01.12.2008
Í nóvember síðastliðnum fóru tæplega 91.500 farþegar um Keflavíkurflugvöll, samkvæmt tölum frá flugvellinum, samanborið við tæplega 143 þúsund í nóvember í fyrra. Fækkunin nemur 36% á milli ára.
Um 8% samdráttur hefur orðið á umferð farþega um völlinn þar sem af er ári sé miðað við sama tímabil árið 2007. Inn í tölunum er öll umfeð um flugvöllinn og er hún ekki sundurgreind eftir þjóðerni. Á vegum Ferðamálastofu eru taldir allir þeir sem fara úr landi og tölunum skipt niður eftir þjóðerni. Verður fróðlegt að sjá hvernig þær tölur hafa þróast í nóvember. Nánari skiptingu má sjá í meðfylgjandi töflu.
Nov.08.
YTD
Nov.07.
YTD
Mán. % breyting
YTD % Breyting
Héðan:
40.498
831.223
64.506
885.270
-37,22%
-6,11%
Hingað:
39.647
837.054
63.367
892.863
-37,43%
-6,25%
Áfram:
2.496
34.509
1.753
37.878
42,38%
-8,89%
Skipti.
8.859
197.614
13.333
245.031
-33,56%
-19,35%
91.500
1.900.400
142.959
2.061.042
-36,00%
-7,79%
Lesa meira
01.12.2008
Síðastliðinn föstudag voru kynnar niðurstöður könnunar sem gerð var meðal ferðamanna á Vestfjörðum sumarið 2008. Könnunin gefur mynd af því hvernig ferðamenn koma til Vestfjarða, hvar þeir eru líklegir til að leita sér upplýsinga og hverju þeir hafa helst áhuga á að kynnast eða upplifa á ferð sinni um Vestfirði. Þá er leitast við að skýra hvaða þættir hafa helst áhrif á ánægju ferðamannanna.
Könnunin var unnin í samstarfi Rannsókna- og fræðaseturs Háskóla Íslands og Markaðsstofu Vestfjarða og var styrkt af Vaxtasamningi Vestfjarða. Starfsmenn setursins fóru víða um Vestfirði og lögðu fyrir ferðamenn spurningalista þar sem meðal annars var spurt um ástæður komu, upplýsingaöflun, nýtingu og ánægju með þjónustu á Vestfjörðum sem og ánægju með ferðina í heild.
Niðurstöðurnar gefa til kynna að náttúruferðamenn séu afgerandi hópur á Vestfjörðum og að þeir ferðamenn sem þangað koma séu almennt ánægðir með ferðina. Það má þó lengi bæta og gefa niðurstöður könnunarinnar vísbendingar um að enn megi bæta aðgengi ferðamanna að upplýsingum og afþreyingarmöguleika á svæðinu.
Skoða skýrsluna - Ferðamenn á Vestfjörðum sumarið 2008
Lesa meira
01.12.2008
Aðalfundur Ferðamálasamtaka Íslands var haldinn á Höfn í Hornafirði á dögunum. Aðalfundur samtakanna er jafnan vettvangur fjörugra skoðanaskipta og var engin undantekning nú.
Á fundinum voru málefni ferðaþjónustunnar rædd frá ýmsum hliðum. Fjölmörgum tillögum var vísað til stjórnar til afgreiðslu og ljóst að hennar bíður mikilvægt starf næstu misseri að skilgreina þær tillögur sem fram komu. Sérstaka athygli vakti tillaga sem samþykkt var af þinginu varðandi starfsemi markaðsstofa á landsbyggðinni en þingið ályktaði að markaðsstofur ættu að vera sjö talsins og hvatti ráðherra til að veita þeim fé svo rekstur þeirra væri tryggður til framtíðar.
Pétur Rafnsson var einróma endurkjörinn formaður samtakanna með lófataki.
Meðfylgjandi mynd tók Jón Jáll Hreinssson www.vestfirskferdamal.is
Lesa meira
26.11.2008
Nú er komið hér inn á vefinn efni frá ferðamálaþingi Ferðamálastofu og iðnaðarráðuneytisins sem haldið var á Grand Hótel Reykjavík í liðinni viku. Um er að ræða erindi frá þinginu ásamt myndum.
Metþátttaka var á þinginu og þétt setinn bekkurinn. Góður rómur var gerður að erindum frummælenda og að þeim loknum voru pallborðsumræður.
Skoða erindi frá ferðamálaþingi 2008
Skoða myndir frá ferðamálaþingi 2008
Lesa meira
25.11.2008
Samstarf Ferðamálastofu, Útflutningsráðs, Samtaka ferðaþjónustunnar, utanríkisráðuneytis og Höfuðborgarstofu um röð kynningarfunda á helstu mörkuðum íslenskrar ferðaþjónustu í Evrópu tókst með miklum ágætum. Fundað var í fimm borgum með bæði söluaðilum Íslandsferða og blaðamönnum.
?Ég var afar þakklát fyrir samstarfið við það góða fólk sem tók þátt í ferðinni og langar að þakka því sérstaklega fyrir,? segir Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri. Í ferðina fóru Árni Gunnarsson, formaður SAF, Þorleifur Þór Jónsson forstöðumaður hjá Útflutningsráði, Sif Gunnarsdóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu og sendiherrarnir á hverjum stað tóku einnig þátt í fundunum: Guðmundur Árni Stefánsson í Stokkhólmi, Tómas Ingi Olrich í París, Svavar Gestsson í Kaupmannahöfn, Ólafur Davíðsson í Frankfurt og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir í Osló.? Einnig komu að fundunum fulltrúar fyrirtækja innan SAF. Þar var um að ræða Icelandair, Iceland Express, Iceland Excursions, Icelandair Hotels, Hótel Ísafjörð, Iceland Travel, Snæland Grímsson ehf., Radisson SAS ? Hotel Saga og Erlingsson Naturreisen. Þeim fjölmörgu fulltrúum söluaðila sem sóttu fundina eru þakkir færðar fyrir áhugann.
Í tengslum við fundina voru unnir kynningarbæklingar á fjórum tungumálum og má skoða ensku útgáfuna að neðan. Einnig eru myndir frá fundinum í Kaupmannahöfn sem Þorleifur Þór Jónsson tók.
Before - After (PDF)
Svavar Gestsson sendiherra með blaðamönnum.
Fundargestir í sendiráðinu í Kaupmannahöfn.
Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri.
Sif Gunnarsdóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu
Lesa meira
24.11.2008
Í nýjasta fréttabréfi alþjóðasamtaka farfuglaheimila, Hostelling International, er kynnt niðurstaða úr viðhorfskönnun meðal gesta farfuglaheimila um allan heim. Tvö íslensk farfuglaheimili lenda þar í hópi fimm efstu.
Könnun var gerð meðal gesta sem bókað hafa gistingu á farfuglaheimilum um allan heim gegnum bókunarvél samtakanna, tímabilið janúar ? september 2008. Alls eru um 1300 farfuglaheimili bókanleg á bókunarvélinni, þar af 5 íslensk. Allir sem bóka gistingu á farfuglaheimilum gegnum bókunarvélina fá tækifæri til að gefa álit sitt á aðbúnaði og þjónustu á þeim farfuglaheimilum sem þeir gista á. Í frétt frá Farfuglum á Íslandi kemur fram að tvö íslensk farfuglaheimili eru meðal fimm efstu í könnuninni. Þetta eru Farfuglaheimilin á Berunesi við Djúpavog og Ósar á Vatnsnesi. Berunes lenti í öðru sæti með 94% skor og Ósar í 3 ? 5 sæti með 93% skor. Í efsta sæti var farfuglaheimili í Bankok í Tailandi með 95% skor. Þess má geta að Farfuglaheimilið á Ytra Lóni á Langanesi var einnig með 93% skor en komst ekki á listann þar sem of fá svör voru á bak við. Meðfylgjandi mynd er af rekstraraðilum Farfuglaheimilisins í Berunesi þeim Önnu Antoníusdóttur og Ólafi Eggertssyni. Myndin er tekin á Gestgjafamóti Farfugla fyrir stuttu, en þá var þeim hjónum veitt viðurkennig fyrir frábært starf.
Lesa meira
20.11.2008
Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu voru afhent í 14 sinn í dag. Þau komu í hlut Hvalaskoðun Reykjavík ehf. / Elding fyrir markvissa stefnu og fyrir að hafa sett sér það markmið að vinna að stöðugum úrbótum í umhverfismálum. Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra afhenti verðlaunin á ferðamálaþinginu á Grand Hótel Reykjavík.
Fyrirtækið Hvalaskoðun Reykjavík ehf. / Elding varð til við sameiningu hvalaskoðunarfyrirtækjanna Hafsúlan hvalskoðun ehf. og Elding hvalaskoðun ehf. Sameinað fyrirtæki er stærsta hvalaskoðunarfyrirtæki landsins með 42 starfsmenn og fjóra báta sem gerðir eru út frá Reykjavíkurhöfn. Hvalaskoðun býður upp á marga valkosti til afþreyingar á Faxaflóasvæðinu s.s. hvala- og fuglaskoðun, eyjaferðir og sjóstangveiði. Að auki býðst gestum að heimsækja fræðslu- og upplýsingasetur fyrirtækisins sem staðsett er í gömlu loðnuskipi nálægt skrifstofu fyrirtækisins við Ægisgarð.
Eigendur og starfsmenn Hvalaskoðunar Reykjavikur hafa unnið að því með markvissum hætti í nokkur ár að bæta sig í umhverfismálum. Árið 2006 fengu bátar fyrirtækisins hið alþjóðlega umhverfismerki Bláfánann. Árið 2007 gekk fyrirtækið í samstarf við Íslenska Nýorku og tók þátt í vetnisverkefninu SMART-H2. Í lok október 2008 hlaut fyrirtækið síðan fulla umhverfisvottun hjá Green Globe 21, eftir að hafa unnið að því markmiði í tvö ár. Hvalaskoðun Reykjavík ehf. er með fyrstu hvalaskoðunarfyrirtækjum heimsins til að öðlast slíka vottun. Fyrirtækið ætlar þó ekki að láta staðar numið í umhverfismálum með þessu heldur muni það halda við vottuninni og bæta umhverfisstörf sín frá ári til árs. Umhverfimeðvitund fyrirtækisins sést best á mottói þess: ,,Mætum þörfum nútímans án þess að ganga á möguleika framtíðarinnar!? Verðlaunagripurinn er skúlptúr eftir Aðalstein Svan Sigfússon, myndlistamann. Hugmynd listamannsins að baki gripnum er að hann sé ör sem vísi upp á við ? til glæstrar framtíðar. Gripurinn er unninn úr íslensku gabbrói og lerki. Óunni hluti píramídans stendur fyrir ósnortna náttúru sem við viljum varðveita sem lengst.
Samkvæmt lögum um ferðamál og markmiðum ferðamálaáætlunar Iðnaðarráðuneytisins ber Ferðamálastofu að sinna umhverfismálum á ýmsan hátt. Eitt af hlutverkum stofnunarinnar er að hvetja einstaklinga og fyrirtæki til ábyrgðar í umhverfismálum. Sem partur af þessari viðleitni sinni veitir Ferðamálastofa árlega umhverfisverðlaun því fyrirtæki eða stofnun sem best þykir hafa staðið sig í umhverfismálum það árið. Verðlaunin voru fyrst veitt 1994 og er þetta því 14. árið sem verðlaunin eru veitt.
Á meðfylgjandi mynd eru talið frá vinstri: Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri; Grétar Sveinsson, Rannveig Grétarsdóttir og Vignir Sigursveinsson, öll frá Hvaðaskoðun Reykjavíkur - Elding, Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra og Sveinn Rúnar Traustason, umhverfisfulltrúi Ferðamálastofu.
Lesa meira
20.11.2008
Ferðamálaþing Iðnaðarráðuneytisins og Ferðamálastofu hófst kl. 13 í dag á Grand Hótel Reykjavík. Að loknu ávarpi ferðamálaráðherra Össurar Skarphéðinssonar flutti Ian Neale, forstjóri bresku ferðaskrifstofunnar Regent Travel, inngangserindi ráðstefnunnar. Þar fjallaði hann um hvernig hægt sé að markaðssetja landið á þeim óróatímum sem nú ríkja eða ?Selling Iceland to travelers in turbulent times.?
Metþátttaka er á þingið eða talsvert á fjórða hundrað manns. Að erindum loknum verða pallborðsumræður sem Svanhildur Konráðsdóttir, formaður ferðamálaráðs, stýrir og loks verða umhverfisverðlaun Ferðamálastofu afhent í 14. sinn.
Á myndinni er Össur Skarphéðinsson í ræðurstóli.
Lesa meira
19.11.2008
Erlendum gestum sem fóru um Leifsstöð fjölgaði um rúm 4% í fyrrihluta nóvember, miðað við sama tíma í fyrra. Þetta eru ánægjulegar tölur eftir að gestum fækkaði um 5% í október. Umtalsverð fækkun varð hins vegar á ferðum Íslendinga fyrstu 17 daga nóvembermánaðar, eða tæp 60%.
Fjölgunin er nóvember er að mestu leyti frá Mið- og Suður-Evrópu eða tæp 24%. Einnig var fjölgun frá Bretlandi tæp 5% og 12% frá Noregi. Á móti fækkar Bandaríkjamönnum og Dönum. Fróðlegt verður að sjá tölur fyrir mánuðinn í heild. Hér að neðan má sjá nánari skiptingu.
Erlendir gestir í nóvember (1.-17. nóv.) eftir þjóðernum
Aukning/fækkun milli ára 2007/08
2007
2008
Fjöldi
%
Bandaríkin
1.473
1.161
-312
-21,2
Kanada
152
136
-16
-10,5
Noregur
1.355
1.519
164
12,1
Danmörk
1.374
1.185
-189
-13,8
Svíþjóð
1.219
1.286
67
5,5
Finnland
320
270
-50
-15,6
Bretland
2.922
3.064
142
4,9
Þýskaland
595
769
174
29,2
Holland
253
480
227
89,7
Frakkland
498
531
33
6,6
Sviss
56
65
9
16,1
Spánn
111
73
-38
-34,2
Ítalía
122
106
-16
-13,1
Pólland
431
561
130
30,2
Kína
262
196
-66
-25,2
Japan
184
194
10
5,4
Annað
2.029
2.317
288
14,2
Samtals
13.356
13.913
557
4,2
Ísland
23.055
9.709
-13.346
-57,9
Erlendir gestir í nóvember (1-17.nóv) - eftir markaðssvæðum
Aukning/fækkun milli ára 2007/08
2007
2008
Fjöldi
%
N-Ameríka
1.625
1.297
-328
-20,2
Norðurlönd
4.268
4.260
-8
-0,2
Bretland
2.922
3.064
142
4,9
Mið-/S- Evrópa
1.635
2.024
389
23,8
Annað
2.906
3.268
362
12,5
Samtals
13.356
13.913
557
4,2
Heimild: Ferðamálastofa, brottfarir um Leifsstöð.
Lesa meira
19.11.2008
Vel á fjórða hundrað þátttakendur eru skráðir á ferðamálaþing Iðnaðarráðuneytisins og Ferðamálastofu sem haldið verður á Grand Hótel Reykjavík á morgun kl 13-17. Því er ljóst að um er að ræða fjölmennasta ferðamálaþing frá upphafi. Yfirskriftin er Öflug ferðaþjónusta ? allra hagur, tækifæri í ferðaþjónustu á umbrotatímum.
Þingið hefst með ávarpi ferðamálaráðherra Össurar Skarphéðinssonar. Inngangserindið flytur Ian Neale, forstjóri bresku ferðaskrifstofunnar Regent Travel, sem er stór aðili í sölu Íslandsferða. Þar fjallar hann um hvernig hægt sé að markaðssetja landið á þeim óróatímum sem nú ríkja eða ?Selling Iceland to travelers in turbulent times.?
Aðrir fyrirlesarar eru Þór Sigfússon, formaður Samtaka atvinnulífsins; Helgi Már Björgvinsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair; Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri ; Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri Akureyrar og Páll Ásgeir Ásgeirsson, blaðamaður. Að erindum loknum verða pallborðsumræður sem Svanhildur Konráðsdóttir, formaður ferðamálaráðs, stýrir og loks verða umhverfisverðlaun Ferðamálastofu afhent í 14. sinn.
Dagskrá þingsins (PDF)
Lesa meira