Fréttir

Farþegar tæp 1 milljón á fyrri helmingi ársins

Í nýliðnum júnímánuði fóru rúmlega 250 þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll sem er 2,8% fækkun á milli ára. Mestu munar um fækkun áfram- og skiptifarþega (transit). Þetta kemur fram í tölum frá flugvellinum. Á fyrri helmingi ársins, eða til loka júní, hafa rúmlega 939 þúsund farþegar farið um völlinn. Er þetta tæplega um 0,5 færri en á sama tíma í fyrra. Farþegum á leið til landsins og frá því hefur hins vegar fjölgað, eins og sjá má nánar í töflunni hér að neðan.   Júní 08. YTD Júní 07. YTD Mán. % breyting YTD % Breyting Héðan: 103.570 411.407 106.921 406.106 -3,13% 1,31% Hingað: 119.338 426.890 111.212 411.549 7,31% 3,73% Áfram: 2.116 15.986 3.914 16.214 -45,94% -1,41% Skipti. 24.933 84.908 35.169 109.331 -29,11% -22,34%   249.957 939.191 257.216 943.200 -2,82% -0,43%
Lesa meira

Björgunarsveitir á hálendinu

Undanfarin sumur hafa sveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar verið á hálendinu ferðafólki til aðstoðar. Svo verður einnig í sumar og var verkefninu formlega ýtt af stað fyrir helgina. Verkefnið gengur þannig fyrir sér að sveitir innan Landsbjargar skiptast á um að vera til aðstoðar á hálendinu, viku í senn. Björgunarsveitin Kyndill í Mosfellsbæ, Björgunarfélag Árborgar, Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð og Björgunarsveitin Strákar á Siglufirði taka fyrstu vikuna í verkefninu. Sú nýjung verður í sumar að gert verður út frá fjórum stöðum þ.e. Nýjadal, Öskju, Landmannalaugum og Hveravöllum en gámar verða fluttir á þá staði sem björgunarsveitirnar hafa aðsetur í. Verkefnið verður keyrt til 10. ágúst en a.m.k. fyrstu vikuna er Sprengisandsleið lokuð þar sem enn er mikil bleyta í veginum þar. Aðalstyrktaraðili verkefnisins er N1 en jafnframt koma Vodafone og Gámaþjónustan að því. Þeir sem þurfa að ná á björgunarsveitirnar geta gert það í gegnum 112.
Lesa meira

Nám fyrir stjórnendur í ferðaþjónustu

Stjórnendaskóli Háskólans í Reykjavík, í samvinnu við Samtök ferðaþjónustunnar, býður í haust upp á stjórnendanám sem ætlað er stjórnendum í ferðaþjónustu. Námið samanstendur af 6 námskeiðum sem eru samtals 56 klukkustundir. Í kynningu á náminu segir að markmið þess sé er að: efla almenna stjórnunar- og leiðtogahæfni þátttakenda  veita stjórnendum betri skilning á eigin stjórnunarstíl   kynna hagnýtar og sannreyndar aðferðir og vinnubrögð sem ýta undir stjórnunarlegan árangur skapa sameiginlegan vettvang til tengslamyndunar milli stjórnenda í ferðaþjónustu. Nánar á vef Háskólans í Reykjavík  
Lesa meira

Yfirlýsing frá Ferðamálasamtökum Íslands vegna aðgerða flugumferðastjóra

Ferðamálasamtök Íslands hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna aðgerða flugumferðarstjóra og yfirvofandi verkfalls. Yfirlýsingin fylgir hér á eftir. "Yfirvofandi verkföll flugumferðarstjóra er aðför að ferðaþjónustunni í landinu. Á undanförnum árum hefur fjöldi frumkvöðla byggt upp margvíslega ferðaþjónustu um land allt, gistiaðstöðu, veitingasölu og fjölbreytta afþreyingu með ærnum tilkostnaði og lánum. Þessi starfsemi er nú í uppnámi vegna verkfallsboðunar flugumferðarstjóra. Starfsumhverfi ferðaþjónustunnar hér á landi er afskaplega erfitt um þessar mundir. Háir vextir og almenn kaupmáttarrýrnun hefur afar slæm áhrif á starfsemina. Hækkun matarverðs veldur veitingahúsunum erfiðleikum og ógnarhátt bensínsverð dregur úr ferðalögum innanlands. Helsta von ferðaþjónustunnar var því bundinn við ferðalög útlendinga til landsins sem nú er ógnað með verkfallsboðunum flugumferðarstjóra. Fyrirhugaðar aðgerðir flugumferðastjóra eru alvarlegar fyrir ferðaþjónustuna. Það er sorglegt að fámenn stétt hálaunafólks, flugumferðarstjórar, skuli ógna rekstraraðilum á Íslandi á þennan hátt. Ef að aðgerðum flugumferðastjóra verður hefur það bein áhrif á afkomu um tíu þúsund manns sem starfa við ferðaþjónustu á Íslandi yfir sumarmánuðina." F.h. Stjórnar Ferðamálasamtaka ÍslandsPétur Rafnsson, formaður
Lesa meira

Ferðamálastofa verði efld og fjárfesting í markaðssetningu aukin

Nefnd sem iðnaðarráðherra skipaði um miðjan febrúar 2008 til að fjalla um skipulag og fjármögnun ferðaþjónustu hefur skilað tillögum sínum. Tillögurnar eru mikilvægur þáttur í endurskoðun á ferðamálaáætlun og framtíðarskipan málaflokksins eftir flutning hans til iðnaðarráðuneytis. Frá þessu er greint í frétt á vef iðnaðarráðuneytisins í dag. Ferðamálastofa verði efld sem opin og greiðfær gáttFram kemur að í starfi sínu greindi nefndin ýmsa grundvallarþætti og gildi sem tillögur hennar hvíla á og leggur ríka áherslu á að lykilatriði í aðkomu hins opinbera að skipulagi og fjármögnun í ferðaþjónustu skuli vera gegnsæi, langtímahugsun, heildstæð nálgun, sjálfbærni og mælanlegur árangur. Einnig koma fram tillögur t.d. um að Ferðamálastofa verði efld sem opin og greiðfær gátt fyrir aðkomu hins opinbera að ferðaþjónustu, samstarf stofnana sem fjalla um ferðamál verði aukið og meginferðamannastöðum (seglum) verði fjölgað. Í niðurstöðum nefndarinnar kemur einnig fram að ferðaþjónustan líði fyrir núverandi fyrirkomulag í fjárfestingu hins opinbera í ferðaþjónustu sem einkennist af ?skammtímahugsun og sveiflukenndum fjárfestingum". Tillögurnar voru kynntar á síðasta fundi ferðamálaráðs sem fagnaði þeim og hvatti til að framkvæmd þeirra hæfist sem fyrst. Formaður nefndarinnar var Svanhildur Konráðsdóttir, formaður ferðamálaráðs og sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar. Aðrir í nefndinni voru alþingismennirnir Árni Páll Árnason og Ólöf Nordal, Adolf H. Berndsen, formaður Samtaka sveitarfélaga á Norðvesturlandi, Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Útflutningsráðs, Jón Karl Ólafsson, fyrrv. formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri, Sigríður Á. Snævarr sendiherra og Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda. Tillögur nefndarinnar (PDF)  
Lesa meira

Vefur Vestnorden 2008 opnaður

Vefur Vestnorden ferðakaupstefnunnar 2008 hefur nú verið opnaður og er þar hægt að skrá sig til þátttöku. Kaupstefnan verður haldin í Laugardalshöllinni daganna 15.-17. september næstkomandi. Vestnorden 2008 verður sú 23. í röðinni en hún er haldin árlega og er til skiptis í umsjón Íslendinga, Grænlendinga og Færeyinga. Sýnendur á kaupsstefnunni koma frá vestnorrænu löndunum þremur og á Vestnorden hitta þeir ferðaheildsala hvaðanæva að úr heiminum og eiga með þeim stutta fundi sem búið er að tímasetja áður en kaupstefnan hefst. Þarna er um að ræða fyrirtæki sem eru að selja, eða hafa hug á að selja, ferðir til vestnorrænu landanna. Ferðamálastofa hefur umsjón með Vestnorden á Íslandi en framkvæmd að þessu sinni er í höndum Congress Reykjavík. Á vef Vestnorden eru allar nánari upplýsingar og þar er einnig hægt að skrá sig til þátttöku. www.vestnorden.com
Lesa meira

Akstur víða bannaður á hálendinu

Vegna aurbleytu og hættu á vegaskemmdum er allur akstur bannaður á velflestum hálendisvegum og nokkrum leiðum sem að jafnaði eru ekki færar nema að sumarlagi. Hætt er við áður ákveðna opnun á hálendisveginum á milli Eldgjár og Landmannalauga og mun það frestast um viku. Nýtt kort alla fimmtudagaVegagerðin gefur vikulega út kort yfir ástand fjallvega í byrjun sumars og kemur nýtt kort út vikulega, á fimmtudögum, fram eftir sumri á meðan einhverjir vegir eru lokaðir. Þessum kortum er meðal annars dreift til ferðaþjónustuaðila, á bensínstöðvar og víðar. Á vef Vegagerðarinnar er hægt að fylgjast nánar með ástandi fjallavega.
Lesa meira

Fjöldi ferðamanna í maí

Ferðamálastofa sér um talningu á ferðamönnum sem fara um Leifsstöð og er þar hægt að sjá skiptingu þeirra eftir þjóðerni. Niðurstöður fyrir maí liggja nú fyrir og þar með fimm fyrstu mánuðir ársins. Alls fóru tæplega 36 þúsund erlendir gestir um Leifsstöð í maí, samanborið við rúmlega 34 þúsund í sama mánuði í fyrra. Fjölgunin nemur rúmlega 1.700 manns eða 5%. Inn í tölunum eru allir með erlent ríkisfang sem fara um flugstöðina og er vinnuafl því sem fyrr inn í þessum tölum. Þróun á mörkuðumSé litið til helstu markaðssvæða Íslands þá er fjölgun frá Mið-Evrópu, samdráttur frá N.-Ameríku en fjöldi Norðurlandabúa og Breta er nánast óbreyttur á milli ára. Í kjölfar nýrrar flugleiðar á milli Íslands og Kanada má greina fjölgun þaðan og athygli vekur einnig veruleg aukning á milli ára frá Þýskalandi og Hollandi. Að sögn Davíðs Jóhannssonar, forstöðumanns skrifstofu Ferðamálastofu í Frankfurt, er jafnan talsvert um hópferðir í maí, bæði almenna ferðamenn og þá sem koma á ráðstefnur og í hvataferðir. Því getur fjöldinn sveiflast nokkuð á milli ára en ánægjulegt sé að sjá fjölgun nú. Þá megi væntanlega rekja hluta fjölgunarinnar til aukinnar afþreyingar í tengslum við sjóstangveiði á Vestfjörðum, sem er vinsæl meðal Þjóðverja. Hér að neðan má sjá fjölda gesta um Leifsstöð í maí, skipt eftir þjóðerni. Heildarniðurstöður úr talningum Ferðamálastofu má finna hér á vefnum undir liðnum Talnaefni. Erlendir gestir um Leifsstöð í maí 2007/2008   2007 2008 Aukning/ fækkun milli ára (%) Bandaríkin 4754 3357 -29,4 Bretland 4997 4935 -1,2 Danmörk 3016 3348 11,0 Finnnland 1077 1131 5,0 Frakkland 1471 1468 -0,2 Holland 1256 1739 38,4 Ítalía 429 404 -5,8 Japan 315 284 -9,8 Kanada 500 995 99,0 Kína 381 647 69,8 Noregur 3439 3011 -12,4 Pólland 1197 2050 71,3 Rússland 31 24 -22,6 Spánn 515 409 -20,6 Sviss 247 255 3,2 Svíþjóð 2911 3090 6,1 Þýskaland 2365 3095 30,9 Önnur lönd 5355 5739 7,2 Samtals 34256 35981 5,0
Lesa meira

Snæfellsnes fyrsta umhverfisvottaða samfélagið í Evrópu

Síðastliðinn mánudag tóku sveitarfélögin fimm á Snæfellsnesi og Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull á móti skjölum til staðfestingar því að hafa hlotið umhverfisvottun frá Green Globe vottunarsamtökunum. Ísland getur þar með státað sig af því að vera fyrsta landið í Evrópu með umhverfisvottuð samfélög en fram til þessa hefur aðeins þremur öðrum samfélögum í heiminum tekist að ná vottun. Green Globe eru einu vottunarsamtökin sem votta starfsemi heilla samfélaga. Viðmið og staðlar þeirra byggja á sömu hugmyndafræði og Staðardagskrá 21 og kemur Green Globe vinna sveitarfélaganna á Snæfellsnesi því í stað Staðardagskrárvinnu þeirra. Með því að ganga inn í vottunarferli Green Globe hefur Snæfellsnes þó stigið skrefinu lengra, þar sem umhverfisvinnan er nú reglulega metin af óháðum þriðja aðila. Margir lagt hönd á plógÍ fréttatilkynningu segir að fjölmargir hafi lagt hönd á plóg til að stíga þetta mikilvæga skref í sögu umhverfismála á Íslandi. Vottunarverkefnið hófst formlega árið 2003 fyrir tilstilli þeirra hjóna Guðlaugs heitins og Guðrúnar Bergmann, sem unnu ötullega að verkefninu frá upphafi, og hefur sömuleiðis notið ráðgjafar Stefáns Gíslasonar, umhverfisstjórnunarfræðings hjá Umís í Borgarnesi. Starfmenn Náttúrustofu Vesturlands hafa tekið þátt í stefnumótun og stjórn verkefnisins nánast frá upphafi og starfsmaður þess, Þórunn Sigþórsdóttir, er jafnframt starfsmaður Náttúrustofunnar. Einnig hafa sveitarstjórar og sveitarstjórnir á Snæfellsnesi sýnt mikla framsýni með þátttöku í verkefninu og er þá ógetið fjölda annarra sem stuðlað hafa að framgangi þess. Viðstaddir hátíðlega athöfn í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði voru m.a. forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Alþingis og 1. þingmaður Norðvesturkjördæmis, Sturla Böðvarsson, þingmenn, sveitarstjórnafólk og fjöldi annarra gesta. Sjá www.nesvottun.is
Lesa meira

Vatnajökulsþjóðgarði fylgja mikil tækifæri fyrir ferðaþjónustuna

Vatnajökulsþjóðgarður, stærsti þjóðgarður Evrópu, var stofnaður við formlega athöfn síðastliðinn laugardag. Stofnhátíð var haldin á fjórum stöðum samtímis, í Gljúfrastofu í Jökulsárgljúfrum, á Skriðuklaustri í Fljótsdal, í Skaftafellsstofu í Skaftafelli og í Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri. Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri er varaformaður stjórnar hins nýja þjóðgarðs og var hún viðstödd stofnhátíðina í Jökulsárgljúfrum. Hún segir ljóst að stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs marki ekki einungis tímamót í náttúruvernd heldur felist í þessu gríðarleg tækifæri fyrir íslenska ferðaþjónustu. ?Annar megin tilgangurinn með stofnun þjóðgarðsins, þ.e. ásamt náttúruverndinni, snýr að byggðaþróun og atvinnusköpum. Sú atvinnusköpun mun ekki síst tengjast ferðaþjónustunni með einum eða öðrum hætti,? segir Ólöf Ýrr. Hún bætir við máli sínu til stuðnings að áætlanir sem unnar hafa verið í tengslum við stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs gera ráð fyrir að ferðamönnum muni fjölga um a.m.k. 7% vegna hans til ársins 2012 og viðbótargjaldeyristekjur 2020 nemi 11 milljörðum króna. Störfum í ferðaþjónustu mun fjölga um 150 á næstu fjórum árum og fjöldi starfa mun verða til innan þjóðgarðsins sjálfs. Galdurinn er að leita jafnvægisÍ ræðu Þórunnar Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra kom fram að stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs hefur þegar vakið athygli og væntingar, innan lands sem utan. ?Miklar og ólíkar væntingar bera með sér talsverða ábyrgð. Ég tel að galdurinn að farsælli framtíð Vatnajökulsþjóðgarðs felist í því að leita jafnvægis. Verkefnið er að tryggja sanna og metnaðarfulla náttúruvernd sem á samleið með og leggur verðmætan grunn að atvinnuuppbyggingu og jákvæðri byggðaþróun hér í ríki Vatnajökuls. Það verkefni eigum við Íslendingar að geta leyst með sóma,? sagði ráðherra meðal annars. Einstakur á heimsvísuVatnajökulsþjóðgarður nær yfir um 12.000 ferkílómetra svæði eða um 12 prósent af flatarmáli landsins og er þar með stærsti þjóðgarður Evrópu. Landssvæði þjóðgarðsins er einstakt á heimsvísu. Þar er að finna síkvikt samspil jökla og eldvirkni, jökulhlaupa, eldgosa og jarðhita. Jarðfræðileg fjölbreytni er óvenjulega mikil og innan væntanlegra þjóðgarðsmarka er að finna afar sjaldgæfar landslagsheildir, m.a ósnortin víðerni. Vatnajökulsþjóðgarður mun í fyrstu ná til alls þjóðgarðsins í Skaftafelli svo og þjóðgarðsins í Jökulsárgljúfrum auk nánast alls Vatnajökuls og helstu áhrifasvæða hans, að vestan, norðan, austan og sunnan. Meðal þess eru Tungnafellsjökull, Vonarskarð, Hágönguhraun og Veiðivatnahraun, vestan Vatnajökuls og Vesturöræfi, Snæfell, Eyjabakkar og hluti Hrauna, norðan Vatnajökuls. Land í Vatnajökulsþjóðgarði verður að mestu í  eigu ríkisins, en einnig munu nokkur landsvæði í einkaeigu verða hluti af þjóðgarðinum við stofnun hans. Auk þess mun stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs taka að sér í umboði Umhverfisstofnunar rekstur nokkurra friðlýstra svæða í nágrenni þjóðgarðsins, svæða sem í framtíðinni er reiknað með að verði hluti þjóðgarðsins. Gert er ráð fyrir að Vatnajökulsþjóðgarður muni stækka frekar á næstu misserum og árum. Viðræður við landeigendur og sveitarfélög um önnur landsvæði en þau sem nú er ákveðið að verði hluti Vatnajökulsþjóðgarðs við stofnun hafa farið fram. Þjónustunet þjóðgarðsinsÞjónustunet þjóðgarðsins verður byggt á þremur grunneiningum. Gestastofur verða meginstarfsstöðvar þjóðgarðsins. Þar verður starfsaðstaða þjóðgarðsvarða, sýningarrými þjóðgarðsins, upplýsingagjöf og fræðsla, og menningarviðburðir af ýmsu tagi. Í dag eru starfræktar gestastofur í Skaftafelli og í Ásbyrgi, og hefur í vor verið unnið að endurbótum á báðum stofum. Í framhaldi af nýyfirstaðinni arkitektasamkeppni í samvinnu við Arkitektafélag Íslands er verið að undirbúa byggingu fyrstu nýju gestastofunnar að Skriðuklaustri og munu framkvæmdir við hana hefjast í sumarlok. Áætlað er að byggðar verði þrjár gestastofur til viðbótar á næstu árum: á Kirkjubæjarklaustri, við Mývatn og í nágrenni/við Höfn í Hornafirði, þ.e.a.s. ein á hverju rekstrarsvæði þjóðgarðsins. Allar gestastofurnar munu bera ákveðið minni þjóðgarðsins. Starfsemi og uppbyggingÍ sumar verður landvörslu innan marka þjóðgarðsins og svæðum í umsjá stjórnarinnar sinnt á níu stöðum auk Skaftafells og Jökulsárgljúfra þ.e. í Herðubreiðarlindum og Öskju, Hvannalindum, Kverkfjöllum, Snæfelli, í Lóni og Lónsöræfum, við Lakagíga, frá Hrauneyjum og í Nýjadal á Sprengisandi. Um rekstur þeirra hefur stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs að mestu farið þá leið að gera þjónustusamninga við ferðafélög og aðra aðila til að nýta þá uppbyggingu og þekkingu sem fyrir er á svæðunum. Upplýsingamiðstöðvar verða í jaðri garðsins og um rekstur þeirra verða einnig gerðir þjónustusamningar við þá rekstraraðila sem þegar eru fyrir á svæðunum til að sinna upplýsingagjöf og fræðslu um þjóðgarðinn. Fastir starfsmenn við stofnun eru þrír þjóðgarðsverðir (í Skaftafelli, Jökulsárgljúfrum og Skriðuklaustri og auk þess starfa alls fjórir sérfræðingar í Skaftafelli, Jökulsárgljúfrum og á Kirkjubæjarklaustri. Nýráðinn er einnig framkvæmdastjóri. Búið er að ráða tæplega 40 sumarstarfsmenn til landvörslu. Á árinu 2009 verða ráðnir tveir þjóðgarðsverðir til viðbótar, annar á Kirkjubæjarklaustri og hinn við Mývatn. Mikil þörf er fyrir sérfræðiþekkingu þeirra á svæðunum. Stóraukinn ferðamannastraumur kallar á sterkari innviði, aukna þjónustu og meiri fræðslu. Einnig er stefnt að aukinni landvörslu innan þjóðgarðsins. Lokið verður við uppbyggingu gestastofu á Skriðuklaustri á árinu 2009 og ráðgert er að hefja framkvæmdir við byggingu nýrrar gestastofu á Kirkjubæjarklaustri það ár. Þá verður hafinn undirbúningur að rekstri upplýsingastöðva yfir sumartímann á nokkrum stöðum og um þær gerðar þjónustusamningar við heimamenn.
Lesa meira