11.07.2008
Ferðamálastofa óskar eftir að ráða umhverfisfulltrúa í 100% starf. Umhverfisfulltrúi starfar á upplýsinga- og þróunarsviði stofnunarinnar og heyrir undir forstöðumann sviðsins, sem staðsett er á Akureyri. Laun eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna.
Starfssvið:
Umsjón og ráðgjöf vegna styrkúthlutana til umhverfismála.
Úttekt á ferðamannastöðum og tillögugerð um úrbætur.
Ráðgjöf til ferðaþjónustuaðila í umhverfismálum.
Umsjón með útgáfu og fræðslumálum er snerta umhverfismál.
Umsagnir vegna umhverfismats sem Ferðmálastofu berast.
Gerð og umsjón með umhverfisstefnu Ferðamálastofu.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Háskólamenntun eða sambærileg menntun er nýtist í starfi.
Framhaldsmenntun á sviði umhverfismála er æskileg.
Reynsla af framkvæmd umhverfisverkefna er æskileg
Þekking á áætlana- og samningagerð er kostur.
Góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði, kunnátta í fleiri tungumálum er kostur.
Framtakssemi, sjálfstæði í vinnubrögðum og færni í mannlegum samskiptum.
Góð tölvukunnátta
Leitað er að einstaklingi sem er tilbúinn að takast á við krefjandi starf í vaxandi málaflokki innan stofnunarinnar. Nánari upplýsingar um starfið veita Elías Bj. Gíslason, forstöðumaður upplýsinga- og þróunarsviðs (elias@icetourist.is) og Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri (olof@icetourist.is), en upplýsingar um starfsemi Ferðamálastofu er að finna á samskiptavef stofnunarinnar www.ferdamalastofa.is.
Umsóknarfrestur er til 10. ágúst 2008 og er óskað eftir því að viðkomandi einstaklingur hefji störf 1. október. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil skulu berast með tölvupósti til forstöðumanns upplýsinga- og þróunarsviðs (elias@icetourist.is) eða á skrifstofu Ferðamálastofu, Strandgötu 29, 600 Akureyri og vera merktar starfinu. Ekki er um sérstök umsóknareyðublöð að ræða, en öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um starfið hefur verið tekin.
Lesa meira
10.07.2008
Alls fóru tæplega 190 þúsund erlendir gestir frá landinu um Leifsstöð fyrstu sex mánuði ársins 2008 samkvæmt talningum Ferðamálastofu, en sömu mánuði í fyrra voru þeir 178 þúsund. Aukningin er um 11 þúsund eða 6,6%. Talningin nær yfir allar brottfarir erlendra gesta um Leifsstöð og er vinnuafl sem fyrr inn í þeim.
Þróun á mörkuðum
Frá áramótum hefur orðið umtalsverð fjölgun frá Mið-Evrópu, Hollendingum hefur fjölgað um 40%, Frökkum um 24% og Þjóðverjum um 18%. Norðurlandabúum fjölgar um tæp 5% og munar þar mest um fjölgun Finna. Bretum fækkar hins vegar um 4% og gestum frá Bandaríkjunum enn meir eða um 23%. Að stórum hluta má rekja fækkun Bandaríkjamanna til þess að Flugleiðir hættu flugi til Baltimore um miðjan janúar 2008. Kanadamönnun hefur hins vegar fjölgað verulega, sem kemur ekki á óvart, en Toronto var bætt við sem áfangastað í maí 2008. Brottförum annarra landa Evrópu og fjarmarkaða fjölgar töluvert eða um 22%, en þar munar mest um Pólverja.
Þrátt fyrir hátt olíuverð og efnahagssveiflur á okkar helstu markaðssvæðum er búist við aukningu ferðamanna í sumar. Búist er við nokkurri fjölgun gesta frá Mið-Evrópu, enda um aukið sætaframboð að ræða og sterka Evru. Erfitt er að spá fyrir um fjölda gesta á heildina litið, enda hefur sjaldan verið eins mikið um bókanir á síðustu stundu og nú í sumar. Þó svo hljóðið sé mismunandi í ferðaþjónustuaðilum búast flestir við viðunandi útkomu í sumar.
Í meðfylgjandi skjali má sjá fjölda gesta skipt eftir markaðssvæðum, þjóðerni og mánuðum
Lesa meira
07.07.2008
Hagstofan hefur sent út frétt um gistinætur á hótelum í maí síðastliðnum sem voru 117.300 og er það sambærilegt við maí 2007. Gistinóttum fækkaði á höfuðborgarsvæðinu úr 83.000 í 79.800 eða um 4%. Á Norðurlandi fækkaði gistinóttum um rúmt 1%, úr 9.000 í 8.900, og á Austurlandi voru gistinætur sambærilegar við fyrra ár eða um 4.700.
Gistinóttum fjölgaði umtalsvert á Suðurlandi, úr 10.700 í 13.500, eða rúm 26%. Gistinóttum fjölgaði einnig um rúm 4% á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða, úr 9.900 í 10.300.
Fjölgun gistinátta á hótelum á Suðurlandi í maí má bæði rekja til útlendinga (33%) og Íslendinga (14%). Fækkun gistinátta á öðrum landsvæðum milli ára má eingöngu rekja til útlendinga (-2%).
Gistinóttum á hótelum fyrstu fimm mánuði ársins fjölgaði um tæp 4% milli áraGistinætur á hótelum fyrstu fimm mánuði ársins voru 428.000 en voru 412.000 á sama tímabili árið 2007. Fjölgun varð á Suðurlandi um rúm 20%, á höfuðborgarsvæðinu um 4% og á Norðurlandi um 2% milli ára. Gistinóttum fækkaði á öðrum landsvæðum mest á Austurlandi um 13% og á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða um tæp 8%.
Fjölgun gistinátta fyrstu fimm mánuði ársins nær eingöngu til Íslendinga, 14%. Gistinætur útlendinga standa í stað á milli ára.
Athygli skal vakin á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum, þ.e. hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.
Tölur fyrir 2008 eru bráðabirgðatölur.
Lesa meira
04.07.2008
Erlendir gestir um Leifsstöð í júní 2008 voru um 56.500 talsins, sem eru 800 fleiri gestir en í júnímánuði á síðastliðnu ári. Erlendum gestum fjölgar því um 1,5 % milli ára.
Af einstökum markaðssvæðum er fjölgunin mest frá Mið- og S-Evrópu eða um 13,4 % og munar mest um fjölgun Frakka og Hollendinga. Norðurlandabúum fjölgar lítillega eða um 1,6%. Bretum fækkar hins vegar um rúm 16 % og N-Ameríkubúum um 22,3%. Brottförum gesta annarra landa Evrópu og fjarmarkaða fjölgar um 17,4% og munar þá mest um 50% aukningu Pólverja.
Brottförum Íslendinga fækkar um nærri 10%. Hér má sjá fjölda gesta um Leifsstöð í júní, skipt eftir þjóðernum og markaðssvæðum, en heildarniðurstöður úr talningum Ferðamálastofu í Leifsstöð má finna hér á vefnum undir liðnum Talnaefni.
Ferðamenn í júní eftir markaðssvæðum
2007
2008
Breyting(%)
Norðurlönd
14564
14803
1,6
Bretland
6594
5522
-16,3
Evrópa
11899
13497
13,4
N-Ameríka
9781
7600
-22,3
Annað
12889
15126
17,4
Samtals
55727
56548
1,5
Ferðamenn í júní eftir þjóðernum
2007
2008
Breyting(%)
Bandaríkin
8788
5993
-31,8
Bretland
6594
5522
-16,3
Danmörk
4632
4743
2,4
Finnnland
1498
1529
2,1
Frakkland
2189
2819
28,8
Holland
1727
2081
20,5
Ítalía
1111
1112
0,1
Japan
463
549
18,6
Kanada
993
1607
61,8
Kína
1779
1023
-42,5
Noregur
4378
4145
-5,3
Pólland
2080
3138
50,9
Rússland
77
39
-49,4
Spánn
684
884
29,2
Sviss
841
743
-11,7
Svíþjóð
4056
4386
8,1
Þýskaland
5347
5858
9,6
Önnur lönd
8490
10377
22,2
Samtals
55727
56548
1,5
Ísland
54769
49493
-9,6
Heimild: Ferðamálastofa. Talningar við brottför úr Leifsstöð.
Lesa meira
04.07.2008
Flestar leiðir á hálendinu hafa nú verið opnaðar fyrir umferð, nú síðast Sprengisandur og Fjallabaksleið syðri. Vegna aurbleytu og hættu á skemmdum er allur akstur enn bannaður á Dyngjuleið (milli Sprengisands og Öskju), á Stórasandi og inn í Þjófadali.
Nýtt kort alla fimmtudagaVegagerðin gefur vikulega út kort yfir ástand fjallvega í byrjun sumars og kemur nýtt kort út vikulega, á fimmtudögum, fram eftir sumri á meðan einhverjir vegir eru lokaðir. Þessum kortum er meðal annars dreift til ferðaþjónustuaðila, á bensínstöðvar og víðar. Á vef Vegagerðarinnar er hægt að fylgjast nánar með ástandi fjallavega.
Lesa meira
03.07.2008
Kynningarmyndin West Iceland for All Senses, eða Upplifðu allt Vesturland, er komið út. Það er ferðamálaklasinn All Senses sem gefur það út til kynningar á náttúru, mannlíf og menningu Vesturlands, eins og nafnið bendir til.
Myndin er á geisladiskum og í þremur mismunandi lengdum, 3,3 - 9,3 og 14,3 mínútur með bæði ensku og íslensku tali. Friðþjófur Helga sá um myndatökur og klippingar en Steinar Berg hafði umsjón með tónlist, samdi íslenskan texta og hafði yfirumsjón með verkinu. Shelagh Smith sá um enska textann. Benedikt Erlingsson og Martin Regal ljáðu rödd sína. Menningarsjóður Vesturland, Sparisjóður Mýrasýslu, Hvalfjarðarsveit, Borgarbyggð, Snæfellsbær, Grundarfjörður, Stykkishólmur og Dalabyggð styrktu myndina. Í frétt frá All Senses kemur fram að rúmlega 100 sendiherrar erlendra ríkja heimsóttu Vesturlandið um daginn og fengu afhent fyrstu eintökin er þeir komu í Fossatún og snæddu þar kvöldverð.
Lesa meira
03.07.2008
Í frétt á vef Samtaka ferðaþjónustunnar er greint frá niðurstöðum maímánaðar úr tekjukönnun SAF og Hotelbenchmark.com. Samkvæmt þeim minnkaði nýting hótelherbergja um rúm 10% og á landsbyggðinni um 16%, miðað við maí í fyrra.
Í maí 2007 var herbergjanýting í Reykjavík 75,2% en er nú 67,3%. Nýtingin er umtalsvert minni á þriggja stjörnu hótelunum í Reykjavík. Þar hefur nýtingin lækkað um 13,5%, úr 77,8% nýtingu í 67,3%. Á landsbyggðinni var nýtingin 41,9% í maímánuði í fyrra en er nú 35,2% og hefur því lækkað um 16%. Tekjur fyrir hvert framboðið herbergi (Rev PAR) hafa minnkað um tæp 10% fyrir maímánuð á milli ára. Í Reykajvík hafa tekjurnar hins vegar staðið í stað. Könnunin í heild sinni á vef SAF (PDF)
Lesa meira
01.07.2008
Í nýliðnum júnímánuði fóru rúmlega 250 þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll sem er 2,8% fækkun á milli ára. Mestu munar um fækkun áfram- og skiptifarþega (transit). Þetta kemur fram í tölum frá flugvellinum.
Á fyrri helmingi ársins, eða til loka júní, hafa rúmlega 939 þúsund farþegar farið um völlinn. Er þetta tæplega um 0,5 færri en á sama tíma í fyrra. Farþegum á leið til landsins og frá því hefur hins vegar fjölgað, eins og sjá má nánar í töflunni hér að neðan.
Júní 08.
YTD
Júní 07.
YTD
Mán. % breyting
YTD % Breyting
Héðan:
103.570
411.407
106.921
406.106
-3,13%
1,31%
Hingað:
119.338
426.890
111.212
411.549
7,31%
3,73%
Áfram:
2.116
15.986
3.914
16.214
-45,94%
-1,41%
Skipti.
24.933
84.908
35.169
109.331
-29,11%
-22,34%
249.957
939.191
257.216
943.200
-2,82%
-0,43%
Lesa meira