Ferðaþjónustureikningar 2000-2006

Ferðaþjónustureikningar 2000-2006
Ferðaþjónustureikningar 1

Hagstofa Íslands hefur í fyrsta sinn birt ferðaþjónustureikninga fyrir Ísland samkvæmt alþjóðlegum stöðlum (Tourism Satellite Accounts). Niðurstöður þessara reikninga sýna meðal annars að árin 2000-2006 var hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu að meðaltali 4,6%. 

Ferðamálastofa fagnar mög að þetta skref hafi verið stigið. Ljóst era ð ferðaþjónustan sem atvinnugrein hefur lengi beðið eftir að sjá þessar tölur sem gefa henna í frysta sinn tækifæri til að bera sig saman við aðrar atvinnu greinar. Forsaga málsins er sú að í september 2005 skipaði samgönguráðuneytið starfshóp til að kanna grundvöll þess að útbúa hliðarreikninga, eða Tourism Satellite Accounts (TSA), fyrir ferðaþjónustu hér á landi. Ein meginniðurstaða þess starfshóps var að slíkir hliðarreikningar væru vel gerlegir og að brýnt væri að bæta uppgjör á ferðaþjónustu hér á landi. Í framhaldi af skýrslugjöf hópsins fór samgönguráðuneytið þess á leit við Hagstofu Íslands að hún hæfi undirbúning að gerð slíkra reikninga og var gerður samningur þar að lútandi árið 2006. Meginniðurstöður þeirra reikninga liggja nú fyrir og eru birtar í þessu riti.*

Heildarkaup á ferðaþjónustu 11,5% af landsframleiðslu
Meðal helstu niðurstaðna era ð árið 2006 námu heildarkaup á ferðaþjónustu innanlands tæplega 135 milljörðum króna, eða sem svarar til 11,5% af landsframleiðslu. Kaupin skiptust þannig að kaup erlendra ferðamanna voru 70,6 milljarðar króna eða 6% af landsframleiðslu, neysla heimilanna var um 56 milljarðar eða 4,8% af landsframleiðslu og kaup fyrirtækja og opinberra aðila voru 8,2 milljarðar króna eða 0,7% af landsframleiðslu.

Af heildarneyslu ferðamanna innanlands árið 2006 námu kaup á flugþjónustu um 50 milljörðum króna, eða 37% af heildarneyslu ferðamanna. Kaup ferðamanna á gisti- og veitingaþjónustu voru um 26 milljarðar króna eða 19,3% af heildarferðaneyslu innanlands og skiptist hún nánast til helminga milli þessara tveggja atvinnugreina. Þjónusta ferðaskrifstofa við ferðamenn innanlands og á leið til annarra landa nam 7,7 milljörðum króna 2006 eða um 5,7% af heildarneyslu á ferðaþjónustu. Sala á bensíni, viðgerðum og viðhaldi bifreiða nam 7,3 milljörðum króna og önnur þjónusta tengd farþegaflutningum 12,4 milljörðum króna. Útgjöld ferðamanna til menningar og afþreyingar námu 5,2 milljörðum króna árið 2006. Loks mælist hlutur ferðaþjónustu í verslun og ýmissi annarri starfsemi 16,7 milljarðar króna.

Mynd: Kaup og framleiðsla á ferðaþjónustu innanlands 2006

Fjöldi erlendra ferðamanna sem sótti landið heim 2007 var samtals 485 þúsund samanborið við 303 þúsund árið 2000 og er vöxturinn því 60% á þessu árabili. Stöðugur vöxtur hefur verið í fjölda gistinátta erlendra ferðamanna á þessu tímabili, en frá 2000 hefur vöxturinn verið rúmlega 51%.

Ferðaþjónustureikningar 2000-2006 -  Hagtíðindi

*) Ath. Í myndum með þessari frétt er notað orðið "ferðaiðnaður" en skoðun Ferðamálastofu er sú að það orð eigi ekki að nota í íslensku máli heldur í öllum tilfellum að tala um "ferðaþjónustu" eins og jafnan er gert í umræddri skýrslu. En þar sem umræddar myndir með fréttinni eru teknar beit úr skýrslunni var oðið "ferðaiðnaður" látið standa óbreytt.


Athugasemdir