Fréttir

Ráðstefna um norðurslóðir

Laugardaginn 31. maí verður haldin ráðstefna um norðurslóðir á vegum Hafíssetursins á Blönduósi. Dagurinn markar einnig opnun setursins og í lok ráðstefnunnar verður sýnd heimildarmynd um leiðangur inn í botn Scoresbysunds. Ráðstefnan verður í Félagsheimilinu á Blönduósi klukkan kl.13-18:30 Ráðstefnustjóri verður Skúli Skúlason rektor Háskólans á Hólum í Hjaltadal og munu ýmsir kunnir fræðimenn flytja erindi, m.a. Rögnvaldur Ólafsson eðlisfræðingur og prófessor við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Þór Jakobsson veðurfræðingur og einn helsti fræðimaður á svíði hafíssrannsókna á Íslandi mun segja nokkur orð um sjóleiðina til Kína. Þór er einnig höfundur texta sem notaður er á sýningunni í Hafíssetrinu. Að ráðstefnunni lokinni mun Arnar Þór Sævarsson bæjarstjóri  Blönduósbæjar opna Hafíssetrið og slíta ráðstefunni. Á Hafíssetrinu er fjallað um hafís á fjölbreyttan og fræðandi hátt. Setrið er til húsa í Hillebrandtshúsi, Blöndubyggð 2, en þetta hús er eitt elsta timburhús landsins. Setrið er opið alla daga á sumrin frá 11:00-17:00. Nánari upplýsingar í síma 4524848 eða á netfanginu hafis@blonduos.is. Forstöðumaður Hafíssetursins í sumar verður Katharina Angela Schneider. Dagskrá ráðstefnu: Norðurslóðir, náttúra og mannlíf -ráðstefna á vegum Hafíssetursins á Blönduósi.Haldin í Félagsheimilinu á Blönduósi laugardaginn 31. maí, kl. 13:00-18:30. Ávarp og setning:  Arnar Þór Sævarsson bæjarstjóri Blönduósbæjar. I.  MÁLÞINGRáðstefnustjóri:  Skúli Skúlason rektor Háskólans á Hólum í Hjaltadal. Þór Jakobsson veður- og hafísfræðingur: Nokkur orð um sjóleiðina norður til Kína. Ingibjörg Jónsdóttir landfræðingur og dósent við Raunvísindadeild Háskóla Íslands:  Hafískönnun og rannsóknir. Halldór Björnsson haf- og veðurfræðingur, deildarstjóri á Veðurstofu Íslands:  Loftslagsbreytingar - áhrif og afleiðingar. Kaffihlé kl. 14:30 ? 15:00 Níels Einarsson mannfræðingur og forstöðumaður Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar: Mannlíf, loftslag og lýðheilsa á norðurslóðum. Trausti Valsson skipulagsfræðingur og prófessor, verkfræðideild Háskóla Íslands:  Breytt heimsmynd í norðri á 21. öld. Rögnvaldur Ólafsson eðlisfræðingur og prófessor við Raunvísindadeild Háskóla Íslands:  Hafíssetrið á Blönduósi í litrófi safna og setra á Íslandi. Skúli Skúlason slítur málþingi. II.  Framhald í bíósal kl. 17:00Leiðangur inn í botn Scoresbysunds.  Frumsýning heimildarmyndar eftir Svein M. Sveinsson kvikmyndagerðarmann.  Þór Jakobsson segir frá fræðslu- og könnunarferð á kanadíska skipinu Explorer á Austur-Grænlandi í ágúst 2006. III. Framhald í Hafíssetrinu kl. 18:30Arnar Þór Sævarsson opnar Hafíssetrið þriðja sumarið og slítur ráðstefnunni. Boðið verður upp á léttar veitingar. AÐGANGUR ÓKEYPIS,A L L I R   V E L K O M N I R ! Nánari upplýsingar í síma 4524848Netfang: hafis@blonduos.is   
Lesa meira

Bleikmerktur Fokker gegn brjóstakrabba

Væntanlega munu farþegar í innanlandsflugi næstu mánuði veita athygli bleikmerktri Fokkar 50 vél Flugfélags Íslands. Um er að ræða lið í söfnunarátakinu ?Á allra vörum? til kaupa á nýjum stafrænum röntgenbúnaði sem greinir brjóstakrabbamein. Í fréttatilkynningu kemur fram að þetta er í fyrsta sinn sem flugvél í áætlunarflugi hér á landi fær slíka sérmerkingu til styrktar góðu málefni. Nýr tækjabúnaður Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins eykur möguleika á að greina krabbamein í brjóstum á frumstigi en góður árangur í meðferð þess ræðst ekki síst af því að það greinist sem allra fyrst. Auk tækjakaupanna er markmið átaksins að leggja Krabbameinsfélaginu lið við að koma nýjum tækjum sem fyrst í gagnið og útbúa kynningarefni um brjóstakrabbamein. Þá má geta þess að einnig hefur verið gert sérstakt bleikt varalitagloss sem verður til sölu næstu þrjá mánuði um borð í flugvélum Icelandair og í fríhafnarverslunum Flugfélags Íslands í Reykjavík og á Akureyri. Á myndinni eru Árni Gunnarsson, forstjóri Flugfélags Íslands, og Sigríður Snæbjörnsdóttir, formaður Krabbameinsfélags Íslands, við flugvélina sem merkt er átakinu.?  
Lesa meira

Leiðsögunám á háskólastigi

Endurmenntun Háskóla Íslands fer í haust af stað með þriggja missera leiðsögunám á háskólastigi samhliða starfi fyrir þá sem vilja búa sig undir starf leiðsögumanns á Íslandi. Sérhæft nám á háskólastigi í leiðsögn hefur ekki staðið til boða hér á landi fyrr og er ætlunin að styrkja enn frekar fagmennsku og fjölbreytileika í faginu með nýju námi. Bæði verður hægt að stunda námið í staðnámi í húsakynnum Endurmenntunar eða í fjarnámi sem þjónar fólki af landsbyggðinni sérstaklega vel. Megináhersla námsins er lögð á hagnýta þekkingu á sviði leiðsagnar með erlenda ferðamenn. Miðað er að því að nemendur geri sér grein fyrir eðli og starfsemi ferðaþjónustu á Íslandi og kunni skil á hlutverki og ábyrgð leiðsögumanns. Þjálfun í hópstjórn og samskiptum við ferðamenn með ólíkar væntingar er hluti af náminu. Farið verður yfir ímynd lands og þjóðar ásamt þýðingu atvinnugreinarinnar fyrir þjóðarbúið. Eftir námið eiga nemendur m.a. að hafa haldgóða þekkingu á helstu þáttum náttúrufars, sögu og menningu Íslands ásamt þróun íslensks samfélags og geta miðlað þessari þekkingu til ferðamanna. Mikilvægt er fyrir leiðsögumenn að vera vel að sér í erlendu tungumáli og því er lögð áhersla á aukinn sérhæfðan orðaforða sem tengist sögu, menningu og náttúru Íslands á völdu tungumáli. Viðurkennt sem aukagrein Námið er 60 eininga nám (ECTS) á grunnstigi háskóla og er kennt á þremur misserum. Kennd er ein námsgrein í senn sem lýkur með prófi og/eða verkefni áður en sú næsta hefst. Hægt er að fá námið viðurkennt sem aukagrein við hugvísindadeild sem og í ferðamálafræði Háskóla Íslands. Inntökuskilyrði í námið er stúdentspróf eða sambærilegt menntun. Gott vald á íslenskri tungu sem og fullt vald á því tungumáli sem umsækjandi hyggst nota í leiðsögn. Standast þarf inntökupróf í tungumálinu. Eins og í öllu lengra námi hjá Endurmenntun er sérstakt fagráð starfandi með þessari námsbraut sem er ráðgefandi um faglegt innihald  og þróun námsins. Í ráðinu sitja m.a. ferðamálastjóri, formaður Félags leiðsögumanna, fulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar ásamt fulltrúum ferðamálafræða og hugvísindadeildar HÍ. Námið hefst í september 2008 og enn eru nokkur sæti laus. Nánari upplýsingar á www.endurmenntun.is eða hjá verkefnastjóra námsins Jóhönnu Rútsdóttur í síma 525-5292
Lesa meira

Stjórnun verndaðra svæða

Málþing um stjórnun verndaðra svæða verður haldið fimmtudaginn 29. maí kl. 13-17 í Öskju Náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands, stofu 132. Málþingið er öllum opið og aðgangur ókeypis. Dagskrá (PDF)
Lesa meira

Kynning þróunarverkefna í menningartengdri ferðaþjónustu

Ferðamálastofa og Impra á Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru nú að fara af stað með kynningu á nýju þróunarverkefni á vegum iðnaðarráðuneytisins í menningartengdri ferðaþjónustu. Verkefninu er ætlað að fjölga arðbærum vörum/þjónustu í menningartengdri ferðaþjónustu á landsbyggðinni, auka þekkingu á sérkennum einstakra svæða og möguleikum á þróun vara og/eða þjónustu því tengt. Þátttaka í verkefninu er opin fyrirtækjum og hópum fyrirtækja og einstaklinga sem óska eftir að vinna saman. Umsóknareyðublað verður aðgengilegt hér á vefnum innan skamms. Vinnufundir á næstu dögumVerkefnið hefur verið kynnt stuttlega á kynningarfundum um starfsemi Ferðamálastofu síðustu daga. Í byrjun júní verður svo efnt til vinnufunda  á nokkrum stöðum um landið.  Tilgangur vinnufunda er að gefa ítarlegar upplýsingar um tilgang verkefnis og skilgreina eftir hverju er verið að leita.  Einnig verður farið yfir möguleg ferli vöruþróunarverkefna á borð við þau sem gætu orðið til í tengslum við þetta verkefni. Staðsetning fundanna og tímasetning verður auglýst innan tíðar. Nánari lýsingu á verkefninu og markmiðum þess má finna í meðfylgjandi skjali. Þróunarverkefni í menningartengdri ferðaþjónustu (PDF)  
Lesa meira

Málþing um stjórnun verndaðra svæða

Málþing um stjórnun verndaðra svæða verður haldið fimmtudaginn 29. maí kl. 13-17 í Öskju Náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands, stofu 132. Málþingið er öllum opið og aðgangur ókeypis. Dagskrá (PDF)    
Lesa meira

Kynningarfundir fara vel af stað

Kynningarfundir Ferðamálastofu sem nú standa yfir hafa farið vel af stað. Í gær og fyrradag var fundað í Borgarnesi og Selfossi en í dag er verið á Egilsstöðum. Fundirnir eru öllum opnir sem áhuga hafa á að kynnast Ferðamálastofu og kynna sér möguleika til uppbyggingar á menningartengdri ferðaþjónustu. Yfirskrift fundanna er "Hvað gerir Ferðamálastofa fyrir þig" og í þessari lotu eru fimm fundir eftir, eins og fram kemur hér að neðan. Í haust er síðan ætlunin að taka þráðinn upp að nýja og funda þá m.a. á Reykjanesi og Reykjavík. 22. maí  Egilsstaðir kl. 13:00 ? 15:30  Hótel Hérað  23. maí  Höfn  kl. 10:00 ? 12:30  Hótel Höfn   27. maí  Akureyri kl. 10:00 ? 12:30  Hótel KEA   27. maí  Varmahlíð   kl. 14:00 ? 16:30  Hótel Varmahlíð 30. maí  Ísafjörður kl.10:00 ? 12:30  Hótel Ísafjörður  Farið verður yfir starfsemi Ferðamálastofu og þjónustu stofnunarinnar við ferðaþjónustuaðila, en auk þess verða kynnt þróunarverkefni á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu, sem Ferðamálastofa og Impra á Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru að hleypa af stokkunum. Meðfylgjandi mynd var tekin í Borgarnesi í gær.  
Lesa meira

Vinnufundur um nýsköpun í norrænni ferðaþjónustu

Dagana 3.-4. júní næstkomandi verður haldinn vinnufundur (workshop) í Kaupmannahöfn um nýsköpun í ferðaþjónustu á Norðurlöndunum með áherslu á ferðamennsku tengda náttúrunni. Það er Norræna nýsköpunarmiðstöðin (Nordisk Innovations Center) sem gengst fyrir fundinum. Mörg fróðleg erindi verða flutt þessa daga auk þess sem tækifæri gefst til að hitta fólk frá hinum norrænu löndunum og skapa tengsl. Skráningarfrestur er til 30. maí. Nánar um fundinn Um Norrænu nýsköpunarmiðstöðinaNorræna nýsköpunarmiðstöðin (NIC) á að vinna að því að Norðurlönd verði virkur innri markaður án landamæra þar sem ekkert kemur í veg fyrir frjálsan flutning hæfni, hugmynda, fjármagns, fólks eða afurða. Stofnunin á að stuðla að aukinni samhæfingu nýsköpunarkerfa ríkjanna þannig að fyrirtæki í einu ríkjanna geti sótt um aðstoð frá nýsköpunarkerfi í öðru þeirra. Hún á þannig að stuðla að sameiginlegum þekkingarmarkaði á Norðurlöndum. Skrifstofa Norrænu nýsköpunarmiðstöðvarinnar er í Ósló en starfsmenn hennar eru frá öllum norrænu ríkjunum. Íslenski fulltrúinn heitir Sigríður Thormóðsdóttir. Nánar um NIC Benda má á að nýverið auglýsti NIC eftir styrkjum sem haf að markmiði að ýta undir nýsköpun í vöruþróun, þjónustu og útflutningi og markaðssetningu sem og sjálfbæra ferðaþjónustu. Stuttri verkefnalýsingu (fyrsta skref) skal skila inn eigi síðar en 6. júní 2008. Nánar og styrki NIC  
Lesa meira

Ráðstefna á vegum Hafíssetursins á Blönduósi

Laugardaginn 31. maí verður haldin ráðstefna um norðurslóðir á vegum Hafíssetursins á Blönduósi. Dagurinn markar einnig opnun setursins og í lok ráðstefnunnar verður sýnd heimildarmynd um leiðangur inn í botn Scoresbysunds. Ráðstefnan verður í Félagsheimilinu á Blönduósi klukkan kl.13-18:30 Ráðstefnustjóri verður Skúli Skúlason rektor Háskólans á Hólum í Hjaltadal og munu ýmsir kunnir fræðimenn flytja erindi, m.a. Rögnvaldur Ólafsson eðlisfræðingur og prófessor við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Þór Jakobsson veðurfræðingur og einn helsti fræðimaður á svíði hafíssrannsókna á Íslandi mun segja nokkur orð um sjóleiðina til Kína. Þór er einnig höfundur texta sem notaður er á sýningunni í Hafíssetrinu. Að ráðstefnunni lokinni mun Arnar Þór Sævarsson bæjarstjóri  Blönduósbæjar opna Hafíssetrið og slíta ráðstefunni. Á Hafíssetrinu er fjallað um hafís á fjölbreyttan og fræðandi hátt. Setrið er til húsa í Hillebrandtshúsi, Blöndubyggð 2, en þetta hús er eitt elsta timburhús landsins. Setrið er opið alla daga á sumrin frá 11:00-17:00. Nánari upplýsingar í síma 4524848 eða á netfanginu hafis@blonduos.is. Forstöðumaður Hafíssetursins í sumar verður Katharina Angela Schneider. Dagskrá ráðstefnu: Norðurslóðir, náttúra og mannlíf -ráðstefna á vegum Hafíssetursins á Blönduósi.Haldin í Félagsheimilinu á Blönduósi laugardaginn 31. maí, kl. 13:00-18:30. Ávarp og setning:  Arnar Þór Sævarsson bæjarstjóri Blönduósbæjar. I.  MÁLÞINGRáðstefnustjóri:  Skúli Skúlason rektor Háskólans á Hólum í Hjaltadal. Þór Jakobsson veður- og hafísfræðingur: Nokkur orð um sjóleiðina norður til Kína. Ingibjörg Jónsdóttir landfræðingur og dósent við Raunvísindadeild Háskóla Íslands:  Hafískönnun og rannsóknir. Halldór Björnsson haf- og veðurfræðingur, deildarstjóri á Veðurstofu Íslands:  Loftslagsbreytingar - áhrif og afleiðingar. Kaffihlé kl. 14:30 ? 15:00 Níels Einarsson mannfræðingur og forstöðumaður Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar: Mannlíf, loftslag og lýðheilsa á norðurslóðum. Trausti Valsson skipulagsfræðingur og prófessor, verkfræðideild Háskóla Íslands:  Breytt heimsmynd í norðri á 21. öld. Rögnvaldur Ólafsson eðlisfræðingur og prófessor við Raunvísindadeild Háskóla Íslands:  Hafíssetrið á Blönduósi í litrófi safna og setra á Íslandi. Skúli Skúlason slítur málþingi. II.  Framhald í bíósal kl. 17:00Leiðangur inn í botn Scoresbysunds.  Frumsýning heimildarmyndar eftir Svein M. Sveinsson kvikmyndagerðarmann.  Þór Jakobsson segir frá fræðslu- og könnunarferð á kanadíska skipinu Explorer á Austur-Grænlandi í ágúst 2006. III. Framhald í Hafíssetrinu kl. 18:30Arnar Þór Sævarsson opnar Hafíssetrið þriðja sumarið og slítur ráðstefnunni. Boðið verður upp á léttar veitingar. AÐGANGUR ÓKEYPIS,A L L I R   V E L K O M N I R ! Nánari upplýsingar í síma 4524848Netfang: hafis@blonduos.is   
Lesa meira

Námskeið fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva

Undanfarin ár hefur Ferðamálastofa staðið fyrir námskeiðum fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva og verður svo einnig í ár.  Námskeiðið verður haldið í Reykjavík á Hótel Loftleiðum sal 8, þriðjudaginn 10 júní næstkomandi. Fyrir ári var námskeið haldið í gegnum fjarfundarbúanað en okkur þykir nú kominn tími til að fólk hittist augliti til auglitis. Mikilvægt er að a.m.k. nýtt starfsfólk komi á námskeiðið.  Þýðingarmikið er að skapa tengsl á milli stöðva auk þess sem yfirbragð stöðvanna verður líkara innbyrðis ef sem flestir starfsmenn hafa setið námskeið. Þátttaka tilkynnist í síma 464- 9990  eða á netfangið: upplysingar@icetourist.is fyrir 6. júní næstkomandi. Námskeiðsgjald er kr. 4.900,- pr. þátttakanda. Dagskrá: Námskeið fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva Dags:     Þriðjudaginn.  10. júní 2008 Staður:    Hótel Loftleiðum, salur 8Tími:     12.45 - 16.15Þátttökugjald: kr. 4.900,- 12:45 ? 13:00 Skráning þátttakenda of afhending gagna 13:00 ? 13:15 Fyrir hverja eru upplýsingamiðstöðvar?   Elías Bj Gíslason,  forstöðumaður upplýsinga- og þróunarsviðs Ferðamálastofu.        13:15 ? 14:45 Daglegt starf á upplýsingamiðstöð   Drífa Magnúsdóttir, Höfuðborgarstofu 14:45 ? 14.55  Handbók Ferðamálastofu   Elín Svava Ingvarsdóttir, verkefnisstjóri Ferðamálastofu 14:55 ? 15:10 Kaffi / te 15:10 ? 16:00 Þjónusta er viðhorf   Margrét Reynisdóttir, stjórnunar- og markaðsfræðingur    16:00   Samantekt og námskeiðslok. Þátttaka tilkynnist í síma 464- 9990 eða á netfangið: upplysingar@icetourist.is fyrir 6. júní nk.
Lesa meira