Fara í efni

Radisson SAS 1919 fær alþjóðlegar viðurkenningar

1919 Hótel
1919 Hótel

Radisson SAS 1919 Hótel hefur þriðja árið í röð verið útnefnt "Iceland''s Leading Hotel" af World Travel Awards. Þá var 101 hótel útnefnt "Iceland''s Leading Boutique Hotel".

Nýlega komst Radisson SAS 1919 einnig í  annað sinn á lista CNBC Business yfir 25 bestu viðskiptahótel í Evrópu. Mat þeirra byggir á framúrskarandi aðstöðu og þjónustu. Í ár var einnig tekið mið af hvað er innifalið í verðinu. Í frétt frá Radisson SAS 1919 er haft eftir hótelstjóranum, Gaute Birkeli, að árið hafi verið mjög krefjandi og stefnumótandi fyrir hótelgeirann á Íslandi. "Starfslið 1919 hótels hefur lagt sig fram frá byrjun í að þróa kröftugar, samverkandi aðferðir sem leyfa okkur að aðlagast markaðstæðum sem fyrst en umfram allt að verja þessa sérstæðu vöru sem hótelið er á þessum erfiðu tímum. Það er sérlega ánægjulegt að hafa fengið þessar viðurkenningar bæði af hálfu World Travel Awards og CNBC Business og ég held að þetta gefi glöggt í skyn að aðferðir okkar virki," segir orðrétt.

Hér má sjá nánar um World Travel Awards 2009