Fréttir

Nýtt starfsfólk Ferðamálastofu

Tveir nýir starfsmenn hafa gengið til liðs við Ferðamálastofu á síðustu vikum. Sigríður Gróa Þórarinsdóttir hefur komið til starfa á markaðssviði og Ólafur Aðalgeirsson var ráðinn í nýtt starf rekstrarstjóra Ferðamálastofu. Sigríður Gróa hefur víðtæka reynslu úr ferðaþjónustunni og starfaði síðast hjá Snæland Grímsson ehf. Hún mun meðal annars sinna markaðsmálum fyrir Bretlandsmarkað en verður auk þess mikilvæg viðbót á skrifstofuna hér heima og mun styrkja starfsemi hennar. Ólafur Aðalgeirsson hefur störf sem rekstrarstjóri Ferðamálastofu 1. september.  Hann er með BS-gáðu í ferðamálafræði með áherslu á rekstur, stjórnun og markaðsfræði og á einnig að baki víðtæka starfsreynslu Hann starfaði síðast sem framkvæmdastjóri Leikfélags Akureyrar. ?Ég tel mikinn akk fyrir Ferðamálastofu að hafa fengið þau bæði til liðs við okkur og hlakka til að starfa með þeim á næstunni,? segir Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri.
Lesa meira

Mikil gróska og kraftur í íslenskri ferðaþjónustu

Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri var á ferð um landið á dögunum og heimsótti ferðaþjónustuaðila á Norður-, Austur- og Suðurlandi. Hún kom víða við og segist full bjartsýni fyrir hönd íslenskrar ferðaþjónustu miðað við það sem hún sá. Ólöf segir ánægjulegt að sá þá miklu grósku og þann mikla kraft sem býr í íslenskri ferðaþjónustu. ?Ég held að það sé sama á hvaða sviði við berum niður, hvort sem það er uppbygging í gistingu, afþreyingu eða samgöngum. Á öllum sviðum er fólk mjög einbeitt í að skapa betri aðstæður til að taka á móti gestum okkar og nýta þá möguleika sem hver staður hefur uppá að bjóða. Ferðaþjónustan hefur vaxið, ferðamönnum fjölgað og þá er samhliða afar mikilvægt að við séum meðvituð um nauðsyn þess að dreifa álaginu. Liður í því er að skapa sem fjölbreyttasta möguleika til dægradvalar um allt land þannig að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi,? segir Ólöf. Óþrjótandi möguleikarÓlöf nefnir söfnin og setrin sem dæmi. ?Ég heimsótti meðal annars í ferðinni Selasetrið á Hvammstanga, Tækniminjasafn á Seyðisfirði, steinasafn á Breiðdalsvík, fuglasafn á Djúpavogi og Þórbergssetur á Hala í Suðursveit. Víða er síðan svona starfsemi liður í náttúrutengdri upplifun, t.d. selaskoðun á Vatnsnesi, fuglaskoðun o.s.frv. Íslensk náttúra er auðvitað endalaus uppspretta nýrra ævintýra þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Ég átti þess t.d. kost í ferðinni að fara á tónleika á Borgarfirði Eystra, ganga um Lónsöræfi og gista í Kollumúlaskála, skoða Heimabergssvæðið innan Vatnajökulsþjóðgarðs, fara í fjórhjólaferð í Syðri-Fjörur og sigla á Jökulsárlóni. Af þessu má sjá að möguleikarnir eru sannarlega margir.? Þá nefnir hún að fróðlegt hafi verið að ferðast um Fljótsdalshérað, skoða Kárahnjúkavirkjun, Hálslón og leiðir þar í nágrenninu. Beint og milliliðalaust samband mikilvægtÞótt Ólöf segist alla tíð hafa ferðast mikið um landið sé því ekki að neita að sem ferðamálastjóri nálgist hún málin frá nýju sjónarhorni. ?Beint og milliliðalaust samband við fólkið um allt land er mér afar mikilvægt og í ferðinni átti ég þess kost að ræða við aðila víða um land, kynnast sjónarmiðum þeirra, skoða það sem verið er að gera og heyra áform um það sem framundan er. Einnig að kynna mér af eigin raun aðstæður á ýmsum stöðum, t.d. við Reynisfjöru sem nokkuð hefur verið í umræðunni upp á síðkastið. En ég get ekki annað sagt en að þrátt fyrir að margar áskoranir bíði íslenskrar ferðaþjónustu sé ég bjartsýn fyrir hönd greinarinnar miðað við það sem ég sá,? segir Ólöf Ýrr. Ólöf kynnir sér uppgröft við Skriðuklaustur með þeim Skúla Birni Gunnarssyni og Steinunni Kristjánsdóttur. Útsýnisstaður við Hálslón ofan Káranhjúkastíflu. Ólöf með Emblu dóttur sinni í stöðvarhúsi Kárahnjúkavirkjunar. Í Klausturseli. Við Skálanes. Útsýnispallur við Skálanes.
Lesa meira

Framvinduskýrslur um ráðstöfun styrkfjár

Iðnaðarráðuneytið fól Ferðamálastofu fyrr á árinu umsjón og eftirlit vegna styrkveitinga. Annars vegar styrkja frá fjárlaganefnd Alþingis og hins vegar vegna mótvægisaðgerða ríkisstjórnarinnar á sviði ferðaþjónustu 2008-2009. Styrkþegar þurfa meðal annars að skila Ferðamálastofu framvinduskýrsla vegna verkefna sinna og eyðublað fyrir þess skýrslugerð er nú komið hér inn á vefinn. Eyðublaðið er Word-skjal og er vænlegast að vista það á eigin tölvu áður en útfylling á sér stað. Að útfyllingu lokinni skall senda eyðublaðið í tölvupósti á netfangið elias@icetourist.is Framvinduskýrslur um ráðstöfun styrkfjár - eyðublað (Word)
Lesa meira

Skráning á World Travel Market 2008

Líkt og undanfarin ár tekur Ferðamálastofa þátt í World Travel Market ferðasýningunni í London. Íslenskum ferðaþjónustuaðilum býðst að fá aðstöðu í bás ráðsins gegn föstu gjaldi og nú er komið hér inn á vefinn skráningarblað fyrir sýninguna. World Travel Market er ein stærsta ferðasýning í heimi og haldin árlega. Að þessu sinni fer hún fram dagana 10.-13. nóvember og er í ExCel sýningarhöllinni í London líkt og undanfarin ár. Sýningin er opin 2 daga fyrir ferðaþjónustuaðila ( trade) og 2 daga fyrir almenning. Ferðamálastofa sér um að útbúa básana og skapa mönnum aðstöðu til að hitta viðskiptavini sína en síðan er undir hverjum og einum komið að nýta tækifærið sem best. Skráningu lýkur 10 septemberHér fyrir neðan er tengill á eyðublað til skráningar í íslenska sýningarbásinn á World Travel Market 2008 en vakin er athygli á því að skráningu lýkur 10. september næstkomandi. Einnig er tengill á heimasíðu sýningarinnar. Skráning á WTM 2008 (PDF-skjal) Heimasíða sýningarinnar Nánari upplýsingar um sýningar í Bretlandi veitir Sigríður Gróa Þórarinsdóttir, markaðsfulltrúi,  siggagroa@icetourist.is Sími: 535 5500  
Lesa meira

Erlendir gestir í júlí 2008

Brottfarir erlendra gesta um Leifsstöð í júlímánuði síðastliðnum voru 78.100, eða um 2.600 færri en í júlímánuði á árinu 2007. Erlendum gestum fækkaði því um 3,2% á milli ára. Af einstökum markaðssvæðum er fækkunin mest frá N-Ameríku eða um 18,7%. Bretum fækkar um 13,6% og Norðurlandabúum um 8,7%. Mið- og S-Evrópubúum fækkar lítillega eða um 1,2%. Gestum frá öðrum Evrópulöndum og fjarmörkuðum fjölgar hins vegar um tæp 14%. Brottförum Íslendinga fækkar um ríflega 14%. Hér að neðan má sjá fjölda gesta um Leifsstöð í júlí skipt eftir markaðssvæðum og þjóðernum en heildarniðurstöður úr talningum Ferðamálastofu í Leifsstöð má finna hér á vefnum undir liðnum Talnaefni / Fjöldi ferðamanna. Ferðamenn í júlí eftir markaðssvæðum   2007 2008 Breyting milli ára 2007-08 (%) Norðurlönd 19.229 17.542 -8,7 Bretland 8.775 7.584 -13,6 Mið og S-Evrópa 25.806 25.484 -1,2 N-Ameríka 9.721 7.901 -18,7 Annað 17.230 19.633 13,9 Samtals 80.761 78.144 -3,2 Ferðamenn í júlí eftir þjóðernum   2007 2008 Breyting milli ára 2007-08 (%) Bandaríkin 8.548 6.064 -29,1 Bretland 8.775 7.584 -13,6 Danmörk 7.583 7.317 -3,5 Finnland 1.700 1.508 -11,3 Frakkland 5.917 5.908 -0,2 Holland 3.103 3.334 7,4 Ítalía 2.079 1.776 -14,6 Japan 707 550 -22,2 Kanada 1.173 1.837 56,6 Kína 1.873 940 -49,8 Noregur 4.817 4.174 -13,3 Pólland 2.907 3.544 21,9 Rússland 125 73 -41,6 Spánn 1.986 1.797 -9,5 Sviss 2.283 2.350 2,9 Svíþjóð 5.129 4.543 -11,4 Þýskaland 10.438 10.319 -1,1 Annað 11.618 14.526 25   80.761 78.144 -3,2 Ísland 49.311 42.219 -14,4 Heimild: Ferðamálastofa. Talningar við brottför úr Leifsstöð.
Lesa meira

Fuglasafn Sigurgeirs Stefánssonar opnað

Sunnudaginn 17. ágúst var opnað við hátíðlega athöfn Ytri-Neslöndum við Mývatn Fuglasafn Sigurgeirs Stefánssonar.  Viðstaddir voru 250 boðsgestir og þar á meðal var Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands en hún er einnig verndari safnsins.  Sigurgeir var bílstjóri Vigdísar á ferð um Suðurbotna og víðar meðan hún gengdi forsetaembættinu og minntist hún Sigurgeirs í ávarpi hennar við opnun safnsins.  Á safninu er að finna allar tegundir íslenskra varpfugla að undanskildum Þórshana.  Safnið verður opið alla daga frá kl. 11:00-19:00.  Mbl.is greindi frá þessari frétt.  
Lesa meira

Stefnir í metár á Vestnorden 2008

Allt stefnir í að Vestnorden í Reykjavík í haust, nánar tiltekið 15.-17. september, verði stærsta kaupstefnan frá upphafi. Eins og fram hefur komið verður þetta í 23 sinn sem þessi sameiginlegi viðburður Íslendinga, Grænlendinga og Færeyinga fer fram. Að sögn Láru B. Pétursdóttur hjá Congress Reykjavík, sem sér um framkvæmd  og skipulagningu Vestnorden að þessu sinni fyrir hönd Ferðamálastofu, hefur skráning gengið mjög vel. Nú þegar hafa tæplega 200 kaupendur frá 135 fyrirtækjum skráð sig sem er nánast eins og var á vestnorden í Reykjavík 2006 og var það metár. Sama er að segja um sýnendur en þeir eru að nálgast 300 frá um 145 fyrirtækjum. Enn er tækifæri til að skrá sig þannig að þessar tölur eiga væntanlega eftir að hækka. Síðasti möguleiki til að skrá sig er eins og fram hefur komið 15. ágúst en skráning fer fram á vefnum www.vestnorden.com Myndin var tekin á Vstnorden 2006.
Lesa meira

Frestur til að skrá sig á Vestnorden 2008 framlengdur til 15. ágúst

Ákveðið hefur verið að framlengja skráningarfrest fyrir  hina árlegu Vestnorden ferðakaupstefnu sem haldin verður í Reykjavík í haust. Síðasti möguleiki til að skrá sig er 15 ágúst næstkomandi. Vestnorden 2008 fer fram dagana 15.-17. september í Reykjavík og þá í 23. sinn. Kaupstefnan er haldin til skiptis í umsjón Íslendinga, Grænlendinga og Færeyinga. Þátttakendur eru stórir sem smáir ferðaþjónustuaðilar frá vestnorrænu löndunum þremur. Á Vestnorden hitta þeir ferðaheildsala hvaðanæva að úr heiminum og eiga með þeim stutta fundi sem búið er að tímasetja áður en kaupstefnan hefst. Þarna er um að ræða fyrirtæki sem eru að selja, eða hafa hug á að selja, ferðir til vestnorrænu landanna og því felast mikilvæg viðskiptatækifæri í þátttöku. Ferðamálastofa hefur umsjón með Vestnorden á Íslandi en framkvæmd að þessu sinni er í höndum Congress Reykjavík. Á vef Vestnorden eru allar nánari upplýsingar og þar er einnig hægt að skrá sig til þátttöku. www.vestnorden.com  
Lesa meira

3% fjölgun gistinátta fyrri hluta ársins

Hagstofan hefur birt tölur um gistinætur á hótelum í júní og þar með liggja fyrir tölur fyrir fyrri helming ársins. Þær sýna 3% fjölgun gistinátta á milli ára sem alla má rekja til aukinnar gistingar Íslendinga. Gistinætur útlendinga standa í stað á milli ára. Gistinætur fyrstu sex mánuði ársins voru 585.000 en voru 569.000 á sama tímabili árið 2007. Fjölgun varð á Suðurlandi um 16% og á höfuðborgarsvæðinu um rúm 2% milli ára. Gistinætur stóðu í stað eða fækkaði á öðrum landsvæðum, mest var fækkunin á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða, eða um 6%. Hagstofan vekur athygli á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum, þ.e. hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann. Gisting í júníGistinætur á hótelum í júní síðastliðnum voru 156.200 sem er sambærilegt við júní 2007. Gistinóttum fjölgaði umtalsvert á Austurlandi, úr 6.800 í 8.500, eða tæp 26%. Einnig fjölgaði gistinóttum um rúm 7% á Suðurlandi, úr 18.300 í 19.600. Gistinóttum á öðrum landsvæðum fækkaði lítillega frá því í júní 2007. Nánar á vef Hagstofunnar
Lesa meira

Ráðstefna um Tyrkjaránið 1627

Helgina 17.-19. október heldur félagið Sögusetur 1627 alþjóðlega ráðstefnu í Vestmannaeyjum. Markmið hennar er tvíþætt. Að kanna möguleika á starfsrækslu sögu- og fræðasetur í kringum Tyrkjaránið 1627 og stofna til fræðasamstarfs í kringum þennan merka atburð. Ráðstefnan er haldin í tilefni þess að ritið Reisubók séra ólafs Egilssonar hefur nú verið gefið út á ensku. Erlendir fræðamenn á sviði sjórána á 16. og 17. öld hafa þegar tilkynnt komu sína. Um Sögusetur 1627Félagið Sögusetur 1627 var stofnað árið 2006 undir nafninu Félag um Tyrkjaránssetur í Vestmannaeyjum. Markmið félagsins er að verða alþjóðleg miðstöð rannsókna og fræðslu um þá sjóvíkinga sem herjuðu í norðurhöfum á 16. og 17. öld. Þessum markmiðum verður náð með því að byggja uppfræðasetur þar sem stundaðar verða samanburðarrannsóknir og úrvinnsla á heimildum, viðhorfum, sýn fræðum og ritverkum er tengjast sviðinu. Grunnþema setursins verður Tyrkjaránið í Vestmannaeyjum árið 1627 en markmiðið er að nálgast þann atburð í víðara samhengi. Þá verður lögð áhersla á að tengja þessa sögu 16. og 17. aldar við nútímann og því verður Sögusetur 1627 þáttur í samskiptum ólíkra menningarheima með áherslu á islam og kristni, hinn vestræna heim og Mið-Austurlönd. Með Sögusetri 1627 verður tækifæri tilfrekari úrvinnslu og kynningar á íslenskum handritaarfi og búinn til vettvangur fyrir rannsóknir og miðlun .þekkingar á Tyrkjaráninu. Enn fremur mun Sögusetur 1627 skapa íslenskum rannsóknum og heimildum á Tyrkjaráninu stað í alþjóðlegri umræðu um sambærileg rannsóknarefni.
Lesa meira