Fara í efni

Aukin þjónusta við farþega skemmtiferðaskipa á Akureyri

Skemmtiferðaskip
Skemmtiferðaskip

Á vegum Akureyrarstofu er nú að fara af stað verkefni sem miðar að aukinni þjónustu við ferðamenn, einkum farþega skemmtiferðaskipa. Um er að ræða útsýnisferðir um Akureyri.

Verkefnið nefnist CITY BUS Sightseeing. Mun vagninn keyra frá klukkan 9-13 þá daga sem skip eru í höfn og tekur hver hringur um 45 mínútur. Lagt er upp frá Oddeyrarbryggju en alls eru 12 viðkomustaðir í hringnum. Viðkomandi fær miða í hendurnar stimplaðan með dagsetningu og getur sem dæmi stigið út í miðbænum eftir að hafa tekið sér far frá höfninni með fyrsta vagninum, rölt gegnum miðbæinn inn að Minjasafni og farið aftur um borð með síðasta vagninum. Farið kostar 3 evrur eða 500 kr.