Fara í efni

Nýr vefur markaðssetur Ísland meðal kylfinga

Golf Iceland
Golf Iceland

Opnaður hefur verið vefurinn www.golficeland.org sem hefur að markmiði að vinna að frekari markaðssetningu og kynningu á möguleikum Íslands fyrir kylfinga. Að vefnum standa samtökin Golf Iceland sem voru stofnað í árbyrjun.

Aðilar að samtökunum í dag eru 19 talsins; 18 holu golfvellir á Íslandi, ferðaþjónustufyrirtæki svo og Golfsamband Íslands og Ferðamálastofa. Markmiðið er einnig að bæta gæði þeirrar vöru sem verið er að kynna og í þeim tilgangi hefur í sumar verið unnið að sérstöku gæðaflokkunarkerfi fyrirgolfvelli til að erlendir kylfingar geti áttað sig á þeim gæðum sem í boði eru á hverjum stað. Unnið hefur verið að gerð kynningarefnis og ýmsu fleiru og mikilvægasta kynningar- og upplýsingatækið, vefurinn, hefur verið opnaður og kynning á honum er hafin.

Ferðaþjónustufyrirtæki sem aðild eiga að Golficeland eru: Icelandair Hotels, Radisson SAS Hotel Saga, Icelandair, Höldur ? Bílaleiga Akureyrar, Reykjavik Excursions og Flugfélag Íslands.

Golfvellirnir eru:  Golfklúbburinn Oddur, Golfklúbburinn Hellu, Golfklúbbur Suðurnesja, Golfklúbbur Þorlákshafnar, Golfklúbbur Vestmannaeyja, Golfklúbbur Kiðjabergs, Golfklúbburinn Flúðum, Golfklúbbur Akureyrar, Golfklúbbur Reykjavíkur, Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar og Golfklúbburinn Keilir,.