Fara í efni

Metfjöldi erlendra ferðamanna á fyrsta ársfjórðungi

jeppividfjall
jeppividfjall

Erlendum ferðamönnum fjölgaði um fjórðung á fyrsta ársfjórðungi, samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Leifsstöð. Þetta er mun meiri fjölgun en á sama tíma í fyrra.

Ferðamenn frá áramótum til marsloka voru rúmlega 60 þúsund í ár, samanborið við 48 þúsund í fyrra. Flestir ferðamenn eru frá Norðurlöndum og Bretlandi. Mesta fjölgunin er einnig úr hópi Breta og Norðurlandabúa, vel á 5. þúsund frá hvoru svæði um sig. Nokkur fækkun er hins vegar frá N.-Ameríku miðað við sama tímabil í fyrra. Í mars bættust við 3 lönd sem talin eru sérstaklega, þ.e. Kína, Rússland og Pólland. Er þá hægt að sundurgreina tölur eftir 17 þjóðlöndum. Í mars fjölgaði erlendum ferðamönnum um 32,5%.

?Aukið framboð flugsæta og markaðssetning ræður mestu um þessa aukningu? segir Ársæll Harðarson forstöðumaður markaðssviðs Ferðamálastofu. ?Af sömu ástæðu fækkar ferðamönnum frá Bandaríkjunum í vetur vegna fækkunar ferða þangað. Það skiptir ákaflega miklu máli fyrir íslenska ferðaþjónustu að áframhaldandi vöxtur verði yfir veturinn. Aðeins þannig getum við tekið við þeirri aukningu sem búast má við í framtíðinni ef fram heldur sem horfir. Fjárfesting er að aukast í ferðaþjónustunni, einkum í gistiþættinum um land allt og því mikilvægt að nýting aukist allt árið,? segir Ársæll að lokum.

Í töflunni hér að neðan má sjá nánari skiptingu ferðamanna eftir þjóðerni það sem af er ári og samanburð við 2006. Heildarniðurstöður eru aðgengilegar undir liðnum Talnaefni/Fjöldi ferðamanna hér á vefnum.

Frá áramótum
  2006 2007 Mism. %
Bandaríkin                     8.681 6.270 -2.411 -27,8%
Bretland                       10.588 15.117 4.529 42,8%
Danmörk                        4.815 6.573 1.758 36,5%
Finnland                       780 923 143 18,3%
Frakkland                      2.319 2.151 -168 -7,2%
Holland                        1.572 1.615 43 2,7%
Ítalía                         476 896 420 88,2%
Japan                          1.666 1.717 51 3,1%
Kanada                         457 517 60 13,1%
Kína   116    
Noregur                        4.329 5.547 1.218 28,1%
Pólland   624    
Rússland   95    
Spánn                          374 473 99 26,5%
Sviss                          303 487 184 60,7%
Svíþjóð                        2.853 4.492 1.639 57,4%
Þýskaland                      3.140 3.258 118 3,8%
Önnur þjóðerni                 5.805 9.313 3.508 60,4%
Samtals: 48.158 60.184 12.026 25,0%