Fara í efni

Erlendum gestum fjölgar í júlí

Erlendum gestum fjölgaði um 1,2 prósent í júlímánuði síðastliðnum miðað við sama mánuð árið 2008. Um 82 þúsund erlendir gestir fóru frá landinu um Leifsstöð í júlímánuði eða 950   fleiri en  árið 2008.
 
Ef litið er til helstu markaðssvæða má sjá fjölgun frá Mið og Suður Evrópu, Norðurlöndunum og N-Ameríku. Af einstökum löndum fjölgaði Spánverjum, Ítölum , Finnum og Kanadamönnum hlutfallslega mest. Bretum fækkaði hins vegar umtalsvert eða um 21 prósent og gestum frá fjarmörkuðum um 7 prósent.  
 
Frá áramótum hafa 261 þúsund erlendir gestir farið frá landinu eða um 1,7 prósent færri en á sama tímabili árinu áður.
 
Tæplega helmingsfækkun (47,9%) er í brottförum Íslendinga í júlí, voru 23 þúsund talsins í júlí síðastliðnum en á árinu 2008 voru þær um 44 þúsund. Brottförum Íslendinga frá áramótum hefur fækkað milli ára um tæp 46 prósent eða 124 þúsund.
 
Talningin er unnin á vegum Ferðamálastofu og nær yfir allar brottfarir um Leifsstöð, þ.m.t. brottfarir erlends vinnuafls. Nánari skiptingu gesta eftir markaðssvæðum og einstaka þjóðernum má sjá í töflunum hér að neðan.

Júlí eftir þjóðernum Janúar-júlí eftir þjóðernum
    Breyting milli ára     Breyting milli ára
  2008 2009    Fjöldi      (%)   2008 2009      Fjöldi    (%)
Bandaríkin 6.378 6.422 44 0,7 Bandaríkin 23.534 25.011 1.477 6,3
Kanada 1.827 2.347 520 28,5 Kanada 5.521 6.078 557 10,1
Bretland 8.031 6.319 -1.712 -21,3 Bretland 39.598 34.757 -4.841 -12,2
Noregur 4.352 4.818 466 10,7 Noregur 20.043 20.945 902 4,5
Danmörk 7.737 7.787 50 0,6 Danmörk 24.364 24.803 439 1,8
Svíþjóð 4.646 4.562 -84 -1,8 Svíþjóð 18.532 18.686 154 0,8
Finnland 1.506 2.159 653 43,4 Finnland 6.565 6.855 290 4,4
Þýskaland 11.047 11.619 572 5,2 Þýskaland 25.145 28.421 3.276 13,0
Holland 3.448 2.825 -623 -18,1 Holland 10.512 10.897 385 3,7
Frakkland 6.129 6.327 198 3,2 Frakkland 14.788 15.372 584 3,9
Sviss 2.340 2.694 354 15,1 Sviss 3.897 4.800 903 23,2
Spánn