Fréttir

Námssmiðja um náttúrutengda ferðaþjónustu

Dagana 5. og 6. maí verður haldin námssmiðja fyrir hagsmunaðila og áhugafólk um ferðaþjónustu á Norðausturlandi. Námssmiðjan er hluti af stefnumótunarvinnu Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga í ferðamálum á svæðinu og að henni koma innlendir og erlendir fræðimenn auk frumkvöðla úr heimabyggð. Dagskráin skiptist í tvö þemu og verður einn dagur helgaður hvoru. HúsavíkÞann 5. maí á Húsavík, verður fjallað um sjávartengda ferðaþjónustu almennt, og hvalaskoðun tekin sem dæmi um vel heppnaða vöruþróun. Frummælandi verður Dr. Michael Lück, dósent við ferðamálaskóla Aukland University of Technology. Einnig flytja erindi Hreiðar Þór Valtýsson, lektor við Háskólann á Akureyri og Dr.Marianne Helene Rasmussen, sjávarspendýrafræðingur og forstöðumaður Rannsókna- og fræðaseturs Háskóla Íslands á Húsavík. Þátttakendur munu fara í hvalaskoðun og heimsækja Hvalasafnið, þar sem Dr. Edward H. Huijbens, forstöðumaður Ferðamálaseturs Íslands og Dr. John Hull sérfræðingur frá Nýja Sjálandi stýra umræðum. MývatnssveitDaginn eftir, 6.maí, verður haldið í Mývatnssveit og fjallað um náttúrutengda ferðaþjónustu með áherslu á fugla og fuglaskoðun. Frummælandi dagsins verður Carol Pattersson , ferðaþjónusturáðgjafi og leiðbeinandi við Háskólann í Calgary. Þorkell Lindberg Þórarinsson, dýravistfræðingur og forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands flytur erindi og leiðir hópinn í fuglaskoðun. Fuglasafn Sigurgeirs verður heimsótt og umræður undir stjórn Dr. Edward H. Huijbens og Dr. John Hull fara fram í Vogafjósi. Áhugasamir hafi samband við Vilborgu Gissurardóttur hjá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga í síma 464-0413 eða vilborg@atthing.is . Dagskrá Námssmiðjunnar: Húsavík, mánudaginn 5. maí 2008 - Sjávartengd ferðaþjónusta 8:30 - Skráning  9:00 - Setningarávarp  9:15 - Frummælandi; Micha Lueck, Ph.D við Ferðamálaskóla Aukland Tækniháskólans10.30 - Kaffihlé 11.00 - Hreiðar Þór Valtýsson, Lektor við Háskólann á Akureyri 11.45 - Marianne Helene Rasmussen,  Háskólasetur Húsavíkur 12:30 - Hádegisverður  13:30 - Hvalaskoðun  15:30 - Kaffihlé í Hvalasafninu  16:00 - Hvalasafnið  17:00 - Samantekt og umræður  19:00 - Kvöldverður  Mývatn, þriðjudaginn 6. maí 2008 - Náttúrutengd ferðaþjónusta 8:00 - Brottför frá Húsavík til Mývatnssveitar  9:00 - Kynning, Edward H. Huijbens 9:15 - Frummælandi; Carol Patterson,  Kalgari Management  10:30 - Kaffihlé  11:00 - Þorkell Lindberg Þórarinsson, Náttúrustofa Norðausturlands  11:45 - Fuglaafn Sigurgeirs, Pétur Bjarni Gíslason  12:30 - Hádegisverður  13:30 - Fuglaskoðun  14:30 - Kaffihlé í Vogafjósi  16:00 - Fuglaskoðun  17:00 - Samantekt  18:30 - Fordrykkur og kvöldverður
Lesa meira

Sigrún Hlín forstöðumaður markaðssviðs

Sigrún Hlín Sigurðardóttir mun frá fyrsta maí taka við starfi forstöðumanns markaðssviðs Ferðamálastofu. Sigrún hefur mikla reynslu innan ferðaþjónustunnar, hefur starfað hjá Ferðamálastofu í rúm 14 ár og þar af stýrt markaðsmálum fyrir Bretland síðastlin 6 ár. Sigrún Hlín tekur við af Ársæli Harðarsyni sem horfið hefur til annarra starfa. Sigrún Hlín segir að nýja starfið leggist vel í sig. ?Ég hef fylgst með og tekið þátt í uppbyggingu og vexti ferðaþjónustunnar undanfarin ár. Þar hafa auðvitað orðið miklar breytingar. Ég held að það séu spennandi tímar framundan og ótal tækifæri til áframhaldandi sóknar. Vonandi mun ég þar geta lagt mitt að mörkum,? segir Sigrún. Undir það tekur Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri. ?Þekking Sigrúnar á íslenskri ferðaþjónustu og áralöng reynsla af markaðsmálum er eitthvað sem er ómetanlegt. Ég veit að kraftar hennar og hugmyndaauðgi munu nýtast vel fyrir greinina á komandi árum,? segir Ólöf. Á myndinni er Sigrún að veita viðtöku ferðaverðlaunum BMI publications útgáfufyrirtækisins á World Travel Market ferðasýningunni í nóvember síðastliðnum.
Lesa meira

Vefur um slysavarnir fyrir erlenda ferðamenn

Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur sett upp vefinn www.safetravel.is en hann er hugsaður fyrir erlenda ferðamenn. Vefurinn er á sex tungumálum ensku, þýsku, frönsku, ítölsku, spænsku og íslensku. Á vefnum er farið yfir ferðamennsku á breiðum grunni hér á landi en fjallað er um akstur, veður, gönguferðir, hjólreiðar, hestaferðir, fjarskipti, köfun, siglingar, skyndihjálp, hverasvæði, klifur, íslenska náttúru og neyðar- og björgunarmál. Í frétt frá Landsbjörgu kemur fram að á hverju ári hafi því miður verið nokkuð um alvarleg slys og dauðsföll meðal erlendra ferðamanna. Félagið hefur undanfarin ár beitt sér í slysavörnum ferðamanna, m.a. með því að staðsetja björgunarsveitir á hálendinu yfir sumartímann til að leiðbeina og aðstoða ferðafólk. ?Það er okkar allra hagur að þeir sem ferðast um landið eigi góðar stundir og komi heilir heim. Landið er fagurt en óútreiknanlegt og um það þarf að upplýsa ferðamenn,? segir í fréttinni. Jafnframt segir að það væri mikill styrkur í baráttu Landsbjargar í því að koma í veg fyrir slysin að sem flestir aðilar sem tengjast ferðum erelndra ferðamanan setji slóðina www.safetravel.is inn á heimasíðu sína.
Lesa meira

Samningur um suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs

Samningur um gerð verndaráætlunar, rekstur og uppbyggingu á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs var undirritaður í Freysnesi í Öræfum síðastliðinn föstudag. Þá var einmitt Dagur umhverfisins. Fjölþætt markmiðMarkmið samningsins eru fjölþætt. Til dæmis á að móta stefnu um að jafna ágreining á milli ólíkra hagsmunaaðila um nýtingu og verndun landslagsheilda og skapa þannig samstöðu í samfélaginu eftir því sem kostur er um markmið, starfsemi og uppbyggingu þjóðgarðsins; að marka stefnu um uppbyggingu mannvirkja, vega, reiðleiða, göngubrúa og helstu gönguleiða; að móta stefnu um uppbyggingu og starfsemi þjóðgarðsins og marka stefnu um sjálfbæra nýtingu í og við þjóðgarð, hvernig tryggja beri vernd líffræðilegrar fjölbreytni og landslagsheilda. Einnig á að fjalla um nýtingu innan marka þjóðgarðsins, t.d. hvað varðar sauðfjárbeit, veiðar á fuglum og dýrum og aðra starfsemi. Í þessari vinnu verður sérstaklega gætt að miklu samráði við nefndir sveitarfélagsins, yfirstjórn þjóðgarðsins og hagsmunaaðila. Áhersla er lögð á að landeigendur sem eiga land innan eða við mörk þjóðgarðs, bændur, útivistarfólk, ferðaþjónustuaðila og náttúruverndarsamtök . Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri skrifaði undir samninginn sem varaformaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs, ásamt þeim Þorvarði Árnasyni, forstöðumanni Háskólasetursins á Höfn og Hjalta Þór Vignissyni, bæjarstjóra á Höfn og formanns svæðisráðs Suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs. Sama dag var einnig efnt til fræðslufunda, bæði í Freysnesi í Öræfum og í Nýheimum á Höfn. Þeir hófust með ávarpi Ólafar Ýrr sem einnig svaraði fyrirspurnum fundargesta. Þá notaði hún tækifærið til að kynna sér ferðamál á svæðinu. Mynd: Þorvarður, Ólöf Ýrr og Hjalti Þór að undirskrift samnings lokinni.
Lesa meira

Styrkir til nýsköpunar í ferðaþjónustu - kynningarfundur

ATH:Kynningarfundur um neðangreint efni verður haldinn 7. maí næstkomandi, kl. 10:45 í "Smiðjunni" fundarherbergi á 3. hæð í Arnarhváli í Reykjavík. Ferðaþjónusta á Norðurlöndum á mikla möguleika á frekari nýsköpun og þróun.  Norræna Nýsköpunar Miðstöðin (NIC) kynnir nú nýja áherslu í styrkveitingum: "Innovation in the Nordic Tourism Sector - New Products and Services".  NIC býður minni og meðal stórum fyrirtækjum og öðrum sem tengjast ferðaþjónustu að sækja um styrk til samstarfsverkefna á sviði nýsköpunar í ferðaþjónustu.  Umsóknir skulu aðallega beinast að þróunarverkefnum á sviði nýsköpunar, þjónustu og verkefna sem miða að því að styrkja norræna ferðaþjónustu.  Tilgangurinn með þessum styrkveitingum er að efla nýsköpun í norrænni ferðaþjónustu.  NIC býður aðilum frá vestur Atlantshafssvæðinu, Norðurlöndum og Eystrasaltinu að taka þátt. Aðilar í iðnaði, nýsköpunarmiðstöðvar, lands- og svæðasamtök, markaðs- og rannsóknarskrifstofur og önnur tengd samtök geta einnig sent inn umsóknir. Megin markmiðið með þessum styrkveitingum er að ýta undir nýsköpun í vöruþróun, þjónustu og útflutningi og markaðssetningu sem og sjálfbæra ferðaþjónustu. Heildarupphæðin sem til úthlutunar er nemur 12 milljónum norskra króna. Stuttri verkefnalýsingu (fyrsta skref) skal skila inn eigi síðar en 6. júní 2008. Sjá:http://www.nordicinnovation.net/focus.cfm?id=1-4416-15  http://www.nordicinnovation.net/prosjekt.cfm?Id=1-4415-282     
Lesa meira

Leiðsögunám á háskólastigi

Leiðsögunám á háskólastigi er ný námsbraut hjá Endurmenntun HÍ hefst haustið 2008. Námið er 60 eininga nám (ECTS) á grunnstigi háskóla og er kennt á þremur misserum. Kennd er ein námsgrein í senn sem lýkur með prófi og/eða verkefni áður en sú næsta hefst. Mögulegt er að taka námið hvort sem er í staðnámi eða fjarnámi. Í lok náms fá þeir nemendur sem lokið hafa öllum námskeiðum skírteini sem vottar þátttöku og frammistöðu í náminu. 3 ja missera nám, 60 ECTS einingar á háskólastigi Staðnám eða fjarnám Lotubundið nám - hverju námskeiði lýkur með prófi áður en hið næsta hefst Fyrir hverja? Námið hentar þeim sem vilja búa sig undir starf leiðsögumanns á Íslandi með erlenda ferðamenn. Inntökuskilyrði í námið eru: Stúdentspróf eða sambærileg menntun. Gott vald á íslensku. Fullt vald á því tungumáli sem umsækjandi hyggst nota í leiðsögn. Standast þarf inntökupróf í tungumálinu. Endurmenntun HÍ áskilur sér þann rétt að bjóða upp á takmarkaðan fjölda tungumála í leiðsögunáminu hverju sinni. Sú ákvörðun tekur mið af fjölda umsækjenda með hvert tungumál. Eftir að umsóknarfrestur er liðinn verða umsækjendur boðaðir í inntökupróf. Jafnframt verða birtar upplýsingar um þau tungumál sem verða kennd á www.endurmenntun.is   Umsóknir eru metnar af fagráði. Fjarnám: Námið er kennt samhliða í staðnámi og fjarnámi. Fjarnámið fer fram netinu. Þátttaka er því hvorki háð búsetu né fjarfundabúnaði heldur getur hver og einn stundað námið frá nettengdri PC-tölvu. Upplýsingar um staðbundnar lotur verða gefnar síðar. Þeir sem hafa hug á að stunda fjarnám eru beðnir um að taka það sérstaklega fram í umsókn Kennslutilhögun: Kennslu er þannig háttað að kennt er eitt námskeið í einu sem lýkur með prófi og/eða verkefni áður en næsta námskeið hefst. Kennsla fer fram tvisvar í viku, á þriðjudögum  og fimmtudögum frá kl. 16:10 ? 19:55. Þar fyrir utan fer fram talþjálfun í smærri hópum sem hittast reglulega á hverju misseri. Á þriðja misseri verða æfingaferðir farnar á laugardögum og farin verður sex daga hringferð um landið. Kostnaður vegna ferða er ekki innifalinn í verði námsins og verður innheimtur sérstaklega á þriðja misseri. Lögð verður áhersla á að halda ferðakostnaði í lágmarki. Öll kennsla fer fram á íslensku að undanskildum talþjálfunartímum.   Kennsla hefst í byrjun september 2008 og náminu lýkur í nóvember 2009. Nánari upplýsingar um Leiðsögunám á háskólastigi hér Umsóknarfrestur í Leiðsögunám á háskólastigi er til 5. maí .
Lesa meira

Málþing um matartengda ferðaþjónustu

Málþing um matartengda ferðaþjónustu verður haldið í Edinborgarhúsinu Ísafirði laugadaginn 19. apríl næstkomandi og stendur frá kl. 10.30 ? 15.00. Tilgangur málþingsins er að leita leiða til að þróa matartengda ferðaþjónustu á Vestfjörðum og hvetja heimamenn til að velja staðbundið hráefni. Fengnir verða fyrirlesarar sem eru í fremstu röð á þessu sviði, m.a. frá verkefnunum ?Matarkistan Skagafjörður? og ?Beint frá býli?. Einnig munu matarhönnuður og næringarfræðingur halda erindi, rætt verður um vestfirskar sælkeraslóðir og vöruþróun úr staðbundnu hráefni, auk þess sem heimamenn segja frá sínu starfi á þessu sviði. Málþingið er ætlað öllum sem áhuga hafa á þessu málefni og eru aðilar í ferðaþjónustu, allt áhugafólk um vestfiskar matarhefðir, bændur, matvælaframleiðendur, veitingafólk, sultugerðarfólk, bakarar og allir aðrir áhugasamir hvattir til að taka þátt. Skilgreina má matartengda ferðaþjónustu sem hluta af menningartengdri ferðaþjónustu, því mikilvægur hluti hennar er að bera á borð fyrir ferðamanninn matarmenningu svæða og með því upplifir ferðamaðurinn menningu svæðisins í gegnum matarmenningu og matargerðarlist. Nánari upplýsingar og skráning er hjá Ásgerði Þorleifsdóttur (asgerdur@atvest.is), sími 450-3053 og á heimasíðu Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða www.atvest.is
Lesa meira

Iceland Express kynnir áætlun næsta veturs

Iceland Express hefur kynnt vetraráætlun sína fyrir næsta vetur. Félagið mun fjölga ferðum til London og Varsjá verður nýr vetraráfangastaður félagsins. Aðrir vetraráfangastaðir verða Kaupmannahöfn, Alicante, Berlín og Friedrichshafen. Í vetur hefur Iceland Express flogið ellefu sinnum í viku til London en fjölgar ferðum í tólf næsta vetur. Þá flýgur flugfélagið í fyrsta sinn til tveggja flugvalla í London; Stansted og Gatwick. Flugið milli Keflavíkur og Stansted verður morgunflug sjö sinnum í viku en Gatwick-flugið verður fimm kvöld í viku. Þannig kemur Iceland Express sérstaklega til móts við þá fjölmörgu viðskiptaferðamenn sem fljúga á þessari leið og geta með þessu móti flogið út að morgni og komið aftur heim að kvöldi alla virka daga, segir í tilkynningu frá Iceland Express. Jafnframt kemur fram að viðtökur við flugi til Varsjár í sumar hafa verið það góðar að ákveðið var að halda fluginu áfram yfir vetrartímann.
Lesa meira

Úthlutun verkefnastyrkja Menningarráðs Eyþings

Fyrir helgi úthlutaði Menningarráð Eyþings styrkjum samkvæmt menningarsamningi Eyþings, menntamálaráðuneytis og iðnaðarráðuneytis. Var þetta önnur úthlutun ráðsins og fór athöfnin fram í Tónlistarhúsinu Laugarborg að viðstöddu fjölmenni. Alls bárust ráðinu 75 umsóknir um rúmar 60 milljónir. 49 verkefni hlutu styrk að upphæð rúmar 20 milljónir króna. Hæsti styrkur ráðsins féll í skaut tónlistarhátíðarinnar Akureyri International Music Festival (AIM). Að hátíðinni stendur áhugahópur um fjölbreyttan og lifandi tónlistarflutning. Helga Haraldsdóttir skrifstofustjóri ferðamála í iðnaðarráðuneyti og Sigrún Björk Jakobsdóttir, formaður menningarráðs ávörpuðu samkomuna og flutt voru dans- og tónlistaratriði af styrkþegum. Mynd af styrkþegum er hér að neðan en lista yfir þá má sjá á heimasíðu Menningarráðs Eyþings. Mynd: KK/Vikudagur.
Lesa meira

Söguslóðir 2008 - Getið í eyðurnar

Þann 10. apríl næstkomandi verður í Þjóðmenningarhúsinu haldið málþing Samtaka um sögutengda ferðaþjónustu (SSF). Yfirskriftin er Söguslóðir 2008 - Getið í eyðurnar og er það haldið í samvinnu við iðnaðarráðuneytið og hagnýta menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Fjallað verður um söfn og sögusýningar á  Íslandi og túlkun þeirra á sögu lands og þjóðar frá ýmsum sjónarhornum, auk þess sem danskir sérfræðingar miðla af reynslu sinni. Prentvæn útgáfa af dagskrá (PDF) DAGSKRÁ 13.00  Samtök í sóknarhug. Rögnvaldur Guðmundsson, formaður SSF. 13.10 Ávarp.  Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri. 13.20 Gæði og miðlun.  Eggert Þór Bernharðsson, sagnfræðingur. 13.30 With or without written evidence, how do we and our guests get closer to everyday life aspects and know-how from the past ?    Laurent Mazet-Harhoff, fornleifafræðingur, Lejre Forsøgscenter í Danmörku. 13.50 Teaching with roles: some examples of daily dialogues i.e. about ?unwritten?  everyday life aspects with guests visiting our Viking market place.  Jutta Eberhards, leikstjórnandi, Lejre Forsøgscenter í Danmörku. 14.10    Hlé. 14.20 ?Ísland, best í heimi.?  Steinunn Kristjánsdóttir, fornleifafræðingur, lektor við HÍ og stjórnandi Skriðuklaustursrannsókna. 14.40 ?Vinsamlegast snertið munina!?  Helmut Lugmayr, leiðsögumaður og ferðaskipuleggjandi.   15.00 Drýpur saga af hverju strái?  Már Jónsson, sagnfræðingur. 15.20    Kaffi. 15.50 Gamalt og nýtt, satt og logið.  Brynhildur Guðjónsdóttir, leikari og höfundur. 16.10 Má gera söguna sýnilega? Björn G. Björnsson, sýningahönnuður. 16.30 Óljósar sögur. Þór Vigfússon, sagnamaður og fyrrverandi skólameistari. 16.50 Samantekt: Skúli Björn Gunnarsson. Fundarstjóri: Ásborg Arnþórsdóttir. Málþingsgjald: 3.000 kr  - kaffiveitingar innifaldar.Gjald fyrir nemendur og félaga í SSF: 1.000 kr Skráning hjá Kristínu Sóleyju Björnsdóttur  ksb@akmus.is  
Lesa meira