Fara í efni

Tækifærin í ferðaþjónustunni

Ólöf Ýrr - lit
Ólöf Ýrr - lit

Í gær birtist í Morgunblaðinu grein Ólafar Ýrr Atladóttur ferðamálastjóra undir yfirskriftinni ?Tækifærin í ferðaþjónustunni.? Þar fjallar hún um hvernig greinin mun á komandi misserum gegna stóru hlutverki við öflun gjaldeyristekna, atvinnusköpun um allt land og kynningu út á við á landi og þjóð.

?Undanfarnir dagar hafa verið okkur Íslendingum erfiðir og við þurfum á öllu okkar að halda í uppbyggingarstarfi á næstu misserum. Ferðaþjónustan hefur um árabil verið ein okkar mikilvægustu atvinnugreina og mun á næstu misserum gegna enn stærra hlutverki en hingað til: sem atvinnuskapandi afl úti um allt land, einn af hornsteinum byggðastefnu í landinu en síðast en alls ekki síst ein stærsta gjaldeyrisskapandi atvinnugrein þjóðarinnar,? skrifar Ólöf meðal annars. Greinin í heild sinni