Fara í efni

Á ferð um Ísland komin út

Á ferð um Ísland 2007
Á ferð um Ísland 2007

Ferðahandbókin Á ferð um Ísland er nú komin út hjá Útgáfufélaginu Heimi. Bókin er á þremur tungumálum. Enska útgáfan Around Iceland hefur komið út samfellt í 32 ár, íslenska útgáfan í 17 ár en þýska útgáfan Rund um Island kemur nú út í 10 sinn.

Fram kemur í frétt frá Heimi að bókin hafi aldrei verið stærri eða 240 bls. Ritunum er dreift í 90.000 eintökum á alla helstu ferðamannastaði landsins. Í bókinni er umfjöllun um hvern landshluta, þjónustulistar sem eru uppfærðir árlega í samstarfi við heimamenn, ásamt kortum þar sem gististaðir, tjaldsvæði og sundlaugar eru númeraðar á svæðum utan þéttbýlis. Sambærileg kort eru einnig frá helstu þéttbýlisstöðum landsins. Þá er einnig að finna hálendiskafla með hálendiskorti og þjónustulistum í bókinni. Fremst í bókinni er síðan að finna ýmsan fróðleik um land og þjóð, það helsta sem er á döfinni í sumar, afþreyingu og margt fleira. Auk þess má geta að bækurnar eru einnig birtar í vefútgáfu á www.heimur.is/world  Ritstjóri bókanna er Ottó Schopka.