. til Seattle og Boston í Bandaríkjunum,? er haft eftir Helga Má Björgvinssyni, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair.
Flogið verður á mánudögum, miðvikudögum, föstudögum og laugardögum.
Lesa meira
07.07.2009
?Vænlegasta veganestið? er nafnið á léttum og skemmtilegum leik sem Ferðamálastofa hefur hlaypt af stokkunum í samvinnu við Rás 2. Leikurinn verður í gangi í sumar.
Í honum gefst almenningi kostur á að velja ?vænlegasta veganestið? með því að senda inn ábendingar um skemmtilegan, óvenjulegan eða sérstaklega góðan skyndibita eða aðrar veitingar á ferð sinni um landið. Eitthvað sem vert er að hrósa: Eitthvað sem kemur á óvart, eitthvað sem fer fram úr væntingum, eitthvað sem er öðruvísi.
Í þættinum frá A-J á Rás 2 munu Atli og Jói velja ?vænlegasta veganestið? úr þeim tilnefningum sem berast. Þeir heyra síðan í þeim aðila sem sendi inn ábendinguna og grennslast nánar fyrir umum staðinn og það sem boðið er uppá. Dregið verður úr innsendum ábendingum og í verðlaun verður máltíð á uppáhaldsstað viðkomandi.Til að senda inn ábendingu er farið inn á vefinn www.ferdalag.is
Lesa meira
07.07.2009
Rannsóknamiðstöð ferðamála hefur sett af stað könnun meðal brottfararfarþega í millilandaflugi frá Akureyrarflugvelli í sumar. Markmið könnunarinnar er að er að kanna ferðavenjur þeirra erlendu gesta sem fara frá landinu í gegnum Akureyraflugvöll og kortleggja ferðamynstur þeirra um Norðurland. Könnunin hófst upp úr miðjum júní og stendur yfir fram í ágúst. Könnunin er unnin í samvinnu við Flugstoðir og viðskiptafræðideild HA í samvinnu við sveitarfélög á Eyjafjarðarsvæðinu.
Undirbúningur könnunarinnar fór af stað í kjölfarið á vinnufundi um millilandaflug frá Akureyri, sem fram fór samhliða árlegri ráðstefnu Háskólans á Akureyri um þjóðfélagsfræði 8. og 9. maí sl. Slík könnun hefur ekki verið gerð áður á Akureyrarflugvelli en er stöðugt haldið úti á Keflavíkurvelli frá 2004. Niðurstöður könnunarinnar munu veita veigamikið innlegg í umræðuna um millilandaflug frá Akureyri á heilsársgrundvelli, segir í frétt frá Rannsóknamiðstöð ferðamála.
Lesa meira
07.07.2009
Sífellt fleiri vilja auka við þekkingu sína um ferðamál ef marka má nýskráningar í ferðamálafræði við Háskóla Íslands. Fjölgun nema í grunnámi í haust er 80% frá fyrra ári sem samsvarar því að 81 setjist á skólabekk á haustönn. Aðsóknarmet var einnig á vorönn 2009 en þá voru alls 151 nemandi skráður í námið. Vinsældir ferðamálafræðinnar endurspegla mikilvægi ferðamála fyrir íslenskt samfélag enda greinin í vexti og sífellt fjölbreytilegri, segir í frétt frá HÍ.
Nýverið útskrifaðist 21 ferðamálafræðingur úr Háskóla Íslands með baccaleum laureate gráðu en alls hafa 255 nemendur lokið prófi frá 2002 þegar fyrstu nemarnir útskrifuðust. Rannsóknarverkefni nemenda til lokaprófs spönnuðu víð svið, bæði í tengslum við þátt ferðamála í atvinnuþróun heima fyrir en eins málefni alþjóða ferðamála af mismunandi tagi. Meðfylgjandi listi ber fjölbreyttri flóru viðfangsefna innan ferðamálafræða vitni og sýnir hversu miklir möguleikar felast í ferðaþjónustu/málum.
Nánari upplýsingar veitir Anna Karlsdóttir (annakar@hi.is), lektor í ferðamálafræði í síma 5254741.
Lsiti yfr lokaverkefni í ferðamálafræðum 2009 (PDF)
Lesa meira