Góður liðsmaður íslenskrar ferðaþjónustu hverfur af vettvangi

Góður liðsmaður íslenskrar ferðaþjónustu hverfur af vettvangi
Stephen Brown

Stephen A. Brown, sem starfað hefur fyrir Icelandair í Bandaríkjunum, Bretlandi og nú síðast sem svæðisstjóri í S.-Evrópu, mun láta af störfum hjá félaginu á næstu dögum.

Stephen er mörgum í íslenskri ferðaþjónustu vel kunnugur. Hann hefur frá upphafi verið ástríðufullur talsmaður íslenskrar ferðaþjónustu og óþreytandi við að vinna fyrir greinina á erlendri grundu. Þekkingar hans og einstakrar hjálpsemi mun verða sárt saknað.

Starfsfólk Ferðamálastofu  vill þakka honum fyrir einstaklega gott samstarf og  fyrir óeigingjarnt starf í þágu íslenskrar landkynningar á undanförnum áratugum.


Athugasemdir