Nýr umhverfisfulltrúi Ferðamálastofu

Nýr umhverfisfulltrúi Ferðamálastofu
Sveinn Traustason

Sveinn Rúnar Traustason hefur verið ráðinn umhverfisfulltrúi Ferðamálastofu. Sveinn Rúnar er landslagsarkitekt og hefur undanfarið starfað hjá Ístak.

Auk menntunar sem landslagsarkitekt er Sveinn löggiltur mannvirkjahönnuður og á að baki fleira nám og námskeið tengt umhverfismálum og ferðamálum. Hann hefur fjölþætta starfsreynslu á sviði skipulagsmála, landslagshönnunar, umhverfismála o.fl. Sveinn Rúnar mun koma til starfa hjá Ferðamálastofu um næstu mánaðamót.


Athugasemdir