Fara í efni

Svikahrappar á ferð

Ferðaþjónustuaðilum berast reglulega ýmis tilboð um viðskipti sem þegar grannt er skoðað byggja á vafasömum grunni. Dæmi um það eru beiðnir um samþykki fyrir skráningu í bæklinga eða lista sem, þegar smáa letrið er skoðað, hefur í för með sér verulegan kostnað.

Einnig má finna ýmis dæmi um þar sem gefið er upp kreditkortanúmer og farið er fram á við gististað að ferðakostnaður ásamt kostnaði við gistingu verði dreginn af því og lagður inn á annan reikning hjá "ferðaþjónustufyrirtæki" sem síðan sjái um að gera upp ferðina. Gististaður á Akureyri fékk t.d. á dögunum fyrirspurn um gistingu. Viðkomandi grunaði raunar strax að maðkur væri í mysunni en ákvað að prófa að svara og fékk þá meðfylgjandi bréf:

Thanks for your reply and assistance so far. I am HAPPY to inform you that we have concluded payment with the University authorities However, a Certified Bank Cheque of
EUROS 6000 was earlier made for this trip BY THEIR SPONSORS
This Cheque was meant for the accommodation, car rental services, and other necessary arrangements. I have now been instructed to send you the Cheque, which will cover the cost of accommodation and all the necessary arrangements for the STUDENTS.
Moreover, we also made an arrangement with a pre paid car hiring firm who will provide the STUDENTS with the cars they will be using during their stay. So you are required to deduct 920 euros the cost of your reservation  and keep the balance
which has been approved for use for the STUDENTS by thier sponsors and  which they will collect as soon as  they arrive at your town,
So confirm this and provide me with the following information:
 
(1) YOUR  PAYEE FULL NAMES (means name that will be written on the cheque )
(2 ) YOUR ADDRESS
(3) YOUR PHONE NUMBER,
 
  for payment to be delivered to you via post
Please remember that the our integrity of  is involved, so this
transaction requires your prompt response. I also hope that the stay of the students will be made most comfortable 
PLEASE NOTE THAT OUR UNIVERSITY AUTHORITY DOES NOT WORK WITH CREDIT CARDS
 
REGARDS
Patrick

Í þessu tilfelli breyttist einnig netfangið þegar póstinum er svarað, sem strax vekur grunsemdir. Því er full ástæða til að ítreka að ferðaþjónustuaðilar séu ávallt á varðbergi gagnvart hugsanlegum svikum.