Fréttir

Uppsveitabrosið 2007 afhent

Uppsveitabrosið 2007 var afhent síðastliðinn miðvikudag. Það hlutu að þessu sinni þær Steingerður Hreinsdóttir og Sædís Íva Elíasdóttir, ráðgjafar hjá Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands. Uppsveitabrosið fá þær m.a. fyrir framúrskarandi samvinnu. Uppsveitabrosið er viðurkenning sem veitt er árlega einstaklingi eða fyrirtæki sem hafa lagt ferðaþjónustunni í uppsveitum Árnessýslu lið á jákvæðan uppbyggilegan hátt og stuðlað að samvinnu.  Markmiðið er að senda út jákvæð skilaboð og vekja athygli á því sem vel er gert. Brosið er óáþreifanlegt en því fylgir ávallt hlutur sem handverks- eða listamaður í Uppsveitunum býr til hverju sinni. Í ár var það Gréta Gísladóttir, myndlistarkona  í Reykholti, sem annaðist það. Hún málaði myndir af sunnlenskum fjöllum, Jarlhettunum og Heklu, sem tákn um kraftinn sem býr í þessum athafnakonum. Þetta er í fjórða sinn sem brosið er veitt en hugmyndin að því varð til í stefnumótunarvinnu í ferðamálum. Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi Uppsveita Árnessýslu, afhenti þeim Steingerði og Sædísi Ívu Uppsveitabrosið. Sædís Íva Elíasdóttir, Ásborg Arnþórsdóttir, SteingerðurHreinsdóttir.
Lesa meira

Matur 2008 og Ferða- og Golfsýningin 2008

Þrjár stórar sýningar verða haldnar dagana 28.-30. mars næstkomandi í Fífunni í Kópavogi. Um er að ræða sýninguna Matur 2008, Ferðasýninguna 2008 og sýninguna Golf á Íslandi 2008. Samstarfsaðilar Ferðasýningarinnar 2008 eru Ferðamálasamtök Íslands, Samtök ferðaþjónustunnar og Golfsamband Íslands. Í kynningu á sýningunni segir m.a. markmið ferasýningarinnar sé að auka áhuga Íslendinga á ferðamennsku og ferðaþjónustu á Íslandi og kynna almenningi og fagaðilum framboð á íslenskri ferðaþjónustu. Ennfremur er tilgangurinn að kynna möguleika golfíþróttarinnar hérlendis sem erlendis í tengslum við ferðalög og veita upplýsingar um fræðslu menntun og umhverfismál í ferðaþjónustunni. Föstudagurinn 28. mars er ætlaður fagaðilum eða "business to business". Opið er fyrir almenning á laugardag og sunnudag. Myndin er frá Ferðasýningunni í Fífunni 2007. Sjá nánar um sýninguna hér (PDF) og á vef Íslandsmóta.
Lesa meira

Veitingastaðurinn á Hótel Holti opnaður á ný eftir breytingar

Veitingastaður Hótel Holts hefur verið opnaður á ný eftir gagngera endurnýjun og andlitslyftingu. Staðurinn ber nú heitið Gallery. Áherslur breytast að auki í því að gerð verða skarpari skil á milli hádegisstaðar og kvöldverðarstaðar en verið hefur. Í frétt frá Hótel Holti kemur fram að um sé að ræða veigamestu breytingu í sögu þessa kunna veitingastaðar, sem opnaður var 1966, ári eftir að Hótel Holt tók til starfa. Yfirmatreiðslumaður Gallerys er Friðgeir Ingi Eiríksson en hann hefur stjórnað eldhúsi Michelin-staðarins Clairefontaine í Lyon í Frakklandi undanfarin fimm ár við góðan orðstír. Sérhönnuð eldavélÁsamt fagfólki sínu á Friðgeir veg og vanda af flestum breytingunum á staðnum en þar ber hæst nýtt eldhús með sérhannaðri eldavél sem smíðuð var í Frakklandi eftir hugmyndum hans. Umgjörð veitingasalarins hefur tekið verulegum breytingum, þótt ekki hafi verið hreyft við þeim atriðum sem fólk þekkir og skapað hafa Hótel Holti sérstöðu í áranna rás. Málverk úr hinu einstæða safni hótelsins munu sem fyrr prýða veggina. Salurinn tekur um 75 manns í sæti. Franska hefðin í matargerð er áfram í hávegum höfð, með áherslu á besta fáanlega hráefni hérlendis, en auk þess mun framreiðslan verða íburðarmeiri en áður.
Lesa meira

Suðurland bragðast best

Næstkomandi miðvikudag, 30 janúar, verður á Hótel Selfossi haldið málþing með yfirskriftinni ?Suðurland bragðast best?. Markmið þess er að vekja athygli á framboði og nýsköpun í matvælaframleiðslu á Suðurlandi og að hvetja Sunnlendinga til þess að nýta matvæli úr heimabyggð. Þá er átt við heimamenn alla en ekki síst þá sem stunda veitingarekstur og ferðaþjónustu. Kynnt verða fjölbreytt verkefni einstaklinga og samstarfshópa í því skyni að miðla af reynslu þeirra sem eru að framleiða og markaðsetja matvæli víða um land.Má þar nefna verkefnin Beint frá býli, Matarkista Skagafjarðar, Stefnumót hönnuða og bænda Vörumerkjastjórnun, Heimaframleiðsla o.fl. Í tengslum við málþingið verður sýningarsvæði þar sem matvælaframleiðendur á Suðurlandi kynna vörur sínar fyrir gestum. Þess er vænst að málþingið ásamt kynningunum varpi ljósi á það sem er á döfinni í matvælaframleiðslu, efli tengsl milli framleiðenda og neytenda og verði hvatning fyrir frumkvöðla til nýsköpunar. Vaxtasamningur Suðurlands og Vestmannaeyja hefur forystu um málþingið. Undirbúning annast  þær Sædís Íva Elíasdóttir og Steingerðar Hreinsdóttir, verkefnastjórar hjá Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands og Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi Uppsveita Árnessýslu. Dagskrá: ? 13:00 ? 13:10: Málþingstjóri opnar og setur þingið? 13:10 ? 13:30: Svanhildur Pálsdóttir, Matarkista Skagafjarðar ? 13:30 ? 13:50: Friðrik Valur Karlsson, Klasamyndun í Eyjafirðinum ? 13:50 ? 14:00: Hildur Magnúsdóttir, Verslunin Borg, Hvað vilja neytendur? ? 14:00 ? 14:20: Friðrik Eysteinsson, sölu- og markaðsstjóri SS ,,Mörkun? vörumerkjastjórnun í matvælaframleiðslu ? 14:20 ? 14:40: Kaffi ? 14:40 ? 15:00: Vilhjálmur Vernharðsson frá Möðrudal, heimaframleiðsla reynslusaga? 15:00 - 15:20: Gunnlaugur Karlsson ? Markaðssetning í íslenskri garðyrkju? 15:20 ? 15:40: Ólöf Hallgrímsdóttir, Verkefnið Beint frá Býli ? 15: 40 - 16:20: Brynhildur Pálsdóttir/Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir - Listaháskólinn, Stefnumót hönnuða og bænda ? 16:20 ? 16:30: Berglind Hallgrímsdóttir, Samantekt og kynning á Vaxtarsamningi Suðurlands og Vestmannaeyja í tengslum við matarklasa Eftir málþingið verður boðið upp á kynningar á sunnlenskri matvælaframleiðslu Málþingsstjóri er Ingi Þór Jónsson  
Lesa meira

Viðamikil íslensk hátíð í Brussel

Ferðamálastofa og Ráðstefnuskrifstofa Íslands eru meðal aðila sem standa að hátíðinni Iceland on the Egde sem hefst í Brussel í lok febrúar og stendur fram í júní. Hátíðin var kynnt fyrir fjölmiðlafólki í Belgíu á dögunum og vakti strax mikla athygli.
Lesa meira

Ferðaþjónar ársins á Ströndum og Reykhólasveit

Hjónin Ásbjörn Magnússon og Valgerður Magnúsdóttir eru ferðaþjónar ársins 2007, að mati samtaka ferðaþjónustuaðila á Ströndum og Reykhólasveit. Fengu þau síðastliðinn laugardag afhenta viðurkenningu af þessu tilefni, Framfarasporið 2007. Fram kemur á vefnum strandir.is, þaðan sem myndin hér til hliðar er einnig fengin, að þau hjón hafa staðið sig afbragðsvel í að hlúa að ferðaþjónustu á svæðinu og opnuðu á síðasta ári nýtt gisthús og glæsilegt veitingahús á Drangsnesi. Framfarasporið 2007 er eftir listakonuna Ástu Þórisdóttur sem afhenti þeim hjónum viðurkenningargripinn. Mun gripurinn væntanlega prýða veggi veitingastaðarins Malarhorns á Drangsnesi. Samtök ferðaþjónustuaðila á Ströndum og Reykhólasveit nefnast Arnkatla 2008 og héldu þau uppskeruhátíð á veitingastaðnum Café Riis á laugardagskvöldið, í lok tveggja daga stefnumótunarfundar. Á fundinum var stefna verkefnisins mörkuð fram til ársins 2012 og innan tíðar mun liggja fyrir nokkuð nákvæmt aðgerðarplan. Vegna veðurs varð þátttaka á fundinum ekki alveg jafn góð og vonast hafði verið til en ferðaþjónustuaðilar úr Árneshreppi og Reykhólasveit áttu ekki heimangengt af þessum sökum. Engu að síður var mikill hugur í fundarmönnum en um það bil þrjátíu aðilar eiga aðild að Arnkötluverkefninu. Sævar Kristinsson rekstrarráðgjafi hjá Netspor stýrði vinnunni á fundinum. 
Lesa meira

?Suðurland bragðast best?

Næstkomandi miðvikudag, 30 janúar, verður á Hótel Selfossi haldið málþing með yfirskriftinni ?Suðurland bragðast best?. Markmið þess er að vekja athygli á framboði og nýsköpun í matvælaframleiðslu á Suðurlandi og að hvetja Sunnlendinga, ekki síst þá sem stunda veitingarekstur og ferðaþjónustu, til þess að nýta matvæli úr heimabyggð. Kynnt verða fjölbreytt verkefni einstaklinga og samstarfshópa í því skyni að miðla af reynslu þeirra sem eru að framleiða og markaðsetja matvæli víða um land.Má þar nefna verkefnin Beint frá býli, Matarkista Skagafjarðar, Stefnumót hönnuða og bænda Vörumerkjastjórnun, Heimaframleiðsla o.fl. Í tengslum við málþingið verður sýningarsvæði þar sem matvælaframleiðendur á Suðurlandi kynna vörur sínar fyrir gestum. Þess er vænst að málþingið ásamt kynningunum varpi ljósi á það sem er á döfinni í matvælaframleiðslu, efli tengsl milli framleiðenda og neytenda og verði hvatning fyrir frumkvöðla til nýsköpunar. Vaxtasamningur Suðurlands og Vestmannaeyja hefur forystu um málþingið. Undirbúning annast  þær Sædís Íva Elíasdóttir og Steingerðar Hreinsdóttir, verkefnastjórar hjá Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands og Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi Uppsveita Árnessýslu. Dagskrá: ? 13:00 ? 13:10: Málþingstjóri opnar og setur þingið? 13:10 ? 13:30: Svanhildur Pálsdóttir, Matarkista Skagafjarðar ? 13:30 ? 13:50: Friðrik Valur Karlsson, Klasamyndun í Eyjafirðinum ? 13:50 ? 14:00: Hildur Magnúsdóttir, Verslunin Borg, Hvað vilja neytendur? ? 14:00 ? 14:20: Friðrik Eysteinsson, sölu- og markaðsstjóri SS ,,Mörkun? vörumerkjastjórnun í matvælaframleiðslu ? 14:20 ? 14:40: Kaffi ? 14:40 ? 15:00: Vilhjálmur Vernharðsson frá Möðrudal, heimaframleiðsla reynslusaga? 15:00 - 15:20: Gunnlaugur Karlsson ? Markaðssetning í íslenskri garðyrkju? 15:20 ? 15:40: Ólöf Hallgrímsdóttir, Verkefnið Beint frá Býli ? 15: 40 - 16:20: Brynhildur Pálsdóttir/Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir - Listaháskólinn, Stefnumót hönnuða og bænda ? 16:20 ? 16:30: Berglind Hallgrímsdóttir, Samantekt og kynning á Vaxtarsamningi Suðurlands og Vestmannaeyja í tengslum við matarklasa Eftir málþingið verður boðið upp á kynningar á sunnlenskri matvælaframleiðslu Málþingsstjóri er Ingi Þór Jónsson  
Lesa meira

Suðureyri í sviðsljósinu í nýrri kynningarmynd um sjóstangveiði

Veiðiferð til Suðureyrar er viðfangsefni á nýju kynningarmyndbandi frá fyrirtækjunum Daiwa og Cormoran en þau eru leiðandi í framleiðslu og sölu á búnaði til sjóstangveiði. Diskinum verður dreift í hundruðum þúsunda eintaka um allan heim. Að sögn Elíasar Guðmundssonar hjá fyrirtækinu Hvíldarkletti á Suðueyri, sem m.a. leigir út báta til sjóstangveiði, kom veiðihópur sem kallast Daiwa team til Suðureyrar síðastliðið sumar. Hann samanstendur af þekktustu veiðimönnum Þýskalands og nýtur mikillar virðingar. Mynddiskurinn er einstakur hvað það varðar að hópurinn náði á filmu þegar hann veiddi 175 kg lúðu út af Súgandafirði og prýðir mynd af henni hulstrið á diskinum. ?Kynning sem þessi er einstök landkynning og sérstaklega fyrir fyrirtæki okkar því söluhluti myndbandsins er unni í samstarfi við samstarfsaðila Hvíldarkletts í Þýskalandi,? segir Elías.  
Lesa meira

Fjölsóttur fundur Cruise Iceland

Í gær var haldinn opinn fundur á vegum samtakanna Cruise Iceland. Um 40 manns sóttu fundinn sem haldinn var í Hafnarhúsinu í Reykjavík og var tilefnið að kynna nýútkomna skýrslu á vegum Samgönguráðuneytis um móttöku skemmtiferðaskipa hér á landi. Ágúst Ágústsson markaðsstjóri Faxaflóahafna og stjórnarformaður Cruise Iceland sagði í inngangsorðum að um 55.000 þúsund farþegar hefðu komið til landsins árið 2007 og að útlitið væri gott fyrir árið 2008. Aukning væri á skipakomum á milli ára. Að sögn hans sigla nú um 300 skemmtiferðaskip um öll heimsins höf en á næstu þremur árum munu önnur 40 bætast í hópinn. Stærsta skipið sem er í smíðum er með 5400 kojur og með áhöfn geta verið um 8.000 manns um borð. Stærstu skipin sigla í Karabíska hafinu og í Miðjarðarhafinu. Ágúst velti einnig fyrir sér framtíðarmöguleikum og sagði þá án efa talsverða fyrir okkar svæði. M.a. er unnið að því að koma á hringferðum í kringum landið, lystisnekkjur og seglskútur eru að koma hingað í auknum mæli og möguleikar væru fyrir Reykjavík að eflast sem svokölluð snúningshöfn. Þá eru höfð farþegaskipti þannig að nýir farþegar koma með flugi. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna og formaður nefndarinnar, tók síðan við og kynnti skýrsluna. Hann stiklaði á helstu niðurstöðum og tók því fram að árangur okkar hér væri mjög góður á heimsvísu og að nóg væru tækifærin. Eftir greinagóða kynningu var opið fyrir fyrirspurnir og tóku margir til máls. Fólki var m.a. tíðrætt um inniviði greinarinnar. Fram kom að stærstu dagarnir, með allt að5.000 manns í landi, væru augljóslega mjög erfiðir. Mikilvægt væri að efla grunnþætti eins og t.d. leiðsögufólk með réttindi, rútur og fleira. Skýrsluna í heild má nálgast undir liðnum Útgefið efni" hér á vefnum. Skoða skýrslu um móttöku skemmtiferðaskipa Meðfylgjandi myndir tók Stefán Helgi Valsson á fundunum.
Lesa meira

Handbók Ferðamálastofu 2008 komin út

Handbók Ferðamálastofu fyrir árið 2008 er komin út. Þetta er viðamikið rit en bókin er í raun prentuð útgáfa af gagnagrunni Ferðamálastofu sem geymir upplýsingar um vel á annað þúsund ferðaþjónustuaðila um allt land. Einnig er að finna í bókinni ýmsar hagnýtar upplýsingar fyrir ferðafólk. Skiptist í 7 kaflaBókin skiptist í 7 kafla. Undir kaflanum Almennar upplýsingar má m.a. finna lista yfir upplýsingamiðstöðvar, ferðaskrifstofur, ferðaskipuleggjendur, ræðismenn, sendiráð, náttúruverndarsvæði o.fl. Annar kafli nefnist Á döfinni en eins og nafnið ber með sér er þar að finna lista yfir viðburði af ýmsu tagi um allt land. Í 3. kaflanum, Samgöngur, eru upplýsingar um áætlunarferðir á láði, lofti og legi, bílaleigur, vegalengdir á milli staða, leigubíla o. fl Ýtarlegar upplýsingar um Gistingu um allt land er að finna í 4. kafla og er honum skipt niður eftir tegund gistingar, þ.e. hótel, gistiheimili, bændagisting, farfuglaheimili, sumarhús, skálar og tjaldsvæði. Afþreying er í 5. kafla og skiptist í alls 23 undirflokka. Þar má nefna flúðasiglingar, hvalaskoðun, hestaferðir, jeppa- og jöklaferðir, skíðasvæði, golfvelli, sundlaugar, veiði o.s.frv. Sjötti kaflinn nefnist Menning & listir og geymir upplýsingar um söfn, sýningarsali, bókasöfn og skjalasöfn. Í 7. og síðasta kaflanum eru almennar upplýsingar um veitingastaði þótt enn sé ekki um skráningu á einstökum veitingastöðum að ræða. Mikilvægt uppflettiritHandbókin er gefin út á íslensku og ensku og er mikilvægt uppflettirit fyrir alla þá sem starfa að skipulagningu og upplýsingagjöf í ferðaþjónustu. Bókin er seld í áskrift og kostar 6.000 kr. Afsláttur er veittur ef fleiri en eitt eintak er keypt. Hægt er að panta bókina hér á vefnum. Panta Handbókina Ísland Nánari upplýsingar fást á skrifstofu Ferðamálastofu á Akureyri í síma 464-9990 eða með því að senda póst á netfangið upplysingar@icetourist.is
Lesa meira