Fréttir

Verðlaun fyrir lokaverkefni í ferðamálafræði

Ferðamálasetur Íslands veitir nú í þriðja sinn verðlaun fyrir framúrskarandi lokaverkefni um ferðamál sem unnið er af nemanda við háskóla hér á landi. Verðlaunin verða afhent á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) næstkomandi fimmtudag. VerðlaunahafinnNiðurstaða dómnefndar, sem skipuð er stjórn og forstöðumanni FMSÍ , er að verðlaunin í ár hljóti Hildur Kristjánsdóttir fyrir B.Sc. ritgerð sína Samvinna fyrirtækja í samkeppni á íslenskum ráðstefnumarkaði ? Viðhorf fagaðila til sameiginlegs gagnagrunns. Einnig mat dómnefnd fimm verkefni skólaársins 2007 sem þóttu afar góð og/eða mjög athyglisverð Í umsögn dómnefndar um lokaverkefni Hildar segir: Í verkefni sínu fjallaði Hildur Kristjánsdóttir um klasa og hugmyndir um samvinnu í samkeppni, þá sérstaklega með tilliti til starfandi fyrirtækja á íslenskum ráðstefnumarkaði. Þannig leitaðist hún við að skilja sjónarmið starfandi einstaklinga á tilteknu markaði íslenskrar ferðaþjónustu til hugmynda sem hafa verið ofarlega í opinberri umræðu. Með viðtölum komst Hildur að því hvernig forsvarmenn fyrirtækja á íslenskum ráðstefnumakaði sjá fyrir sér gagnagrunn sem nýst gæti við markaðssetningu Íslands sem ráðstefnulands af hálfu Ráðstefnuskrifstofu Íslands, sem rekin er sem sjálfstæður hluti Ferðamálastofu. Í ljós kom af forsvarmenn eru jákvæðir en hafa þó ákveðnar hugmyndir um hvernig af gagnasöfnun skuli staðið.   Helstu niðurstöður Hildar eru því að upplýsingar í gagnagrunni mega ekki vera of ítarlegar, skil á þeim mega ekki vera of tíð, þær þurfa að vera órekjanlegar og allir verða að taka þátt einnig gististaðir og þeir sem ráðstefnur hýsa. Af þessu dregur hún þá ályktun að tvímælalaus vilji sé til samstarfs sem muni þá gagnast við markaðssetningu Íslands sem ráðstefnulands en einnig til að meta umfang ráðstefnuferðamennsku á Íslandi. Leggur hún til að þessi gögn verði hýst hjá Hagstofu Íslands og þangað væri upplýsingum skilað, líkt og gert er nú með gistinætur. Þannig yrði hlutverk Ráðstefnuskrifstofu Íslands að árangursmæla og gera markaðsstarf sýnilegra.   Dómnefndin telur að þetta verkefni geti Ráðstefnuskrifstofu Íslands og fyrirtækjum á íslenskum ráðstefnumarkaði sem stefna að því að vera alþjóðlega samkeppnishæf. Þannig leggur verkefnið til hvernig þau geta bætt eigin þjónustu með samvinnu sem studd er af hinu opinbera í samræmi við það sem er efst á baugi í málefnum ferðaþjónustunnar um landið í tengslum við uppbyggingu Vaxtarsamninga.  Verkefni Hildar er unnið samviskusamlega af metnaði og fagmennsku og er hún verðugur handhafi verðlauna Ferðamálaseturs Íslands árið 2007. Ritgerðina er hægt að fá hjá Stúdentamiðlun v/ Hringbraut (www.am.is) Önnur verkefniSem fyrr segir mat dómnefnd einnig fimm verkefni skólaársins 2007 sem þóttu afar góð og/eða mjög athyglisverð. Þau eru: Ímynd Egilsstaða sem ferðamannastaðar. M.Sc. ritgerð Sturlu Más Guðmundssonar frá Viðskipta og Hagfræðideild Háskóla Íslands. Römm er sú taug ? getur átthagafræði (og sjálfsefling) stuðlað að sterkri byggð og uppbyggingu ferðaþjónustu á landsbyggðinni. BA ritgerð Margrétar Björnsdóttur frá Hólaskóla ? Háskólanum á Hólum. Samvinna fyrirtækja í samkeppni á íslenskum ráðstefnumarkaði ? Viðhorf fagaðila til sameiginlegs gagnagrunns. B.Sc. ritgerð Hildar Kristjánsdóttur frá jarð og landfræðiskor Háskóla Íslands. Framleiðni í íslenskri ferðaþjónustu ? stjórnun afþreyingarfyrirtækja. M.Sc. ritgerð Ingibjargar Sigurðardóttur frá Háskólanum á Bifröst. Myrk ferðamennska ? eins dauði er annars brauð. BA ritgerð Öldu Davíðsdóttur frá Hólaskóla ? Háskólanum á Hólum.  
Lesa meira

Vísindi og grautur - fyrirlestraröð á Hólum

Ferðamáladeild Háskólans á Hólum gengst fyrir fyrirlestraröð á föstudögum kl. 11:30 . Fyrirlestrarnir fara fram í kennslustofu deildarinnar, í skólahúsinu að Hólum í Hjaltadal. Að fyrirlestri loknum geta gestir keypt hádegisverð að hætti Hólamanna. Næstkomandi föstudag, 4. apríl, er komið að Martin Gren með fyrirlestur sem kallast Higher education & tourism studies?. Nánar um fyrirlestur Martin Gren Næstu fyrirlestrar: 11.4. Ásdís Guðmundsdóttir ?Staða starfsþróunarmála hjá sveitarfélögum á  Íslandi?18.4. Kristina Tryselius ?Space in Becoming ?25.4. Ingibjörg Sigurðardóttir ?Bóndi og frumkvöðull - fer það saman? ? 2.5. BA fyrirlestrar útskriftarnema Ferðamáladeildar vorið 2008.
Lesa meira

Afgreiðsla umsókna um styrki til úrbóta í umhverfismálum

Alls bárust Ferðamálastofu 152 umsóknir um styrki til úrbóta á ferðamannastöðum á yfirstandandi ári. Nú er lokið við að vinna úr umsóknum og hlutu 60 verkefni styrk að þessu sinni. Til úthlutunar voru um 54 milljónir króna sem skiptast í þrjá flokka. Umsóknir hljóðuðu uppá samtals tæplega 400 milljónir króna. Til viðmunar við úthlutun styrkja var stuðst við þær meginhugmyndir að framkvæmdin stuðli að náttúruvernd, vinni að uppbyggingu atvinnugreinarinnar og valdi  ekki óeðlilegri samkeppni milli einstakra aðila. Auk ofangreindra atriða varðandi forgangsröðun var lögð sérstök áhersla á bætt aðgengi fyrir alla að náttúrulegum áningastöðum. Minni verkefniÍ flokknum minni verkefni gátu styrkir að hámarki numið 500 þúsund krónum. Alls bárust 66 umsóknir en 34 aðilar fengu styrk, samtals að upphæð 10.600.000 krónur. Stærri verkefni á fjölsóttum ferðamannastöðumÍ flokkinn stærri verkefni á fjölsóttum ferðamannastöðum bárust 35 umsóknir og hlutu 15 verkefni styrk, samtals að upphæð 25.850.000 krónur. Uppbygging á nýjum svæðumÍ þriðja flokkinn, uppbygging á nýjum svæðum, bárust 48 umsóknir. Úthlutað var 17.700.000 krónum sem skiptast á 11 verkefni. Valur Þór Hilmarsson, umhverfisfulltrúi Ferðamálastofu, segir að líkt og undanfarin ár hafi fjárhæð umsókna verið margföld sú upphæð sem var til ráðstöfunar. "Það er því ljóst að mörg verðug verkefni verða að bíða að þessu sinni og vissulega er alltaf erfitt að geta ekki orðið við góðum umsóknum," segir Valur. Skoða lista yfir styrkþega 2008 (PDF)  
Lesa meira

Söguslóðir 2008 - Getið í eyðurnar

Þann 10. apríl næstkomandi verður í Þjóðmenningarhúsinu haldið málþing Samtaka um sögutengda ferðaþjónustu (SSF). Yfirskriftin er Söguslóðir 2008 - Getið í eyðurnar og er það haldið í samvinnu við iðnaðarráðuneytið og hagnýta menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Fjallað verður um söfn og sögusýningar á  Íslandi og túlkun þeirra á sögu lands og þjóðar frá ýmsum sjónarhornum, auk þess sem danskir sérfræðingar miðla af reynslu sinni. Prentvæn útgáfa af dagskrá (PDF) DAGSKRÁ 13.00  Samtök í sóknarhug. Rögnvaldur Guðmundsson, formaður SSF. 13.10 Ávarp.  Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri. 13.20 Gæði og miðlun.  Eggert Þór Bernharðsson, sagnfræðingur. 13.30 With or without written evidence, how do we and our guests get closer to everyday life aspects and know-how from the past ?    Laurent Mazet-Harhoff, fornleifafræðingur, Lejre Forsøgscenter í Danmörku. 13.50 Teaching with roles: some examples of daily dialogues i.e. about ?unwritten?  everyday life aspects with guests visiting our Viking market place.  Jutta Eberhards, leikstjórnandi, Lejre Forsøgscenter í Danmörku. 14.10    Hlé. 14.20 ?Ísland, best í heimi.?  Steinunn Kristjánsdóttir, fornleifafræðingur, lektor við HÍ og stjórnandi Skriðuklaustursrannsókna. 14.40 ?Vinsamlegast snertið munina!?  Helmut Lugmayr, leiðsögumaður og ferðaskipuleggjandi.   15.00 Drýpur saga af hverju strái?  Már Jónsson, sagnfræðingur. 15.20    Kaffi. 15.50 Gamalt og nýtt, satt og logið.  Brynhildur Guðjónsdóttir, leikari og höfundur. 16.10 Má gera söguna sýnilega? Björn G. Björnsson, sýningahönnuður. 16.30 Óljósar sögur. Þór Vigfússon, sagnamaður og fyrrverandi skólameistari. 16.50 Samantekt: Skúli Björn Gunnarsson. Fundarstjóri: Ásborg Arnþórsdóttir. Málþingsgjald: 3.000 kr  - kaffiveitingar innifaldar.Gjald fyrir nemendur og félaga í SSF: 1.000 kr Skráning hjá Kristínu Sóleyju Björnsdóttur  ksb@akmus.is  
Lesa meira

Samstarf til sóknar - Ráðstefna um menningartengda ferðaþjónustu

Samstarf til sóknar er yfirskrift ráðstefnu um menningartengda ferðaþjónustu sem haldin verður í Félagsheimilinu á Blönduósi laugardaginn 5. apríl næstkomandi. Þar verða flutt ýmis áhugaverð erindi um málefnið. Ráðstefnan hefst kl. 13:00 og stendur til kl. 15:30. Prentvæn útgáfa af dagskrá (PDF) Dagskrá: Ávarp:   Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri Erindi:    ?Sviðsetning menningartengdrar ferðaþjónustu?   Guðrún Þ. Gunnarsdóttir, deildarstjóri Ferðamáladeildar Hólaskóla ?Menningin og við?   Hrafnhildur Víglundsdóttir, framkvæmdastjóri Selaseturs Íslands ?Landnámssetrið í samstarfi?   Kjartan Ragnarsson, framkvæmdastjóri Landnámsseturs ?Samtök um sögutengda ferðaþjónustu - SSF; árangur og framtíðarsýn?   Rögnvaldur Guðmundsson, ferðamálaráðgjafi og formaður SSF Ráðstefnustjóri:  Arnar Þór Sævarsson, bæjarstjóri á Blönduósi Sími: 452-2901 / 892-3080Netfang: menning@ssnv.is
Lesa meira

Ráðherra ferðamála í heimsókn

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra heimsótti í liðinni viku höfuðstöðvar Ferðamálastofu í Gimli við Lækjargötu. Með í för voru Einar Karl Haraldsson, aðstoðarmaður hans, og Helga Haraldsdóttir, skrifstofustjóri ferðamála í ráðuneytinu. Í þessari fyrstu heimsókn nýs ferðamálaráðherra til stofnunarinnar gafst honum tækifæri til að spjalla við starfsfólk, kynnast viðhorfum þess og kynna sér hin margþættu viðfangsefni stofnunarinnar. Þannig kynnti Auðbjörg Gústafsdóttir, forstöðumaður stjórnsýslu- og gæðasviðs þá starfsemi sem lýtur að leyfisveitingum; Ársæll Harðarson, forstöðumaður markaðssviðs, ræddi starfsemi Ferðamálastofu á sviði markaðsmála á erlendri grundu og Oddný Þ. Óladóttir verkefnisstjóri fjallaði um rannsóknir og kannanir þær sem Ferðamálastofa kemur að. Að loknu spjalli skoðaði iðnaðarráðherra húsakynni stofnunarinnar. Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri kvað sig og annað starfsfólk afar ánægt með heimsókn ráðherra. Heimsóknin hafi verið á óformlegum nótum og starfsfólki hafi gefist kostur á að ræða ýmis mál beint og milliliðalaust, auk þess sem ráðherra sé vonandi nokkru fróðari um starfsemi Ferðamálastofu.
Lesa meira

Auðbjörg forstöðumaður stjórnsýslu- og gæðasviðs

Breytingar hafa verðir gerðar á skipulagi Ferðamálastofu í þá veru að rekstrar- og stjórnsýslusviðs heitir héðan í frá stjórnsýslu- og gæðasvið. Forstöðumaður sviðsins verður Auðbjörg Lísa Gústafsdóttir lögfræðingur. ?Nafnabreytingin kemur til af því að ég tel nauðsynlegt að styrkja stjórnsýsluhlutverk stofnunarinnar og byggja undir þá starfsemi hennar sem varðar stjórnsýsluákvarðanir. Jafnframt vil ég með þessu leggja af stað í ákveðna þróunarvinnu sem varðar starfsemi stofnunarinnar á sviði gæðamála,? segir Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri. Rekstur stofnunarinnar flyst þar með frá einstöku sviði og heyrir hér eftir beint undir ferðamálastjóra, innan stoðdeildar. Auðbjörg Lísa (sjá mynd) mun taka við sem forstöðumaður um næstu mánaðamót en hún hefur starfað hjá Ferðamálastofu sem lögfræðingur frá desember 2005.
Lesa meira

Vel heppnuð hvalskoðunarráðstefna

Dagana 13. og 14. mars var haldin í Reykjavík hvalaskoðunarráðstefna á vegum Hvalaskoðunarsamtaka Íslands í samstarfi við IFAW (International Fund for Animal Welfare). Ráðstefnan heppnaðist að sögn skipuleggjenda vel en rík áhersla var lögð á hvalaskoðun sem sjálfbæra atvinnugrein, rannsóknir og umhverfismál. ?Þetta var í fyrsta skiptið sem slík ráðstefna er haldin hérlendis og var mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að kynna Ísland sem ákjósanlegan áfangastað fyrir hvalskoðun,? segir í fréttatilkynningu. Svo heppilega vildi til að veðrið var einstaklega gott þá daga sem erlendu ráðstefnugestirnir voru hér á landi svo kveðið var að bjóða upp á hvalskoðun um helgina. Ferðirnar vöktu mikla lukku þar sem sáust hrefnur, hnísur og hnúfubakar. Einnig bauðst gestum að fara til Húsavíkur, skoða Hvalasafnið og hafnarsvæðið og kynnast þeim áhrifum sem hvalskoðun hefur haft á samfélagið þar.  
Lesa meira

Kynnisferð fyrir ferðaþjónustuaðila til vesturstrandar Noregs

Dagana 31. maí til 7. júní næstkomandi býðst íslenskum ferðaþjónustuaðilum að taka þátt í kynnisferð til vesturstrandar Noregs. Tilgangurinn er að kynna sér hvernig Norðmenn nýta strandmenning sína og sögu til atvinnuuppbyggingar og byggðaþróunar. Ferðin er farin að forgöngu Ferðamálastofu og skipulögð af Sigurbjörgu Árnadóttur, formanni Íslenska vitafélagsins, sem jafnframt er fararstjóri. Ferðin er sérstaklega ætluð fólki í ferðaþjónustu, sveitastjórnarfólki og öðrum sem bein afskipti og ávinning hafa af ferðaþjónustu og byggðaþróun. Flogið verður til Osló og áfram til Molde, þar sem ferðin hefst. Síðan verður ferðast á milli staða á vesturströndinni og endað í Bergen þaðan sem flogið er heim. Á hverjum stað munu sérfróðir heimamenn segja frá uppbyggingu ferðaþjónustu á sínu svæði. ?Í ferðinni ætlum við m.a að klífa fjöll og ferðast um haf og strönd, hitta bændur og bátasmiði, huldufólk og stjórnmálamenn og skoða fiskisafn og markaði. Hvað getum við lært á slóðum Egils og Ingólfs?,? segir meðal annars í leiðarlýsingu. Lýsingu á ferðinni má nálgast á vefslóðinni: http://www.mmedia.is/dmssj/tannitravel/Norge_files/frame.htm  Allar nánari upplýsingar veitir Sigurbjörg Árnadóttir í síma 695 1266. Bókanir eru hjá Tanna Travel í síma 476-1399. Vinsamlegast hafið samband við Tanna Travel ef þið getið einhverra hluta vegna ekki opnað slóðina að ofan eða ef þið kjósið að fá leiðarlýsingu á Word-formi. Hámarks þátttökufjöldi 20 manns.  
Lesa meira

Vel tókst til með ?Fóður og fjör á landsbyggðinni?

Sömu helgi og matar- og skemmtihátíðin ?Food & Fun? var haldin í Reykjavík tóku 11 hótel og veitingastaðir víða um land sig saman og héldu viðburð sem þau kölluðu ?Fóður og fjör?. Tilgangur hátíðarinnar var að kynna þann fjölda veitinga- og gististaða úti á landi sem eru með opið allt árið og auka þannig viðskiptin yfir háveturinn. Áslaug Alfreðsdóttir á Hótel Ísafirði sat í verkefnisstjórn og að hennar sögn kom hugmyndin um að efna til matarhátíðar úti á landi upp um síðustu áramót. Markmiðið var að nýta sér þá miklu umræðu sem er í þjóðfélaginu í kringum Food and fun hátíðina. ?Þetta var í fyrsta sinn sem hótel og veitingastaðir á landsbyggðinni taka sig saman í þessum tilgangi. Allir hafa staðirnir á að skipa vel menntuðu og hæfu starfsfólki sem leggur metnað sinn í starf sitt og er vel í stakk búið til að takast á við krefjandi verkefni sem þetta. Einnig var lögð áhersla á að auðga menningu og mannlíf á landsbyggðinni, kynna íslenskt hráefni og ekki síður landið að vetrarlagi,? segir Áslaug. Þátttakendur voru allir með eigin útfærslur á hátíðinni sem varð þannig mjög fjölbreytt. Vonumst eftir áframhaldandi samstarfiÁslaug segir engum blöðum um það að fletta að hátíðin hafi staðið undir væntingum gesta og fékk hún töluverða umfjöllun þrátt fyrir skamman aðdraganda. ?Ljóst er að landsbyggðarhátíðin verður alltaf örlítið frábrugðin þeirri reykvísku og það er allt í lagi, allt þarf ekki að vera steypt í sama mót. Við vonumst eftir áframhaldandi samstarfi enda er um að ræða mjög skemmtilegt verkefni sem gaman er að vinna með góðu fólki. Við erum raunar í sjöunda himni hér eftir þessa helgi. Það sem upp úr stendur er að vel var tekið á móti þessari nýbreytni og allt gekk vel,? segir Áslaug. SamstarfiðSem fyrr segir tóku 11 fyrirtæki þátt í verkefninu: Veitingastaðurinn við Pollinn, Hótel Glymur, Sel ? Hótel Mývatn, Hótel Hamar, Landnámssetur Íslands, Rauða húsið, Hótel Höfn, Friðrik V, Hótel Hérað, Hótel Rangá og Hótel Reynihlíð.  
Lesa meira