Fréttir

Ferðavenjur Íslendinga um Norðurland að vetri

Rannsóknamiðstöð ferðamála hefur gefið út skýrsluna ?Ferðavenjur Íslendinga um Norðurland að vetri?. Hún byggir á könnun sem gerð var til að sjá hver væri samsetning ferðamannanna yfir vetrartímann með áherslu á Norðurland sem áfangastað. Könnunin var gerð í samvinnu við Dalvíkurbyggð, Fjallabyggð, Akureyrarstofu, Sveitarfélagið Skagafjörð og Vetraríþróttamiðstöð Íslands.Í inngangi kemur fram að fáar rannsóknir hafa sérstaklega miðast við að kanna ferðavenjur Íslendinga að vetri til og einstök svæði hafa ekki verið skoðuð sérstaklega líkt hér var gerð. Könnunin er liður í stærri áætlun Rannsóknamiðstöðvarinnar um rannsóknir á ferðavenjum Íslendinga. ?Vinnan er unnin í samráði við hagsmunaaðila í ferðaþjónustu á svæðinu með það að markmiði að fá fram sjónarmið sem flestra svo að hægt verði að vinna með niðurstöðurnar í þeirra þágu,? segir í inngangi. Helstu niðurstöðurNiðurstöðurnar sýna að áfangastaður rúmlega þriðjungs svarenda könnunarinnar í síðasta ferðalagi að vetrarlagi var Norðurland. Ætla má að flestar ferðir Íslendinga að vetri séu helgarferðir miðað við að flestir svarenda dvöldu 2-4 nætur í ferðalaginu. Frí og heimsóknir til vina og ættingja eru helstu ástæður ferðar en hið síðarnefnda var mjög áberandi í svörum þeirra sem fóru á Norðurland. Skíðaiðkun, veitingahús og leikhús standa upp úr sem nýttir afþreyingarmöguleikar á Norðurlandi. Meirihluti þeirra sem fóru norður dvaldi oftast á Akureyri og Eyjafirði. Meðalútgjöld íslenskra ferðamanna með Norðurland sem áfangastað vegna gistingar, fæðis og afþreyingu eru tæpar 30.000 krónur. Skýrsluna, líkt og aðrar skýrslur sem Rannsóknamiðstöðin hefur gefið út að undanförnu, má  nálgast í gagnabankanum hér á vefnum undir Útgefið efni. Ferðavenjur Íslendinga um Norðurland að vetri (PDF)
Lesa meira

Fjölgun gistinátta á hótelum í ágúst

Tölur Hagstofunnar frá ágúst síðastliðnum sýna að gistinóttum á hótelum fjölgaði um 2% á milli ára. Gistinætur í ár voru rúmlega 189 þúsund en rúmlega 186 þúsund í sama mánuði árið 2007. Fjölgun er öll tilkomin vegna útlendinga og átti sér stað í öllum landshlutum nema á Höfuðborgarsvæðinu og á Norðurlandi en þar eru gistinætur svipaðar á milli ára. Hlutfallslega fjölgaði gistinóttum mest á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða um tæp 12%, þar fóru gistinætur úr 17.000 í 19.000.  Á Austurlandi fjölgaði gistinóttum um 6%, eða úr 10.700 í 11.400. Gistinóttum fjölgaði einnig á Suðurlandi um 2%, úr 27.300 í 27.800 milli ára. Á Höfuðborgarsvæðinu fjölgaði gistinóttum úr 110.700 í 110.900 og á Norðurlandi voru gistinætur 20.400 miðað við 20.300 í ágúst 2007. Rúmlega 2% fyrtu 8 mánuði ársinsGistinætur á hótelum fyrstu átta mánuði ársins voru 975.500 en voru 951.700 á sama tímabili árið 2007. Fjölgun varð á Suðurlandi um 10% og á höfuðborgarsvæðinu um rúm 1% milli ára. Gistinætur stóðu í stað eða fjölgaði á öðrum landsvæðum. Gistinóttum Íslendinga hefur fjölgað um tæp 8% fyrstu átta mánuði ársins miðað við sama tímabil árið 2007. Gistinóttum útlendinga fjölgar um rúmt 1% milli ára. Nánar á vef Hagstofunnar
Lesa meira

Samráðsfundur með markaðsstofum landshlutanna

Ferðamálastofa boðaði í liðinni viku til samráðsfundar Ferðamálastofu og markaðsstofanna um landið. Tilgangurinn var meðal annars að fara yfir fyrirhugað markaðsátak á vetrarmánuðum sem kynnt var á dögunum og leggja grunn aða auknu samstarfi Ferðamálastofu og markaðsstofanna. Blaðamannaheimsóknir eru mikilvægur þáttur ímarkaðssetningu landsins og fjöldi blaðamannakemur hingað árlega fyrir tilstuðlan Ferðamálastofu.Eins og fram hefur komið þá ákvað ríkisstjórnin að leggja 50 milljónir í markaðsstarf fyrir markaðssetningu yfir veturinn. Um er að ræða samstarfsverkefni iðnaðarráðuneytisins og fyrirtækja í ferðaþjónustu undir forystu Ferðamálastofu. Valið var að nota stærstan hluta fjármagnsins á þeim fjórum markaðssvæðum sem þjónað er með flugi á heilsársgrunni, þ.e. í Bandaríkjunum, Bretlandi, Norðurlöndunum og ákveðnum mörkuðum í Evrópu, í samstarfi með íslenskum flugfélögum tveimur sem þjóna landinu allt árið um kring. Koma blaðamannaheimsóknum í fastara formHluti fjármagnsins verður nýttur  til að fylgja átakinu eftir, en mat Ferðamálastofu  er að það fé verði best nýtt í blaðamannaheimsóknir og kynningarmót íslenskrar ferðaþjónustu og erlendra birgja.  Á fundinum með markaðsstofum landshlutanna var meðal annars farið yfir hvað væri framundan á þeim vettvangi á næstum mánuðum og samstarf Ferðamálstofu og markaðsstofanna í þessum efnum. Ferðamálastofa vill m.a. vinna að því að koma blaðamannaheimsóknum í fast form með þátttöku markaðsstofa og aðila í svæðisbundinni markaðssetningu, þannig að unnt sé að nýta krafta stofnunarinnar í að kveikja áhuga og draga blaðamenn til landsins, á meðan heimamenn leiða í ríkari mæli skipulagningu heimsókna, m.a. með því að og fá ferðaþjónustuaðila til liðs við ferðir með framlagi þjónustu og vöru. Einnig var markaðsstofunum kynnt sú aðferðafræði sem Ferðamálastofa beitir til að tryggja gæði blaðamanna og eftirfylgni vegna birtinga. Meðal annarra atriða sem farið var yfir á fundinum voru vefmál, ?workshop? sem framundan eru, fjármögnun markaðsstofanna og fleira. Að sögn Ólafar Ýrr Atladóttur ferðamálastjóra stendur vilji Ferðamálastofu til þess að efla samstarf við markaðsstofur landshlutanna. Stefnt er að því að fundum sem þessu verði haldið áfram og að aðilar hittist nokkrum sinnum á ári til skrafs og ráðagerða.
Lesa meira

Farþegar um Keflavíkurflugvöll í september

Í nýliðnum septembermánuði fóru rúmlega 172 þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll, samkvæmt tölum frá flugvellinum, samanborið við rúmlega 187 þúsund í september í fyrra. Fækkunin nemur rúmum 15.000 farþegum eða 3,87%. Hlutfallslega meiri fækkun er meðal áfram- og skiptifarþega en þeirra sem eru á leið til og frá landinu. Frá áramótun nemur fækkun á heildarfarþegafjölda 3,87% en lítill samdráttur er þó hjá komu- og brottfararfarþegum, eða rúmt 1%. Nánari skiptingu má sjá í meðfylgjandi töflu.   Sept. 08. YTD Sept. 07. YTD Mán. % breyting YTD % Breyting Héðan: 77.166 731.154 81.637 739.721 -5,48% -1,16% Hingað: 71.468 735.928 76.783 748.229 -6,92% -1,64% Áfram: 4.627 26.616 4.305 32.816 7,48% -18,89% Skipti. 18.825 172.650 24.707 212.660 -23,81% -18,81%   172.086 1.666.348 187.432 1.733.426 -8,19% -3,87%
Lesa meira