Fara í efni

Fyrirlestrar um ferðaþjónustu

Leiðsögunám
Leiðsögunám

Vert er að vekja athygli á áhugaverðum ráðstefnum og fyrirlestrum um ferðaþjónustu sem fram fara á næstunni. Annars vegar er um að ræða Þjóðarspegilinn, félagsvísindaráðstefnu Háskóla Íslands, og hins vegar fyrirlestraröðina Ísland  og ímyndir norðursins.

Níunda félagsvísindaráðstefna Háskóla Íslands, þjóðarspegillinn, verður haldin af félags-og mannvísindadeild, félagsráðgjafardeild, hagfræðideild, lagadeild, sálfræðideild, stjórnmálafræðideild og viðskiptafræðideild í Lögbergi, Háskólatorgi og Odda föstudaginn 24. október frá kl 09:00 til 17:00. Fjöldi fyrirlestra er til vitnis um fjölbreytt og öflugt rannsóknarstarf á sviði félagsvísinda hér á landi og eru fyrirlesarar í fremstu röð hver á sínu sviði. Tvær málstofur viðskiptafræðideildar eru tileinkaðar ferðamálum.
Sjá dagskrá.

Fyrirlestraröð INOR
Fyrsti fyrirlesturinn í fyrirlestraröð INOR (Ísland og ímyndir Norðursins) í samvinnu við Reykjavíkurakademíuna, Háskólann á Hólum, Rannsóknamiðstöð ferðamála við Háskólann á Akureyri og Þjóðfræðistofu á Hólmavík verður haldinn 22. október. Fyrirlestrarnir eru haldnir í Reykjavíkurakademíunni Hringbraut 121, 4. hæð kl. 20:00-22:00.

Dagskrá:
Miðvikudagur 22. október 2008 kl. 20:00-22:00
Ímyndir Íslands og ímyndamótun stjórnvalda. Edward Huijbens, Kristrún Heimisdóttir og Sumarliði R. Ísleifsson. Aths. Hjálmar Sveinsson

Fimmtudagur 6. nóvember kl. 20:00-22:00
Fallvaltar ímyndir Íslands. Vald og ímyndir. Pallborðsumræður: Þátttakendur Hallfríður Þórararinsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Silja Bára Ómarsdóttir, Jón Ólafsson, Þorfinnur Ómarsson

Miðvikudagur 26. nóvember 2008 kl. 20:00-22:00
Ísland og ímyndir norðursins 1750-1900: Clarence E. Glad, Gylfi Gunnlaugsson
Aths.: Gottskálk Þór Jensson

Miðvikudagur 21. janúar 2009 kl. 20:00-22:00
Hversdagsvald: Matur, drykkur  og ímyndir: Hildigunnur Ólafsdóttir, Kristinn Schram
Aths: Ármann Jakobsson

Miðvikudagur  11. febrúar 2009 kl. 20:00-22:00
Mótun svæðaímynda: Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, Guðrún Helgadóttir
Aths: Valdimar Hafstein

Miðvikudagur 11. mars 2009 kl. 20:00-22:00
Sjálfsmyndir Íslendinga á 20. öld: Marion Lerner, Júlíana Gottskálksdóttir, Hallfríður Þórarinsdóttir
Aths: Guðmundur Hálfdanarson

Miðvikudagur 15. apríl 2009 kl. 20:00-22:00
Ímyndir við aldahvörf: Ólöf Gerður Sigfúsdóttir, Katla Kjartansdóttir, Þorgerður Þorvaldsdóttir
 Aths: Guðmundur Oddur Magnússon

Í apríl Joep Leerssen prófessor við Háskólann í Amsterdam

Umsjón fyrirlestraraðar: Sumarliði R. Ísleifsson
Fundarstjóri : Ólöf Gerður Sigfúsdóttir, forstöðumaður rannsóknaþjónustu Listaháskóla Íslands.