Fara í efni

Lokaritgerðir nemenda á skemman.is

Vatnajokull
Vatnajokull

Á hverju ári vinna nemendur í ferðamálafræði ýmis áhugaverð verkefni sem birtast í lokaritgerðum þeirra. Hjá Háskóla Íslands hefur nýverið tekið upp það skipulag nýmæli að nemendur setja lokaritgerðir sínar inn á Skemmuna þar sem almenningur geta kynnt sér þær.

Skemman er rafrænt gagnasafn Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri, Háskólans á Bifröst og Listaháskóla Íslands. Í safninu eru geymd lokaverkefni nemenda og rannsóknarit starfsmanna.  Fyrir áhugasama þá er einfaldast, eftir að komið er inn á skemman.is, að skrifa orðið ferðamálafræði inn í leit. Þá birtist yfirlit yfir ritgerðir, hægt að fara inn á útdrætti og jafnvel heilu ritgerðirnar. Nemendum er í sjálfsvald sett hversu stóran hluta ritgerðar þeir vilja að séu aðgengilegar öllum. Flestir velja þó að ritgerðirnar séu aðgengilegar í heild sinni.