Fara í efni

Practical og Hilton Nordica hótel hljóta alþjóðleg verðlaun

Verðlaun Practical Hilton
Verðlaun Practical Hilton

Bandaríska viðburðafyrirtækið Harith Productouns fékk á laugardaginn afhent virt ferðaþjónustuverðlaun fyrir 200 manna hvataferð sem skipulögð var hingað til lands fyrir bandarískt lyfjafyrirtæki.

Um skipulagningu hérlendis sáu Hilton Reykjavík Nordica og Practical. Verðlaunin voru veitt flokknum framúrskarandi hvataferð (Exceptional Motivational Travel Program).  Þau  voru afhent á Karabíahafseyjunni Arúba og tóku Marín Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Practical, og Ingólfur Haraldsson hótelstjóri Hilton Reykjavík Nordica við þeim fyrir hönd fyrirtækja sinna (sjá mynd). CRYSTAL?verðlaunin njóta mikillar virðingar en þau eru veitt af SITE-samtökunum, sem í eru um 2000 fyrirtæki á sviði ferðaþjónustu og skipulagningar viðburða.

?Viðurkenning þessi skapar okkur enn frekara brautargengi við markaðssetningu Hilton Reykjavík Nordica sem framúrskarandi valkost fyrir ráðstefnu- og hvataferðarhópa á alþjóðlegum vettvangi. Ennfremur beinir þessi uppákoma augum allra þeirra fagaðila sem tilheyra SITE samtökunum að Íslandi sem vænlegum kosti fyrir þá viðburði sem þeir munu halda í náinni framtíð. Starfsfólk sölu- og markaðsdeildar Flugleiðahótela mun á næstu vikum og mánuðum kappkosta að nýta þann meðbyr sem þessi verðlaun veita,? segir Ingólfur.

Marín Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Practical, var ekki síður ánægð. ?Við erum í skýjunum því verðlaunin eru ekki aðeins heiður fyrir Practical og hótelið heldur varpa einnig ljósi á hve góður kostur Ísland er um þessar mundir. Nú gefst tækifæri til að heimsækja Ísland og njóta góðrar þjónustu, hótela og skemmtunar í hæsta gæðaflokki fyrir hóflegt verð. Við vonust því til að með þessu opnist augu fleiri stórfyrirtækja fyrir þeim möguleika að koma hingað með starfsmenn sína á næstunni,? segir Marín.

Nánari upplýsingar um verðlaunin vef SITE (PDF)

Fleiri myndir frá verðlaunaafhedingunni