Fara í efni

Vefurinn skapar verðmæti - Fyrirlestur og ráðstefna 1. desember

Geysir
Geysir

Á fullveldisdaginn, þann 1. desember næstkomandi stendur Útflutningsráð fyrir ráðstefnu á Hilton Reykjavík Nordica um aukin tækifæri til verðmætasköpunar á vefnum.

Sú hefð hefur skapast hjá ráðinu undanfarin ár að nýta þennan dag til að vekja sérstaka athygli á málum tengdum útflutningi ? og í þetta sinn verður áhersla lögð á útflutning á netinu, enda liggja þar mörg tækifæri til hagnaðar og gjaldeyrissköpunar. Erlendur gestafyrirlesari mun miðla af reynslu sinni og íslensk fyrirtæki sem náð hafa árangri á þessu sviði kynna starfsemi sína.

Aðalfyrirlesari verður Rob Snell frá Bandaríkjunum, höfundur bókarinnar Yahoo Store! For Dummies. Rob er aðaleigandi Snell Brothers, ráðgjafarfyrirtækis sem sérhæfir sig í sölu á netinu. Hann mun segja frá víðtækri reynslu sinni af hönnun, þróun og markaðssetningu netverslana sem velta milljónum dollara á ári.

Þau íslensku fyrirtæki sem kynna munu starfsemi sína verða 66°Norður, Nammi.is, Icelandair, CCP og Arctic Images.

Jón Ásbergsson framkvæmdastjóri Útflutningsráðs setur ráðstefnuna og Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra mun ávarpa fundargesti.

Í lok fundar verður boðið upp á léttan hádegisverð og spjall við fyrirlesara og fulltrúa fyrirtækja.

Aðgangur er ókeypis.

Þeim sem vilja skrá sig til þátttöku er bent á að gera það með pósti á netfangið utflutningsrad@utflutningsrad.is, í síma 511 4000 eða á vef Útflutningsráðs.

Nánari upplýsingar veita Elsa Einarsdóttir, elsa@utflutningsrad.is og Hermann Ottósson, hermann@utflutningsrad.is.

Dagskrá ráðstefnunnar sem PDF