Fara í efni

Starfsleyfi veitinga- og gististaða taka breytingum

veitingastadur
veitingastadur

Með nýjum lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald sem taka gildi 1. júlí nk. verður mikil breyting á starfsleyfum. Frá þessu er sagt í nýju fréttabréfi Samtaka ferðaþjónustunnar.

Með breytingunni verður eitt rekstrarleyfi gefið út í stað veitinga- og gististaðaleyfis, vínveitingaleyfis og skemmtanaleyfis. Slíkt sameiginlegt leyfi sparar fyrirtækjunum mikið fé þar sem núverandi rekstrarleyfishafar fara beint inn í endurnýjunarferli sem er miklu ódýrara, sérstaklega ef fyrirtækin þurfa á skemmtanaleyfi að halda, segir I fréttinni.

Leyfi sem eru að renna út verða framlengd
Upp hafs komið spurningar hjá þeim fyrirtækjum sem eru með leyfi sem renna út næstu tvo mánuðina eða til 1. júlí. Hefur SAF óskað eftir hagstæðri lausn hjá leyfisveitendum og fengið mjög jákvæð svör. Dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið fyrir hönd allra lögreglustjóra og sýslumanna að þeir veitinga- og gististaðir sem eru með veitinga- og gististaðaleyfi og/eða skemmtanaleyfi sem renna út næstu tvo mánuðina fái framlengingu til 1. júlí án endurgjalds. Þá sæki þeir um hið nýja rekstrarleyfi. ?Við höfum enn ekki fengið svör um hvenær hægt er að sækja um það en látum ykkur vita. Hafið samband við viðkomandi leyfisveitanda ef þið eruð í þessum hópi.,? segir í fréttinni.

?Við höfum ennfremur haft samband við Reykjavíkurborg og höfum fengið þau svör að ef vínveitingaleyfið rennur út næstu tvo mánuði þá muni Reykjavíkurborg gefa út bráðabirgðavínveitingaleyfi til 1. júlí án endurgjalds. Gildi veitingaleyfið lengur en til 1. júlí þá er borgin reiðubúin að gefa út styttra vínveitingaleyfi, styst þó í 6 mánuði. Við höfum sent þessar upplýsingar til allra annarra sveitarfélaga í þeirri von að þau fari sömu leið ef slík tilvik koma upp. Hafið samband við okkur ef spurningar vakna,? segir í fréttabréfi SAF.