Fara í efni

Danir velja Ísland annað besta ferðamannaland í Evrópu

Hver
Hver

Síðastliðinn fimmtudag voru hin árlegu Danish Travel Awards afhent í 21. sinn við hátíðlega athöfn á hinu glænýja Crown Plaza í Örestad. Þá kom í ljós að neytendur höfðu valið Ísland annað besta ferðamannaland Evrópu, á eftir Skotlandi.

Alls voru veitt 21 verðlaun í ýmsum flokkum og í fyrsta skipti sérstök umhverfisverðlaun. Að valinu stendur dönsk ferðaþjónusta og neytendur. Sem dæmi þá hlutu eftirtaldir aðilar verðlaun:

Besta ferðamannaland í Evrópu: Skotland, í öðru sæti Ísland (valið af neytendum)
Besta ferðamannaland utan Evrópu: Thailand, í öðru sæti Bandaríkin
Besta ferðaskrifstofan: Billetkontoret, í öðru sæti Profil rejser (valin af ferðaþjónustunni)
Besta hótelkeðja: First Hotels, í öðru sæti Radisson Blu (valið af ferðaþjónustunni)
Besta "leisure" ferðaskrifstofan: Profil, í öðru sæti  Jysk rejsebureay. (valin af neytendum). Profil hafa unnið þessi verðlaun sjö sinnum áður

Umhverfisverðlaun til flugfélags
Leiguflugfélagið Thomas Cook Airlines hlaut umhverfisverðlaunin fyrir að draga úr losun kolefnis og fyrir minni hávaðamengun. Frá árinu 2000 hefur félaginu tekist að minnka eldsneytisnotkun um 22%, hávaða frá vélunum um 30% og úrgang um borð um 75%. Félagið það eina á Norðurlöndunum sem flokkar rusl um borð.

Lista yfir alla vinningshafa og nánari fréttir um þessa viðurkenningu má finna á www.takeoff.dk og www.standby.dk