Fara í efni

Erlendir gestir um Leifsstöð í júní 2009

Talningar_juni
Talningar_juni

Erlendir gestir um Leifsstöð í júní  í ár voru ríflega 54 þúsund, sem eru 1500 færri gestir en í júnímánuði á  síðastliðnu ári. Fækkunin nemur þremur prósentum milli ára.

Ef litið er til einstakra markaðssvæða má sjá verulega fjölgun frá Mið- og S.-Evrópu eða um 25,4% og munar þar mest um fjölgun Þjóðverja og Hollendinga.  Norðurlandabúum fækkar um 8% en þar ber hæst fækkun Svía.  Bretum fækkar um 19,5% en brottförum gesta frá öðrum löndum Evrópu og fjarmörkuðum fækkar um 17,7%. N.-Ameríkanar  standa hins vegar í stað.

Frá áramótum hafa 179 þúsund erlendir gestir farið frá landinu eða þremur prósentum færri en árinu áður en þá voru þeir um 184 þúsund. Tæplega helmingsfækkun er hins vegar í brottförum Íslendinga, voru tæplega 228 þúsund árið 2008 en 125 þúsund í ár.

Talning er unnin á vegum Ferðamálastofu og nær yfir allar brottfarir um Leifsstöð, þ.m.t. brottfarir erlends vinnuafls. Nánari skiptingu gesta eftir markaðssviðum og einstaka þjóðernum má sjá í töflunum hér að neðan.

Júní eftir þjóðernum   Janúar-júní eftir þjóðernum
      Breyting milli ára       Breyting milli ára
  2008 2009 Fjöldi (%)   2008 2009 Fjöldi (%)
Bandaríkin

5.947

6.024

77 1,3 Bandaríkin

17.156

18.589

1.433 8,4
Kanada

1.598

1.606

8 0,5 Kanada

3.694

3.731

37 1,0
Bretland

5.440

4.377

-1.063 -19,5 Bretland

31.567

28.438

-3.129 -9,9
Noregur

4.117

3.967

-150 -3,6 Noregur

15.691

16.127

436 2,8
Danmörk

4.683

4.363

-320 -6,8 Danmörk

16.627

17.016

389 2,3
Svíþjóð

4.354

3.521

-833 -19,1 Svíþjóð

13.886

14.124

238 1,7
Finnland

1.528

1.617

89 5,8 Finnland

5.059

4.696

-363 -7,2
Þýskaland

5.708

7.317

1.609

28,2 Þýskaland

14.098

16.802

2.704 19,2
Holland

2.066

3.034

968 46,9 Holland

7.064

8.072

1.008 14,3
Frakkland