Fara í efni

Vænlegasta veganestið 2009

Veganestið 2009
Veganestið 2009

?Vænlegasta veganestið? er nafnið á léttum og skemmtilegum leik sem Ferðamálastofa hefur hlaypt af stokkunum í samvinnu við Rás 2. Leikurinn verður í gangi í sumar.

Í honum gefst almenningi kostur á að velja ?vænlegasta veganestið? með því að senda inn ábendingar um skemmtilegan, óvenjulegan eða sérstaklega góðan skyndibita eða aðrar veitingar á ferð sinni um landið. Eitthvað sem vert er að hrósa: Eitthvað sem kemur á óvart, eitthvað sem fer fram úr væntingum, eitthvað sem er öðruvísi.

Í þættinum frá A-J á Rás 2 munu Atli og Jói velja ?vænlegasta veganestið? úr þeim tilnefningum sem berast. Þeir heyra síðan í þeim aðila sem sendi inn ábendinguna og grennslast nánar fyrir umum staðinn og það sem boðið er uppá. Dregið verður úr innsendum ábendingum og í verðlaun verður máltíð á uppáhaldsstað viðkomandi.
Til að senda inn ábendingu er farið inn á vefinn www.ferdalag.is