Fara í efni

Hoffellsfjöll verða hluti af Vatnajökulsþjóðgarði

Vatnajökulsþjóðgarður
Vatnajökulsþjóðgarður

Á á dögunum undirrituðu Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra og eigendur Hoffells og Miðfells í sveitarfélaginu Hornafirði samning um friðlýsingu fjalllendis á jörðunum við Hoffellsjökul. Svæðið eru um 50 ferkílómetrar að stærð og verður hluti af Vatnajökulsþjóðgarði.

Á vef umhverfisráðu- neytisins kemur fram að landslag á svæðinu er stórbrotið og einkennist af lítt grónum fjöllum og grónum dölum. Birkiskógur með sérstæðu gróðurfari og mörgum sjaldgæfum fléttum og háplöntutegundum vaxa á svæðinu. Þá er sagt að markmiðið með friðun svæðisins er að vernda búsvæði fyrir margar sjaldgæfar gróðurtegundir sem hafa takmarkaða útbreiðslu.  Með verndun þessara tegunda og búsvæða þeirra er stuðlað að því að tryggja viðhald líffræðilegrar fjölbreytni, sbr. 2010 markmið samningsins um líffræðilega fjölbreytni og evrópsku áætlunina um plöntuvernd 2008-2014. Jafnframt er svæðið verndað til útivistar.

Jafnframt er unnið að heildarskipulagningu á svæðinu í samráði við svæðisráð, landeigendur, sveitarfélagið og aðra hagsmunaaðila. Skipulagið felur meðal annars í sér uppbyggingu gönguleiða, uppsetningu merkja og skilta, lagfæringar á akstursleiðum og uppbyggingu Hoffellsstofu en þann 29. júní sl. var einnig undirritaður samningur á milli Jöklaveraldar ehf., sem er fyrirtæki í eigu Þrúðmars og Ingibjargar í Hoffelli, og Hoffellsstofu um byggingu og rekstur Hoffellsstofu. Jöklaveröld ehf. stendur að byggingu húsnæðis sem verður þjónustuhús fyrir heitu laugarnar, upplýsingamiðstöð ásamt ýmsu fleiru.