Fréttir

Skráningarfrestur auglýsinga í Íslandsbækling 2010

Nú er vinnsla hafin á Íslandsbæklingi Ferðamálastofu 2010.  Sem fyrr gefst ferðaþjónustuaðilum kostur á að auglýsa í bæklingnum sem gefinn er út í um 350 þúsund eintökum á 10 tungumálum og dreift víðsvegar um heim. Bæklingurinn er myndskreyttur landkynningarbæklingur með auglýsingum og upplýsingasíðum, "gulum síðum". Hann er gefinn út í um 350.000 eintökum á 10 tungumálum; ensku, þýsku, dönsku, sænsku, norsku, finnsku, frönsku, ítölsku, spænsku og hollensku. Auk þess er gefinn út sérsniðinn bæklingur fyrir Bandaríkjamarkað í brotinu 11 x 8,5 tommur. Bæklingurinn kemur út í október 2009 og verður stærð hans u.þ.b. 44 bls. í brotinu A4. Bæklingnum er dreift á viðkomandi markaðssvæðum, á ferðasýningum erlendis en auk þess verður hann aðgengilegur sem pdf skjal á vefnum www.visiticeland.com, á DVD og mögulega á minnislyklum. Auglýsing og skráningEins og undanfarin ár verður leitað eftir þátttöku aðila í ferðaþjónustu í kostnaði við gerð bæklingsins, með auglýsingum og nafnskráningu á "gulum síðum". Þessar síður skiptast í 4 aðalflokka: Transportation Tours Activities Accommodation Undir hverjum aðalflokki eru síðan undirflokkar.  Þar gefst kostur á að fá birt nafn fyrirtækisins, síma- og faxnúmer auk netfangs/heimasíðu, alls 4 línur.  Skráningargjald grunnskráningar er 74.500.- Hver viðbótarskráning kostar 37.259.-.  Pöntun á auglýsinguHér að neðan er pöntunarblað fyrir auglýsingar og skráningu á "gular síður". Upplýsingarnar skulu sendar með faxi á skrifstofu Ferðamálastofu, Strandgötu 29 Akureyri, fax-númer: 464-9991 fyrir 15. júní næstkomandi. Nánari upplýsingar fást í síma 464-9990 eða upplysingar@icetourist.is Skráningareyðublað fyrir auglýsingar í Íslandsbækling 2010 (Pdf) Skoða Íslandsbæklinginn 2009 (á visiticeland.com)
Lesa meira

Skráningarfrestur á ?workshop? í Suður-Evrópu

Í haust gengst Ferðamálastofa, í samstarfi við önnur Norðurlönd, fyrir ?workshops? í þremur löndum Suður-Evrópu, Spáni, Frakklandi og Ítalíu, en öll eru þau mikilvæg viðskiptalönd fyrir íslenska ferðaþjónustu. Íslenskum ferðaþjónustuaðilum býðst að taka þátt en á viðburðina verður boðið áhugaverðum viðskiptaaðilum úr sameiginlegum gagnabanka Norðurlandanna. Tímasetningin (8.-15. október) er hagstæð fyrir alla þá söluaðila sem vilja fylgja eftir fundum frá Vestnorden eða stofna til nýrra sambanda á þessum mörkuðum. Byrjað er í Madrid 8. október, næst borið niður í París 13. október og endað á Rimini 15. október. Ferðaþjónustuaðilum býðst að taka þátt á einum stað, tveimur eða öllum þremur. Skráningar þurfa að hafa borist fyrir 15. júní 2009. Í meðfylgjandi skjölum eru allar nánari upplýsingar og skráningarblað. Nánari upplýsingar og skráning (Word) Nánari upplýsingar og skráning (PDF)  
Lesa meira

Ferðamálastofa skipuleggur ?workshop? í þremur löndum Suður-Evrópu

Í haust gengst Ferðamálastofa, í samstarfi við önnur Norðurlönd, fyrir ?workshops? í þremur löndum Suður-Evrópu, Spáni, Frakklandi og Ítalíu, en öll eru þau mikilvæg viðskiptalönd fyrir íslenska ferðaþjónustu. Íslenskum ferðaþjónustuaðilum býðst að taka þátt en á viðburðina verður boðið áhugaverðum viðskiptaaðilum úr sameiginlegum gagnabanka Norðurlandanna. Tímasetningin (8.-15. október) er hagstæð fyrir alla þá söluaðila sem vilja fylgja eftir fundum frá Vestnorden eða stofna til nýrra sambanda á þessum mörkuðum. Byrjað er í Madrid 8. október, næst borið niður í París 13. október og endað á Rimini 15. október. Ferðaþjónustuaðilum býðst að taka þátt á einum stað, tveimur eða öllum þremur. Umsóknarfrestur er til 15. júní. Í meðfylgjandi skjölum eru allar nánari upplýsingar og skráningarblað. Nánari upplýsingar og skráning (Word) Nánari upplýsingar og skráning (PDF)  
Lesa meira

Fjöldi erlendra gesta í maí

Tæplega 35 þúsund erlendir gestir fóru frá landinu um Leifsstöð í maímánuði, sem er 1.400 færri gestir en í sama mánuði á síðastliðnu ári. Fækkunin nemur fjórum prósentum milli ára.  Brottförum Íslendinga fækkar hins vegar verulega, voru 41.600 árið 2008 en 22.400 í ár. Ef litið er til helstu landa má sjá nokkra fjölgun frá Bandaríkjunum, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, og Frakklandi. Danir standa í stað, Þjóðverjum og Hollendum fækkar lítils háttar en Pólverjum , Bretum og Kínverjum verulega. Gestum frá öðrum löndum og fjarmörkuðum fækkar um fjórðung. Frá áramótum hafa 124.400 erlendir gestir farið frá landinu eða þremur prósentum færri en árinu áður. Tæplega helmingsfækkun er hins vegar í brottförum Íslendinga, voru 178.600 árið 2008 en 98.200 í ár. Talningin er unnin á vegum Ferðamálastofu og nær yfir allar brottfarir um Leifsstöð, þ.m.t. brottfarir erlends vinnuafls. Nánari skiptingu gesta eftir markaðssviðum og einstaka þjóðernum má sjá í töflunum hér að neðan. Maí eftir þjóðernum Janúar -maí eftir þjóðernum   2008 2009 Mism. %   2008 2009 Mism. % Bandaríkin 3.354 3.625 271 8,1 Bandaríkin 11.209 12.565 1.356 12,1 Kanada 995 948 -47 -4,7 Kanada 2.096 2.125 29 1,4 Bretland 4.938 4.324 -614 -12,4 Bretland 26.127 24.061 -2.066 -7,9 Noregur 3.012 3.843 831 27,6 Noregur 11.574 12.160 586 5,1 Danmörk 3.351 3.345 -6 -0,2 Danmörk 11.944 12.653 709 5,9 Svíþjóð 3.094 3.544 450 14,5 Svíþjóð 9.532 10.603 1.071 11,2 Finnland 1.142 1.376 234 20,5 Finnland 3.531 3.079 -452 -12,8 Þýskaland 3.098 2.996 -102 -3,3 Þýskaland 8.390 9.485 1.095 13,1 Holland 1.739 1.621 -118 -6,8 Holland 4.998 5.038 40 0,8 Frakkland 1.468 1.775 307 20,9 Frakkland 5.879 5.959 80 1,4 Sviss 272 341 69 25,4 Sviss 819 1.076 257 31,4 Spánn 409 366 -43 -10,5 Spánn 1.219 1.255 36 3,0 Ítalía 404 371 -33 -8,2 Ítalía 1.376 1.271 -105 7,6 Pólland 2.052 1.142 -910 -44,3 Pólland 6.954 4.015 -2.939 -42,3 Japan 286 306 20 7,0 Japan 2.596 2.820 224 8,6 Kína 647 362 -285 -44,0 Kína 1.471 1.034 -437 -29,7 Annað 5.763 4.352 -1.411 -24,5 Annað 18.614 15.181 -3.433 -18,4 Samtals 36.024 34.637 -1.387 -3,9 Samtals 128.329 124.380 -3.949 -3,1 Maí eftir markaðssvæðum Janúar-maí eftir markaðssvæðum   2008 2009 Mismunur %   2008 2009 Mismunur % N-Ameríka 4.349 4.573 224 5,2 N-Ameríka 13.305 14.690 1.385 10,4 Bretland 4.938 4.324 -614 -12,4 Bretland 26.127 24.061 -2.066 -7,9 Norðurlönd 10.599 12.108 1.509 14,2 Norðurlönd 36.581 38.495 1.914 5,2 Mið-/S-Evrópa 7.390 7.470 80 1,1 Mið-/S-Evrópa 22.681 24.084 1.403 6,2 Annað 8.748 6.162 -2.586 -29,6 Annað 29.635 23.050 -6.585 -22,2 Samtals 36.024 34.637 -1.387 -3,9 Samtals 128.329 124.380 -3.949 -3,1 Ísland 41.568 22.406 -19.162 -46,1 Ísland 178.568 98.206 -80.362 -45,0
Lesa meira

Farþegar um Keflavíkurflugvöll í maí

Rúmlega 132 þúsund farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll í maímánuði síðastliðnum, samkvæmt tölum frá flugvellinum. Þetta eru um 23,5% færri farþegar en í maí 2008. Frá áramótum hafa tæplega 511 þúsund farþegar farið um völlinn en til samanburðar þá voru þeir rúmlega 689 þúsund á sama tímabili í fyrra. Búast má við að samdráttur í ferðum Íslendinga vegi hlutfallslega hærra í þessum tölum en nemur fækkun í heimsóknum erlendra gesta. Nú er verið að vinna úr tölum Ferðamálastofu fyrir maí en í þeim má sjá skiptingu eftir þjóðerni og þá kemur þetta betur í ljós.   Maí.09. YTD Maí.08. YTD Mán. % breyting YTD % Breyting Héðan: 55.653 223.448 77.048 307.837 -27,77% -27,41% Hingað: 58.950 221.800 74.497 307.552 -20,87% -27,88% Áfram: 3.882 23.507 4.676 13.870 -16,98% 69,48% Skipti: 14.075 42.022 16.970 59.975 -17,06% -29,93%   132.560 510.777 173.191 689.234 -23,46% -25,89%
Lesa meira

Herbergjanýting í apríl

Nú liggja fyrir niðurstöður aprílmánaðar úr tekjukönnun Samtaka ferðaþjónustunnar og  STR-Global.  Meðalherbergjanýting í Reykjavík lækkar um 1,7% á milli ára en hún er 51,1% nú miðað við 52,0% fyrir ári .  Fjögurra stjörnu hótel í Reykjavík eru með 4,9% lakari nýtingu sem nú er  51,3% en var 53,9% í apríl í fyrra.  Þriggja stjörnu hótel eru með 6,3% betri nýtingu sem er 53,1% nú en var 50,0% í apríl árið 2008. Á landsbyggðinni er nýtingin 34% betri nú með 55,9% nýtingu á móti 41,7% fyrir ári.  Nánar á vef SAF  
Lesa meira

Færni í ferðaþjónustu í Grundarfirði

Námskeiðið Færni í ferðaþjónustu I, fyrsti hluti  var haldið í Grundarfirði í liðinni viku. Þetta er annað árið í röð sem boðið er upp á námskeiðið á Vesturlandi. Nemendur á námskeiðinu komu frá Grundarfirði, Stykkishólmi og  af sunnanverðu Snæfellsnesi. Markmiðið með námskeiðinu er að  auka gæðavitund þeirra sem starfa við þjónustustörf, efla vitund þeirra fyrir sínu nærumhverfi og kynna þeim mikilvægi ferðaþjónustu sem atvinnugreinar fyrir Vesturland. Námskeiðið tókst mjög vel og vonast er til að námskeiðið verði kennt á fleiri stöðum næsta vor. Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi stendur að námskeiðinu í samstarfi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins,  en kennsluna önnuðust; Einar Gunnlaugsson, Guðrún Vala Elísdóttir, Margrét Björnsdóttir og Þórdís G. Arthursdóttir en hún var einnig verkefnastjóri.  Auk leiðbeinendanna kom Jónas Guðmundsson, markaðsfulltrúi hjá Grundarfjarðarbæ, einnig að skipulagningu námskeiðsins.Sögumiðstöðin í Grundarfirði var heimsótt í námskeiðslok og þar tók Ingi Hans á móti hópnum og kynnti starfsemina og sýnd var kynningarmynd af Vesturlandi. Hópmyndin var tekin í Sögumiðstöðinni. Ljósmyndari Gunnar Kristjánsson.
Lesa meira

Gistinætur á hótelum í apríl svipaðar á milli ára

Hagstofan hefur birt niðurstöður úr talningu á gistinóttum í apríl síðastliðnum. Þær sýna að gistnætur á hótelum voru svipað margar og í apríl 2008 á landinu öllu en þróuðust þó ólíkt á milli landshluta. Gistinætur á hótelum í apríl síðastliðnum voru 92.100 en voru 91.800 í sama mánuði árið 2008. Gistinóttum fjölgaði hlutfallslega mest á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða, úr 6.100 í 6.800 eða um rúm 10%  miðað við apríl 2008. Á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði gistinóttum úr 65.000 í 66.800 eða um tæp 3% miðað við sama mánuð í fyrra. Hlutfallslega fækkaði gistinóttum mest á Suðurlandi, úr 11.700 í 10.100 eða um 14%. Gistinóttum fækkaði einnig á Austurlandi úr 2.600 í 2.400 eða um tæp 9%. Á Norðurlandi fækkaði gistinóttum um rúm 5%, voru 6.100 miðað við 6.400 í apríl 2008. Fjölgun gistinátta á hótelum í apríl má aðallega rekja til útlendinga en gistinóttum þeirra fjölgaði um tæp 13% á meðan og gistinóttum Íslendinga fækkaði um 24% miðað við apríl 2008. Fækkun um 2% fyrstu  fjóra mánuði ársinsGistinætur fyrstu fjóra mánuði ársins voru 304.100 en voru 310.800 á sama tímabili 2008.  Fjölgun varð á Suðurlandi um rúm 6% og á Norðurlandi um tæp 2%. Fækkun varð á öllum öðrum landsvæðum, mest á Austurlandi eða um rúm 28%. Fyrstu fjóra mánuði ársins fækkar gistinóttum Íslendinga um 17% á meðan gistinóttum útlendinga fjölgar um tæp 5% miðað við sama tímabil 2008. Hagstofan vekur athygli á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum, þ.e. hótelum sem opin eru allt árið.  Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann. 
Lesa meira

Sumarhátíðir sveitarfélaga á einum stað

Vegna vísbendinga um aukinn áhuga Íslendinga á ferðalögum innanlands í sumar hefur rekstrar- og útgáfusvið Sambands íslenskra sveitarfélaga safnað saman upplýsingum um menningar-, úti- og sumarhátíðir sveitarfélaga. Eru upplýsingarnar nú komnar á einn stað á vef sambandsins. Sveitarfélög eru hvött til þess að athuga hvort allar hátíðr séu skráðar í viðburðardagatalið og senda ábendingar og leiðréttingar ef einhverjar eru til Ingibjargar Hinriksdóttur á netfangið ingibjorg.hinriksdottir@samband.is. www.samband.is/hatidir
Lesa meira

Fleira menntað fólk til liðs við ferðaþjónustuna

Nýlega var útskrifaður hópur ferðamálafræðinga við Háskólann á Hólum. Fimm útskrifuðust með BA gráðu í ferðamálafræði, ein með diplómagráðu í ferðamálafræði og ein með diplómagráðu í viðburðastjórnun. BA-nemendurnir völdu sér áhugaverð viðfangsefni í lokverkefnum sínum: Claudia Lobindzus skrifaði ritgerð um Hóla sem áfangastað ferðamanna. Hún lagði könnun fyrir ferðafólk á Hólum sumarið 2008 til að kanna hvert væri helsta aðdráttarafl staðarins, hvernig fólki líkaði heimsóknin og fá nánari upplýsingar um bakgrunn gestanna. Guðmundur Ögmundsson skrifaði um ímynd Vesturlands. Markaðssetning og ímynd áfangastaða, sem heimamenn eru sáttir við er mikilvægur liður í uppbyggingu ferðaþjónustu. Guðmundur beitti rýnihópavinnu til að draga fram hugmyndir heimamanna um ímynd Vesturlands og bar niðurstöðurnar saman við greiningu á kynningarefni um svæðið. Hulda Hildibrandsdóttir frá Bjarnarhöfn skrifaði um aukið aðgengi ferðamanna að staðbundnum landbúnaðarafurðum á Snæfellsnesi. Hulda tók viðtöl við fólk sem tengist landbúnaði og ferðaþjónustu á Snæfellsnesi um hvort ferðafólk er fýsilegur markhópur fyrir afurðir landbúnaðar á svæðinu og þá hvernig mætti auka aðgengi þess að staðbundnum landbúnaðarvörum. Kristján Benediktsson skrifaði um silungsveiði í Skagafirði og byggði ann á viðtölum við veiðirétthafa í Firðinum. Í kjölfar umræðu um aukna áherslu á markaðssetningu silungsveiði í veiðiferðaþjónustu valdi Kristján að kanna nánar hug veiðiréttarhafa til þeirrar uppbyggingar sem hún kallar á. Rósa María Vésteinsdóttir kannaði hug hagsmunaaðila til landbúnaðarsýninga með viðtölum. Landbúnaðarsýningin Sveitasæla var tekin til sérstakrar athugunar. Í verkefninu var fjallað um tilgang sýninganna og mögulegt mikilvægi þeirra í mótun ímyndar nútíma landbúnaðar. Ritgerðirnar eru varðveittar á háskólabókasafninu á Hólum og er öllum velkomið að skoða þær og lesa. Elín Kristbjörg Sigurðardóttir hlaut viðurkenningu Ferðamálastofu fyrir góðan námsárangur í diplómanámi í ferðamálafræði. Marta Eiríksdóttir fékk viðurkenningu iðnaðarráðuneytisins fyrir góðan námsárangur í viðburðastjórnun og Claudia Lobindzus fékk viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í BA námi í ferðamálafræði sömuleiðis frá iðnaðarráðuneytinu.Nýútskrifaðir ferðamálafræðingar frá Háskólanum á Hólum.
Lesa meira